Morgunblaðið - 19.08.1984, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
62
augu
íbúar Sovétríkjanna hafa gengið í gegnum margskonar breytingar í daglegu lífi sínu frá
lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. En ein þýðingarmikil stofnun í landi þeirra hefur haldizt
óbreytt: leyniþjónustan ógnvekjandi, KGB, sem hefur vakandi auga með 270 milljónum
landsmanna, segir vestur-þýska vikuritið Der Spiegel. í greinargerð um hlutverk og starfsað-
ferðir þessa blóði drifna lögregluhers, sem ber ábyrgð á útrýmingu milljóna manna, segir
Der Spiegel að stjórnendur KGB virðist vera að öðlast aukin pólitísk áhrif á innanríkismál.
En, segir Der Spiegel, KGB hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru í starfseminni
erlendis. Kommúnisminn hefur glatað miklu af fyrra aðdráttarafli sínu, svo dregið hefur
verið úr þeim fjölda sjálfboðaliða, sem voru reiðubúnir til að hætta lífi sínu sem njósnarar
KGB.
Brátt getur komið til styrjaldar með vetnissprengjum. Hvernig verður umhorfs í heiminum
á eftir? Er ekki tilgangslaust að hafa áhuggjur af framtíðinni? Þessi svartsýni kom fram hjá
ungum sovéskum borgara, syni háttsetts starfsmanna KGB. Þegar hann fann engin svör við
þessum svartsýnisspurningum sínum, tók þessi ungi maður upp „óbeizlað líferni“. Hann fór
að neyta eiturlyfja, og aðstoðaði meira að segja gamalkunnan andkommúnista í Moskvu
við andspyrnustörf hans.
Metsölubók
Líf þessa unga sovézka svart-
sýnismanns er efnið, sem metsölu-
bókin „Petrovka 28“ fjallar um.
Bókin hefur sinn tilskylda góða
endi. Komið er upp um unga
lögbrjótinn og hann handtekinn.
Höfundurinn, Julian Semionov,
sem er 53 ára, er höfundur vinsæl-
ustu sovézku lögreglusagnanna,
sem allar fylgja sömu línu. Með
skáldsagnagerð sinni er Semionov
að reyna að afla þeirri stofnun
landsins vinsælda, sem ekki bein-
línis er talin ímynd vinsældanna:
Öryggisnefnd ríkisins (Komitet
Gosudarstvennoi Bezopastnosti),
eða KGB.
í einni bóka sinna lýsir höfund-
urinn, sem á áttunda áratugnum
starfaði sem fréttaritari Bók-
menntatímaritsins sovézka í
Bonn, dapurlegum örlögum sov-
ézks borgara, Schlauberger að
nafni, sem kemst á mála hjá CIA í
Moskvu, en mætir undir lokin
dauða sínum í óvirðingu í Afríku.
Sagan lætur lesendur kynnast
hæfni leynilögreglumanna KGB
við að fylgjast með skokki þeirra
grunuðu í almenningsgörðum
Moskvu, eða skrá ferðir þeirra úr
þremur hraðskreiðum bifreiðum
búnum talstöðvum.
í öllum bókum Semionovs eru
starfsmenn KGB heiðarlegir og
virðingarverðir menn, sem ættu
að vera öllum sovézkum borgurum
fyrirmynd. En KGB-hetjur
skáldsögunnar eiga við mikinn
vanda að stríða í tilraunum sínum
til að bæta álit leyniþjónustunnar.
Arkadi Shevtshenko, fyrrum að-
stoðarframkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, og sem slíkur
hæstsetti sovézki pólitíski flótta-
maðurinn erlendis, segir að KGB
hafi mjög lamandi áhrif á sovézka
borgara. „Allir óttast KGB,“ sagði
hann.
Það er að sönnu eitt helzta
markmið leyniþjónustunnar að
vekja ótta í hugum þjóðarinnar til
að tryggja hlýðni. En um leið er
stofnunin, sem hefur yfir að ráða
starfsliði, sem telur 90 þúsund
manna lið óeinkennisklæddra
lögreglumanna, 300 þúsund
manna varðlið einkennisbúinna
starfsmanna, og um 1,75 milljónir
manna í hlutastörfum til að
njósna heimafyrir og erlendis, að
reyna að afla sér viðurkenningar,
ef ekki er hægt að tala um vin-
sældir.
Blóðug fortíð
Þessi tilraun þeirra er skiljan-
leg. Yfir KGB hangir blóðug fortíð
fyrirrennarans frá byltingarárun-
um, Cheka, og þeirra sem á eftir
fylgdu á ofsóknarárunum, GPU og
NKVD.
KGB hefur að mestu hætt allri
hryðjuverkastarfsemi, en undir-
stöðutilgangur stofnunarinnar er
óbreyttur: að halda 270 milljónum
sovézkra borgara innilokuðum
innan járntjalds, útiloka alla
hugsanlega pólitíska starfsemi
einstaklinga, og kæfa allar kröfur
um lögbundin mannréttindi.
