Morgunblaðið - 06.06.1984, Side 2

Morgunblaðið - 06.06.1984, Side 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 Overlord-áætlunin skipulögð: Eisenhower, Leigh-Mallory, Tedder og Montgomery. Rommel virðir fyrir sér fjörutálma. Bertram Ramsay aðmíráll, sem skipulagði brottflutninginn frá Dunkerque, og Sir Trafford Leigh-Mallory yfirflugmarskálkur höfðu áður verið skipaðir yfir- menn sjóhers og flughers Banda- manna. Enginn yfirmaður landhers var skipaður, en Sir Bernard Mont- gomery var settur yfir brezka her- liðið og hafði á hendi yfirstjórn innrásarlandhersins á fyrsta stigi innrásarinnar. Eisenhower vildi fá Alexander hershöfðingja í það starf, en Churchili taldi hann ómissandi á Ítalíu, þar sem hann var yfirhershöfðingi Banda- manna, og Montgomery varð raunverulega næstráðandi Eis- enhowers. Þegar Churchill spurði Mont- gomery álits á innrásaráætlun COSSAC kvaðst hann telja að fyrstu árásarsveitirnar væru of veikar og fyrirhugað innrásar- svæði of þröngt. Montgomery var þá beðinn að endurskoða áætlun- ina í samráði við Ramsay, Leigh- Mallory og Bedell Smith. Undirbúningur COSSAC hafði lagt til að áhlaupið yrði gert á svæðinu milli Grandcamp og Caen við Signuflóa. Staðarvalið takmarkaðist við svæðið milli Flushing og Cher- bourg. Taka varð tillit til flugþols Spitfire-flugvéla og hafnir urðu að vera nógu góðar til að hægt yrði að koma á land miklum fjölda her- Eisenhower og Montgomery manna og miklu magni hergagna. Finna varð hentugar landgöngu- strendur, þar sem liðssafnaður gæti farið fram og herlið og vistir streymt á land áður en hægt yrði að taka hafnirnar. Pas de Calais-svæðið hafði marga augljósa kosti. Þangað var stutt að fara fyrir skip og flugvél- ar. Hins vegar var svæðið ramm- lega varið og möguleikar á stækk- un innrásarsvæðisins takmarkað- ir. Hins vegar voru varnir á Caen- svæðinu tiltölulega veikar, þar var gott skjól og góð flugvallastæði. Þar var líka auðvelt að ná góðri fótfestu, þegar á land væri komið, og erfitt fyrir brynsveitir óvinar- ins að gera gagnárásir. Samkvæmt áætlun COSSAC áttu þrjú herfylki að ráðast á land úr herskipum með aðstoð tveggja fallhlífastórdeilda. Montgomery samþykkti áætlunina, en taldi að gera yrði árásina með meiri þunga, fjölmennara liði og á breið- ari víglínu. Hann lagði því til að tveimur, helzt þremur, fallhlífaherfylkjum yrði varpað til jarðar áður en fimm herfylki gengju á land. En brezka flotamálaráðuneytið hafði tæplega nógu mörg skip til að flytja herliðið yfir Ermarsund samkvæmt svokallaðri Neptune- áætlun um frumstig innrásarinn- ar. Til þess þurfti 3.323 land- gönguskip (þ.e. aliar tegundir), 467 herskip og 150 tundurdufla- slæðara. Samkvæmt tillögum Montgom- erys yrði að fjölga tundurdufla- slæðurum um helming og fá 240 herskip og 1.000 landgönguskip í viðbót. í stað þess að fá skip frá öðrum vígstöðvum lögðu Mont- gomery og Ramsay til að innrás- inni yrði frestað fram í júníbyrjun og tíminn notaður til að smíða fleiri skip. Þrátt fyrir þennan frest kom i ljós að ekki fengjust nógu mörg skip til aðgerðarinnar og þá var lagt til að fengin yrðu skip frá Miðjarðarhafi. Innrás á Miðjarð- arhafsströnd Frakklands hafði verið ráðgerð síðan á Casablanca- ráðstefnunni og um hana gerð svokölluð Anvil-áætlun. Upphaflega átti að gera báðum þessum árásum jafnhátt undir höfði. En þótt Eisenhower teldi Anvil-áætlunina mikilvæga vildi hann að Overlord gengi fyrir og taldi aö ef ekki væru nógu mörg skip til árása á báóum stöðum yrði að fresta aðgerðum á Miðjarðarhafs- ströndinni, eða draga úr þeim. Hann lagði því til að Overlord yrði frestað í einn mánuð og það var samþykkt 1. febrúar. Eisenhower skýrði frá því að dagsetning innrásarinnar mundi ráðast af nákvæmum veðurfræði- legum athugunum, m.a. á tungl- skini og því hvernig flóði og fjöru yrði háttað í fyrstu viku júní. Yfirmenn herafla Bandaríkj- anna voru tregir að samþykkja frestun Anvil, en veittu samþykki sitt í marzlok. Þar með yrði hægt að fá til afnota landgönguskip handa einu