Morgunblaðið - 06.06.1984, Page 3

Morgunblaðið - 06.06.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 51 Sammála Rommel komst á þá skoðun eins og Hitler að Normandí yrði aðal- skotmark Bandamanna og í febrú- ar 1944 gerði hann flókna áætlun um að torvelda landgöngu með því að koma fyrir neðansjávarhindr- unum. Vonað var að þessar og aðr- ir fjörutálmar, m.a. gaddagaurar, drekatennur, bognir járnbrauta- teinar og staurar með sprengjur á oddinum, mundu brjóta land- gönguferjurnar áður en þær kæmu upp í fjöru og að skrið- drekatálmar á „banvænu belti" í fjörusandinum mundu laska alla skriðdreka, sem kæmust í land. Til að torvelda fallhlífaárásir var komið fyrir sprengjugildrum á öllum opnum svæðum í innan við 10 km fjarlægð frá ströndinni. Auk þess átti að veita vatni yfir láglendi og koma fyrir jarð- sprengjum á svæðum, sem færu ekki undir vatn og mynduðu rauf- ar. Ætlun Rommels var að þungum strandfallbyssum, sem voru taldar óhultar fyrir loftárásum, yrði beitt gegn flota Bandamanna þeg- ar hann sigldi að landi. Þegar skipin kæmu á fleygiferð upp að ströndinni yrði árásarsveitunum mætt með skothríð beint frá víg- girtum vélbyssuhreiðrum og i skriðdrekavarnarstöðvum og stór- skotaliði lengra inni í landi. Rommel taldi að þau skip, sem stæðust þessa geysikröftugu skothríð og kæmust fram hjá öll- um neðansjávarhindrunum, mundu brotna í fjörunum, þar sem jarðsprengjur voru á hverju strái. Allir hermenn og skriðdrekar, sem kæmust á land, yrðu að brjót- ast fram hjá jarðsprengjubeltum, gaddavírstálmunum og skrið- drekaskurðum og vera viðbúnir eldvörpuárásum. Rétt fyrir aftan þetta belti ætlaði Rommel að koma fyrir öllum brynfylkjum, svo að þau gætu skotið af öllu afli og án afláts á ströndina. Hann taldi nauðsynlegt að sem öflug- , ustu liði yrði beitt til að hrinda innrásinni strax sama dag og landganga færi fram. „Fyrsti sól- arhringurinn ræður úrslitum," sagði hann. Það olli Rommel einnig áhyggj- um að 60 herfylki Þjóðverja á vesturvígstöðvunum voru mjög misjöfn að gæðum. SS- og bryn- fylkin voru mjög vel búin her- gögnum, þjálfun þeirra ágæt og SJÁ NÆSTU SÍÐU. Eisenhower rabbar við fallhlífahermenn. FLUGLEIDIR AUGLÝSA FLUG OG BÍLL Ef þú kýst að ferðast á eigin vegum, skaltu, láta Flugleiðir sjá um að bílaleigubíll bíði á áfangastað þínum erlendis. Fluglelðlr gefa þér kost á að ferðast í bílaleigubíl frá 8 borgum í Evrópu! Flug og bíll er ódýr ferðakostur i sumarleyfinu. Hér að neðan eru dæmi um einstaklingsverð, miðað við að 4 séu saman um bíl í viku. Innlfalið er: Flug, bíll, km-gjald, söluskattur og kaskótrygglng: Clasgow - frá kr. 9.S72,- Luxemborg - fra kr. 10.154.- kaupmannahöfn - frá kr. 11.625,- Afsláttur fyrlr böm er á blllnu 4.100 tll 6.000 krónur. Þér verða allir vegir færir þegar þú hefur tryggt þér Flug og bíl hjá Flugleiðum! Flugog bíll frákr. 9.372r Englnn aukakostnadur. nema bensinlð og flugvallarskatturtnn. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.