Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
63
málaðir eru í ljósgrænum lit, hef-
ur óteljandi fjöldi sakborninga
verið í yfirheyrslum. Meðal þeirra
má nefna Herbert Wehner,
starfsmann Komintern, Hans
Pritzsche áróðursmann nazista,
Raoul Wallenberg, sænska stjórn-
arerindrekann, sem bjargaði þús-
undum ungverskra Gyðinga, Lavr-
enti Beria, fyrrum yfirmann KGB,
Alexander Solzhenitsyn Nóbels-
skáld, bandaríska njósnaflug-
manninn Powers, auk fjölda fórn-
arlamba sovézkra stjórnvalda,
sem reyna að koma sökinni á aðra
fyrir það að enn hefur ekki tekizt
að tryggja betri tilveru.
Yfirmaður KGB hefur aðsetur í
íburðarmikilli skrifstofu á þriðju
hæð. Fyrrum yfirmaður KGB, Ab-
akumov, var vanur að nota
skrifstofuna til að pynda sjálfur
fanga sína, eftir að hafa lagt
ábreiður á gólfið svo gólfteppin
skemmdust ekki af blóðstreyminu.
Þegar Yuri Andropov, sem síðar
varð flokksleiðtogi og forseti Sov-
étríkjanna, var yfir KGB, loguðu
ljósin í skrifstofu hans venjulega
allar nætur. Moskvubúar, sem
voru seint á ferð, vissu þannig að
leiðtogi þeirra var á verði.
Til að kaupa vörur, sem ekki
standa venjulegum borgurum til
boða, skreppa KGB-starfsmenn-
irnir, eða „Kagebetshniki", eins og
Rússarnir kalla þá, yfir torgið,
sem hylur neðanjarðarfangelsið.
Nikita Khruschev lét prýða torgið
árið 1961 með styttu af fyrsta
Cheka-foringjanum, Dzerzhinsky.
Þótt Khruschchev hefði dregið úr
völdum KGB til að tryggja sjálfan
sig, hélt hann því þá fram opin-
berlega að „Chekarnir okkar eru
mestmegnis heiðarlegir starfs-
menn ... Við treystum foringjum
þeirra fullkomlega.
Röö áfalla
í dag er KGB orðin mun mildari
stofnun. Svo vitnað sé til orða
Georgi Arbatovs, sérfræðings
Kreml-stjórnarinnar í málefnum
Vesturlanda: „KGB í dag er ekki
lengur nein steinrunnin ofbeld-
isstofnun, þótt það sé heldur ekki
nein velferðarstjórn."
Röð nýlegra atvika hefur skaðað
tilraunir KGB til að fegra ímynd
sína:
• Útlegð handhafa friðarverð-
launa Nóbels, Andrei Sakharovs,
og konu hans, Jelenu Bonner, til
Gorkíj hefur leitt til mótmæla
víða um heim. Francois Mitterr-
and, forseti Frakklands, fordæmdi
útlegðina opinberlega í veizlu, sem
haldin var í Kreml honum til heið-
urs, og varð það til þess að gest-
gjafanum Nicolai Chernenko
svelgdist á af bræði.
• KGB gat ekki tryggt það að
sovézkt íþróttafólk héldi tryggð
við ættjörðina á Ólympíuleikunum
í Los Angeles, og yfirvöldin í
Kreml neyddust til að hætta við
þátttöku.
• Ríkissaksóknarinn í Róm birti
niðurstöður rannsókna á tilraun
Ali Agca til að ráða páfann af
dögum, þar sem áherzla er lögð á
að „mjög áhrifamikil öfl“ hafi
ákveðið að „það væri nauðsynlegt
að drepa Wojtyla páfa“. Saksókn-
arinn gaf berlega í skyn að þessi
„öfl“, sem minnst y®ri á, hefðu
aðsetur í Lubianka.
Síðasta áfall KGB var einnig
það hávaðasamasta i sögu Sovét-
ríkjanna. í maí sprakk skotfæra-
geymsla Norðurflotans, sem
KGB-sveitir gaéttu, í loft upp.
Brezkur flotamálasérfræðingur
staðhæfði eftirá að „sérhver árás-
artilraun deildar úr Norðursjáv-
arflota Sovétríkjanna er óhugs-
andi eins og er“. Hvort sem
sprengingin mikla stafaði af
skemmdarverkum eða óstjórn, er
hún fyrst og fremst dæmi um
slæleg vinnubrögð varnarsveita
KGB.
En þrátt fyrir öll áföllin, berst
KGB áfram sem verndarengill
forréttinda sovézku leiðtoganna,
og reynir um leið að auka pólitísk
áhrif sín.