herfylki í Normandí. Skip handa einu öðru herfylki fengust vegna frestunar Overlord Auk þess ákváðu Bretar og Banda- ríkjamenn að tefla fram tveimur herfylkjum í viðbót, svo þau yrðu fimm alls. Þar að auki gafst meiri tími til að gera loftárásir á Þýzkaland og eyðileggja brýr og járnbrautir í því skyni að trufla samgöngur Þjóðverja til innrásarsvæðisins. Einnig yrðu veðurskilyrði í maílok trúlega hentug til stórfelldrar sóknar Rússa í sambandi við Over- lord Til þess að innrásin heppnaðist þurfti að taka í notkun sérstakan útbúnað og hagnýta nýja tækni til að gera innrásarliðinu kleift að tryKKÍa örugga fótfestu á strönd- inni og sækja inn í land. Byggt var á reynslu misheppnaðrar árásar á Dieppe, sem sýndi að til þyrfti að koma öflugri skothríð af styttra færi og stuðningur skriðdreka allt frá því gengið væri á land. Furðutæki Sir Percy Hobart hershöfðingja var falið að sjá um smíði sér- hæfðra bryndreka og annars út- búnaðar til innrásarinnar. Hann sýndi Montgomery, mági sínum, og Eisenhower mörg furðuleg bryntæki, sem voru kölluð „Skrípi". Þar á meðal voru svokallaðir „Krabbar", þ.e. Sherman-skrið- drekar búnir rúllum til að ryðja brautir gegnum sprengjusvæði, Churchill-skriðdrekar, sem lögðu teina og brýr, spúðu eldi („Krókó- dílar"), vörpuðu sprengjum og sprengdu jarðsprengjur, bryn- varðar jarðýtur og sjófærir DD-flotaskriðdrekar, sem komust í land fyrir eigin vélarafli. Montgomery gerði sér grein fyrir mikilvægi furðutækja Hob- arts og Eisenhower var hrifinn af DD-skriðdrekunum. En Omar Bradley hershöfðingi, yfirmaður bandaríska árásarliðsins, sem Eis- enhower fól að velja önnur bryn- tæki, hafnaði þeim og sú ákvörðun hafði hörmulegar afleiðingar. Árásin á Dieppe hafði sýnt að stórri höfn var ekki hægt að ná heillri með snöggu áhlaupi og að áður en hægt yrði að fjarlægja jarðsprengjur, og áður en nauð- synlegar viðgerðir gætu farið fram, yrði að senda innrásarliðinu vistir yfir opna strandlengju, þar sem það væri berskjaldað. Niðurstaðan varð sú að smíðað- ar voru tvær gervihafnir, Mul- berry A og B, sem draga yrði yfir Ermarsund. Síðan yrði að sökkva þeim eða láta þær liggja fyrir akk- erum undan strönd Normandí, norðvestur og norðaustur af Baye- aux. En aðeins höfnin var tekin í notkun, þar sem höfnin á banda- ríska svæðinu, skammt frá Vier- ville, sökk í fárviðri dagana 19. til 22. júní. Öflun eldsneytis handa öku- tækjum og flugvélum var enn eitt vandamálið, þar sem víst var talíó að allar hafnir yrðu eyðilagðar. Lausnin var PLUTO, neðansjáv- arleiðsla, til að dæla olíu frá eynni Wight, og síðar frá Dungeness, til Ambleteuse, skammt frá Boul- ogne. En olíuleiðslan var ekki tek- in í notkun fyrr en 41 degi eftir að innrásin hófst og þá voru Banda- menn komnir inn í Belgíu. Vorið 1944 hafði Suður-England breytzt í risavaxna flugstöð, verk- stæði, birgðageymslu og herbúðir. Um áramót var bandaríski liðsafl- inn á Stóra-Bretlandi skipaður 750.000 mönnum og á næstu fimm mánuðum fjölgaði þeim í rúmlega eina og hálfa milljón. Brezkir og kanadískir hermenn söfnuðust saman á Suðaustur- Englandi, en bandarískir hermenn á vestur- og suðvesturströndinni. Sir Basil Liddel Hart kallaði svæðið milli Dorset og Cornwall „hinn hernumda hluta Englands". Meðan fjölmennt innrásarlið Bandamanna stundaði stöðugar æfingar var haldið uppi þráfelld- um njósnum, m.a. með því að senda menn í land á strönd óvin- arins. Mikilvægra upplýsinga var aflað um sker undan ströndinni, jarðvegsmyndanir, hindranir á ströndinni, flóð og fjöru og breyt- ingar á hafsbotninum. Mikil vinna var lögð í blekk- ingaraðgerðir til að sannfæra óvininn um að árásin yrði gerð á Pas de Calais-svæðinu. Þetta var gert með því að setja á svið liðs- safnað í Kent og Sussex (þar var komið á fót „vofuher" undir stjórn George Pattons hershöfðingja), safna saman flotum gerviskipa i höfnum á suðausturströndinni, sviðsetja landgönguæfingar á ná- lægum svæðum á ströndinni, auka loftskeytasendingar og með því að varpa fleiri sprengjum á Pas de Calais