Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 1
Sunnudagur 8. júlí Réttarhöldin yfir sovézkum andófsmönnum Sá alvarlegi glæpur, sem Victor Krasin og félagi hans höfðu gert sig seka um og leiddi til handtöku þeirra í Moskvu árið 1972, var virk þátt- taka þeirra í mannréttindasamtökum, sem höfðu haft andóf í frammi. Á þeim tíma var Júrí Andropov yfirmaður sov- ézku leynilögreglunnar KGB, og þar sem henni hafði ekki tekizt að stemma stigu við starfsemi andófsmannanna með því að beita harkalegum lögregluaðgerðum gegn hópnum, ákváðu yfirmenn KGB að grípa til annarra og nýstárlegri ráða: Hugmynd þeirra var sú að velja sér- staklega úr tvo vel þekkta forvígismenn samtakanna og sauma það rækilega að þeim, að hægt væri að knýja þá til að fordæma sovézku mannréttindahreyf- inguna opinberlega. Yfirstjórn KGB vonaðist til, að slík yfirlýsing yrði því- líkt áfall fyrir mannréttindasamtökin, að það myndi lama þau og gera að mestu óvirk eða að þau myndu jafnvel hrein- lega leysast upp. Victor Krasin hefur búið í New York frá árinu 1975; hefur hann skrifað bók, sem ber titilinn „Réttarhöldin" og kom út á rússnesku í fyrra hjá útgáfufyrir- tækinu Chalidze Publicat- ions, New York. í bókinni segir Krasin frá reynslu sinni af KGB og xaðferðum þeirra til að brjóta niður sið- ferðisþrek þeirra einstaklinga, sem þeir hafa klófest. í greinaflokki þeim, sem Morgunblað- ið mun birta í heild í þrem greinum, gefur Victor Krasin ítarlega lýsingu á aðgerðum KGB gegn sovézku mannrétt- indasamtökunum og því slynga ráða- bruggi leynilögreglunnar að gera hann sjálfan að aðalskotspæni sínum. Hann segir meðal annars frá fyrstu kynnum sínum innan veggja fangelsisins af þeim KGB-foringja, sem hann hafði yfirum- sjón með yfirheyrslunum yfir honum. Greinaflokkurinn er útdráttur úr áð- urnefndri bók Victor Krasins og birtist nýlega í New York Times Magazine. Ljósm./ Fridþjófur. 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.