Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
59
og grófu á þeim stað er Sigurður
hafði áður vísað á og gengu þar að
öllu svo sem hann hafði áður við
skilið og frá sagt, segir séra Lárus.
Frásögn séra Lárusar í tímarit-
inu Morgni, um beinaleitina og
fundinn, er afar ítarleg, vegna
þess að hans eigin sögn, að „sumir
hafa dregið í efa, að það hafi verið
bein Solveigar, sem flutt voru“, og
af því að „í miðilssambandi því,
sem fyrr um getur, var svo látið
um mælt, að bein Solveigar
mundu ekki finnast fyrr en við
aðra tilraun”.
Þaö sem fannst
Séra Lárus og Stefán Jónsson á
Höskuldsstöðum mældu lengd
helstu beinanna, svo sem höfuð-
kúpu og lærlegg. Af stærð höfuð-
kúpunnar virtist þeim hún vera
sem samsvaraði fremur litlu kven-
mannshöfði, og af tönnum álykt-
uðu þeir að hún hefði verið á þrí-
tugsaldri. Af lengd lærleggs álykt-
uðu þeir að um fremur lágvaxna
mönnum hér í lífi megi um kenna.
— Annað er það, að hún hafi ekki
fengið blessun kirkjunnar, eins og
tíðkast um þá, er deyja; þvert á
móti verið útskúfað. Hitt atriðið,
sem tafið hefir þroska hennar, var
hugsunarháttur fólksins: Hvernig
kynslóðirnar síðan daga hennar
hafa hugsað og hugsa til hennar. I
þeirri staðhæfingu felst, að það sé
ekki holt fyrir þroska framliðins
manns, að stöðugt sé hugsað til
hans eins og einhverrar óvættar,
er ofsæki og geri mein .. “
Annar draumur
Þorsteins
Það var, að því er virðist, ekki
sama hvar í Glaumbæjarkirkju-
garði gröf Solveigar var tekin.
Zophonías Pétursson samdi við
Þorstein á Hrólfsstöðum um að
taka gröfina að kistunni, en Þor-
steinn tók það fram að hann vildi
ekki ráða grafarstæðinu. „En þá
gerðist það eina nótt, að mig
Ljósmynd Halldórs Laxness rithöfundar, sem viðstaddur var beinaflutning-
inn 1937. Á myndinni má sjá þegar verið er að bera kistu með beinum
Solveigar frá Miklabæ inn í Glaumhæjarkirkju.
Ljósmynd/ Halldór Laxness.
konu væri að ræða. Járnhringur
fannst í moldinni og hafði hann
verið í gafli kistunnar. Gat Stefán
á Höskuidsstöðum sér til um að
þetta hafi verið fatakista Solveig-
ar, sem hún var grafin í og munu
sögusagnir til vera fyrir því, að
svo hafi verið, segir séra Lárus.
Ein silfurmilla og ofurlítil pjatla
af mjög sterkum dúk fannst einn-
ig í gröfinni en hvorugur sá hlutur
var grafinn með beinunum. Pjötl-
unnar hafði sérstaklega verið get-
ið í miðilssambandinu.
Tilgangurinn
Tilgangur beinaflutningsins var
tvíþættur að mati séra Lárusar. í
fyrsta lagi var hann sá að veita
Solveigu þá blessun, sem kirkjan
er vön að veita hverju barni sínu,
jafnt breisku sem staðföstu. í öðru
lagi var tilgangurinn sá að hafa
áhrif á hugsunarhátt fólksins, að
lægja óttann og andúðina, en
skapa öryggi og samúð. Með þessu
átti að hjálpa Solveigu. „Hún var,“
segir Lárus, „sögð styttra á veg
komin en æskilegt væri og sumir
kynnu að ætla, eftir þeim tíma,
sem liðinn er síðan hún flutti héð-
an ... var það látið í veðri vaka, að
það sé aðallega tvennt, sem tefji
fyrir þroska hennar — það er
dreymdi, að ég væri kominn í
Glaumbæ og út í kirkjugarð. Þótt-
ist ég þá sjá þar opna gröf, og ég
sá svo vítt um garðinn, að ég var
alveg hárviss um á hvaða bletti
þetta væri, sem ég sá gröfina,"
sagði Þorsteinn í Tímaviðtalinu.
Fóru hann og Stefán á Höskulds-
stöðum eftir það í Glaumbæjar-
kirkjugarð og voru að velta því
fyrir sér hvar réttast væri að taka
gröfina. En þegar Þorsteinn gekk
lengra inn í garðinn, sá hann stað
blasa við, sem leit nákvæmlega
eins út og i draumnum. Þar liggur
Solveig nú.
Beinaflutningurinn
Beinaflutningurinn fór fram
sunnudaginn 11. júlí, 1937. Séra
Lárus flutti guðsþjónustu í báðum
kirkjum, Miklabæ og Glaumbæ, og
jafnframt fyrirbæn fyrir Solveigu.
Séra Hallgrímur Thorlacius var
þá prestur í Glaumbæ en hann vék
sér undan því að syngja yfir bein-
um Solveigar. Hann var spurður
að þvi hvers vegna hann hefði
neitað og hann sagði: „Þeir vildu
láta mig fara að jarða draug."
Séra Lárus segir í grein sinni:
„Til eru þeir, sem telja það furðu
gegna, að prestur skuli hafa feng-
izt til að leggja lið slíkri athöfn,
Nýja húsið á Miklabæ og í fjarska sést til Víðivalla en á milli bæjanna hvarf séra Oddur. Morgunbt/ - ai.
Nýja kirkjan á Miklabæ en í forgrunni má sjá gömlu garðhleðsluna og sáluhliðið.
Morgunbl./ — ai.
sem þeirri, er hér var lýst.“ Og
seinna: „ ... sannleikurinn mun
vera sá, að sú lítilsvirðing, sem
þessi beinaflutningur og önnur
gvipuð tilfelli fá úr átt kirkju-
manna, mun stafa mest af því, að
hvatningin er runnin úr skeytum
á miðilsfundum. Það er gamla
óvildin til spíritismans, sem þar
rekur enn á ný upp kollinn, en
kirkjunnar menn verða að skilja,
að sú óvild er þeim eingöngu til
minnkunar ... “
Eins og kom fram í fyrrihluta
þessarar greinar var Halldór
Laxness rithöfundur viðstaddur
endurgreftrun Solveigar. „Ég var í
bíl á leiðinni norður í land og
frétti í sveitinni að það ætti að
grafa Solveigu í dag og við frest-
uðum því för okkar um nokkra
klukkutíma og biðum eftir að lík-
fylgdin kæmi,“ sagði Halldór í
samtali við Morgunblaðið fyrir
stuttu. „Svo kom hún og ég tók
mynd af mönnum, sem voru að
bera kistuna. Mér þótti þetta mjög
sérkennilegt og þykir enn, hvenær
sem mér dettur það í hug. Sveitin
var mætt þarna til leiks og kirkj-
an var full út að dyrum. Ég hafði
aldrei heyrt um Solveigu nema
eitthvað gamalt kvæði eftir Einar
Benediktsson og ég vissi aldrei
hvort þetta var sönn saga eða
lygasaga frá rótum."
Mestmegnis mold
Ljósmynd Halldórs birtist í
Þjóðviljanum skömmu eftir at-
höfnina í Glaumbæ og var skrifuð
með henni grein i gamansömum
tón undir heitinu: „Endurgreftr-
anir: Nýtt líf að færast í kirkju-
legt líf á íslandi." 1 greininni segir
m.a.: „Nú á dögunum krafðist Sol-
veig þess gegn um miðil [þennan]
hér í Reykjavík, að hún yrði grafin
upp og flutt úr Miklabæjarkirkju-
garði yfir í Glaumbæjarkirkju-
garð, var orðin þreytt á að liggja í
Miklabæ. Annar andi kom gegn
um sama miðil hér i Reykjavík,
sagðist vera kerling gömul úr
Norðurlandi, og lægju bein sín
grafin fjórar álnir í jörðu undir
hinni svokölluðu „bláu stofu“ á
Reynisstað, vill nú láta grafa sig
upp og flytja bein sín i fjarlægan
kirkjugarð. Af öðrum öndum, sem
kvað vera orðnir órólegir, má
nefna Englendinga þá, sem Skag-
firðingar drápu á sínum tíma með
hryllilegum hætti og dysjuðu á
Mannskaðahóli. Kvað nú vera orð-
inn mikill átroðningur af þeim hjá
miðlum hér í bænum. Heimta nú
Englendingar þessir að láta grafa
sig upp, mann fyrir mann, og
flytja víðsvegar um landið, á ýmsa
kirkjugarða sem þeir tilnefna."
