Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 12
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 V Grænland Uvað vitum við íslendingar um næstu granna okkar í vestri? Lík- lega er sú vitneskja aigengust að þar sé fátt að sjá utan nokkra eskimóa í kofum sínum. Kannski eru aðrar þjóðir en við forvitnari um þessa hluti, að minnsta kosti var það reynsla blaðamanns er þessar línur ritar, sem brá sér til Kulusuk fyrir skömmu, að útlendingar væru í yfir- gnæfandi meirihiuta í þeirri ferð. Flugleiðir bjóða nú upp á reglu- bundnar ferðir til austurstrandar Grænlands og getur fólk valið um dagsferðir til Kulusuk eða nokk- urra daga ferðir til Angmagssalik eða Narssarssuaq. Ferðamátinn er tveggja stunda flug með Fokker Friendship í samfylgd að þessu sinni með tölu- verðum hópi útlendinga, sem flestir reyndust Þjóðverjar, fáein- ir fslendingar að ógleymdum Jap- ana, sem hafði fyrir aðalerindi að taka myndir fyrir tímarit í heima- landi sínu. Ekki má gleyma leið- sögumönnunum íslensku, sem miðluðu ferðafólkinu óspart af fróðleik sínum og verður mjög stuðst við upplýsingar þeirra í því sem hér verður sagt um græn- lenska byggð og háttu fólksins. Það fer ekki hjá því að þó að dagsstundardvöl í Grænlandi sé ekki ýkja langur tími til kynna, að þá er það nægur tími a.m.k. til þess að verða snortinn af töfrum umhverfisins. Það sem fyrst verð- ur fyrir til að dást að er mikilúð- leiki snævi þakinna fjalla og ísris- anna af öllum gerðum sem hvar- vetna blasa við augum allt upp í fjörusteina. Kulusuk-eyjan er við minni Angmagssalik-fjarðar. Þar má tala um þrennskonar byggð. í fyrsta lagi þorpið Kulusuk, eða Kap Dan eins og Danir hafa nefnt það. Þá er þar einnig radarstöð, sem komið var upp á kaldastríðs- árunum. Þar dvelja jiú 14 Banda- ríkjamenn og síðan er þar sérstök byggð 12 Dana, sem sjá um rekst- ur bæði flugvallarins og hafnar- innar. Engir vegir til þorpsins Kulusuk Þegar lent er á flugvellinum í Kulusuk, þá er ekki um að ræða að setjast upp í bíl og aka í bæinn, heldur kemurðu á þennan stað „gallaður" eins og þú ætlir að fara í gönguferð um hálendið á íslandi. Það eru engir vegir sem liggja frá flugvellinum í Kulusuk, annað- hvort ferðastu á tveimur jafnfljót- um til þorpsins, eða þú situr bara í flugstöðinni þar til farið er heim aftur. Og hópurinn leggur af stað, gengur með ströndinni þar sem gróðurfarið minnir á kunnar slóð- ir heima, það er að segja ef þér verður ekki litið út á sjóinn þar sem hafísinn er „dormandi“ upp í Iandsteina. Gangan tekur tæpa klukkustund og enginn kvartar. Á leiðinni staðnæmumst við tvisvar og njótum frásagna leiðsögu- mannsins Guðmundar. Töfrar staðarins eru ekki fólgnir þessu sinni í mannlífinu og hátimbruð- um byggingum í útlandinu, heldur I ósnortinni náttúru, tignarlegri útsýn og sérkennilegri kyrrð. Og innan stundar erum við í Kulusuk, þessari litlu fábrot.nu byggð, sem stallast á óskipulegan hátt alveg niður í flæðarmál. Þorpið Fuglshryggur Grænlendingar kæra sig ekki um nafnið Kap Dan, þeir vilja halda sínu eigin Kulusuk, sem merkir fuglshryggur og er nafnið dregið af lögun nálægs fjalls. En þannig er um fleiri nöfn, að íbúum landsins er ekki um þau gefið, svo sem eskimóanafnið, en eskimói merkir sá sem étur hrátt kjöt, en orðið mun komið úr indíánamáli. Grænlendingar vilja þeir heita og ekkert annað. En hvað er vitað um forsögu þess fólks, sem kúrir þarna í húsum sínum milli fjalls og fjöru á kuldans og íssins strönd og annarra við álíka aðstæður á austurströnd Grænlands? Eins og flestum er kunnugt þá er aðalbyggðin á Grænlandi á vesturströndinni, eða um það bil 90% þjóðarinnar þ.e.a.s. um 48 þúsund, en á allri austurströnd- inni aðeins um 3.200 manns. Á austurströndinni eru 9 byggðar- Elsta konan í þorpinu Milke stígur hér dansinn og syngur ásamt syni sínum Anda. lög, og bærinn Angmagssalik. Hér í Kulusuk eru íbúarnir 413. Fyrir um það bil 100 árum var það samfélag sem var við lýði á aust- urströndinni með öllu óþekkt. Þá kom þangað danskur leiðangur, nánar til tekið til Angmagssalik og fann þar nokkur hundruð manns er lifðu á steinaldarstigi við heldur illan kost, manndráp voru tíð, sannkallaðir villimenn sé notuð viðmiðun þeirrar siðmenn- ingar, sem við teljum okkur til. Þeir áttu sér engu að síður sína menningu og lögmál, byggðu sér íverustaði, þ.e. moldar og stein- kofa, veiddu sér til matar og bjuggu til listilega gripi úr hval- tönnum, svo eitthvað sé nefnt. Sagt er að Danir hafi lengi reynt að halda þessum byggðum einangruðum í ákveðnum mæli, en þó er þar komin bæði verzlun og trúboðsstöð árið 1894. Þegar kem- ur fram á tuttugustu öldina fá íbúar austurstrandarinnar smám