Morgunblaðið - 06.06.1984, Page 10

Morgunblaðið - 06.06.1984, Page 10
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1984 NÁMSFERD VIÐSKIPTAFRÆÐINEMA 58 f góðu yfirlæti hjá NATO. Heimsókn í aðalstöðvar Atlantshafsbandalagsins eftir Frímann Elvar Guðjónsson A ferð viðskiptafræðinema um meginland Evrópu var komið við í Belgíu. Þar gerðum við okkur m.a. ferð til aðalstöðva NATO í Briiss- el. Aðaltilgangur okkar með þess- ari heimsókn var auðvitað sá að leggja okkar af mörkum til að tryggja áframhaldandi frið í heiminum og einnig til að skoða stofnunina og kynnast viðhorfum manna þarna til heimsmála eins og þau eru í dag. Atlantshafsbandalagið Áður en ég sný mér að sjálfri heimsókninni langar mig til að fara örfáum orðum um sögu NATO fyrir þá sem ekki þekkja hana. NATO er skammstöfun fyrir „North Atlantic Treaty Organization" og er alþjóðleg samtök byggð á Norður-Atl- antshafssamningnum frá 4. apríl 1949 og á bandalagið því 35 ára afmæii 4. apríl sl. Upphaflega var samningurinn undirritaður af 10 Vestur-Evrópuríkjum þ.m.t. ís- landi ásamt Bandaríkjunum og Kanada. Það sem stuðlaði fremur öðru að þessari samningsgerð var ótti Vestur-Evrópubúa við Sov- étmenn, ekki síst eftir valdatöku kommúnista í ríkjum Austur- Evrópu. Frá því samningurinn var undirritaður 1949 hafa 4 V-Evr- ópuríki bæst í hóp NATO-ríkja og er þetta því í dag hernaðarbanda- lag 16 ríkja. Á þessum 35 árum sem nú eru liðin frá stofnun bandalagsins hefur gengið á ýmsu hjá bandalaginu og oftar en einu sinni hefur hrikt í stoðum þessa volduga bandalags á þessum 35 ár- um en það hefur staðið af sér allar hrakspár um endalok og fróðir menn telja að það sé helst óttinn við Sovétmenn sem haldi banda- laginu saman. Allavega kom ekk- ert í veg fyrir að bandalagið héldi upp á 35 ára afmælið í apríl, en maður á svipuðu reki og bandalag- ið er talinn vera á „besta aldri“ og er því ekki fjarri lagi að telja að bandalagið sé það líka. Heimsóknin sjálf Er hópurinn kom til aðalstöðv- anna í Brússel kom strax í ljós að öryggisgæslan var gífurlega ströng á staðnum og voru menn m.a. krafðir um vegabréf áður en Frímann Elvar Guðjónsson Kauphöllin í Frankfurt Kauphöllin í Frankfurt. Hvenær skyldi kauphöll taka til starfa á íslandi? eftir Eyjólf Eyjólfsson Sögu Frankfurt sem fjármála- miðstöðvar má rekja aftur til mið- alda. Á þeim tíma hafði þegar þró- ast mikil verslun og um leið mynd- ast þörf fyrir fjármálakerfi. Um 1180 var Frankfurt byrjuð að slá mynt og fyrsta verslunin sem skipti mynt opnaði árið 1402. Þangað til snemma á 16. öld sinnti viðskiptalífið mest vöruviðskipt- um en eftir það tóku fjármála- viðskipti að dafna. Vegna svika var síðan ákveðið að setja reglur og ákveða verðmæti níu mynta ár- ið 1585 og var það fyrsti vísir að „opinberri" gengisskráningu gjaidmiðla. Fyrstu verðbréfa- viðskiptin Regluleg viðskipti með vaxta- bréf og viðskiptabréf hófust við lok 18. aldar og í byrjun 19. aldar höfðu bankamennirnir Bethmann og Rothschild tekið forystu á þeim markaði. Fyrstu hlutabréfin sem arður var greiddur af voru síðan gefin út árið 1820. Eftir það jókst gjaldeyirsverslun stöðugt og styrkti fjármálalífið með því að auka öryggi í greiðslum milli landa og dreifa áhættu og ágóða. Gjaldeyrisverslunin fór fyrst fram undir berum himni en síðan 1879 hefur hún verið i sama hús- inu. Síðan þá hefur kauphöllin í Frankfurt smám komist í fremstu röð kauphalla í heiminum með verslun í erlendum hlutabréfum og skuldabréfum. Sem dæmi um hlut erlendra viðskipta