Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
77
VELVAKANDI
' SVARAR í SÍMA
í 10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
J TIL FÖSTUDAGS
■Lfrf-f.La
Fyrirspurn til ráðamanna
sjálfstæðisflokksins
Ingibjörg skrifar:
Velvakandi.
Sjálfstæðiskona nokkur sem
nú er komin til ára sinna sagði
einu sinni að hún gerði sér til
hugarléttis að fara í viðtöl
flokksforingjanna þó það hefði
ekkert upp á sig en væri einungis
sisona kaþólsk aðferð að fara í
skriftastólinn. Þeir væru að vísu
elskulegir að hlusta á mál henn-
ar en væru jafnfljótir að láta þau
fara út um hitt eyrað.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér er
ég villtist inn á hverfisfund
Sjálfstæðisflokksins í vetur þar
sem formaður og varaformaður
sátu fyrir svörum. Einn fundar-
maður spurði þá hvað liði frum-
varpi Alberts Guðmundssonar,
Birgis ísleifs Gunnarssonar og
Friðriks Sóphussonar frá í fyrra-
vetur um skattlagningu hjóna
þar sem aðeins annað væri fyrir-
vinnan. Svarið var á þessa leið að
í efnahagsþrengingum þjóðar-
innar væri ekki svigrúm til að
koma því í gegn.
Ekki „sport“
að vera veikur
I.J. skrifar:
Velvakandi.
Það er ekki „sport" eða gaman
að vera heiluslaus.
Einhverjum finnst sjálfsagt
óþarfi með öllu að segja slíkt eða
skrifa, þetta vita allir. Ekki nóg
með það heldur einnig að þegar
heilsan væri farin sé allt farið og
lífið orðið tóm kvöl. Þrátt fyrir
þessar staðreyndir verður ekki
betur séð en að mikill fjöldi fólks
geri sér leik að því að eyðileggja
heilsu sína, og það alveg vitandi
vits. Allir, hver maður þessarar
menntuðu kynslóðar sem nú vex
úr grasi veit t.d. að reykingar eru
heilsuspillandi. 90% af krabba-
meinstilfellum í lungum orsakast
af reykingum og 90% af tilfellum
kransæðastíflu og heilablóðfalls
má líka rekja til reykinga að
viðbættri of mikilli fitu í blóði.
Þrátt fyrir þessa vitneskju,
aukast sígarettureykingar alveg
gífurlega. Stærsta átak sem
hægt væri að gera í heilbrigðis-
málum á íslandi væri að draga
með einhverjum ráðum úr
sígarettureykingum.
Maó formaður kenndi á einum
degi ótölulegum fjölda kínverja
að bursta í sér tennurnar, í gegn-
um sjónvarpið. Er ekki hægt á
sama hátt að gera stórátak til að
draga úr reykingum, og öllu því
heilsutjóni og bölvun sem af
þeim hlýst? Vill ekki landlæknir
athuga það? Og þú sem lest þess-
ar línur hugleiddu það vel, að
krabbamein og kransæðastífla
og heilsuleysi yfirleitt er ekkert
til að spauga með. Það er hægt
að varðveita hreysti og heilbrigði
miklu betur en flestir gera.
Ef ég man rétt rökstuddi Al-
bert frumvarp sitt á þá leið að á
þeim heimilum þar sem aðeins
annað hjónanna væri útivinn-
andi væri skýringin vanalega
einhver af eftirtöldum ástæðum:
Barnamergð, gamalt fólk á heim-
ili eða sjúklingar sem gætu ekki
séð um sig sjálfir. Það væri frá-
leitt að leggja þyngri álögur á
þessi heimili en þau, sem hefðu
betri aðstæður til að bæði hjónin
ynnu fyrir tekjunum.
Augljóst er hverjum manni að
nú í dag verða bæði hjónin að
vinna úti til að hægt sé að fram-
fleyta heimilinu sómasamlega.
Ekkert nema neyðin ein rekur
annan makann til að vera heima.
Greinilegt er því að einmitt þessi
heimili þola kreppu þjóðarinnar
verst og hefur því sjaldan riðið
jafn mikið á að réttlæti komist á
í þessu máli.
Ég spyr ykkur, Albert, Birgi,
Friðrik og Þorstein: Hvenær
megum við búast við því að refs-
ingu þessara heimila ljúki og
réttlæti náist? Einnig þætti mér
gaman að vita af hverju þið met-
ið atkvæði þrýstihópa um barna-
heimili meira en þá foreldra sem
hafa alið upp sín börn á eigin
kostnað og því sparað þjóðfélag-
inu stórfé?
