Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1984 53 getað gengið eins hægt fyrir sig og kostað eins mikið mannfall og á Omaha-strönd, ef þeir hefðu ekki af hyggindum sínum notað sér- hannaða brynvagna Hobarts og fylgt þeirri stefnu að senda sér- þjálfaðar áhlaupssveitir úr 79. brynfylki Hobarts á undan megin- liðsaflanum. Bn lið G, J og S, brezkir og kanadískir hermenn úr 2. brezka hernum undir forystu Sir Miles Dempsey hershöfðingja, komust fljótt á land á svæðunum milli Le Hamel og St Aubin og Lion-sur-Mer og Riva-Bella. í skýrslu sinni um landgönguna þakkaði Eisenhower fyrst og fremst nýstárlegum tækjabúnaði þann árangur, sem náðist: „Vafa- samt er að árásarliðið hefði getað náð svo fljótt öruggri fótfestu án þessara vopna,“ sagði hann. Sigur Að kvöldi 6. júní 1944 höfðu 156.000 hermenn Bandamanna gengið á land í Normandí og þótt Caen félli ekki í fyrstu atrennu, eins og gert hafði verið ráð fyrir, hafði skarð verið rofið í Atlants- hafsmúrinn, sem Þjóðverjar höfðu gumað mjög af, á 45 km svæði milli ánna Vire og Orne. Aðeins 2.500 féllu, en 8.500 særðust. Rommel hafði ekkert varalið á bak við þunnskipaðar varnirnar á ströndinni og ekkert þungt stór- skotalið til að svara fallbyssum herskipanna. Honum tókst þvi ekki að brjóta innrásina á bak aft- ur á ströndinni og 9. júní höfðu Bandamenn komið hreiðrað rammlega um sig á innrásarsvæð- inu, þrátt fyrir árás XXI brynfylk- is Þjóðverja. Innrásardaginn var Eisenhower með tvær yfirlýsingar í vasanum. Önnur var svohljóðandi: „Land- ganga okkar á Cherbourg-svæðinu hefur ekki borið þann árangur að við höfum náð nógu öruggri fót- festu og ég hef hörfað með her- sveitirnar. Ef einhvern er hægt að gagnrýna fyrir tiiraunina, þá ber ég alla ábyrgð." Eisenhower gat fleygt þessari yfirlýsingu. Innrásin hafði heppn- azt. í staðinn heyrði heimurinn hann lesa hina yfirlýsinguna, sem var svohljóðandi: „Undir stjórn Eisenhowers hershöfðingja hefur flotastyrkur Bandamanna hafizt handa, síðan í morgun og með stuðningi voldugs flugvélaflota, um landsetningu herliðs Banda- manna á norðurströnd Frakk- lands." Ári áður hafði Churchill lýst þeirri von sinni að Frakkland yrði frelsað „áður en laufblöðin falla af trjánum í haust“. Sú von hafði ekki rætzt og Þjóðverjar dreifðu á götum í Frakklandi grænum lauf- blöðum úr pappír með áletruninni: „Við erum fallin af trjánum. ó Churchill! Hvar eru hermenn þín- ir?“ Nú voru þeir komnir. Rommel hafði haldið því fram að fyrsti sól- arhringur innrásarinnar mundi ráða úrslitum. Hann reyndist sannspár. (Aðallega byggt á ritgerð eftir Stephen Webbe) — gh. aö borga heimsendan giroseöil i œtliröu aö eiga L þessa möguleika A vmmngum þanncrttimda EIGIRÐU EFTIR AÐ GREIÐA HAPPAREGNSMIÐANN ÞINN ÞÁ BORGAR SIG AÐ GERA ÞAÐ í ÞESSARIVIKU Happaregn er happdrœtti Slysavarnaíélags íslands í það er raðist til viðhalds og etlingar slysavarna a íslandi og a ollum haísvœðum umhveríis það. 8. júní diögum við út aukaviniiinga: 200 REALTONE útvarpsviðtœki með klukku og vekjara 200 PIRATRON tölvuur með vekjara og raíeindareikni 100 POLAROID VTVA ljósmyndavélar 17. júní er komið að aðalvinningunum: 10 FÍAT UNO.Bíl ársins 1984 22 NORDMENDE myndbandstœkjum Þetta er sannkallað happaregn Ath. Miðinn þinn gildir báða dagana, sé hann greiddur iyrir 9. júní. VTÐ ÞÖRFNUMST ÞÍN HADEGISMATSEÐILL Humarsúpa mcð þeyttum rjóma Kistaður karfi i hnetujnqourtsosu 1 75,- Roast-beef með steiktum lauk og kartoflum "Au gratin" 1/1 255.- - 1/2 195-- í tilefni briggja ára afmælis bjóðum við öllum marsipantertu í eftirrétt. m Hvíldarstaður í hádegi höU að kveldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.