Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 „Krossinn á að standa í 1000 ár“ Rætt við Sigurjón Jónasson á Syðra-Skörðugili, sem átti frum- kvæði að því að kross var settur á leiði Solveigar frá Miklabæ „l»að er stutt á milli þess, sem maður ályktar og þess, sem maður veit að er rétt,“ sagði Sigurjón Jónasson bóndi á Syðra-Skörðugili í Seyluhreppi í Skagafírði þegar blaðamaður heilsaði uppá hann og samræöurnar beindust að dulrænum eða yfírnáttúrulegum efnum. Þetta var skömmu eftir að hann hafði sett krossinn á leiði Solveigar frá Miklabæ í Glaumbæj- arkirkjugarði. „Þetta er kross, sem á að endast í 1000 ár,“ sagði Sigurjón. Sigurjón Jónasson er afkom- andi Odds Gíslasonar. Sigur- björg Guðmundsdóttir í Nesi, móðir Jóns Ósmann, var amma Sigurjóns, móðir föður hans, Jónasar Gunnarssonar, en móðir Sigurbjargar var Helga Gísla- dóttir prests á Hafsteinsstöðum, Oddssonar prests á Miklabæ, sem hvarf, Gíslasonar biskups á Hólum Magnússonar, kominn af biskupunum Oddi Einarssyni, Guðbrandi Þorlákssyni og Jóni Arasyni eins og segir í ættartölu Sigurjóns. Sigurjón flutti í Hátún með foreldrum sínum 1921 en hann tók Syðra-Skörðugil á leigu 1936. Hann var leiguliði á jörðinni fram til ársins 1940 og var leigan átta gemlingar á ári, en svo keypti hann jörðina af Svaða- staðafólki. Sigurjón fæddist 27. ágúst ár- ið 1915 í Garði í Hegranesi. Það- an fíuttist hann til Húsabakka. Hann var í Búnaðarskólanum á Hólum í tvo vetur áður en hann fluttist að Syðra-Skörðugili. „Ég hef því aðeins búið á fjórum jörðum," sagði hann eins og með stolti í röddinni. Hann var einn- ig til sjós fjóra vetur og „kunni vel við sig“. Foreldrar Sigurjóns, sem kall- aður er Dúddi manna á meðal, voru Jónas Gunnarsson og Steinunn Sigurjónsdóttir. „Þeg- ar pabbi og mamma bjuggu í Garði bjuggu á móti þeim Páll Pálsson og Steinunn Hallsdóttir en hana kallaði ég ömmu. Hún orti þessa vísu til mín: Lifðu ávallt laus við tjón. Lýst þú þinni ömmu. Sért þú ætíð, Sigurjón, sólargeisli mömmu." Þegar Sigurjón var spurður að því hvers vegna hann hafi ákveð- ið að setja kross á leiði Solveigar sagði hann: „Af sérvisku. Mér finnst gam- an að því að merkja þetta leiði. Það er gott fyrir aðra, sem nú geta gengið inn í garðinn og séð hvar hún liggur." „En af hverju heldur þú að það hafi ekki verið settur kross á leiðið hennar þegar hún var flutt í Glaumbæjarkirkjugarð á sín- um tíma?“ „Menn voru nú ekki að gera meira en þeir þurftu." „Er langt síðan þú fórst að hugsa um að setja krossinn á leiðið?“ „Já, fyrir mörgum árum. Al- veg frá því ég var smákrakki heima í Hátúni heyrði ég mikið um þetta mál Solveigar rætt og hvarf séra Odds. Það hefur alltaf þótt skrítin saga að ekkert skyldi sjást af honum en það vita allir að Solveigu var kennt um þetta hvarf.“ „Hvaða augum leit fólk Sol- veigu á þessum árum?“ „Ég held að fólk hafi yfirleitt haft samúð með henni.“ „Af hverju heldur þú að hún hafi valið Glaumbæjarkirkju- garð?“ „Það er eitt af því sem ég skil aldrei. Mín skoðun er sú að eitthvað sé við Glaumbæ. Það kann líka að vera að hún hafi viljað það af því Gísli Oddsson, sonur Odds Gislasonar, liggur í þessum garði. Ég held að það sé lukka fyrir Glaumbæ að hún var færð þangað. Mér hefur aldrei liðið betur á ævinni en þegar krossinn var settur niður. Það var eitthvað þarna sem verkaði mjög notalega á mig og tengda- sonur minn, Sigurður Jónsson smiður á Akureyri, sem smíðaði krossinn, fann fyrir því sama.“ Sigurjón er í sálarrannsókna- félagi héraðsins og hann segist hafa trúað á dulræn öfl allt frá barnæsku og hann var að því spurður hvort hann héldi að trú á slíkt færi vaxandi meðal fólks. „Þetta hefur alltaf verið deilu- efni og mikið var deilt hér áður á spíritismann en það hefur breyst hin síðari ár með vaxandi tækni og hugsun. Mér finnst þetta vera heldur í framför en maður fær enga miðla núna eða fólk, sem hefur slíka hæfileika til að bera. Það er nú hvellurinn við það hve erfitt er að fá þetta fólk til að halda fyrirlestra hérna í Sálar- rannsóknafélaginu. Áhuginn fer vaxandi en það er mín skoðun að það vanti fólk til að vinna að þessu.“ „Hvernig gengur starfsemi Sálarrannsóknafélagsins hér?“ „Hún gengur heldur vel að öðru leyti en þessu. Eldra fólk hefur mikinn áhuga á störfum félagsins og það hefur góð áhrif á það að vera í snertingu við þetta. Félagið er ekki mjög gam- alt en það er þó nokkuð margt fólk í því eða uppundir 200 manns held ég. Og helsta við- fangsefnið er að fá miðla á fundi.