Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 14
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 ORÐSENDING til VISA-þjónustuaðila Athugið að frestur til að skila sölunótum síð- asta úttektartímabils rennur út mánudaginn 20. ágúst. Vinsamlegast skilið þeim í tæka tíð til næsta VISA-banka eða sparisjóðs. Aðeins mótteknar sölunótur koma til útborg- unar. Rannsóknir á köngur- ling til að firra tjóni af hans völdum Á HALLORMSSTAÐ hafa orðið verulegar skemmdir í ár af völdum mauratcgundar, sem stundum er kölluð köngurlingur, og verður því minna hoggið af grenitrjám þar, en ella hefi orðið. Þaðan hafa komið um 15% af íslenzkum jólatrjám síð- ustu árin, en þar sem árferði hefur verið gott og hagstætt trjám í öðrum landshlutum, verður sá munur vænt- anlcga að mestu bættur upp með trjám annars staðar frá. Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi frétt frá Skógrækt ríkis- ins: Undanfarna daga hafa komið fréttir í blöðum og sjónvarpi um skaða á trjám í Hailormsstað af völdum trjámaurs. Af þessu tilefni óskar Skógrækt ríkisins að koma á framfæri eftir- farandi upplýsingum um þetta mál: 1. Um er að ræða maurategund (stundum nefnd köngurlingur), sem sækir á allar grenitegund- ir, sem hér eru í ræktun og auk þess þin, en erlendis á fleiri barrtrjátegundir eins og lerki, furu, sýprusvið o.fl. Þetta dýr er tií vandræða um allt norður- hvel jarðar. Af þessum tegundum virðist blágreni (Picea engelmanni) verjast best — eða sú er reynsl- an á Hallormsstað. Kvikindið getur drepið tré, þegar verst lætur og eru dæmi um það, t.d. frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og héðan frá íslandi. Það nærist á innihaldi grænna fruma í barrnálum, svo að þær missa lit. Tré, sem verða fyrir þessu áfalli, eru ekki nýt- anleg sem jólatré næstu 3—5 árin, en ef þau haldast heil- brigð næstu árin, koma nýir sprotar með grænum nálum og þau geta orðið jafngóð öðrum trjám sem jólatré. Finlux tilboð! Nú er að hrökkva eða stökkva. Hágæða tækí á otrulegu verði. Ein mest seldu sjónvarpstæki á íslandi. Tilboð gildir meðan birgðir endast. Örfá tæki eftir... Svo nú er að hrökkva eða stökkva. LAGMÚLA 7. reykjavík - sími 685333. UÓMVARPSBOMN Erlendis veldur maurinn einkum tjóni á jólatrjám og plöntum í gróðrarstöðvum. 2. Pyrst varð vart við þennan maur á Hallormsstað um 1960 í greniteig, sem vaxinn var upp af plöntum innfluttum frá Nor- egi 1948. Hér var um að ræða stóra grenisendingu, sem var dreift víða um land, enda hefir maurinn fundist á ýmsum stöð- um, en hann hefir ekki valdið verulegu tjóni fyrr en árið 1976, og svo sérstaklega í ár. Hann er mest áberandi á Hallormsstað og í Eyjafirði, þar sem vorað hefir snemma, sumarhiti hefir verið hæstur og úrkoma minnst, en þessir þættir virka saman fyrir viðgang hans. Eins og tíðarfari hefir verið háttað undanfarna tvo áratugi á Suður-, Suðvestur- og Vestur- landi er ekki hætta á að maur- inn valdi skemmdum á greni í þessum landshlutum, eftir því sem nú er best vitað. 3. Allur lifandi gróður er með meira og minna af lifandi sníkjudýrum, m.a. innflutt jóla- tré. 4. Tjón það, sem maurinn veldur nú á Haliormsstað er að um- fangi sem hér segir: Hann sækir — eins og fyrr var frá greint — á allar greni- tegundir og fjallaþin, en mjög misjafniega milli tegunda og svæða í skóginum. Yfirleitt eru 1—20% af trjám orðin brún, en af grænum trjám eru 0—50% sýkt og skemmdir á minna en 1% af blaðagrænu. 5. Á Hallormsstað, þar sem skemmdir eru einna mestar af völdum maursins í ár, verður minna höggvið en ella hefði orðið af jólatrjám (þaðan hafa komið um 15% af íslenskum jólatrjám síðustu árin). Sá munur verður þó væntanlega meira en bættur upp annars staðar vegna þess, hve árferði hefir að þessu leyti verið trján- um hagstætt í öðrum lands- hlutum. 6. Unnið er nú að rannsókn á lifn- aðarháttum og skaðsemi maursins hérlendis og vörnum gegn honum. Markmiðið er að hindra frekari skemmdir, og að geta í tíma gengið úr skugga um, hvenær plága er í aðsigi, svo að vörnum verði við komið. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri. Dr. Jón Gunnar Ottósson líffræðingur. Hásetinn á Germa Lionel: Var barinn til dauðs við yfir- heyrslurnar Óslo, 17. ágúst. Krá Jan Krik Laure, rréttaritara Mbl. BJÖRN Pedersen, 52 ára gamall há- seti á norska skipinu Germa Lionel, var barinn til dauðs af líbýskum ofbeldismönnum, meðan á yfir- heyrslum yfir honum stóð í Trípolí. Þetta sagði einn af líbýsku vörðun- um um borð í skipinu í Trípolí-höfn. Er það meðal þess sem komið hefur fram við yfirheyrslur yfir áhöfn Germa Lionel, eftir að skip- ið kom heim til Noregs. Þar fara nú fram sjópróf vegna málsins. Upplýsingarnar um drápsað- ferðina komu fram í lokuðu rétt- arhaldi, af þvi að skipverjinn, sem yfirheyra þurfti, hafði orðið fyrir svo alvarlegum áverkum, að hann gat ekki mætt fyrir rétti. Germa Lionel var kyrrsett í Trípolí, höfuðborg Líbýu, í 10 vik- ur, áður en skipið fékk leyfi til að halda áfram ferð sinni. Nokkrir aðrir skipverja sættu misþyrm- ingum en sluppu þó lífs úr prís- undinni. Norska utanríkisráðuneytið ætlar að mótmæla þessum atburði einarðlega við líbýsk yfirvöld. Bú- ist er við, að þess verði m.a. kraf- ist, að þeim sem bera ábyrgð á drápi skipverjans, verði refsað fyrir verknaðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.