Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
LAX
Heilsoöinn Iax meÖ sveppasósu
1 lax, u.þ.b. 2 Vfe kg
2 msk. salt.
3 lítrar vatn
3 sítrónur í sneiðum
2 stórar gulrætur
2 sellerístönglar
2 lárviðarlauf
8 svört piparkorn
l.Setjið vatn, sítrónusneiðar, piparkorn, lárviðarlauf og
salt í pott. Þvoið gulræturnar og sellerístönglana og
skerið í bita, setjið í pottinn og látið sjóða við hægan
hita í 30 mínútur.
2. Hreinsið allt blóð úr laxinum og hreinsið himnur
innan úr kviðnum. Takið tálknin úr hausnum, skafið
slím af laxinum. Kippið af ugga, skolið allan laxinn vel.
3. Hitið bakaraofn í 180°C, setjið soðið í steikingarpott
eða aflanga skál með loki sem rúmar laxinn vel. Ef
laxinn er of langur, verður að skera hann í tvennt.
Setjið laxinn í diskaþurrku og leggið á botn steikingar-
pottsins, látið soðið fljóta alveg yfir laxinn. Sjóðið lax-
inn þannig í 40 mínútur. Gætið að hvort hann sé soðinn
að þeim tíma liðnum. Laxinn er soðinn, þegar hann er
laus frá beinum.
4. Takið laxinn upp úr pottinum í diskaþurrkunni og
setjið á aflangt fat. Ef þið hafið skorið laxinn í sundur,
er hægt að hylja samskeytin með salatblöðum eða
steinselju og raða sítrónusneiðum ofan á.
5. Berið laxinn fram með soðnum kartöflum, hrásalati
og sósu.
Sósan:
Væn grein fersk steinselja
1 lítill laukur
1 hálfdós niðursoðnir sveppir
Gylfaginning segir frá því er Loki Laufeyjarson neitaði að gráta Baldur úr helju. Æsir
vildu hefna þess á Loka, en hann brá sér í laxlíki og faldi sig þar sem heitir
Fránangrsfoss. Gerðu þá æsir sér net og drógu á, en Loki hljóp yfir netþinulinn. Þór
sem stóð í miðri ánni „greip eftir honum ok tók um hann, ok renndi hann í hendi
honum, svá at staðar nam höndin við sporðinn, ok er fyrir þá sök laxinn afturmjór."
Sögur sagðar af glímunni við laxinn eru oft það ótrúlegar að líkast er sem Loki sé í hverjum
laxi, því kraftur þeirra og kænska er með ólíkindum, en það er líka eins og Þór búi í sumum
veiðimönnunum. Við fréttum af einum sem kom úr Laxá í Ásum með 12 laxa, 60 kíló, eftir
daginn og nú er veitt á flugu og þær heita hver sínu nafni. Sá sem hér segir frá hafði mest veitt
á flugur sem heita Þingeyingur og Red Frances. Já, og veiðistaðirnir við ána heita hver sínu
nafni. í Norðurá er farið upp á Spyrock til þess að sjá niður í Myrkhyl og á vetrarkvöldum er
auðvelt að lifa það upp sem gerðist hjá Gaflhyl við Laxfoss. Upp úr áramótum er farið að gera
klárt — yfirfara stangir — fara í gegnum fluguboxin. Skyldi nú veiðast mest á blue-charm,
Kröflu eða þá á doktorana á næstu vertíð? Það er óvissuþátturinn sem gerir veiðarnar svo
spennandi, t.d. eins og þegar annað hollið sem var í Hallá í sumar fékk þriðja og síðasta laxinn
grálúsugan rétt áður en haldið var heim. Fréttu svo að þeir sem á eftir komu hefðu fengið tíu.
Gangan hafði komið aðeins of seint. Margt ber líka að varast og verst er þegar menn fara að
veiða eftir klukku í stað þess að gefa sér tíma til þess að kasta sér í grasið, finna ilm lands og
angan blóma, hlusta á suðið í flugum og huga að skýjafari og flugi fugla og litbrigðum lands og
náttúru.
Laxinn er göfugastur allra fiska. Því má ekki kasta til höndunum á matreiðslu á honum.
Bestur er hann vægt kryddaður. Um laxinn gildir hið sama og um annan fisk. Varast ber að
ofsjóða hann. Honum hættir til að verða of þurr sé það gert.
2 dl sveppasoð
2 dl soð af laxinum
1 lítil dós rjómaostur
1 msk smjör
örlítill nýmalaður pipar
6. Setjið sveppasoð, laxasoð, saxaða steinselju og saxað-
an lauk í pott. Látið sjóða í 10 mínútur.
7. Skerið sveppina smátt og setjið út í ásamt rjómaosti.
Hrærið vel í svo að osturinn bráðni.
8. Setjið smjörið út í, malið piparinn yfir og hellið í
sósuskál.
Glóðarsteiktar laxasneiðar
Handa 4
4 stórar sneiðar lax, 3 sm á þykkt
1 'h. tsk salt
!4 tsk nýmalaður hvítur pipar
safi úr 1 sítrónu
30 g smjör
væn grein fersk steinselja
1. Hitið glóðarristina í 10—15 mínútur.
2. Hellið sítrónusafa yfir sneiðarnar, stráið síðan salti
og pipar á þær og látið bíða í 15 mínútur.
3. Bræðið smjörið, klippið steinseljuna og setjið saman
við.
Penslið stykkin öðrum megin með helmingi steinselju-
smjörsins, glóðarsteikið í 5—7 mínútur, snúið við,
penslið hina hliðina á sama hátt og glóðarsteikið í aðrar
5—7 mínútur.
Meðlæti: Soðnar kartöflur, gúrkustafir, sitrónubátar og
steinselj ukryddsmj ör.
Steinseljukryddsmjör:
100 g lint smjör
væn grein fersk steinselja
'k msk sítrónusafi
Hrærið smjörið með saxaðri steinselju og sítrónus-
afa. Setjið síðan í álpappír og mótið rúilu. Setjið í frysti
í 1 klst. Skerið í sneiðar og berið fram með laxinum.