Morgunblaðið - 06.06.1984, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.06.1984, Qupperneq 15
mt Ivri'L .3auoAauHr/aiM uifu.iíurrcítov • Margir keppendur urðu að hætta keppni í kappakstrinum í Monacc um helgina vegna mjög slæmra skilyrða. Meðalhraði sigurvegarans, Alain Prost, var rótt rúmir 106 km á klst. sem er mjög lítið því venjulegur meðalhraði þessara ökuþóra er oftast á bilinu 180—200 km á klst. Grand Prix: Prost sigraði — keppnin stöðvuð vegna rigningar Alain Prost, franski ökuþórinn, sigraöi í Grand Prix-kappakstrin- um sem fram fór um helgina í Mónakó. Hann fékk þó ekki nema helming þeirra stiga sem venja er að veita fyrir sigur í slíkum mót- um því mótiö var stöðvað þegar það var aöeins um þaö bil hálfnað vegna úrhellis rigningar. Þessi stig nægja þó Prost til aö auka forskotiö sem hann hefur { heimsbikarkeppninni í ár því hann hefur nú sigraö í þremur keppnum af þeim sex sem haldn- ar hafa verið. Brasilíumaöurinn Ayton Senna varð annar og Þjóðverjinn Stefan Bellof varð þriðji en aöeins luku níu keppendur við þennan stutta kappakstur þrátt fyrir að tuttugu hæfu keppni. Rene Arnoux varð fjóröi og Keke Rosberg fimmti. Prost og Senna böröust um sigur í þessari keppni en þetta er í fyrsta skipti sem Senna keppir í Formulu l-kappakstrinum. Meðalhraði Prost í þessari keppni voru rúmir 106 km á • Sigurvegarinn í keppninni, Frakkinn Alain Prost, fókk aöeins 4,5 stig í stað 9 vegna þess að keppnín var stöðvuö þegar hún var um þaö bil hálfnuð. Prost hef- ur nú forystu í heimsbikarkeppn- inni. klukkustund þrátt fyrir þessi afleitu skilyrði. Staðan i heimsbikar- keppninni í kappakstri eftir keppn- ina í Mónakó er nú þannig aö McLaren-bílarnir hafa hlotið 46,5 stig, en Prost ekur einum slíkum. Ferrari er í öðru sæti með 23,5 stig og í þriðja sæti er Renault með 20 stig. 250 millj. FORRÁÐAMENN 1. deildarfólags- ins Napolí á Ítalíu fóru á dögun- um til Spánar til viöræðna við for- ráöamenn Barcelona um hugsan- leg kaup á knattspyrnusnillingn- um Diego Armando Maradona. Fréttir herma aö þeir hafi boöið um 250 milljónir í kappann en þaö eru um 50 milljónum minna en Barcelona keypti hann á fyrir um það bil ári. Ef að kaupunum verður, má Fimmta umferðin hefst í kvöld IA fær Val í heimsókn í KVÖLD hefst fimmta umferöin í íslandsmótinu í knattspyrnu í 1. deild. Tveir hörkuleikir veröa á dagskrá í kvöld. ÍA fær Val í heim- sókn og þar má búast viö fjörugum leik. Valsmönnum hefur ekki geng- iö of vel í mótinu til þessa og veröa aö fara aö spjara sig ef þeir ætla ekki að dragast mjög aftur úr. Val- ur hefur aöeins skoraö eitt mark í fyrstu fjórum umferöunum. Karl Þóröarson leikur nú á nýjan leik meö liöi ÍA og veröur án efa mikill styrkur t endurkomu hans. í Laugardalnum leika Þróttur og Víkingur og þar má líka búast viö fjörugum leik. Á morgun, fimmtu- dag, fer svo fram leikur Fram og Þórs á Laugardalsvellinum og hefst hann kl. 20. t Harka í Arbænum Það var mikil harka í leik Fylkis og Selfoss sem fram fór í Árbæn- um um helgina. Úrslit leiksins urðu þau aö Fylkir sigraöi í leikn- um, 4—2, en áöur en flautað var til leiksloka hafði dómari leiksins sýnt fjórum leikmönnum gula spjaldið og tveir höfðu orðið aö yfirgefa völlinn. Sex spjöld og sex mörk. Sandgerðingar geta þakkaö varnarmanni HV fyrir að þeir fóru meö öll þrjú stigin með sér ofan af Skaga. Þaö var um miðjan fyrri hálfleik sem varnarmaöurinn varö fyrir því óhappi aö þruma knettin- um í eigiö mark og því fóru Suöur- nesjamenn meö öll stigin heim meö sér. ÍK hélt uppteknum hætti þegar þeir mættu Stjörnunni í Garöa- bænum. Þeir töpuöu leiknum þrátt fyrir ágætis leik, 3—0, og er staö- an nú oröin skuggaleg hjá þeim. Ekkert stig eftir þrjá leiki og markatalan 1—9. Víkingur Ó. var ekki lengi aö af- greiöa nágranna sína úr Hólminum þegar liöin mættust í Stykkishólmi. Eftir hálftíma leik var staöan oröin 4—0 fyrir Víkinga og þannig lauk leiknum. Víkingar eru nú í ööru sæti í SV-riölinum ásamt Reyni frá Sandgeröi meö 7 stig en á toppn- um trónir Fylkir meö 9 stig. í NA-riölinum voru aðeins tveir leikir. Austri og Þróttur fóru bæöi noröur í land. Austri heimsótti Grenivík og geröi þar jafntefli, 1 — 1, við Magna og nágrannar þeirra aö austan, Þróttur, geröu einnig jafntefli, 1 — 1, viö HSÞ. í Mývatnssveitinni. Leik Leifturs og Vals var frestaö. Magni hefur nú forystuna í riölinum meö 5 stig. Austri er í ööru sæti meö 3 stig og Huginn og Þróttur hafa fengiö tvö stig hvort félag en þau hafa aðeins leikiö tvo leiki, en efstu liöin hafa leikiö þrjá leiki hvort félag. Úrslitaleikir á hlutlausum velli Nú hefur verið ákveðið að úr- siitaleikir í Evrópukeppni meist- araliða og í Evrópukeppni bikar- hafa fari fram á hlutlausum völl- um í framtíðinni. I viötali viö AP eftir leik Liver- pool og Roma sagöi Jacques Georges, forseti UEFA, að þetta hafi veriö ákveöiö vegna þess hversu mikil hætta fylgdi því að hafa leikinn á heimavelli annars liösins. Rómarborg var ákveöin sem leikstaöur fyrir þennan úrslita- leik áöur en Ijóst var hvaða liö léku til úrslita en nú verður sá háttur haföur á aö leikstaöur veröur ekki ákveöinn fyrr en aö loknum undanúrslitaleikunum. Ferðum Akra- borgar breytt VEGNA leiks Akurnesinga og Valsmanna á Skipaskaga í kvöld hefur ferðum Akraborgar veriö breytt. Skipið fer frá Reykjavík klukkan 16 og til baka frá Akra- nesi klukkan 20.15. boðnar í Maradona segja aö á Ítalíu veröi flestir bestu knattspyrnumenn heims saman komnir, en auk hans veröa þar Zico, Socrates, Falcao og Cerezo frá Brasilíu, Argentínumennirnir Passarella og Bertoni, Platini frá Frakklandi, Bretarnir Trevor Francis og Ray Wilkins og Þjóö- verjarnir Karl-Heinz Rummenigge og Hansi Múller. Njarðvík vann NJARDVÍKINGAR sigruðu Ein- herja í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á mánudaginn þegar liöin mættust á Vopnafiröi. Úrslit leiksins uröu 1—0 og var þaö Haukur Jóhannsson sem skoraöi sigurmark Njarðvíkinga snemma í síöari hálfleik. Leikurinn var býsna vel leikinn og spennandi en þrátt fyrir nokkur tækifæri tókst heimamönnum ekki aö jafna leikinn og sitja nú einir á botni deildarinnar. Knatlspyrna) Staðan í 2. deild: FH 4 3 10 11—3 10 Völsungur 4 3 0 1 7—3 9 Njarðvík 4 3 0 1 5—2 9 Skallagrímur 4 12 1 6—6 5 KS 2 110 4—1 4 Víðir 4 112 4—7 4 ÍBV 3 0 3 0 5—5 3 ÍBÍ 4 10 3 6—9 3 Tindastóll 4 10 3 3—12 3 Einherji 3 0 0 3 1—4 0 Markahæstir: Ingi B. Albertsson, FH 4 Haukur Jóhannsson, Njarövík 4 Svavar Geirfinnsson, Völsungi 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.