Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ1984
JL.
á
Samtökum sundrað — S;
Um aðgerðir KGB gegn sovézku mannréttindahreyfingunni
Dyrnar á fangaklefanum opnuð-
ust og liðsforingi í leynilögregl-
unni KGB leit inn. „Vertu til-
búinn,“ sagði hann,“ og það fljótt.“
Ég var varla kominn í jakkann,
þegar dyrnar opnuðust á nýjan
leik. „Áfram með þig.“
Hann leiddi mig í flýti eftir
fangelsisganginum og fékkk mig
verðinum í hendur, sem fór með
mig rakleiðis til skrifstofu hans.
Hávaxinn, þrekinn maður reis á
fætur við skrifborðið og sagði: „Ég
er Andropov, yfirmaður KGB.“
Hann rétti fram hönd sína.
Ég tók í hönd hans og sagði: „Ég
þekkti yður aftur af myndum."
Hann bauð mér sæti og virti mig
fyrir sér gegnum gleraugun á ró-
legan og vinsamlegan hátt. „Mér
hefur verið tjáð, að KGB hafi illan
bifur á yður.“
„Á ég sök á því,“ anzaði ég. „Við
stóðum við loforð okkar í réttar-
höldunum, en dómarinn dæmdi
okkur samt til sex ára fangavistar
hvorn um sig.“
Þetta var í september 1973, níu
árum áður en Júrí Andropov hóf
sinn skamma valdaferil sem æðsti
leiðtogi Sovétríkjanna. Vettvang-
urinn var Lefortovo-fangelsið í
Moskvu. Sovézka mannréttinda-
hreyfingin hafði þá verið við lýði í
átta ár. í fyrsta sinn í sögu Sov-
étríkjanna hafði fólk unnið bug á
ótta sínum, hafði vogað að segja
hug sinn og leitast við að skýra
opinskátt frá brotum á lögfestum
grundvallar mannréttindum sov-
ézkra þegna. í þessari mannrétt-
indahreyfingu fólst sigur okkar
yfir því helst og þeirri ánauð, sem
við Sovétmenn höfðu búið við
hartnær hálfa öld.
Fram til þessa hafði KGB ekki
tekizt að kyrkja andófshreyfing-
una með margvíslegum harkaleg-
um lögregluaðgerðum gegn okkur,
og leynilögreglan virtist því hafa
aðra áætlun á prjónunum — það
er að segja að fá kastað opinber-
lega rýrð á sovézku mannréttinda-
hreyfinguna.
Vikið frá aðgerðum
stalíntímabilsins
í þessu skyni urðu yfirmenn ör-
yggisdeildar KGB að verða sér úti
um velþekkta einstaklinga meðal
andófsmanna, neyða þá til að
venda sínu kvæði algjörlega f
kross og svfkjast þannig aftan að
mannréttindahreyfingunni.
KGB-forystan áleit, að þetta
myndi vekja almenna reiði og
fyrirlitningu í garð samtakanna
og gera það að verkum, að menn
tækju almennt að fordæma
mannréttindahreyfinguna sov-
ézku, og að samtökin myndu upp
frá þvf smátt og smátt verða með
öllu óvirk og taka að leysast upp
af sjálfu sér.
KGB valdi tvo forvígismenn
mannréttindabaráttunnar til að
fara með lykilhlutverkin í þeirri
pólitfsku leiksýningu, sem þeir
hugðust setja á svið: Annar þeirra
var sagnfræðingurinn Pjotr Jakir,
hinn maðurinn var svo ég, en ég er
hagfræðingur að mennt. Báðir
höfðum við þá þegar verið reknir
frá þeim stofnunum innan Sov-
ézku Vfsindaakademfunnar, þar
sem við höfðum starfað. Pjotr
Jakir var 49 ára að aldri, þegar við
vorum handteknir; ég var fjörutíu
og þriggja. Báðir höfðum við áður
verið hnepptir í þrælkunarbúðir
Stalíns þegar á unga aldri og
fundum báðir til rótgróins ótta við
sovézka leynilögreglubáknið og
starfsaðferðir þess. Með því að
velja okkur til að koma fram á
sýndarréttarhöldum, hafði KGB
vissulega tekið þennan ótta okkar
með í reikninginn.