Jafnframt þessu vinnur KGB að
því að ná sem mestum áhrifum í
kommúnistaflokknum. Til að auð-
velda það gerir KGB sitt ítrasta
til að afmá fyrri ímynd sína úr
hugum þjóðarinnar. Með róman-
tískum skáldsögum og almennri
aðdáun á KGB-hetjunum á að
stuðla að þessari andlitslyftingu.
Liður í þessum tilraunum var
það þegar stjórnendur KGB létu
árið 1981 reisa myndastyttu í
Baku af Richard Sorge, þýzka
njósnaranum í Tókýó, sem hafði
árangurslaust varað Stalín við yf-
irvofandi árás Hitlers á Sovétrík-
in. Og í Austur-Þýskalandi var
gefið út sérstakt frímerki með
mynd Sorges. Vestræn kvikmynd
um ævintýri Sorges hefur verið
sýnd í öllum sovézkum kvik-
myndahúsum.
Semionov samdi flokk ævin-
týrasagna um Sorge, sem þar
gengur undir nafninu „Stirlitz".
Sá gengur um klæddur foringja-
búningi SS, hlerar meðal sovézkra
flóttamanna, kemur upp um úkra-
ínska skæruliðaforingjann Stafan
Bandera, og kemst inn í aðalstöð-
var Hitlers sjálfs, þar sem honum
tekst loks að koma í veg fyrir að
samningar takist milli nazistanna
og Bandaríkjanna, sem beinzt
hefðu gegn Sovétríkjunum.
Sögupersónan Stirlitz, sem er
dáður í Sovétríkjunum svipað og
James Bond á Vesturlöndum, var
einnig aðalpersónan í framhalds-
þætti í sovézka sjónvarpinu. Ólíkt
James Bond, sem er táknrænn
fyrir vestrænt auðvaldskerfi, er
Stirlitz sanntrúaður kommúnísk-
ur hugsjónamaður.
Boðskapur
Boðskapur Semionovs til lesend-
anna er skýr og skorinortur: Það
er siðleysi að taka þátt I glæp, þótt
svo hann sé unninn í góðum til-
gangi. Til að koma þessari kenn-
ingu á framfæri hjá almenningi,
hafa sovézk yfirvöld á undanförn-
um 20 árum gefið út að minnsta
kosti 2.400 bækur til að afla starf-
semi KGB vinsælda.
En öll þessi útgáfustarfsemi er
samt ekki nóg. í maí í vor efndi
KGB þessvegna til samkeppni,
sem ætlað er að bæta listrænt
gildi skáldsagna og kvikmynda um
KGB, og þannig „Betrumbæta af-
köst skapandi afla“. Sigurvegarar
hljóta peningaverðlaun, heið-
ursskjöl, heiðurspeninga og
„dýrmætar gjafir", og auk þess
skírteini sem staðfesta að þeir séu
heiðursfélagar í KGB. öll framlög
í keppnina ber að senda á eftirfar-
andi heimilisfang: Moskva, Mið-
borg, Dzershinsky-stræti nr. 2.
Á þessu heimilisfangi stendur
gulleit húsaþyrping á hæðardragi
með yfirsýn yfir Moskvu, og raun-
ar yfir öll Sovétríkin.
Eitt húsanna er sex hæða ný-
gotnesk bygging, þar sem áður var
til húsa tryggingarfélagið
„Rossia". I dag er ekkert utan
dyra, sem gefur til kynna hver þar
býr nú — en allir vita það. Átta
hæða hús við hliðina, þar sem áð-
ur var Hotel Billo, byggðu þýzkir
stríðsfangar í lok síðari heims-
styrjaldarinnar. Hús þessi voru
endurbyggð og endurnýjuð fyrir
þremur árum.
Þarna nálægt stendur verzlun,
sem heitir „Heimur barnanna".
Moskvubúar hafa því í hæðnis-
skyni nefnt aðalstöðvar KGB
„Heim fullorðinna". Rússar al-
mennt nefna stöðvarnar oft bara
Lubianka, eftir smá læk, sem þar
rann, en er löngu þornaður upp.
Lubianka
Allir helztu fjandmenn sovézkra
stjórnvalda hafa setið sem fangar
í Lubianka. Þetta þekkta fangelsi
er gríðarmikil samsteypa fanga-
klefa og ganga í mörgum hæðum
neðanjarðar, og teygir sig undir
torgið fyrir framan þar sem borg-
arumferðin iðar.
Ekki er vitað um núverandi
ástand undirheima fangaklef-
anna, sem voru þéttsetnir á dög-
um Stalíns. Aðeins einn vængur
Lubianka með um 50 eins manns
klefum og 50 fjögurra manna klef-
um er nú í notkun sem fangelsi
KGB. Fangar fá að eyða klukku-
stund á dag uppi á þaki, bakvið
háan múr. Skorsteinninn á Lubi-
anka þjónar ekki lengur lík-
brennsluofni hússins.
Stór og háreist herbergi hússins
hafa verið hólfuð niður í smærri
skrifstofur fyrir rannsóknarmenn
KGB. Innan þessara veggja, sem
Ben'a, yfírmaður NKWD (mynd
þessi var tekin 1953).
Andropov 1957. Yfírmaður KGB.
Chebrikov, núverandi yfírmaður
KGB.
Sovézki njósnarinn Sorge.