Morgunblaðið - 06.06.1984, Síða 29

Morgunblaðið - 06.06.1984, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS U*W/J II Bílageymslan í Seðlabankahúsinu. Hóllinn Fr. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Mig langar að koma á fram- færi nafni á bílageymsluna í Seðlabankahúsinu. Nafnið sem mér kom til hugar er Hóllinn. Leggðu menn þá bíla sína í Hólnum eða geymdu þá í Hóln- um. Mysingur og mysuostur fljót- lega aftur á markaðinn Oskar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl- unnar hringdi og hafði eftirfar- andi að segja vegna fyrirspurnar er birtist í Velvakanda á laug- ardaginn, um hvernig á því stæði að ekki væri til mysingur og mysuostur í verslunum. Mysuostur er að vísu til í ein- staka verslunum en skýringin á því hvers vegna þessar vörur eru ekki til í öllum verslunum er sú að það er verið að setja upp nýj- ar vélar hjá mjólkurbúinu á Ak- ureyri og er nú unnið að því að stilla þær. Við væntum þess að verkinu ljúki eftir fáa daga og mysuostur og mysingur verði því á boðstólnum í verslunum bráð- lega. Með þessum nýju vélum aukast afköstin og einnig verður hægt að framleiða fleiri tegund- ir en við höfum haft fram að þessu á markaðnum. Það má hins vegar geta þess að það er mysingur og mysuost- ur frá Húsavík á markaðnum. Útflutningur of mik- ill á óunnu hráefni Valgarður L. Jónsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Heilshugar tek ég undir álit Jónasar Péturssonar, þar sem hann minnist á erindi Málmfríðar Sigurðardóttur, Um daginn og veginn, það var frábært. Þessi heiðurskona talaði af miklu viti, þekkingu og hlýjum hug. Þannig þarf að ræða málin, svo að að gagni megi verða og umræðan verða sannleikanum samkvæm og fyrir henni virðing borin. I öllu því moldroki sem yfir okkur gengur, um þessar mundir útaf landbúnaðarmálum, er sann- arlega hressandi að fá eitt erindi af viti talað. Áróðurinn gegn land- búnaðinum að undanförnu hefur verið múgæsingu líkastur. Þar hefur svo sannarlega sannast að illar tungur geta miklu illu komið til leiðar. Mest er þekkingarleysið áberandi í umræðunni. Vissulega má margt bæta og færa til betri vegar í landbúnaði, sem öðrum at- vinnugreinum. En fyrst er að kynna sér allar hliðar málsins vel, síðan að notast við vit og góðan vilja. Allir sannir íslendingar vita það mæta vel, að landbúnaður og sjávarútvegur hafa verið og eru stærstu undirstöðuatvinnugrein- arnar í þessu landi. Verði þær lagðar niður og landið gert að stóriðjuskeri, hér norður á hjara veraldar, verður mörgum landan- um óhætt að pakka niður og hafa sig á brott. Jarðargróðurinn er kóróna okkar fagra lands. Af hon- um lifir okkar arðsama búfé, sem fæðir og klæðir mannfólkið og hefur gert um ár og aldri. Ég er mikið sammála Málmfríði Sigurð- ardóttur, að í landbúnaði leynist ómældir möguleikar til að lifa góðu lífi í þessu landi. Ómenguðu landi, sem stendur utan við heims- skarkalann. Ég trúi því að spá hennar rætist, matvæli frá þessu hreina landi verði eftirsótt gæða- vara, sem fleiri og fleiri sækjast eftir. Þeir dagar geta verið stutt undan, að þetta verði að veruleika. Þess vegna ber okkur að standa dyggan vörð um landbúnað okkar, halda landinu öllu í byggð og varð- veita þau miklu verðmæti, sem í sveitunum eru. Ætli ekki væri hyggilegra að byggja upp byggð- arkjarna í sveitunum þar sem vinnslustöðvar væru einnig reist- ar, til að vinna úr framleiðslunni. Við gerum of mikið af því að flytja óunnið hráefni úr landi, og látum öðrum eftir að hagnast á úrvinnsl- unni. Við heyrðum hvað maður á Akureyri sagði í viðtalsþætti um daginn. Ef við fulivinnum skinnin okkar þá skapar það 800 manns atvinnu. Það eru margar hendur sem hafa tekjur af landbúnaði I dag, en gætu og ættu að verða helmingi fleiri og vel það. Mér blöskrar svartsýnin og úrræða- leysið hjá ráðandi mönnum varð- andi öll þessi mál. Mér datt í hug um daginn, að við þyrftum að eiga Málmfríði á Jaðri á Alþingi og aðra henni líka. Sem betur fer eig- um við ennþá viturt fólk og vel- viljað í þessu landi, það á að ráða. Málmfríður á bestu þakkir okkar allra, sem erum fslendingar í eðli okkar.“ Fær Bixið vínveitingaleyfí? Pakksatt átvagl skrifar: „Undanfarin ár hafa veitinga- staðir sprottið upp og hefur það vakið ánægju margra átvagla og matarunnenda. En nú er svo komið að ég tel mig hafa notið góðs af öllum þessum stöðum og það er nú sá sfðasti sem ég heimsótti sem mig langar að víkja að. Það er nefnilega alltof oft sem við gleymum þvf sem gott er og munum það sem miður fer. Nú í síðastliðinni viku átti ég leið upp Laugaveginn og leit inn í Bixið sem ég áleit skyndibitastað í MacDonald-stíl. Það vakti því furðu mína er inn kom og ljúfa tónlist lagði að eyrum mínum. Umhverfið hafði tekið algjörum stakkaskiptum og staðurinn feng- ið hinn notalegasta blæ. Svo ég komi mér nú að efninu langar mig að þakka forráða- mönnum staðarins fyrir frábæra þjónustu og mat á heimsmæli- kvarða, fyrir þennan pening, sem að þessu sinni var gratíneraður fiskur. Þá vil ég að lokum varpa þeirri spurningu fram fyrir eigendurna hvort þeir ætli ekki að kóróna þessar breytingar með vín- eða bjórveitingum og einnig hvort þeir hyggi á fleiri breytingar með mat þ.e. fleiri smárétti, þetta var sko breyting til batnaðar!" Skrifið eða hringið til Veivakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milii kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisróng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Við eigum geysimikið úrval af rúmum og nú bjóðum við þér alveg sérstök tilboðskjör 1 ilboo Meðan birgðir endast RÚM MEÐ DÝNU Undir 10.000, 2.000 út gr. 1.000 á mán. 10.000—15.000, 3.000 út. gr. 1.500 á mán. 15.000—20.000, 4.000 út gr. 2.000 á mán. Yfir 20.000, 5.000 út gr. 2.500 á mán. Úrvalið af fururúmum er geysilega gott. Á mynd- inni séröu tegund Hilda. Verð með dýnum kr. 19.910. Náttborö verö kr. 2.860. Daisy með dýnum kr. 23.590. I Dolly Dolly er fallegt hentugt hjónarúm þar sem her- bergiö er frekar lítið. Verð með dýnum kr. 17.210. Taktu eftir verðinu á þessu setti. Allt settið kr. 14.780 m/dýnum. é é IS6A6N&H0LLIN BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVlK « 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.