Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 4
32?
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLl 1984
„Nú er einn í
orðinn hreinr
Um vísur og gamanmál með Birni á Sveinsstöðum
„Þig langar að heyra um það þegar ég sveik
Skagfirðinga á Laugum,“ sagði Björn
Egilsson frá Sveinsstöðum í
Lýtingsstaðarhreppi í Skagafirði, eða bara
Bjössi á Sveinsstöðum, og hló kampakátur og
snýtti sér í eldrauðan tóbaksklútinn. Við
höfðum mælt okkur mót á
Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki en þar
hafði Björn verið að vinna undanfarið.
Ofangreint atvik átti sér stað á Laugum í
Reykjadal í Þingeyjasýslu árið 1981. Þá var
þar haldinn Aðalfundur Stéttarsambands
bænda og Björn fylgdist vel með málum. í
einu kaffihléinu stóð hann upp og hélt
þakkarræðu fyrir sig. Hann talaði nokkuð um
gáfnafarið í Þingeyjarsýslu og í Skagafirði og
komu Skagfirðingar heldur illa út úr þeim
samaburði hjá Birni.
Ræðan var fjörug og
skemmtileg og það var mikið
hlegið og Ioks klappað í ræðulok
og ekki minnist ég þess að
Skagfirðingar meðal áheyrenda
hefðu tekið orðum Björns sér-
staklega illa.
„Nú ég varð að þakka fyrir
mig,“ sagði hann þar sem við
sátum á Héraðsskjalasafninu.
„Ég var í boði hjá Þingeyingum
og það var gert vel við mig. Ég
fékk miklar skammir frá Hann-
esi Péturssyni skáldi, sem las
ræðuna og sagði að það væri
tóm vitleysa þetta með fyrir-
mennsku Þingeyinga alla tíð.
Eitthvað minntist ég á að góðar
gáfur væru fastar í mörgum
þingeyskum ættum en í færri
skagfirskum.
En Skagfirðingar eru gott
fólk. Þeir eru ekki miklir bænd-
ur. Þá skortir fjármálavitið en
þeir eiga sína merkismenn eins
og Björn á Skarðsá og Jón á
Reynistað þótt langt sé á milli
þeirra í árum. Svo druslast
Skagfirðingar með Stephan G.
alla tíð en um skáldskap hans
sagði Matthías Jochumson eftir
að þeir hittust 1917, að hann
væri eins og storknað hraun.
En það er þetta með montið í
Skagfirðingum og Þingeyingum.
Skagfirðingar eru öðruvísi
montnir. Það er erfitt að lýsa
því. Það var ágætt svarið hjá
Hriflu-Jónasi þegar hann var
einu sinni spurður að því hvorir
honum þóttu montnari Þingey-
ingar eða húnvetningar og hann
svaraði: „Skagfirðingar." Jónas
var einn af áhrifamestu stjórn-
málaskörungum fyrri hluta
þessarar aldar. En skapið var
víst óskaplegt og mér hefur ver-
ið sagt að hann hafi einu sinni
hent blekbyttu í menn þegar
honum mislíkaði eitthvað."
„Ég veit að þú kannt hafsjó af
vísum en yrkir þú nokkurntím-
ann sjálfur, Björn?"
„Nei, ég geri nú ekkert af því.
Menn voru hagmæltir hér áður
fyrr. Það voru í minni sveit heill
hópur hagyrðinga eins og Jó-
hann og Þorsteinn Magnússynir,
Jóhannes Örn og Hálfdán Jón-
asson á Giljum. Hálfdán orti
einu sinni um Kúa-Geira, sem
leiddi oft kýr á milli sveita hér
fyrir löngu og einu sinni rak ung
stúlka á eftir honum en þannig
varð það oft að vera. Þau voru
þar sem heitir Bleikidalur. Vís-
an er svona:
Gullhlaðseykin greini ég rétt
gekk ósmeyk með halnum.
Síðan leikinn lambanett
léku í Bleikidalnum
Þegar Hálfdán var um fermingu
orti hann eitt sinn þegar rigndi
mikið en Þórey Jónasdóttir móðir
hans sagði mér vísuna:
Alltaf rignir er það víst
óðum dygnar hjörðin.
Ollu hnignar að mér líst
undir svignar jörðin.
Það er líka alkunn vísan eftir
Þorstein Magnússon í Gilhaga
sem hann orti þegar Jóhann bróð-
ir hans flutti sjóinn f sfldartunnu
heim í Lýtingsstaðarhrepp árið
11920. Það var mikill harðindavet-
ur og Jóhann ætlaði að flytja síld
utan úr Króknum og hugðist gefa
gripum hana með heyjum. Það var
hið erfiðasta verk að koma síldar-
tunnunni frameftir en þegar hann
náði loks heim kom í ljós að tunn-
an var full af sjó. Hann hafði verið
gabbaður. Þorsteinn orti:
Hafa þó að bregðist beit,
bændur nóg af ráðum:
Þeir flytja sjóinn fram í sveit
og fara að róa bráðum.
Þeir voru samtíða Jóhann örn í
Árnesi og Þorsteinn og Jóhann i
Gilhaga. Svo kom út ljóðabók eftir
Jóhann Örn og ein ljóðlínan í
henni var svona: „Því fær ekkert
engu sinni breytt." Og Þorsteinn
gat ekki stillt sig um að yrkja:
Því fær ekkert engu sinni breytt
Að Örninn verður frægur ljóðasmiður.
Því hjá honum finnst aldrei ekki neitt
sem orðsnilld hans og gáfum þrykkir
niður.
