Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
65
álin kyrkt
eftir Victor Krasin, 1. hluti
En ritgerð mín fann hins vegar
náð fyrir augum hinnar frjáls-
lyndari Hagfræðistofnunar Sov-
ézku Vísindaakademíunnar, og ár-
ið 1966 var ég ráðinn þar til starfa
við rannsóknadeild stofnunarinn-
ar. Um svipað leyti fór ég að taka
fyrst þátt í starfsemi sovézku
mannréttindahreyfingarinnar,
sem var rétt farin að láta á sér
bæra.
Það var einnig þá, sem ég hitti
fyrst Nadju Jemelkinu, en hún var
þá stúdent við Jaröfræðistofnun-
ina í Moskvu og hafði þegar gerst
virk baráttukona fyrir auknum
mannréttindum. Við unnum sam-
an að því að fjölrita alls konar
óritskoðaða pésa, dreifibréf og
bæklinga í samisdat-formi (en
samisdat þýðir eiginlega útgáfu á
eigin vegum og eigin ábyrgð), og
þessa ritlinga færðum við svo vin-
um okkar til aflestrar; auk þess
hófum við samvinnu við ýmsa
aðra andófshópa.
Við fengum svo bæði tvö að
gjalda fyrir þessa starfsemi okkar
árið 1968. Nadju var þá vísað úr
skólanum, og ég rekinn frá Hag-
fræðistofnuninni. Eftir að ég
hafði verið atvinnulaus í um það
bil eitt ár, var ég handtekinn og
dæmdur til útlegðar frá höfuð-
borgarsvæðinu í fimm ár fyrir „að
lifa sem sníkjudýr á þjóðfélaginu".
Ég áfrýjaði þessum dómi, og mér
til mikillar undrunar var dómur-
inn yfir mér ógiltur í Hæstarétti
Lýðveldisins Rússlands — það
sýnir, að réttlætið er þó stundum
látið ríkja í Ráðstjórnarríkjunum.
Ég sneri aftur úr útlegðinni í
borginni Jeniseisk í Mið-Síbiríu
um haustið 1971 og hélt til
Moskvu.
Þegar ég kom aftur til höfuð-
borgarinnar, komst ég að raun
um, að Nadja hafði verið höfð í
haldi í þrjá mánuði samfleytt
fyrir að hafa ein og sjálf efnt til
mótmælaaðgerða á Púsjkín-torgi í
Moskvu, þar sem hún breiddi út
borða, sem á voru letraðar kröfur
um að pólitískir fangar yrðu þegar
í stað látnir lausir; auk þess
dreifði hún flugritum, þar sem
fram komu mótmæli gegn þeim
nýuppteknu aðferðum leynilög-
reglunnar að leggja það fólk, sem
gerðist virkir þátttakendur í bar-
áttunni fyrir auknum mannrétt-
indum, inn á geðveikrahæli. Rétt-
arhöldin yfir henni fóru fram
fyrir luktum dyrum í desember-
mánuði það ár. Hún var dæmd til
fimm ára útlegðar frá höfuðborg-
arsvæðinu og send til Jeniseisk,
síbirísku borgarinnar, þar sem ég
haföi nýverið afplánað útlegðar-
dóm minn.
Við hjónin höfðum um all langt
skeið ekkert samneyti haft, og eig-
inkona min hafði um þetta leyti
sótt um leyfi til að flytjast úr
landi til fsraels með börnin okkar
þrjú. Við fengum lögskilnað um
vorið 1972. Skömmu síðar hélt ég
til Jeniseisk til að heimsækja
Nadju, og við gengum í hjónaband
þá um sumarið.
í klónutn á KGB
12. september 1972, var ég hand-
tekinn í þriðja sinn, og það var
ekið með mig til Lefortovo-fang-
elsisins í Moskvu, þar sem ég var
strax leiddur inn i skráningar-
stofu fangelsisins. Þar beið mín
þrekvaxinn maður á að gizka
55—60 ára gamall. Hann brosti
leyndardómsfullu brosi og kynnti
sig: Pavel ívanovitsj Aleksandr-
ovskij; þetta var sem sagt
KGB-maðurinn, sem sjá átti um
yfirheyrslurnar yfir mér.
Hann sýndi mér heimildina til
að handtaka mig. Þar stóð, að við
frumrannsóknina hafi komið í
ljós, að ég hafi átt hlutdeild að
fjölföldun og dreifingu á samisd-
at-blaðinu Yfirlit nýrra atburða svo
og annars andsovézks efnis, auk
þátttöku minnar í refsiverðri
starfsemi, sem bryti í bága við
grein 70 i refsilöggjöfinni.
Það var farið með mig í lítinn
fangaklefa, sem ég deildi með öðr-
um fanga. Á hverjum einasta degi
frá klukkan 10 að morgni og fram
til klukkan 10 að kvöldi fékkst Al-
eksandrovskij við að yfirheyra
mig inni á litlu, kuldalegu skrif-
stofunni sinni, að undanskildum
klukkutíma matarhléum um há-
degið og á kvöldin. Þessar yfir-
heyrslur voru líka á laugardögum
og stundum jafnvel á sunnudög-
um.
