Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 25
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 73 Vona að ég verði jafn frægur og mamma + Hans Feredrikson, sonur Annifrid Lyngstad, sem á sínum tíma geröi garöinn frœgan meö ABBA, er tilbúinn til aö feta í fórspor móöur sinn- ar og hefur raunar nú þegar gefiö út sína fyrstu plötu, stóra plötu þar sem hann bœöi syngur og leikur sitt eigið efni. „Ég er mjög ánægöur meö útkomuna og mamma líka,“ segir Hans, sem vonast til, aö frægöarferillinn sé hafinn, ekki bara í Svíþjóö heldur einnig úti í hinum stóra heimi. Hans segist gera sér grein fyrir því, aö þaö fylgi því mikil auglýsing aö vera „Abba- barn“ en um það sé ekki nema gott eitt aö segja því enginn komist langt án góörar auglýsingar. Hins vegar komist enginn heldur neitt á auglýsingunni einni saman og Hans segist hafa þurft aö ganga í gegnum bæöi gleöi og sorg sem tónlistarmaöur. Besti vinur Hans er Peter Andersson, sonur Benny Andersson, en eins og kunnugt er þá bjuggu foreldrar þeirra saman um nokkra hríö. Peter er tónlistarmaöur eins og Hans og átti þátt í aö gera plötuna en þeir félagarnir hyggja ekki á samstarf í framtíöinni. Segjast vilja leita gæfunnar hvor í sínu lagi. „Ég ætla aö helga líf mitt tónlistinni,“ segir Hans, „og ég vona að ég veröi jafn frægur og manrcma." Hans Fredriksson, 21 árs gamall sonur Annifrid Lyngstad, sem varö fr»g meö ABBA, hefur sent frá sór sína fyrstu plötu. Hér er Hans meö mynd af móður sinni. + Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, er maður mjög önnum kafinn eins og líklegt er og má sjaldan vera aö því aö bregöa sér af bæ. Hann er þó í Evrópureisu nú eins og þeir vita, sem fylgjast meö fréttunum, og ekki alls fyrir löngu náöu þau hjónin að skreppa til Hawaii-eyja þegar stund gafst á milli stríöa. Þar var þessi mynd tekin af þeim og eru þau klædd á landsvísu, Reagan í hvítri skyrtu en Nancy í hvítum serk eöa kjól og bæöi meö blómsveig um háls. COSPER. + Muhammed Ali var einu sinni bæöi ríkur og frægur en nú virö- ist sem hann sé bara frægur. Banki í borginni Pittsburg hefur nú hótaö aö ganga aö húsi Alis nú í mánuöinum ef hann veröi ekki búinn aö borga skuld sína eftir nokkra daga. Skuldin er upp á 900.000 ísl. kr. og heföi í eina tíö bara veriö skiptimynt í augum meistarans. Á myndinni eru Ali og kona hans og húsiö í baksýn. ESAB ESAB ESAB Eitt mikilvægasta atriöið varðandi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til þess að hámarksgæði verði á suðu er nauðsynlegt að vírinn sé valinn með tilliti til allra aðstæðna. Með þessa staðreynd í huga eigum við til á lager mikið úrval rafsuðuvírs. Tæknimenn okkar veita frekari upplýsingar og eru þér innan handar um valið. Hafið samband við söludeild. ESAB í fararbroddi í 75 ár. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 Viö hjónin bjóöum alla íslendinga velkomna til okkar í Tívolí þar sem viö höfum á boö- stólum Ijúffenga rétti á sérlega góöu verði. íslenskur matseöill. Tívolíið opnar kl. 5 og nú greiðir fólk að- gangseyrir aðeins 700 peseta og fær frítt í u.þ.b. 40 tæki. Við í Kobenhavne Kroen leggjum okkur fram um aö gleðja alla íslend- inga sem til okkar koma. Þeir sem framvísa þessari auglýsingu hjá okkur fá eitthvaö fyrir sinn snúö. Glæsilegur garður meö fjölda leiktækja og skemmtiatriöa Med vinarkvedju, Birthe og Calle Kassow.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.