Réttarhöldin yfir okkur fóru
fram f ágústmánuði árið 1973 og
voru haldin í Moskvu. Við vorum
opinberlega ákærðir samkvæmt
ákvæðum 70 f refsilöggjöf Lýð-
veldisins Rússlands innan Sam-
bands sósíalísku ráðstjórnarlýð-
veldanna — en þetta ákvæði fjall-
ar um „andsovézka undirróðurs-
starfsemi og áróður, sem rekinn er
með það fyrir augum að grafa
undan sovézku þjóðfélagsskipulagi
eða veikja það.“
Við játuðum sekt okkar og vor-
um dæmdir til þriggja ára vistar í
þrælkunarbúðum og þríggja ára
dvalar á einhverjum ákveðnum
stað í Sovétríkjunum utan höfuð-
borgarsvæðisins að lokinni fanga-
búðavistinni.
Málið hlaut mikla umfjöllun f
fjölmiðlum, bæði í Sovétríkjunum
og á Vesturlöndum. í frásögnum
sumra dagblaða f Vestur-Evrópu
og í Bandarfkjunum var hinum
opinberu málaferlum gegn okkur
líkt við sýndar-réttarhöld þau,
sem fram fóru í Moskvu á árunum
milli 1930 og 1939 að undirlagi og
undir yfirstjórn Jósefs Stalfns. En
réttarhöldin yfir okkur voru hins
vegar frábrugðin hinum alræmdu
sýndarréttarhöldum Stalfns f
tveimur mjög þýðingarmiklum
grundvallaratriðum.
Annað atriðið var það, að f
sýndar-réttarhöldum Stalfns voru
allir sakborningar skotnir þegar í
stað eftir réttarhöldin, þrátt fyrir
játningar" sínar. Lffi okkar var
hins vegar þyrmt — og það sem
meira var: Dómarnir yfir okkur
voru mildaðir mjög verulega, eftii
að við höfðum áfrýjað og kom st
stytting refsivistarinnar til fram-
kvæmda hálfu öðru ári eftir að
réttarhöldunum yfir okkur lauk.
Ég fékk þá leyfi stjórnvalda til að
fara úr iandi og settist að á Vest-
urlöndum.
Hitt atriðið, sem var algjörlega
frábrugðið því, sem tíðkaðist á
dögum Stalíns, fólst í þvf, að sov-
ézka leynilögreglan notaði áður
fyrr hinar hrottalegustu aðferðir
til að pína „játningarnar" út úr
föngunum, en þær aðferðir fólu
meðal annars í sér svæsnar lík-
amlegar pyndingar, ógnvænlegar
hótanir og andlegar misþyrm-
ingar. Sovézka leynilögreglan, sem
eftir dauða Stalíns árið 1953,
hlaut nýja nafngift og kölluð KGB
eftir það, vinnur á mun lævísari
og ísmeygilegri hátt, þar sem lögð
er höfuðáherzlan á að beita fórn-
aNömbin sálfræðilegum aðferð-
um.
Langtíma áhrif KGB
á sálarlífiö
í langan tíma eftir að ég fluttist
til Bandaríkjanna árið 1975 var ég
að reyna að festa á pappír frásögn
mína af þvi, hvernig þetta hefði
allt borið að höndum — hvernig
þessum nýju leynilögreglu-sér-
fræðingum KGB af Andropov-
gerðinni tókst að brjóta sálarþrek
mitt, þrátt fyrir fastan ásetning
minn fyrst eftir handtökuna og á
fyrstu vikum gæzluvistarinnar
hjá KGB að láta hvergi bugast.
En mér var eins og fyrirmunað
að ná. nokkrum tökum á ritaðri
frásögn af reynslu minni hjá
KGB. Mór gekk hreinlega ekkert
með ritstörfin; ég var enn þá al-
tekinn því hugar- og sálarástandi,
sem KGB-sérfræðingarnir höfðu
innprentað mér í yfirheyrzlustof-
um Lefortovo-fangelsisins. Þegar
ég gat farið að rifja það upp fyrir
mér, á hvern hátt ég hafði að lok-
um látið undan síga fyrir KGB-
mönnum, allt að þvf marki, að ég
var farinn að bera vitni gegn fé-
lögum mínum í andófshreyfing-
unni, var ég í fyrstu meira en fús
að skella skuldinni á aðra og leit-
ast við að réttlæta sjálfan mig.
