Morgunblaðið - 06.06.1984, Síða 8

Morgunblaðið - 06.06.1984, Síða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 NÁMSFERÐ VIOSKIPTAFRÆDINEMA Viö nám í Insead. Insead-viðskiptaháskólinn eftir Kristin Sv. Helgason Insead-viðskiptaháskólinn var stofnaður 1958 af kaupsýslu- mönnum í Evrópu sem vildu á þennan hátt verða að liði í sam- einingu Evrópu. Enda kemur það fram í stofnsamþykkt að markmið hans sé viðskiptamenntun fólks frá öllum iöndum, rannsóknir í viðskiptafræðum og málum sem snerta efnahagslega sameiningu Evrópu. Annað markmið þeirra sem stóðu að stofnun skólans á sínum tíma var að Evrópa eignað- ist vipskiptaháskóla sem gæti keppt við þá bestu í Bandaríkjun- um. Ungt fólk gæti því fengið þá viðskiptamenntun sem það æskti eftir í Evrópu. í dag nýtur Insead mikils orðstírs og því vel viðeig- andi að kynna þá starfsemi sem þar fer fram en hún er bæði mikil að magni og gæðum. Ég vil í þess- ari stuttu kynningargrein gera grein fyrir starfi Insead eins og það kom mér fyrir sjónir í heim- sókn íslenskra viðskiptafræði- nema fyrir nokkru. 12.Meistarapróf í vióskiptafræóum MBA (Master of Business Administration) -nám í Insead er mjög þungt og inntökuskilyrði ströng en þau eru eftirfarandi í meginatriðum: 1. Há einkunn á GMAT-prófi (staðlað bandarískt próf yfir stjórnunarfærni). 2. Aldur 25—30 ára. 3. Starfsreynsla. 4. Staðgóð þekking í ensku og frönsku (þýska áður skilyrði en ekki lengur). Námið tekur 1 ár en sambæri- legt nám annars staðar venjulega um 2 ár. Það gefur augaleið að yfirferð er mjög mikil og kröfurn- ar miklar. Við val á umsækjendum er reynt að skapa alþjóðlegt and- rúmslóft þannig að það séu í það minnsta nemendur frá 30 löndum þar við nám á sama tíma. 285 stúdentar eru teknir inn á hverju ári. Náminu er skipt upp í 5 annir. Á fyrstu 3 önnunum er farið í þau námskeið sem eru skylda til MBA-prófs en á síðustu 2 velja nemendur sér valgreinar á því sviði sem þeir vilja sérmennta sig á. í sky’.Junámsefninu eru hefð- bundnar greinar eins og stjórnun, sala, fjármál, tölfræði, framleiðsla og stefnumótun. Talið er nauð- synlegt að nemendur hafi góða þekkingu á öllum þessum sviðum áður en þeir hefja sérhæfingu sína. í sérnámi sínu geta nemend- ur, sem vilja t.d. leggja megin-. áherslu á sölu, valið úr námskeið- um eins og stefnumótun við sölu, markaðsrannsóknir eða rannsókn- ir á hegðun neytenda svo dæmi séu tekin. Kennsluaðferðir eru með nokk- uð öðrum hætti en við þekkjum hér á landi. Það er mikið beitt svokallaðri verkefnaaðferð (“case method") en hún byggist á því að nemendur fá verkefni sem tekin eru beint úr raunveruleikanum. Þeir vinna síðan í hópum að lausn verkefnisins og kynna hana fyrir öðrum nemendum og kennara. Þessir aðilar rökræða síðan gæði lausnarinnar. Þessari aðferð er nú mikið beitt við helstu viðskipta- skóla í heiminum og er hægt að benda á Harvard Business School í því sambandi. Hún gerir kröfur til að nemendur geti tjáð skoðanir sínar fyrir öðrum og tekið ákvarð- anir. Éinnig eru starfandi fyrir- tæki athuguð og reynt að spá í væntanlega þróun þeirra. Á t.d. Kristinn Sv. Helgason fyrirtæki eins og IBM að fjölga við sig vöruflokkum? Hefur það yfir að ráða nægilegum styrk og tækniiegri þekkingu til að ráðast á nýja markaði eða markaðshluta? Þetta gæti verið dæmi um verk- efni í stefnumótun (strategy) í Insead. Aðrar athyglisverðar kennsluaðferðir eru notkun að- ferða til að líkja eftir raunveru- legum aðstæðum („simulations") í t.d. fjármálum og sölu. Það kom fram í samtölum við nemendur að vinnuálag er gífur- lega mikið og þá sérstaklega á fyrstu önnunum meðan þeir eru að treysta sig í sessi. Námsefnið er það mikið að jafnvel sólarhringur- inn dugir ekki til að lesa allt. Þá reynir á skipulagsgáfu nemenda við að greina aðalatriði frá auka- atriðum. Það er því ekki að ósekju að MBA-námið í Insead er eitt hið virtasta sinnar tegundar. Stórfyr- irtæki bíða í röðum eftir nemend- um með þessa menntun. Meðal- byrjunarlaun eru um 70.000 ísl. kr. á mán. en dæmi eru um að þau hafi farið upp í 155.000 kr. Evrópu-Asíustofnunin Euro-Asia Centre er óháð stofn- un, sem komið var á fót af um 70 fyrirtækjum bæði úr Evrópu og Ásíu. Hún hefur það að markmiði að auka viðskipti, efla boðmiðlun og skilning milli Evrópu og Asíu- landanna. Hún vinnur að þessum markmiðum með eftirtöldum hætti: 1. Stundar rannsóknir bæði í Evr- ópu og Asíu. 2. Heldur ráðstefnur í báðum heimshlutunum. 