Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLl 1984
Miklibær í Skagafirði áður en nýja kirkjan var þar reist. Kirkjan og kirkjugarðurinn nær en gamii bærinn fjær.
Solveig biður
um flutning
Á miðilsfundum í Reykjavík,
fyrrihluta árs 1937, virtist sem
Solveig (eða vera og jafnvel verur,
sem báru hag hennar fyrir
brjósti), hafi gert vart við sig og
beðið um að bein sin yrðu tekin úr
jörðu á Miklabæ og færð að
Glaumbæ. Farið var að þessari
beiðni og fór beinaflutningurinn
fram þá um sumarið. Séra Lárus
Arnórsson á Miklabæ var mikið
við beinaflutninginn riðinn og
skrifaði hann ítarlega grein um
málið í Morgun, tímarit um and-
leg mál, útgefnu að tilhlutan Sál-
arrannsóknafélags Islands.
Segir séra Lárus að á miðils-
fundunum hafi óskum Solveigar
um beinaflutninginn verið beint
að sér, Pétri Zophoníassyni ætt-
fræðingi í Reykjavík og þriðja
manni og þeir beðnir um að koma
þessu máli í framkvæmd. Lá fyrst
fyrir að leita nákvæmra upplýs-
inga um, hvar bein Solveigar
lægju grafin. Frá fornu fari var
talið að Solveig lægi norðan undir
kirkjugarðinum á Miklabæ aust-
anverðum. Á þeim stað stóð rétt
eftir aldamótin þúfa eða þúst út
úr kirkjugarðsveggnum, sem köll-
uð var „Ieiðið hennar Solveigar",
en nálægt 1910 var kirkjugarður-
inn á Miklabæ stækkaður til norð-
urs og komst þá gröf Solveigar inn
í garðinn.
Beinaleitin
Þess var getið hér i fyrri grein-
inni að árið 1914 hafi verið komið
niður á ieiði, sem talið var Sol-
veigar. Lá kista hennar út og suð-
ur, þvert fyrir gröfinni, sem verið
var að taka. Þegar hreyft var við
kistunni liðaðist hún í sundur og
lögðu grafarmenn fjalirnar úr
henni samhliða kistu þeirri, sem
þeir voru að taka gröf að. En þeg-
ar kista Solveigar var upp tekin,
kom fram skúti sunnan við nýju
gröfina og i þann skúta lögðu þeir
beinin.
Við leit að beinum Solveigar
1937 höfðu séra Lárus og Zophoní-
as Pétursson, sonur Péturs ætt-
fræðings, samband við annan
grafarmanninn frá 1914, Sigurð
Einarsson í Stokkhólma, sem ver-
ið hafði heimamaður Þorsteins
Þorsteinn Björnsson fyrrum bóndi á
Hrólfsstöðum. Hann dreymdi margt
í sambandi við Solveigu.
Björnssonar bónda á Hrólfsstöð-
um. Einnig höfðu þeir samband
við son konunnar, sem grafin var
þegar komið var niður á kistu Sol-
veigar. Þessum tveimur mönnum
bar ekki saman um legstaðinn og
munaði a.m.k. grafarlengd eftir
skoðun þeirra. Grafið var eftir til-
lögu sonarins en árangurslaust.
Þá gerðist það einni eða tveimur
nóttum síðar að áðurnefndan
Þorstein á Hrólfsstöðum dreymdi,
„að til hans kemur maður hár og
herðibreiður og var festa og ró yf-
ir svipnum. Þykir honum maður-
inn vera sr. Oddur á Miklabæ.
Þorsteini finst sr. Oddur segja við
sig: „Ég sé á þér, að þú ætlar að
gera þetta fyrir okkur." Þorsteini
þótti sr. Oddur eiga við það, að
hann legði lið sitt að því, að leita
beina Solveigar." Þannig segir
séra Lárus frá í Morgni frá 1937.
Þorsteinn segir frá
En Þorsteinn sagði sjálfur frá
þessum draumi í Sunnudagsblaði
Tímans (11. árg., 29. tbl.) og
hvernig hann vissi um leiði Sol-
veigar. Hann sagði: “Ég þekkti
gamlan mann, sem mundi gamla
konu, sem var á barnsaldri þegar
Solveig dó. Þessi gamli maður
hafði sagt mér hvar leiðið væri að
finna, enda gekk það alveg eftir.“
Og seinna sagði hann: „Svo liðu
árin, unz hinn ágæti gestur kom
úr Reykjavik (Zophonías Péturs-
son, innskot Mbl.) með þau tilmæli
að Solveig yrði flutt í vígðan reit.
Þá stóð svo á að ég var í vegavinnu
úti í Blönduhlíð. Bar þá svo til, að
ég lagði mig að afloknum morg-
unmat, eins og ekki er í frásögur
færandi. Ég veit ekki hvort mér
hefur runnið í brjóst, en ég efast
um það. En hvort sem ég hef verið
vakandi, sofandi eða mókandi, þá
sá ég ekki betur en inn í tjaldið til
mín kæmi maður, hár og mikill
með svarta skeggbrodda, sem mik-
ið bar á. Mér fannst hann segja
við mig: „Þú gerir það, sem þú
verður beðinn um.“ Meira var það
ekki.“
Séra Lárus segir í grein sinni að
eftir draum þennan hafi Þorsteinn
haldið til fundar við Sigurð Ein-
arsson og beðið hann að leita með
sér beinanna. í viðtalinu segir
Þorsteinn að hann hafi haldið til
Miklabæjar daginn eftir draum-
inn að garfa í stóðrekstri, hitt þar
gestinn að sunnan, sem lagði fast
að honum að grafa upp beinin.
Fóru þá Þorsteinn og Sigurður
Um flutninga á beinum
Solveigar frá Miklabæ
áriö 1937
rfyrri hluta þessarar greinar, sem birtist í
síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins,
var fjallað nokkuð um afdrif Solveigar og
séra Odds Gíslasonar á Miklabæ og verð-
ur hér haldið áfram þaðan sem frá var
horfíð og greint frá flutningi á beinum Solveigar
úr kirkjugarðinum í Miklabæ yfír í
Glaumbæjarkirkjugarð árið 1937.
Teikning/ Gísli Sigurðsaon.
á þjóðsögu
V