VISA MKUNNAR
Limra
til Baly
Fór hér um fjallasali
á fálkaveiðum Baly.
Já, og valsaði um
í vellystingum,
allt eftir eigin vali.
HÁKUR
í góðu
í tilefni greinarinnar „í reiði“ eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson
„hagfræöingur, var um langt árabil ráöunautur ríkisstjórna
um efnahagsmál og bankastjóri Framkvæmdabanka ís-
lands.“
(Morgunbl. 4/7/1984.)
í GÓÐU
í góöu skal þess getið hér
glöggt er þetta venja mín
þú mátt fara fyrir mér
til fjalla, kæri Benjamín.
Á góöar óskir ekki spör
enda löngum venja mín.
Týnist þú í fjallaför
ég færi aö gráta, Benjamín.
Talin hlý og hjartagóö
hjálpsöm, þaö er venja mín.
Ég legg minn auð í liknarsjóö
og leita aö þér, Benjamín.
Mér geöjast Albert Guömundsson
ei glatast þessi venja mín.
í góöu flíka frómri von
þú finnist ekki, Benjamín.
Brynhildur H. Jóhannsdóttir
63P SIGGA V/GGÁ £ \iLVt9Ak
Þau leyna á sér!
Verðtryggð veðskuldabréf
Hefur þú íhugað áhrif 12% vaxta umfram
verðbólgu á sparifé þitt?
Verðtryggd veðskuldabréf eru nú á boðstólum
með 12% vöxtum umfram verðtryggingu sem þýðir
m.ö.o. að þú tvöfaldar höfuðstól þinn á 6 ára fresti.
Hefur þú efni á að líta fram hjá þessum
möguleika?
Sölugengi verðbréfa 9. júlí 1984
SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengl mliad vli 5,8% vexti umfram veritr. pr. 100 kr.
1. FLOKKUR 2. FLOKKUR
Útg. Sölugengi pr. 100 kr. 5,8% vextirgildatil Sölugengi pr. 100 kr. 5,8% vextirgildatil
1970 1971 15.955 15.09.1985 1)
1972 14.385 25.01.1986 11.812 15.09.1986
1973 8.940 15.09.1987 8.488 25.01.1988
1974 5.587 15.09.1988 - -
1975 4.254 10.01.1985 3.168 25.01.1985
1976 2.910 10.03.1985 2.380 25.01.1985
1977 2.10621 25.03.1985 1.798 10.09.1984
1978 1 4283) 25.03.1985 1.148 10.09.1984
1979 970 25.02.1985 745 15.09.1984
1980 652 15.04.1985 503 25.10.1985
1981 430 25.01.1986 317 15.10.1986
1982 301 01.03.1985 222 01.10.1985
1983 171 01.03.1986 111 01.11.1986
1) InnlausnarverðSeðlabankanspr. 100 NÝKR. S.tebrúar 17.415,64
2) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NÝKR 25. mars1984 2.122,16
3) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NÝKR. 25 mars1984 1.438,89
VEÐSKULDABREF
VERÐTRYGGÐ
ÓVERÐTRYGGÐ
Með 2 qjalddöqum á ári Með 1 qialddaqa á ári
Láns- Ávöxtun Söluqen íí Soluqen 3'
tlmi Sölu- umfram 18% 20% 18% 20%
ár: gengi Vextir verðtr. ársvextir ársvextir HLV21 ársvextir ársvextir HLV2'
1V* 94,67 4 12% 89 90 91 84 86 86
2 91,44 4 12% 77 79 80 72 73 74
3 89.95 5 12% 68 70 71 63 65 66
4 87,52 5 12% 60 63 64 55 57 58
5 85,26 5 12% 54 56 57 48 50 51
6 83,16 5 12%
7 81,21 5 12% Hlutabréf: Kauptilboð óskast í hlutabréf frá Olíu-
8 79,39 5 12% félaginu hf.
9 77,69 5 12% 2) hæstu leyfilegu vextir.
10 76,10 5 12%
Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega
lul 15L
KAUPÞING HF
~ Husi Verzlunarmnar, simi 6869 88
.J- -
SKOKKHPU
FVRIR OKKUR i RiKlf)
SI66R, 06 KEVPTU
PRJfHR BOKKURyK
^flFVlSKV