Morgunblaðið - 19.08.1984, Side 8

Morgunblaðið - 19.08.1984, Side 8
64 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 Útlendingahótel í Moskvu. Handtaka meólims úr byltingarflokki jafnaðarmanna í Moskvu 1918. 8.389 skotnir til bana og 87.000 handteknir. KGB-njósnari að verki. (Mynd þessi er af Rússanum Wassily Averjanov, en hann var starfsmaður við Sameinuðu þjóðirnar á síðasta áratug. Hann var staðinn að verki í New York, þar sem þessar myndir voru teknar. Framvegis mátti lögreglan í hæsta lagi úrskurða menn í þriggja ára útlegð. Þá var nafninu breytt í „framkvæmdastjórn ríkis- stjórnmála", eða GPU í rússneskri skammstöfun. Var GPU jafnframt sett undir eftirlit KNVD, eða inn- anríkisráðuneytisins. Arftaki Lenins, Josef Stalín, nam úr gildi allar takmarkanir á starfsemi þjónustunnar. Hann hleypti GPU út í miskunnarlausa ógnarsókn gegn rússneskum bændum, sem stóðu í vegi fyrir framgangi grimmilegrar stefnu hans í samyrkjubúskap. Árangur- inn varð dauði 3,5 milljóna manna. Hreinsanirnar Blóðbaðinu var haldið áfram með „hreinsuninni miklu" árið 1934. Leynilögreglan, sem enn hafði breytt nafni sínu í „öryggi ríkisins" (GB í rússneskri skammstöfun), yfirtók umsjón með aftökum í hreinsunarherferð- inni af kommúnistaflokknum, sem var feginn að losna. Meðal fórn- ardýra hreinsunarinnar var bolsh- evikinn gamli Antonoy Ovseenko, sem stjórnaði árásinni á Vetrar- höllina í Pétursborg árið 1917. Mörgum árum síðar fékk sonur hans, Anton, heimild til að kynna sér skýrslur um þá, sem teknir voru af lífi á árunum 1935 til 1941: 19 milljónir. Stalin treysti yfirleitt ekki böðl- um sínum. Genrikh Yagoda, yfir- maður GPU, var skotinn til bana neðanjarðar í Lubianka. Eftir- maður hans, Nicolai Yezhov, var tekinn af lífi í fangabúðum. Beria, eftirmaður Yezhovs, heimilaði opinberlega beitingu „líkamlegra þvingana", eða pyndinga, við yfir- heyrslur sakborninga. Undir stjórn Beria var komið upp sér- stöku ráðuneyti fyrir leyniþjón- ustuna, sem endanlega lenti undir stjórn Abakumovs hershöfðingja, pyndarans og stjórnanda árás- arsveita „Smersh". Smersh er stytting á „Smert Shpionom", eða drepum njósnarana, sem voru ein- kennisorð eftir-byltingarsveit- anna. Að síðari heimsstyrjöldinni lok- inni afnam Stalín dauðarefsing- una um skeið til að þóknast vest- rænu almenningsáliti. Að sögn Solzhenitsyns, kvartaði Abak- umov sáran við Stalín, „það er ekkert til að halda aftur af fólkinu í fangabúðunum. Við þörfnumst dauðarefsingarinnar félagi Stalín. Gefðu okkur aftur dauðarefsing- una.“ Áfjáður í að hrifsa til sín völdin, var Beria tekinn af lífi þremur mánuðum eftir lát Stalíns. Rúm- lega tveir tugir aðstoðarmanna hans, að Abakumov meðtöldum, voru einnig skotnir — einu full- trúar ógnartíma Stalíns, sem þurftu að greiða með lífi sínu eftir lát einvaldsins. Eftir þetta var KGB sett undir eftirlit með nýju lagaboði. Allar aðgerðir KGB, sem hugsanlega gátu haft pólitískar afleiðingar, þurftu fyrst að hljóta samþykki framkvæmda- og stjórnlaganefnd- ar flokksins. En þetta hafði lítil áhrif á leyniþjónustuna. Foringi æskulýðssveita kommúnista, Al- exander Shelepin, varð yfirmaður KGB. Hann reyndi einnig að nota sér KGB til aukinna pólitískra áhrifa, og var lækkaður í tign, en ekki tekinn af lífi. Andropov Eftirmaður hans og vinur, Sem- ichasny, var rekinn úr embættinu 1967 eftir að honum mistókst að hindra það að Svetlana dóttir Stalíns gæti flúið til Vesturlanda, þar sem hún hafði frá mörgu að segja. Eftir þetta lenti forusta KGB í höndum Yuri Andropovs, embættismanns flokksins og fyrr- um sendiherra í Budapest, sem stjórnaði KGB í 15 ár. Andropov var talinn mikill stuðningsmaður Leonids Brezhn- evs flokksleiðtoga. Þeir bjuggu í sama fjölbýlishúsi, nr. 26 Kutuzov Prospekt. Nýlega var þar afhjúpuð minningartafla um Andropov. Brezhnev vissi um hvað hann var að tala þegar hann hrósaði Andropov fyrir að geta „haldið höndum sínum óflekkuðum". KGB-stjórnandanum