Aleksandrovskij hóf yfirheyrsl-
urnar á því að lesa yfir mér vitn-
isburði, sem KGB höfðu verið
gefnir gegn mér af fólki, sem tekið
hafði þátt f andófsstarfsemi
ásamt mér og hafði verið handtek-
ið og svo látið fyrr f minni pokann
við yfirheyrslur KGB-sérfræð-
inganna. Sérhver ummæli þessara
vitna um mig snertu vissa þætti f
þeirri starfsemi, sem ég hafði innt
af hendi í mannréttindahreyfing-
unni eða með öðrum andófshóp-
um; tala skjalanna, sem Aleksand-
rovskij las upp úr yfir mér nam
brátt hundruðum. Það var aug-
ljóst, að Aleksandrovskij reiknaði
fastlega með þvf að brjóta and-
stöðu mfna á bak aftur einfaldlega
með þvf að sýna fram á öll þau
ókjörin af sönnunargögnum, sem
KGB hefði í höndunum gegn mér.
En brátt gerði hann sér Ijóst, að
þessi baráttuaðferð hans ætlaði að
duga skammt gagnvart mér, því
að ég hélt áfram að neita að svara
nokkrum spurningum hans.
Fimmta daginn virtist Aleks-
androvskij ekkert vera að flýta sér
að hefja yfirheyrslurnar. Hann
gekk stanzlaust um gólf í skrif-
stofunni sinni. „Hvernig er skap-
ið?“
„Það er í lagi,“ svaraði ég. Sfðan
bætti ég við:
„Menn eru yfirleitt í slæmu
skapi fyrsta daginn, þegar þeir
gera sér grein fyrir því, að þeir eru
í varðhaldi og verði það í langan
tíma.“
„Myndir þú ekki álíta," anzaði
hann, „að sá dagur sé til í lífi
fanga, sem sé ennþá verri en sá
fyrsti?"
„Hvaða dagur þá?“
„Síðasti dagurinn f lffi hans.
Fyrir þá, sem eru dæmdir í
þyngstu refsinguna."
„En ég er hérna, vegna þess að
ég er ákærður fyrir brot gegn
grein 70 í refsilöggjöfinni, og sú
grein gerir ekki ráð fyrir, að menn
séu dæmdir f þyngstu hugsanlegu
refsingu."
„Refsiákvæðið gæti breytzt,"
sagði Aleksandrovskij. „Það væri
vel hægt að grafa upp viðbótarat-
riði við kæruna."
Hann þurfti ekki að útskýra það
neitt nánar fyrir mér. Það ákvæði
sem við andófsmenn óttuðumst
mest af öllu, var grein 64 í refsi-
löggjöfinni — „svik við föðurland-
ið,“ ákæra, sem hægt var að láta
ná til margs konar þátta f and-
ófsstarfsemi, en við broti á þeirri
grein refsilaganna lá refsing, sem
gat verið allt frá tfu ára fangels-
isdómi og upp í dauðadóm.
Nú tók Aleksandrovskij að láta
mig lesa ummæli annarra and-
ófsmanna um mig. Hann hlóð upp
heilum stafla af afritum vitnis-
burðanna á borðið fyrir framan
mig, og lét mig fara f gegnum
þetta allt saman. Ég las, en neit-
aði samt að svara nokkrum spurn-
ingum hans.
Dag nokkurn kom hann með eft-
irfarandi athugasemd við mig: „Ef
þú ferð ekki bráðum að hegða þér
svolftið skynsamlegar, þá máttu
búast við þvf að hljóta sömu örlög
og söguhetjan í skáldsögu Victors
Hugo, „Níutíu og þrjú.“
Þegar aftur var farið með mig
til klefans mfns, lá heill bunki af
bókum á borðinu; meðal þeirra var
áðurnefnd skáldsaga eftir Hugo.
Ég settist niður á rúmið mitt og
byrjaði að lesa sögulokin. Sögu-
hetjan var lfflátin með fallöxinni.
NÆSTU HELGI:
Nýjar aðferðir
hjá KGB:
TV
,0/n 3*®
Mtsubishi eigendur!
í júlí gefum við 10%
staðgreiðsluafslátt á
eftirtöldum vöruflokkum í
ALLAR
Mitsubishi bifreiðar
Dæmi um verð:
Kerti -10%
Platínur .... — 50 +10%
Kveikjulok .... — 95 -f-10%
Kveikjuhamar .... — 35 -r- 10%
Wtureimar .... — 50 -i-10%
Þurkublöð .... — 150 -Í-10%
Aurhlífar .... — 160 -s- 10%
Bremsuklossar.... .... — 285 -Í-10%
Loftsíur .... — 195 + 10%
Olíusíur .... — 155 -10%
Framdemparar ... .... — 995 -Í-10%
Afturdemparar .... .... — 400 +10%
Kúplingsdiskar .... .... — 840 -10%
VIÐURKENND VARA í
HÆSTA GÆÐAFLOKKI
MEÐ ÁBYRGÐ
[hIhekla. hf
gjLaugavegi 170-172 Sírni 21240
Fagurgali fortölur
og lyfjaneysla.
fttefgmiMiifrife
MetsöluUad á hverjum degi!