en Normandí. Auk þess var vísvitandi látið rigna „ieynilegum upplýsingum" yfir SD og Abwehr, njósnaþjón- ustur nazista, og þær sannfærðu Þjóðverja um að innrásin yrði gerð í júlí í Pas de Calais. Einnig var reynt að sannfæra Þjóðverja um að innrásin yrði gerð frá Norður-Afríku og tvífari Mont- gomerys (Clifton James) var send- ur þangað til að blekkja þá. Flugherinn, Luftwaffe, brást Þjóðverjum. Könnunarflugvélar hans komust sjaldan gegnum öfl- ugar varnir Suður-Englands, frá Falmouth til Harwich. Blekkingar Þjóðverjar létu nær alveg blekkjast — aðeins Hitler gat upp á réttum innrásarstað og var treg- ur til að fylgja eftir hugboði sínu. Þjóðverjar stilltu því upp þorra liðsafla síns fyrir austan Signu og jafnvel eftir að innrásin hófst töldu Þjóðverjar að raunveruleg árás væri ekki hafin. Síðustu mánuðina fyrir innrás- ina reyndist nauðsynlegt að tak- marka ferðir óbreyttra borgara. Gestum var bannað að fara inn á strandsvæði frá Wash til Land’s End og ótal skotfærageymslur, flugvellir, herskálar og stæði fyrir bíla og önnur ökutæki voru á bannsvæðum. Bréfadreifingu var frestað og erlendum sendiráðum bannað að senda dulmálsskeyti. Diplómatapóstur var stöðvaður. Mesta árás sögunnar á sjó, landi og úr lofti var að hefjast. Gífur- lega öflugt herlið hafði verið dreg- ið saman: 1.200 herskip, 4.000 árásarskip, 1.600 kaupskip, 13.000 flugvélar og rúmlega 3.500.000 menn. Þessu liði yrði brátt beitt gegn Atlantshafsmúrnum. „Öll þessi magnþrungna fjöður bíður harðspennt þess andartaks þegar orka hennar verður leyst úr læðingi," skrifaði Eisenhower í bók sinni Crusade in Europe „og hún hendist yfir Ermarsund í voldugustu innrás af sjó sem nokkru sinni hefur verið gerð“. Þjóðverjar höfðu í nokkur ár unnið að gerð þessa varnarmúrs og lögðu megináherzlu á varnir hafna og Pas de Calais. Um 250.000 manns, verkamenn og her- menn, strituðu í árslok 1943 við gerð hans, en honum var hvergi nærri lokið, nema á svæðinu milli Antwerpen og Le Havre. Gerd von Rundstedt marskálk- ur, yfirhershöfðingi Þjóðverja á vesturvígstöðvunum, hafði enga trú á virkjum. Hann gerði sér glögga grein fyrir veikleika múrs- ins og lét þau orð falla eftir stríð að hann hefði aðeins verið „áróður og sjónhverfing, sem átti að gabba Þjóðverja jafnt sem Bandamenn". Franska strandlengjan, sem Rundstedt þurfti að verja, var um 3.500 km löng. Hann taldi ekki hægt að koma í veg fyrir raun- verulega landgöngu og hugðist því aðeins hafa fjölmennt lið til varn- ar í mikilvægum höfnum og á við- kvæmustu stöðum meðfram ströndinni. Með þessum ráðum vonaðist Rundstedt til að geta taf- ið hvers konar hernaðaruppbygg- ingu Bandamanna á ströndinnni, nógu lengi tii þess að geta gert gagnárásir og hrakið þá í sjóinn. Allan veturinn 1943—44 bað Rundstedt yfirstjórn þýzka hers- ins um liðsauka. Hann fékk engan liðsauka. í' staðinn sendi Hitler honum Erwin Rommel marskálk. Fyrst var Rommel falið að kanna varnirnar milli Danmerkur og Pýreneafjalla. Þremur mánuð- um síðar, i febrúar 1944, var hann settur yfir tvo heri (VII og XV), sem vörðu mikilvægustu hluta strandlengjunnar, frá Zuiderzee til fljótsins Loire. Rommel spáði því að flugvélar Bandamanna mundu trufla flutn- inga varaliðs Rundstedts og jafn- skjótt og Bandamenn hefðu náð öruggri fótfestu á ströndinni mundu þeir brjótast út af land- göngusvæðinu. Hann lagði því á það áherzlu að brjóta yrði innrás- arliðið á bak aftur á ströndinni: að öðrum kosti væri vafasamt að það tækist. Ágreiningur um beztu leiðir til að verjast innrás leiddu til mála- miðlunarsamkomulags, sem hafði afdrifaríkar afleiðingar. Bryn- vörðu varaliði var haldið talsvert langt frá ströndinni, en meiri- hluta fótgönguliðsins fengið það hlutverk að styrkja varnir á strandlengjunni. Þegar til kom neyddust brynsveitirnar til að láta til skarar skríða áður en þær voru tilbúnar og ekki reyndist unnt að safna þeim öllum saman til að gera samræmda árás fyrr en það var orðið um seinan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.