ma nefna að árið 1981 voru 416 hlutabréf skráð á opinbera markaðnum þar af 187 erlend og í fjármagni var heildarfjármagn þýskra fyrir- tækja 37,9% millj. DM en erlendra 74,6 millj. DM og í vaxtabréfum eru 10% af bréfunum erlend en um 19% af heildarveltu er í þeim. Líka má nefna að af 92 aðildar- bönkum kauphallarinnar eru 22 erlendir. Eftir stríð var kauphöllin endurbyggð og tæknivædd m.a. með 90 mz töflu sem sýnir verð á 168 hlutabréfum, fjölda sjón- varpstækja, síma og annarra gagnamiðla. Hlutverk bankanna í kauphöllinni er nú verslað með hlutabréf, vaxtabréf, hlutabréfa- rétt (options), gull og gjaldmiðla. Þeir sem áhuga hafa á að kaupa í kauphöllinni geta einungis keypt í gegnum banka sem á aðild að höll- inni, þ.e. bankar í Þýskalandi gera meira en að taka við innleggi, veita lán og selja gjaldeyri. Þeir hjálpa fyrirtækjum til að gefa út viðskiptabéf og aðstoða síðan viðskiptavini við kaup og sölu á þessum bréfum bæði beint og í gegnum kauphöllina. Síðast en ekki síst kaupa þeir og selja á sinn eigin reikning. Annars staðar eru slík viðskipti gerð gegnum sérstök sérhæfð þeir fengu inngöngu, en þar sem ekki voru allir með vegabréf sitt á sér þá komumst við ekki inn fyrr en eftir smáþóf. En hvað um það, inn komumst við og þar var örygg- isgæslan engu minni, vopnaðir verðir á hverjum gangi. Til þess að við færum okkur ekki að voða þarna inni í byggingunni vorum við strax leidd inn í fyrirlestrar- sal, þar sem við hlýddum á fyrir- lestur hjá Róbert T. Árnasyni, sem er alíslenskur eins og nafnið bendir til og kom það okkur skemmtilega á óvart að hitta þarna íslending sem er starfsmað- ur hjá NATO. Við hlýddum síðan einnig á fyrirlestur hjá ofursta í bandaríska hernum, Springer að nafni, en hann var einnig starfs- maður NATO. Eftir báða þessa fyrirlestra voru síðan frjálsar um- ræður og fyrirspurnir. Þar var m.a. rætt um Pershing-eldflaug- arnar sem hafa verið mikið í frétt- um að undanförnu og sætt mikilli gagnrýni meðal almennings. í máli þeirra Róberts og Springer kom fram að NATO byggir hern- aðarvörn sína að miklu leyti á svokallaðri gagnkvæmri fælni, sem lýsir sér á þann veg að hern- aðarbandalögin komi sér upp svo miklu safni vopna að mótherjinn þori ekkert að aðhafast af ótta við að verða eytt líka, enda kom það fram að stórveldin hafa yfir nægu vopnamagni að ráða til þess að eyða hverri skepnu á þessari jörð mörgum sinnum, eins og það sé ekki nóg einu sinni. Það kom einn- ig fram að það sem kæmi helst í veg fyrir afvopnun stórveldanna væri það að þau gætu ekki treyst miðlarafyrirtæki („brokers" og „underwriters"). Þessu þýska kerfi fylgja margir kostir, m.a. vegna styrkleika síns geta bankarnir jafnað tap á einu sviði með hagn- aði á öðru. Líka eru þeir fjárhags- lega sterkari en fyrirtæki sem sérhæfa sig í verðbréfavið- skiptum. Síðast en ekki síst hafa þeir góða möguleika á að ná til kaupenda vegna ógrynni útibúa og náins sambands banka og við- skiptavina þeirra. Það er því hinn almenni borgari sem aðallega fjárfestir í kauphöllinni og gerir þau viðskipti sín í gegnum bank- ann sinn. Bankinn sér síðan um alla pappírsvinnu og bókhald um viðskiptin og fáeinum dögum eftir að keypt er eða selt fær viðskipta- maðurinn yfirlit yfir eignaráð- stöfun sína. Bankinn innheimtir vextina á vaxtabréfum og arðinn á hlutabréfum og ráðstafar eftir óskum mannsins. Hröd viðskipti Hvernig viðskiptin í sjálfri kauphöllinni fara fram er of langt mál að segja hér en það er m.a. vegna þess að margvíslega flóknar