saman þekkingu á því hvað menn- ingin hefur upp á að bjóða, ekki síst verður bygging radarstöðvar- innar til þess að kenna þeim hvað tækni merkir og vilja sumir álíta að þá fyrst hafi þeir tekið að glata sjálfsvirðingu sinni. Kulusuk nútímans Eins og áður er getið þá er byggðin heldur fábrotin. Fólkið sem við mætum er glaðlegt og vel á sig komið að því er séð verður og klæðnaður að mestu samkvæmt því sem við eigum að venjast. Það tekur ferðamanninum opnum örmum og lætur ekki á sér sjá að því þyki miður að vera einskonar sýningargripir. Börnin hópast að til þess að reyna að selja perlu- festar og ýmsa aðra smágripi til að mynda úr beini og tveir full- orðnir taka sig til og syngja og dansa við undirleik trumbusláttar á meðan við stöldrum við. En það sem maður rekur augun í er sérstaklega tvennt: í fyrsta lagi barnafjöldinn, hér er bók- staflega fullt af börnum. Það kem- ur líka í ljós, samkvæmt orðum leiðsögumannanna að til skamms tíma voru fæðingar á Grænlandi með því hæsta sem þekktist í ver- öldinni og nú munu yfir 50% íbú- anna vera börn undir 16 ára aldri. Annað atriði sem stingur í augu er hversu margir hér virðast bara sitja eða ganga um aðgerðarlaus- ir. Kannski er þetta tilviljun ein, en kannski er orsökin sú, að at- vinnuleysið sé ríkjandi. Þess er vert að geta að atvinnuleysispró- sentan í Angmagssalik sl. vetur var hvorki meiri né minni en 60%. Það er að heyra á orðum leið- sögumanna að mikið skorti á að fólkið sé sjálfu sér nægt, veiðin er treg þ.e. hitastig sjávar við aust- urströndina hefur lækkað sl. ára- tug og fiskurinn að mestu horfið. Kunnáttan til veiða í lágmarki og önnur atvinnuuppbygging sama og engin. Það er því velferðarþjón- ustan frá Danmörku, sem hér kemur til sögunnar. Við það munu miklar vonir bundnar að nágrann- ar Grænlendinga, íslendingar, Norðmenn og Kanadamenn muni í náinni framtíð koma hér til að- stoðar og kenna vinnubrögð og hjálpa til við að skjóta stoðum undir eflingu atvinnulífs. Fer ekki hjá því að þetta bjargarleysi Grænlendinga hvað snertir at- vinnuuppbyggingu hljóti að eiga verulegan þátt í því orðspori sem af þeim fer hvað varðar drykkju- skap. Fyrr á árum fengu Græn- lendingar sérstök vínkort og mátti sérhver fullorðinn kaupa út á þessi kort þrjá kassa af bjór eða þrjár flöskur af sterku víni á mán- uði og var þá gjarnan verslað með þessi kort á svörtum markaði, en nú til dags mega þeir kaupa eins og þá lystir þrjá daga í viku hverri. Þjónusta og aðbúnaður Verslanir í þorpinu eru upp á danska vísu, smáar að vísu og að- eins tvær, en þar má kaupa það helsta sem þarf til viðurværis og klæðis og að auki ýmsa brúks- og nytjahluti. Ýmislegt vekur eftir- tekt, s.s. að perlurnar sem notaðar eru I festar til þess að selja ferða- mönnum eru framleiddar og hingað fluttar kannski allt leið frá Hong Kong. Hér er skóli í plássinu, kennar- arnir eru átta, fimm danskir og þrír grænlenskir. Þykir það mikil framför, því að áður voru þeir allir danskir. Nú eru bækur til jafns á dönsku og grænlensku, það er að segja þeirri mállýsku sem töluð er á vesturströndinni. Læknir kemur til Kulusuk frá Angmagssalik, sem er í tuttugu kílómetra fjar- lægð. Hann kemur á veturna á hundasleða eða snjóþrúgum eða þá í þyrlu, en á sumrin kemur hann tvisvar til þrisvar á skipi og þá fara allir íbúar þorpsins um borð til reglulegrar læknisskoðun- ar. Þess er vert að geta að aðeins einn grænlenskur læknir er til á Grænlandi og enginn grænlenskur hjúkrunarfræðingur. Annars er það björgin þeirra hér í þessum efnum að ljósmóðir býr í þorpinu og hefur tök á að gefa lyf og veita fyrstu hjálp ef vanda ber að hönd- um. Þá er þess að geta að hér er að finna reisulega og fallega kirkju Hún er önnur í röðinni á þessum stað, byggð árið 1924 og er með steindu gleri í gluggum. Hér situr grænlenskur prestur. Víst er hér kirkjugarður en engu að síður rek- ur maður augun í að víða utan hans er að sjá krossmörk og leiði. Ástæðan er einfaldlega sú að jarð- vegur er grunnur, grýttur og sí- freðinn og verður að leita víða fanga til þess að finna nothæf grafstæði. Hvað vannst og hvað glataðist Það fer ekki hjá því að þrátt fyrir að maður njóti þess að koma til Kulusuk vegna náttúrufegurð- ar og viðmóts þessa elskulega fólks, sem þar býr, að þá leiti á hugann engu að síður eins og treg- ablandin kennd. Það er eins og að hvíli einhver einmanaleiki yfir fólki og byggð og maður spyr sig ósjálfrátt, hvort menningaráhrif- in og ferðafólkið hafi ekki og sé ekki að ryðjast hér inn í veröld, 1 i ... Leiðsögumenn fararinnar þeir Guömundur V. Karlsson og Bjarni Þór Jónat- ansson. Ljósm. Mbl./Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.