3. Gefur út tímarit, The Euro- Asia Business Review. 4. Veitir félögum upplýsingar, kemur á viðskiptasamböndum, skipuleggur námsferðir til Asíulandanna og heldur nám- skeið fyrir fyrirtæki. Ráðstefnurnar standa yfirleitt yfir í 1—2 vikur. Þær eru bæði haldnar í Evrópu og Asíulöndum. Stofnunin hefur í síauknum mæli skipulagt námsferðir evrópskra stjórnenda til Japans og annarra Asíulanda samhliða því sem ráðstefnur eru haldnar. Hún hefur komið sér upp góðum samböndum þannig að tryggt er að þátttakend- ur fái aðgang að mörgum af best reknu og tæknivæddustu fyrir- tækjum Asíulanda. Þessi nám- skeið þykja í háum gæðaflokki sem ræðst af því að mörg stórfyr- irtæki senda starfsmenn sína á slík námskeið. Þar reyna þeir að tileinka sér aðgerðir Japana við stefnumótun á öllum sviðum rekstrarins. í slíkum námsferðum eða ráðstefnum eru tekin fyrir efni eins og japanska fyrirtækið, hvað getur Evrópa lært af Japön- um, stefnumótun japanskra fyrir- tækja, stjórnun, stefnumótun við útflutning o.s.frv. Slík námskeið ættu að geta orðið ísl. stjórnend- um að miklu gagni við að tileinka sér nýjar hugmyndir á sviði stjórnunar og stefnumótunar. ís- lenskir stjórnendur hafa enn sem komið er ekki gert mikið af því að kynna sér hugmyndir Japana og stjórnunaraðferðir þeirra en þó er þar að verða breyting á og má í því sambandi geta nýlegrar ferðar ís- lenskra iðnrekenda til Japans og fieiri Asíulanda undir forystu Iðntæknistofnunar. Stjórnendafræðslan EDP (Executive development programmes). Hér er um að ræða námskeið fyrir starfandi stjórn- endur á hinum ýmsu stjórnunar- þrepum þar sem jafnframt er tek- ið mið af starfsaldri viðkomandi. Þessi námskeið standa oftast yfir í 1—2 vikur. Skólinn tekur einnig að sér að halda námskeið innan fyrirtækjanna sjálfra og þá gjarn- an öll svið tekin fyrir og endur- skipulögð. Hér geta stjórnendur fengið námskeið í háum gæða- flokki um ákveðin sérhæfð svið eins og stefnumótun, stjórnun, fjármál, sölu, svo eitthvað sé nefnt. Þessi námskeið eru opin öll- um stjórnendum þannig að ef ís- lenskir stjórnendur hefðu áhuga á því að bæta við sig þekkingu þá gætu þeir án efa lært mikið af slíkum námskeiðum. Þess má geta að stjórnendur frá hinum Norður- löndunum sækja þessi námskeið í vaxandi mæli. Símenntunarstofnun Evrópu CEDEP (The European centre for continuing education). Þetta eru samtök 18 fyrirtækja og In- sead. Stofnunin heldur námskeið fyrir þessi fyrirtæki jafnframt því sem hún veitir þeim ráðgjöf. Hér fá fyrirtækin upplýsingar um það nýjasta sem er að gerast á hverju sviði. Þetta hefur þau áhrif að nýjar hugmyndir og aðferðir ber- ast skjótt og örugglega til fyrir- tækjanna. Góð leið til alþjóðasinnunar Enn sem komið er hafa fáir ís- lendingar notfært sér þær náms- leiðir sem Insead býður upp á. Einn íslendingur hefur stundað meistaranámið og fáeinir hafa sótt námskeið Stjórnunarfræðsl- unnar. Það væri þó æskilegt að fleiri öðluðust fræðslu á þennan hátt. Það mundi auka íslenskum stjórnendum færni og víðsýni og stuðla að alþjóðasinnun þeirra. Hjá Efnahagsbandalagi Evrópu eftir Guðríði Ólafsdóttur Aðdragandinn Árið 1959 var stofnað Kola- og stálbandalag Evrópu með það að markmiði að koma á fót sameig- inlegum markaði fyrir kol og stál, setja sölu og framleiðslu þessara afurða undir samþjóðlega