reglur og hefðir hafa mótast á löngum tím'a til að auka öryggi viðskiptanna. Vegna sífellt meiri veltu þarf einnig að auka hraða í meðferð einstakra viðskipta. Regl- ur kveða á um að uppgjör verði að - Opel-bílaverksmiðjurnar eftir Baldur Pétursson Farið var í heimsókn til OPEL- verksmiðjanna í Rússelsheim stutt frá Frankfurt í Þýskalandi. OPEL-fyrirtækið var stofnað 1887 af manni að nafni Adam Opel. Framleiddi það i fyrstu aðeins reiðhjól og var um tíma stærsti reiðhjólaframleiðandi í heimi. Árið 1898 byrjuðu verksmiðjurnar að framleiða bíla og hafa gert síðan. Fyrirtækið er nú alveg í eigu Gener- al Motors í Bandaríkjunum. Verksmiðjurnar í Rússelsheim eru geysistórar á íslenskan mæli- kvarða og þar vinna um 34.000 manns, en í öllu fyrirtækinu vinna um 60.000 manns í verksmiðjum víða í Þýskalandi. Verksmiðjurnar skiptast í margar einingar ogdeildir þar sem hinir ýmsu bílahlutir voru framleiddir. Á hverju ári berast um 1,8 millj- ónir tonna af hráefni til verksmiðj- anna eftir hinum ýmsu leiðum, en OPEL-verksmiðjurnar framleiða mikið sjálfar af þeim hlutum sem bíllinn er samsettur úr. Það tekur um 5 ár að þróa nýja tegund, þ.e. frá því að byrjað er að teikna bílinn og þangað til hann er tilbúinn á götuna, og ótal prófanir eru gerðar áður en fjöldaframleiðsla hefst. í heild framleiða OPEL um 4.000 bíla á dag. Um 96% af framleiðsl- unni fer til Evrópulanda, en annars fer um 40% til útflutnings og 60% fer á innanlandsmarkað í Þýska- landi. Þannig byggja þeir aðallega á heimamarkaði. Fyrst skoðuðum við deild sem sá um samsetningu á vélum. Sú deild var tiltölulega nýlega endurskipu- lögð og því vel tæknivædd, með t.d. tölvustýrðu flutningskerfi fyrir hverja einstaka vél í framleiðslu. Því næst skoðuðum við samsetn- ingardeildina, þar sem samsetning bílanna fór fram. Hver bill er samsettur úr um 10.000 hlutum þannig að skipulagið þarf að vera í lagi til að hver hlutur Baldur Pétursson sé á réttum stað á réttum tíma í rétta tegund bifreiðar, eftir því hvar hún er stödd í samsetningu. Sam- setningin fór fram á færibandi sem gekk á ákveðnum hraða og stoppaði ekki nema í neyð, og virtist ganga fljótt og vel. Ýmsar breytingar voru þó fyrirhugaðar í þessari deild í framtíðinni í samræmi við harðn- andi samkeppni, s.s. uppsetning á hinu japanska „Kanban" fram- leiðslu- og birgðastýrikerfi til að minnka birgðir í vinnslu, stytta að- lögunartíma og auka hagkvæmni al- mennt, ef mögulegt reyndist að setja það upp. Það er annars athyglisvert að OPEL-verksmiðjurnar framleiða 1 milljón bíla á ári með 60 þúsund manna starfsliði, á sama tíma fram- leiða Toyota-verksmiðjurnar í Jap- an 2,5 milljón bíla með 57 þúsund manna starfsliði, en Toyota kaupir meira af tilbúnum bílahlutum frá undirverktökum en OPEL-verk- smiðjurnar. Eftir að hafa farið í gegnum alla samsetningaráfangana allt frá pressun stáls og suðu eftir tegund- um og til lokaáfanga þar sem still- ing fer fram, eru bílarnir gæða- prófaðir með tilviljunarkenndu (random) úrtaki og prófuð eru 250 atriði eftir ákveðnum lista. Siðan fara bílarnir frá verksmiðj- unum, aðallega með lestum, til hinna ýmsu staða, í allt að 62 lönd- um. Unnið að samsetningu hjá Opel. Kjör starfsfólks Á eftir skoðunarferð um samsetn- ingardeild var boðið upp á fyrirlest- ur um starfsemina. Góð laun eru hjá OPEL-verksmiðjunum eða um 25% hærri en í iðnaði almennt í Þýska- landi, enda launin bundin velgengni einstakra fyrirtækja, en ekki við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.