Sigurður bróðir minn orti af-
mælisvísu til Jóhanns Magnússon-
ar, sem var mikill framsóknar-
maður en þorði ekki að senda hana
i skeyti vegna þess að hann hélt að
hún myndi ruglast eitthvað á leið-
Björn Egilsson á Sreinsstöðum í fullum herklæðum.
Morgunblaðið/ ai
okkar borg
um nefíð“
inni. Jóhann vann þá suður á
Velli. Vísan er svona:
Heill þér vinur nú hylli ég þig
sem hörpunnar lékst á strengi.
Þó Pramsókn veltist um veraldarstig
og vonlaust sé hennar gengi.
Einu sinni hætti ég að taka í
nefið og Rósberg G. Snædal á
Sauðárkróki frétti af þvf og orti:
Nú er einn í okkar borg
orðinn hreinn um nefið.
Varla neinn við tíkartorg
tekur beinna skrefið.
„Finnst þér þeim hafa farið
fækkandi hagyrðingunum?"
„Já, mér finnst eins og þeir séu
færri núna þótt það séu alltaf til
menn, sem kunna að yrkja."
Björn á Sveinsstöðum er fæddur
árið 1905 og vantar því eitt ár í
áttrætt. Hann er alltaf vel hress
og kjaftaglaður. „Ég ætla mér að
verða 100 ára,“ sagði hann, „og
deyja rikur, því það er svo ómögu-
legt að deyja í fátækt."
„Og hvernig ætlar þú að verða
ríkur?“
„Ég safna þangað til,“ svaraði
Björn. „Annars hefur það legið
fyrir mér frá barnæsku að vera
fátækur. Þannig var að föðurbróð-
ir móður minnar, Björn Þor-
steinsson af Svaðastaðaætt átti
peningakistil, sem mér var gefinn
af því að ég var látinn heita eftir
Birni, en þessi kistill fór f bruna á
Mælifelli árið 1921 þegar ég var 16
ára og þess vegna hef ég aldrei
getað eignast neitt. En það er
langt þangað til ég verð 100 ára og
ég get grætt mikið þangað til.
Séra Halldór Kolbeinsson hafði
gott ráð handa gömlu fólki og það
var að setja á minnið hvenær það
væri fætt þvf þá gætu aðrir reikn-
að það út hvað það væri orðið
gamalt. Séra Halldór var prestur
á Mælifelli og einhverntfma vor-
um við báðir f staddir í Reykjavík
og ég hitti hann á Lækjartorgi
einn daginn og við fórum að tala
um unga fólkið, sem við sáum
ganga framhjá og hann sagði að
það væri gott fólk, hreint og bjart
með góðan svip og sagði það vera
breytingu frá þvf sem var einu
sinni þegar það var „harðsvíraðir
fjárglæframenn og ófyrirleitnir
kvennamenn“.“
Og talandi um presta. „Ein-
hverju sinni,“ sagði Björn, „voru
tveir prestar, sem voru sýslu-
nefndarmenn eins og prestar oft
voru þvf ekki var til svo mikið af
menntuðum mönnum. Þeir hétu
Arnór Árnason í Hvammi og Hall-
grímur í Glaumbæ Thorlacius.
Eina nótt drukku þeir saman
eitthvað og daginn eftir þegar þeir
voru á sýslunefndarfundi, dottaði
séra Arnór fram á borðið. Svo allt
f einu spratt hann upp og þá
spurði séra Hallgrímur: „Og hvað
dreymdi prestinn?" Og séra Arnór
svaraði: „Mig dreymdi að séra
Zophanías væri ekki enn kominn
til himnaríkis." En séra Hallgrím-
ur hafði þá nýverið flutt minn-
ingaræðu um séra Zophanías þar
sem hann sagði að ef hann færi
ekki til himnaríkis þá færi þangað
enginn.
Það hafa oft verið merkilegir
prestar í Skagafirði og gamansög-
ur eru til af þeim ýmsum. Þetta
var nú eiginlega yfirstétt alveg
fram til aldamóta en nú er allt
orðið slétt og fellt. Það er öldin
önnur.“
„Um hvað ert þú annars að
hugsa þessa dagana, Björn?"
„Ég hugsa aldrei neitt. Ekki að
gagni. Ég er líka ákaflega óviss í
guðstrúnni. Það er ekki hægt að
sanna með tækni efnisheimsins að
guð sér til eða að snjór sé hvítur.
Mér finnst að það ætti að breyta
upphafsorðunum í ritningunni,
sem hljóða svo: „í upphafi var orð-
ið.“ Það ætti að vera: „Orðið var og
orðið er og orðið verður,“ því allt
sem hefur upphaf hefur endi.“
„Hvað er þá guð í þfnum huga?“
„Það er þetta allt sem maður
skynjar í kringum sig, vorið góða
grænt og hlýtt, stormurinn og
náttúran. Annars er ég blandinn í
trúnni... og þó ekki. Ég gæti vel
stuðst við Búddha, en Kristur er
okkar vesturlandamanna. Annars
eru öll trúarbrögð afskaplega
ofnotuð."
„En trúir þú þá á lífið eftir
dauðann?"
„Ég hef aldrei farið á miðils-
fund, hef ekki haft þörf fyrir það
því ég hef verið sannfærður um líf
eftir dauðann frá barnæsku. Fólk-
ið er þarna hinumegin. Það er al-
veg órökrétt að lífið sé bara þessi
stutta mannsæfi.
Ég trúi ekki á fyrirgefningu
syndanna en ég trúi á refsinguna.
Maður lærir af reynslunni eins og
barn sem brennur sig forðast eld-
inn. Fyrirgefning syndanna á
sunnudegi hefur ekki mikið að
segja."
— ai.