stjórn. Aðilar að þessu bandlagi voru sex þjóðir, Belgía, Holland, Frakk- land, Luxemborg, Ítalía og Þýska- land. Á næstu árum voru uppi hugmyndir um nánara samband milli þessara þjóða en ekki varð úr samkomulagi fyrr en 1967 þegar Efnahagsbandalag Evrópu leit dagsins ljós í Róm með þátttöku fyrrgreindra sex þjóða. Bretum hafði verið boðin þátttaka en þeir afþökkuðu gott boð. Þessi Róm- arsáttmáli boðaði stofnun tolla- og efnahagsbandalags, og víðtækt samstarf á sviði efnahags- og stjórnmála. Má nefna að banda- lagið, ákvarðar sameiginlega stefnu varðandi landbúnað, stál- og kolaframleiðslu, tolla, fiskveið- ar, samgöngur og margt fleira. Árið 1973 urðu Danir, írar og Bretar aðilar að bandalaginu eftir nokkurt samingsþóf og í ársbyrj- un 1981 bættist Grikkland í hóp- inn þannig að í bandalaginu eru nú 10 lönd með um 270 milljónir íbúa. Portúgal og Spár.n hafa sótt um aðild að bandalaginu og er ekki séð fyrir endann á þeim samningum enn. Grænland hins- vegar hefur sagt sig úr bandlaginu eins og flestir vita. Skipulagið Efnhagsbandalagið hefur að meginmarkmiði að hafa sameig- inlegan markað (common market) þar sem vörur, þjónusta, vinnuafl og fjármagn hreyfist frjálst innan bandalagsins. Bandalagið byggist upp af fjórum stofnunum, fram- kvæmdaráði, þingi, nefnd og dómstóli. Til þings er kosið beint af aðildarlöndum. Nefndin er svokölluð ráðherranefnd þar sem ráðherrar ríkjanna 10 sitja og dómstólinn skipa 11 dómarar skipaðir af stjórnum aðildarríkj- anna. Ráðið er skipað 14 meðlim- um tilnefndum af ríkisstjórnum landanna 10 og hefur fram- kvæmdavaldið með höndum. Fjárhagsáætlun Efnahags- bandalagsins hljóðar núna uppá 22 billjónir dollara. Tekjurstofnar bandalagsins eru skattar ýmis- konar og tollar. Þar er fyrst að nefna eitt prósentustig af virðis- aukaskatti allra meðlimalanda, öll innflutningsgjöld á vörur frá löndum utan bandalagsins, mjólk- urskattur til að minnka mjólkur- framleiðslu, sykurskattur og skattur á kol á stál. Helsta ráð- stöfun teknanna er þessi: 65% fer í landbúnaðinn, 6% í félagslegar aðgerðir eins og ráðstafanir gegn atvinnuleysi, 6—8% fer til þeirra svæða sem erfitt eiga uppdráttar, 5% fer til þróunarlanda og 3% fer til rannspkna svo sem orkurann- sókna og kjarnorkurannsókna. Til fróðleiks má geta þess að hin illvíga deila Breta við Efnahags- bandalagiö er tilkomin vegna þess að þeir flytja mikið inn af vörum, sérstaklega landbúnaðarafurðum frá Samveldislöndunum, en öll innflutningsgjöld á þær vöruteg- undir renna til Bandalagsins. Gjðldin nema hærri upphæðum en Bretar fá til baka til styrktar eig- in landbúnaði eða til annarra að- gerða. Ef Bretar tækju upp á að flytja inn umframneyslu á land- búnaðarafurðum frá löndum Efnahagsbandalagsins myndi vandinn við aðildarþjóðirnar leys- ast en upp kæmi nýtt vandamál við Samveldislöndin. Samskipti íslands og EBE í heimsókn viðskiptafræðinema til höfuðstöðva Efnahagsbanda- lagsins í Brússel var fyrst hlýtt á almenna kynningu þessarar stofn- unar. Til að fræða okkur um sam- skipti íslands og EBE-landanna var frændi okkar, Daninn Bang- Hansen, mættur. Upphaf að samskiptum okkar við ÉBE var í gegnum Fríverslun- arsamtökin (EFTA) en þar feng- um við inngöngu 1970. EBE óskaði viðræðna við þau lönd sem ekki vildu gerast aðildar að bandalag- inu (þar eð Danir, írar og Bretar höfðu þá þegar óskað eftir inn- göngu í EBE og úrsögn úr EFTA). Áfrakstur þessara viðræðna varð áiðan samningur millum íslands og EBE sem undirritaður var 22. júlí 1972. Tregt var um nokkur samkomulagsatriði vegna þorska- stríðsins við Breta og V-Þjóðverja og tóku þau ekki gildi fyrr en leystur hafði verið ágreiningur sá. Þetta er samningur um fríverslun með iðnaðarvörur og tilteknar sjávarafurðir. Við fengum 10 ára aðlögunartíma og einhliða íviln- anir af hálfu bandalagsins gagn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.