Valdafýsn KGB
Meðan Andropov var við stjórn
tókst KGB að vikka út valdasvið
Andrei Sakharov, eitt af fórnarlömbum KGB. Mynd þessi var tekin áður en KGB-landameravörður.
hann var rekinn í útlegð.
KGB-maður að verki í Moskvu.
Dzerzhinsky, stofnandi Cheka, ásamt vini sínum Stalín.
sitt. „Framlínuverðirnir" höfðu
heimild til að handtaka menn, og
réðu yfir eigin fangelsum. Eftir að
Andropov var skipaður flokks- og
ríkisleiðtogi, hlaut Fedorchuk eft-
irmaður hans einnig embætti inn-
anríkisráðherra. Aliev, yfirmaður
KGB í Azerbaijan, maðurinn sem
reisti Sorge-minnisvarðann, hlaut
sæti í framkvæmdanefnd flokks-
ins, auk þess sem hann varð fyrsti
aðstoðarforsætisráðherra með
stjórn fjárhagsmála.
Eftir lát Andropovs virtist sem
líkurnar fyrir því að KGB fengi að
halda áhrifum sínum innan ríkis-
stjórnarinnar væru um sinn
minnkandi. En nýi yfirmaðurinn
hjá KGB, Victor Chebrikov, sýnist
ekki reiðubúinn til að stilla valda-
fýsn stofnunar sinnar í hóf.
Chebrikov, sem er sextugur, var
áður flokksleiðtogi I Dniepro-
Petrovsk, rétt eins og Brezhnev á
undan honum. Það var Brezhnev
sem skipaði Chebrikov nánasta
aðstoðarmann Andropovs árið
1968.
í lok stjórnartíma Andropovs
stuðlaði Chebrikov, sem hefur
hershöfðingjanafnbót, að því að
annar fyrrum starfsmaður leyni-
þjónustunnar hlaut æðsta emb-
ætti landsins: Chernenko, fyrrum
traustur félagi Brezhnevs. Nýlega
undirritaði Chernenko lagafyr-
irmæli, sem geta haft alvarlegar
afleiðingar, þess efnis að yfir-
maður KGB geti einnig hlotið
æðsta embættið innan hersins,
stöðu yfirhershöfðingja. Síðasti
yfirhershöfðinginn var Stalín.
Fyrri tilraunir KGB til að ná
völdum í flokknum og hernum
hafa oft endað í harmleik. Af þeim
15 mönnum, sem stjórnað hafa
leyniþjónustunni, hafa fjórir verið
skotnir. Sá fyrsti, Dzerzhinsky,
lézt af hjartaáfalli eftir harðar
deilur í Miðstjórninni.
Cheka
Felix Edmundovich Dzerzh-
insky, sem var atvinnu-byltinga-
maður og afkomandi pólskrar að-
alsættar, stofnaði „sérstöku
nefndina", eða Cheka í rússneskri
skammstöfun, aðeins sjö vikum
eftir Októberbyltinguna. Henni
var ætlað að berjast gegn gagn-
byltingum og skemmdarverkum,
og upphaflega hafði hún 70
starfsmenn.
Chekistarnir einbeittu sér í
fyrstu að berja vægðarlaust niður
götuóeirðir í Moskvu. Nokkrum
vikum seinna gengu hinsvegar
nokkrir hópar Cheka-manna til
liðs við sósíalska byltingarflokk-
inn, sem þá var á mikilli uppleið,
og varð sigurvegarinn í einu
frjálsu kosningunum, sem fram
hafa farið í Sovétríkjunum.
Dzerzhinsky, sem hélt tryggð við
bolshevika, var iokaður inni í sínu
eigin fangelsi í Lubianka, þar sem
þá voru aðalstöðvar byltingar-
sinna. Eftir að hann var látinn
laus, setti Dzerzhinski lögregluliði
sínu, sem þá hafði verið „hreins-
að“, harðar reglur: „Cheka hefur
þá skyldu að verja byltinguna og
sigra óvininn, jafnvel þótt sverðið
lendi stöku sinnum á saklausum
höfðum." Að þessu kom stuttu síð-
ar: Lenin tilkynnti upphaf „Rauðu
ógnarstj órnarinnar".
Cheka fékk fyrirmæli um að
taka menn af lífi fyrirvaralaust og
án dómsúrskurðar. Á næsta hálfa
öðru árinu var tilkynnt í 20 sveita-
stjórnarhéruðum Mið-Rússlands
um 8.389 aftökur, afhjúpun 412
gagnbyltingarsamtaka, og hand-
töku 87.000 grunaðra sakborninga.
En árið 1922 fékk Cheka fyrirskip-
un um að draga úr hörku sinni.
SJÁ NÆSTU SÍÐU