Um athöfnina í Glaumbæjar-
kirkju segir í Þjóðviljagreininni:
„ ... séra Lárus Arnórsson framdi
athöfnina. Ekki var viðstöddum
leyft að skoða í kistuna, en sagt
var að inntak hennar hafði verið
mestmegnis mold, en þó fyllyrtu
sumir að fundist hefði annar lær-
leggur Miklabæjar-Solveigar og
jafnvel einnig ein tönn úr henni,
og hefði þessu verið komið fyrir í
kistunni. Kistan var skrýdd
blómvöndum úr fögrum íslenskum
túnblómum og jarðarförin fór hið
besta fram með viðeigandi hátíð-
leik og alvörusvip."
Oddur veginn?
Séra Lárus segir að marga hafi
fýst að vita hvort nokkuð hafi
komið fram um séra Odd á mið-
ilsfundunum í Reykjavík. Svo
hafði verið. Það kom fram að Sol-
veig hefði ekki orðið honum að
bana, heldur hafi hann verið veg-
inn af jarðneskum mönnum. Af-
drif hans hafi orðið þau, að honum
hafi verið sökkt í svonefndum
Solkupytt, sem er yst í læknum
Gegni skammt frá Miklabæ og að
þar séu leifar hans enn.
Aðrir vildu vita hvort Solveig
hafi orðið ánægð eftir flutninginn
og séra Lárus svarar því til að svo
væri að heyra af skeytum, sem
borist hefðu frá henni eftir flutn-
inginn. Hún væri ánægð og þakk-
lát. Var þörf á að breyta hugsun-
arhætti manna til Solveigar?, spyr
séra Lárus og hann svarar: „Ég
svara þeirri spurningu hiklaust
játandi. Þetta „umstang" hefir
ljósar en nokkuð annað hefði get-
að gert, fært mér heim sanninn
um það. Ég hefi orðið þess svo víða
var, að hugsað hefir verið til henn-
ar með lítilsvirðingu og nærri að
segja hreinni andúð ... hefi ég
orðið þess var, að það þarf þó
nokkur átök til þess að uppræta
með öllu þenna heimskulega og
óbilgjarna hug.“
Nióurlag
Síðasta kafla í tveggja alda
langri sögu Solveigar frá Miklabæ
lauk þegar krossinn var settur á
leiði hennar í Glaumbæjarkirkju-
garði um síðustu hvítasunnu. Það
framtak var hvorki unnið eftir
draumsýnir eða beiðni í gegnum
miðilssambönd heldur af kærleika
bóndans Sigurjóns Jónassonar á
Syðra-Skörðugili í Seyluhreppi í
Skagafirði til Solveigar. Sá kær-
leikur er einn þátturinn í því að
breyta þjóðsögunni um hinn
hryllilega og ægilega draug Sol-
veigu og eitt dæmi um hvernig
hugsunin um hana hefur breyst
frá því að hinn tvíþætti harmleik-
ur gerðist á Miklabæ í Blönduhlíð-
inni á seinni hluta átjándu aldar-
innar. Það er margt á huldu um
hvað raunverulega átti sér stað á
þessum örlagaríku árum á Mikla-
bæ og víst er að aldrei fæst neitt
úr því skorið héðan af. En hugsun-
in um Solveigu hefur án efa breyst
frá því menn bjuggu í dimmum
moldarkofum og draugatrúin og
trú á afturgöngur var ríkur þáttur
í baðstofulífi landsmanna. Kross
Solveigar er minnisvarði um lífið
sem var um leið og hann er tákn
þess tíma, sem við nú lifum á.
Hann er minnisvarði um hugsun-
arhátt, sem gerði unga konu að
draug, minnisvarði um alræmda
þjóðsögu og minnisvarði um
bónda, sem vill breyta henni.
— ai
„Krossinn á að
standa í 1000 ár“
— Sjá næstu síðu —