tókst vissu- lega að halda sér utan sviðsljóss umheimsins. Hann kaus að berj- ast gegn andófsmönnum án blóð- töku með því að taka upp fyrri aðferðir Nikulásar keisara I, sem keisarinn hafði persónulega fund- ið upp: Loka andófsmennina inni á geðveikrahælum. „Við erum að reyna að hjálpa fólki, sem orðið hefur fyrir geð- truflunum," var Andropov vanur að segja. Mál þeirra, sem gagnrýna yfir- völdin opinberlega, falla undir fimmtu stjórnardeild KGB, sem einnig hefur umsjón með Glavlit, eða ritskoðunarstofnuninni. Sam- kvæmt hennar reglum verður að skrásetja allar ljósritunarvélar í Sovétríkjunum hjá KGB. Það verður að geyma þær í herbergj- um, sem má læsa, og þær má ein- göngu nota í viðurvist opinberra vitna. Fimmta stjórnardeildin kemur einnig fulltrúum fyrir meðal and- ófshópa, samtaka trúaðra og í minnihlutasamfélögum. Venjan er að þeir, sem brjóta af sér, fá að- vörun sem er fólgin í því að rudda- menni úr KGB eru send í heim- sókn til að misþyrma þeim. Njósnanet Hinn mikli fjöldi venjulegra starfsmanna KGB lýtur stjórn annarrar stjórnardeildar og úti- búa hennar. Þessir starfsmenn eru á hleri hvar sem nokkrir borgarar búa eða starfa saman: í skrifstof- um og verksmiðjum, veitingahús- um, kvikmyndahúsum. öll fjölda- samtök hafa sín njósnanet, og all- ir húsverðir eru þar þátttakendur. Fyrir tveimur árum fóru full- trúar úr þessari deild leyniþjón- ustunnar um stór svæði í Moskvu og Kiev. Þeir útbýttu spuminga- listum, sem átti að fylla út með nafnleynd, þar sem skrá bar upp- lýsingar um nágrannana. Sérstök sveit KGB-manna fylg- ist með útlendingum í borgar- hverfum þeirra, sendiráðsskrif- stofúm og á götum úti. Sjöunda stjórnardeildin sér um tæknilega aðstöðu. Hjá þessari deild starfar allt þjónustufólk, sem vinnur á heimilum búsettra útlendinga. í Moskvu einni vinna 400 félagar af báðum kynjum við að fylgjast með útlendingum í borginni. Heill her sérfræðinga sér um að koma fyrir örsmáum hljóðnemum, útrauðum ljósum og öðrum sérþróuðum njósnatækjum. Ritskoðun á pósti heyrir undir framkvæmdadeild KGB. Til að auðvelda eftirlitið er skylt að leggja allan bögglapóst í Sovét- ríkjunum opinn inn í pósthúsin. Bein símtöl við útlönd hafa nú verið bönnuð, því of erfitt reyndist að fylgjast með þeim. Þriðju stjórnardeildinni hefur verið falið að annast njósnir um her og flota. Yfirmenn vita ekki hverjir manna sinna eru njósnar- ar KGB. Eigin leyniþjónusta hers- ins, GRU, sem áður annaðist að mestu hernaðarnjósnir erlendis, hefur verið sett undir eftirlit KGB. Þessi breyting var gerð eftir að Oleg Penkovsky, ofursti í GRU, var skotinn árið 1962, þegar það uppgötvaðist að hann var njósnari fyrir CIA — sennilega eini hátt- setti foringinn, sem CIA hafði tek- izt að ná á mála. Níunda stjómardeildin annast gæzlu háttsettra embættismanna. Það var mikið áfall fyrir deildina þegar Anatoli Illiin liðsforingi hóf skothríð með tveimur skammbyss- um við Borovitskiy-hliðið í Kreml árið 1969 að bílalest, sem Brezhn- ev var í. Hann hæfði geimfara. Eftir skotárásina handtók KGB hundruð manna úr varnarsveitum Leningrad, en þaðan kom Illiin — rétt eins og skotárásin hafi verið þáttur í misheppnuðu samsæri hersins. Öryggi með ótta Ekki má láta sögu ofsókna KGB, einstaka mistaka og hæga- gang, sem er einkennandi fyrir Sovétrfkin, fela þá staðreynd að þjónustunni hefur tekizt að ná settu marki í innanlandsmálum: að tryggja öryggi méð ótta. Stöku sinnum hefur það komið fyrir að háttsettir embættismenn hafa skyndilega látið lífið án þess að skýringar væru gefnar. Árið 1980 gerðist það til dæmis að leið- togi flokksins í Hvíta-Rússlandi lézt af slysförum á leið sinni til Moskvu í brynvarinni bifreið í fylgd KGB-manna. Seinna lézt að- stoðarframkvæmdastjóri svæðis- stjórnar Leningrad í „sorglegu slysi“. Einnig létust í samskonar sorglegum slysum forsætisráð- herra Grúsía og flokksleiðtogarnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.