Það liðu mörg ár, áður en ég tók
að gera mér fulla grein fyrir því,
hve víðfem sök mín gagnvart fé-
lögum mínum var. Og þá fyrst
varð ég fær um að segja sögu mína
Fundur minn með Andropov
átti sér stað aðeins hálfri klukku-
stund eftir að farið hafði verið
með mig aftur í fangelsið eftir
dómsuppkvaðninguna yfir mér.
Andropov hafði þá verið yfirmað-
ur KGB í sex ár. Við, sem vorum í
sovézku mannréttindasamtökun-
um, litum alla tíð á hann sem gáf-
aðan og afar ófyrirleitinn mann.
Andropov sagði mér að hafa
ekki minnstu áhyggjur af lengd
fangavistarinnar, sem dómurinn
hefði hljóðað upp á. „Þér munuð
áfrýja," sagði hann. „Fangavistin
mun þá verða stytt niður í það,
sem þér þá hafið þegar afplánað,
og þá verður einungis eftir útlegð-
arvistin frá Moskvu. Þér getið kos-
ið einhverja borg ekki langt und-
an. Eftir átta mánuði eða um það
bil, skúlið þér svo fara fram á náð-
un og getið þá snúið aftur til
Moskvú."
Sú atburðarás, sem náði há-
marki með sýndar-réttarhöldun-
um árið 1973 hafði hafizt 24 árum
4»
áður í heimspekideild Ríkishá-
skólans f Moskvu. Árið 1949 var ég
handtekinn ásamt sex öðrum sam-
stúdentum mfnum fyrir „að gagn-
rýna marxisma-leninisma frá
hugmyndalegum sjónarhóli“.
Glæpur okkar var f því fólginn, að
við höfðum hafnað gildi hinnar
opinberu hugmyndafræði en fært
rök að yfirburðum annarra heim-
spekilegra kenninga, sérstaklega f
heimspeki Hegels, Schopenhauers
og Kants.
Eftir sjö mánaða yfirheyrzlur í
Lúbjanka, aðalfangelsi leynilög-
reglunnar við Dsérzhiniskij-torgið
f Moskvu, vorum við dæmdir til
átta ára fangavistar í þrælkun-
arbúðum. Ég lenti f Taishet-
þrælkunarbúðunum f Mið-Síbirfu.
Skömmu sfðar, þegar við vorum í
litlum vinnuhópi fanga lengst inni
f skógi, tók ég höndum saman við
fjóra samfanga mína úr búðunum;
við afvopnuðum verðina og flýðum
á vörubfl, sem við tókum trausta-
taki í því skyni. Við vorum allir
gripnir þremur dögum sfðar, hlut-
um hrottalega barsmið og tfu ára
framlengingu á fangavistinni.
Vorið 1950 var ég fluttur til
fangabúðanna í Kolyma. Árið 1953
dó Stalín. Mál okkar var þá tekið
fyrir á nýjan leik, og okkur var
sleppt úr haldi og hlutum fulla
uppreisn æru í október 1954.
Skömmu eftir að ég var aftur
kominn til Moskvu, kvongaðist ég
og tók aftur til við námið í
Moskvuháskóla. Árið 1963 útskrif-
aðist ég frá hagfræðideild háskól-
ans og hóf framhaldsnám í þjóð-
hagfræði.
Andóf og útlegðardómar
Ég hafði skrifað vísindalega
doktorsritgerð um hagfræði
Bandarfkjanna og annarra vest-
rænna ríkja, en mér var hins veg-
ar ekki veitt leyfi til að verja hana
við doktorspróf í Moskvuháskóla.
Ástæðan var sú, að ég hafði neitað
að sýna Marx og Lenin hefð-
bundna og fyrirskrifaða lotningu í
ritgerð minni, og var mér því af
háskólans hálfu neitað um þessa
lærdómsgráðu.