“. „Þegar þú talar um dulræn eða ókunn öfl, hvað áttu þá nákvæmlega við?“ „Það er vandi að útskýra það og ég vil helst ekki gefa mikið upp um þá hluti. Það er eitt af þessu sem hver og einn verður sjálfur var við, það kemur af sjálfu sér og verður aldrei kennt neinum. Það byggist allt á hugs- un einstaklingsins." „Sérðu sjálfur sýnir?" „Það segi ég engum manni. Ég vil ekki offra því. Enda er það einstaklingsbundið hvernig menn verða fyrir þessari reynslu. Ég geri lítið af því að segja frá því. En það er alveg sama með skáldagáfuna, hún gengur í ættir og erfðir. Það geta ekki allir ort.“ „Hefur þú þá fengið dulargáf- una í arf?“ „Sennilega hefur þetta legið í föðurættinni langt aftur i aldir. Um móðurættina skal ég ekkert segja um en pabbi minn og móð- ir Hafsteins Björnssonar miðils voru systkinabörn." „Hvaða augum lítur þú miðla?" „Ég vil ekki láta minn dóm uppi um það. En það er eins og sálin komist úr likamanum á fólki og það geti séð það sem það langar til. Ég hef hitt þrjá menn um ævina sem allir hafa sagt þá sögu að sálin hafi farið úr líkam- anum. Þeir þekktu ekki hver annan en hjá öllum er sagan eins og þetta voru allt heiðursmenn. Bara venjulegir menn, sem höfðu orðið fyrir sömu lífs- reynslunni. Þeir sjá líkama sinn í rúmi sínu en sálin fer úr hon- um og þeir fljúga um geiminn og sjá það sem enginn annar sér. Einn sagði frá skepnum er hann átti hinumegin og horfði á í Sigurjón Jónasson bóndi í Syðra-Skörðugili I Skagafirði við kross Solveig- ar. „Mér hefur aldrei liðið betur á ævinni en þegar krossinn var settur niður.“ þessari ferð.“ „Hefur þú orðið fyrir þessari reynslu?" „Það segi ég ekkert um. Ég tel mig engan miðil enda hef ég ekki lagt mig eftir því. Ég hef nóg að hugsa um, búskap og söng og flæking. Ég á nóg af ljúfum minningum og ég hef aldrei séð neitt nema sólskin í lífi minu. Áhyggjur hafa aldrei leitað á mig. Eg veit ekki hvað það er. Hitt er annað mál að hann er lengur að fara úr mér lúinn og margt er farið að ganga úr sér, sem er ekki nema eðlilegt. En það þykir mér einkennilegt að ekki skuli vera hægt að kom- ast að því í gegnum miðla hvar Oddur er. Slíkt er ekki óhugs- andi. Við getum til dæmis tekið Ragnheiði Brynjólfsdóttur, sem kom fram í gegnum miðil og skrifuð var saga hennar 300 ár- um eftir að hún deyr.“ „Hefur þú nokkurntíma orðið Solveigar var?“ „Nei, ég hef aldrei orðið var við Solveigu." „En sérð sýnir?" „Já, en það er nú ekki alltaf. Það er mjög vandfarið með þetta samband á milli lifandi og dauðra. Það er ekki öllu offrandi þótt það sé heillandi. Það er mín skoðun að átökin í þessari veröld séu á milli góðs og ills, ekki bara meðal okkar þjóðar heldur í öll- um heiminum. Þetta eru höfuð- atriðin í öllum mannlegum sam- skiptum. Hvort við getum lært eitthvað af dulrænum öflum hefði ég haldið að færi eftir þróuninni og hvað náið samband kemst á milli þessara tveggja heima.“ Við fórum nú út í aðra sálma og Sigurjón sagði: „Eitt það dýrmætasta, sem við eigum, fólk á mínum aldri, er að hafa lifað á þessum miklu breyt- ingaárum í lífi þjóðarinnar. Mér finnst nefnilega að sjálfsbjarg- arviðleitni manna sé alltaf að minnka og það finnst mér slæmt. Nútímamenn eru ekki eins duglegir að bjarga sér sjálf- ir og þegar við vorum að alast upp. Ur ungmennafélagshreyfing- unni frá aldamótum og til 1960 komu einhverjir bestu og dýr- mætustu leiðtogar þessarar þjóðar. Nú finnst mér ekki hugs- að um annað en íþróttir. Hér áð- ur var rætt í félögunum um þau mál í sveitum, sem mest lá á að koma í framkvæmd en nú er að- eins rætt um hlaup og stökk. Fé- lögin þjóna ekki sama tilgangi og hér áður fyrr. Við höfum tap- að þarna mikið góðum lið, sem reyndist okkur vel.“ Þegar ég var að kveðja Sigur- jón sýndi hann mér vísu, sem Kári Jónsson frá Valadal orti eitt sinn til hans en hún er svona: Haltu um búið heiðursvörð, heyjaðu á grænum teigi. Sjálfur á þinni sittu jörð, sæll að hinsta degi. — ai reglulega af öllum fjöldanum! AE 50 KR. 45.000 AR 50 KR. 51.000 Eigum nokkur hjól til afgreiöslu strax á þessu frábæra verði. Einnig hægt aö fá meö stuttum fyrirvara GPZ 750 turbo og GPZ 900 Ninja. SVERRIR ÞÓRODDSSON K-kawasaki Sími 91-82377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 154. tölublað - II (08.07.1984)
https://timarit.is/issue/119729

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

154. tölublað - II (08.07.1984)

Aðgerðir: