Morgunblaðið - 06.06.1984, Page 23

Morgunblaðið - 06.06.1984, Page 23
”71 MORGUNBLAÐÍÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 Garður: Gamalt trésmíöaverk- stæði brann til kaldra kola Gardi, 31. maí. TVEIR braggar samtengdir með við- byggingu brunnu til kaldra kola á Vi klukkustund í dag. Tildrög brunans voru þau að nokkrir menn voru að hreinsa út spæni og kveikja í þeim í tunnu skammt frí húsinu. Skipti engum togum að þegar verið var að losa í tunnuna kom vindhviða og feykti logandi spóninum í útihurðina og varð húsið alelda á nokkrum sek- úndum. Húsbygging hf. hefir verið til húsa í bröggunum í áraraðir en var að flytja í nýtt húsnæði í þess- ari viku og var gengið frá ieigu- samningi í gær við Gerðaröst hf. en það voru einmitt starfsmenn Gerðarastar sem voru að taka til í húsinu þegar slysið varð. Allt brann sem brunnið gat á nokkrum mínútum og þegar slökkviliðið kom úr Keflavík var húsið að heita rústir einar. Norð- an strekkingur var en tunnan stóð sunnan við húsið í um 10 metra fjarlægð frá bröggunum. Var helzt að heyra á mönnunum sem stóðu að hreinsun hússins að misvindur eða hvirfilvindur hefði feykt spón- unum að húsinu og því farið sem fór. Arnór. Landspítalanum af- hent hjartasónartæki LYFJADEILD Landspítalans var afhent hjartasónartæki að gjöf frá Landssamtökum hjartasjúklinga við athöfn í Landspítalanum laugar- daginn 2. júní. Tæki þetta er, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar, læknis á Landspítalanum, mjög fullkomið. Með því er hægt að fá mynd af öllum fjórum hjartahólfum og hjartalokum og því hægt að sjá hvernig hjarta- vöðvinn vinnur. Ekki mun vera unnt að fá mynd af kransæðunum með tæki þessu og eru hjartaþræðingar því ekki úr sögunni. Guðmundur sagði, að tækið gæti þó komið í stað hjartaþræð- ingar í sumum tilfellum, t.d. hjá ungbörnum og væri mjög nytsam- legt við rannsóknir á meðfæddum hjartagöllum. Ingólfur Viktorsson, formaður Landssamtaka hjartasjúklinga, afhenti tækið og veitti Þórður Harðarson, læknir, því viðtöku fyrir hönd lyflækningadeildar Landspítalans. Aðrir viðstaddir voru Davíð Á. Gunnarsson, for- stjóri ríkisspítalanna, Friðrik Sophusson, formaður stjórnar- nefndar ríkisspítalanna, læknar og hjúkrunarfólk hjartadeildar, auk fleiri gesta. Viðurkenning fyrir vöruvöndun FYRIRTÆKIÐ Sfld og flskur hf. var á dögunum heiðraó sérstaklega af Félagi matvörukaupmanna fyrir „vörnvöndun og afburða góða þjón- ustu við félagsmenn um fjörutíu ára skeið“, eins og Ólafur Björnsson, formaður Félags matvörukaup- manna, komst að orði við afhend- ingu heiðursskjals félagsins. ólafur sagði einnig að það væri bæði kaupmönnum og neytendum til góða að geta alltaf treyst á vandaða vöru og þjónustu eins og þá sem Síld og fiskur hf. byði upp Matvörðkaupmenn hafa aðeins einu sinni áður veitt slíka viður- kenningu, en hana hlaut Osta & smjörsalan sf. Síðasta — — nam- skeið fyrir sumartrí 19. júní — 7. júlí. All- aldursflokkar. Hörkupúl og svita- tímar. Kennari Guö- bergur Garöarsson. Innritun og upplýs- ingar í síma 40947. Sídasta námskeid fyrir sumarfrí 12. júní — 29. júní 3ja vikna námskeiö 3 sinnum í viku. Allir aldursflokkar byrj- _ endur, framhald. Sömu tímar og áöur. Uppl. og innritun í síma 40947. Námskeiösgjald kr. 900.- Nord Refo óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra Norræna rannsóknastofnunin um byggöamál er sjálfstæö rannsóknastofnun sem heyrir undir Norrænu Ráöherranefndina. Stofnunin gengst fyrir samræmdum rannsóknum á sviði byggða- mála út frá samnorrænum viömiðunum. Tímarit er gefið út á vegum stofnunarinnar auk þess sem hún birtir skýrslur, sem greina frá rannsóknum og umræðum á Norðurlöndum á sviði byggðamála. í júlí 1985 stendur til að flytja skrifstofur stofnunarinnar til Helsingfors. Samtímis hefst ný rannsóknaáætlun sem taka mun 4—5 ár. Sökum þessa óskar Nord Refo eftir aö ráða framkvæmdastjóra. Helstu verkefni hans munu verða: — aö hafa yfirumsjón með rannsóknaáætluninni. — aö samræma starf stofnunarinnar við rannsóknir á Norðurlöndum. — að vera í forsvari fyrir útgáfu tímarita og skýrslna. — aö sjá um framkvæmda- og fjármálahlið stofnunarinnar. — aö hafa daglega yfirumsjón. Umsækjendur veröa að geta sinnt rannsóknum á sviði samfélagsmála. Þeir sem hafa reynslu af stjórnsýslu og skipulagningu sem tengist byggöamálum, munu ganga fyrir. Laun samkvæmt taxta finnskra ríkisstarfsmanna í launaflokkunum A22—A27. (Lektor með doktorsgráðu fær ca. 9.000 finnsk mörk á mánuði, prófessor með starfsreynslu allt aö 13.000 finnst mörk). Mánaðrlega er veittur ferðastyrkur sem svarar 1.000—2.000 finnskum mörkum auk annarra styrkja, sem starfsmenn norrænna stofnanna eiga tilkall til. Ráðningartíminn er áætlaöur frá júlí 1985, en til greina kemur að flýta honum. Eftirfarandi menn veita upplýsinar um stöðuna: Ásmund Sæther, formaöur, Osló, 11 75 61. Anders Svarre, Kaupmannahöfn, 13 67 60. Siguröur Guómundsson, Reykjavík, 15133. Sture Öberg, Stokkhólmi, 763 1000. Antti Uusi Hakala, Helsingfors, 160 20 75. Leif Grahm, framkvæmdastjóri, Osló, 15 59 06. Umsóknir ásamt nauösynlegum gögnun og meðmælum veröa aö hafa borist skrif- stofu Nord Refo fyrir 15. júní. Umsóknir skal senda: Nord Refo Postbox 15 Grefsen 0409 Oslo 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.