Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 18
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 A meðan borgin sefur stimplast á strimil þegar Secur- itas-lyklinum er snúið í klukku- boxi, sem vörðurinn ber á sér, get- um við séð hvenær öryggisvörður var á ákveðnum stað. Það berum við saman við tilkynningarskyldu og yfirlit yfirmanns á vakt. Það er allstaðar hægt að tilkynna sig i talstöð, en við höfum strimilinn og við vitum að ákveðinn vörður á að vera á ákveðnum stað á áveðnum tíma og þess vegna getum við sagt við hann í talstöð að við ætlum að hringja á þennan stað og hann verði að svara og hann getur það ekki nema hann sé þar staddur. Það er þetta innra öryggi, sem er svo mikilvægt hjá öryggisfyrir- tækjum," sagði Jóhann. Næsti öryggisvörður, sem blaðamaður fór með heitir Haraldur Ríkarðsson og hann hef- ur haldið sér í þjálfun undanfarin tvö sumur með því að synda úr Reykjavík til Viðeyjar og til baka hvern sunnudag. Inn á stjórnstöð- ina hafði komið beiðni um blóð- sýnaflutning frá Landakotsspítala í Blóðbankann og það þurfti að hafa hraðann á. „Það er hraðinn, sem skiptir mestu máli í þessum flutningum, þó innan ramma laga,“ sagði Haraldur og ók „greitt" um götur Reykjavíkur. Securitas sér um blóð- og sýna- flutninga fyrir Landakotsspítala og Borgarspítalann. Klukkan var farinn að ganga tvö um nóttina og það rigndi. „Já, það er mjög skemmtilegt að starfa við þetta,“ svaraði Haraldur spurningu blaðamanns. „Er það spennan?" „Nei, ekki mundi ég nú segja það,“ sagði hann og svo var ekki rætt meira um það. „Það er ljóst að afbrotatíðni hefur aukist og glæpir í dag eru skipulagðari en áður var. Ég held að það tengist meira og meira eit- urlyfjunum, sem flæða inn i land- ið,“ sagði Jóhann. „Við höfum get- að lagt mikið af mörkum með fyrirbyggjandi starfi í eldvörnum. Það hefur ekki kviknað eldur í fyrirtæki, sem Securitas hefur gætur á, í þau ár, sem það hefur starfað og það hefur margoft sýnt sig að fyrirtæki í okkar gæslu verða miklu síður fyrir áreitni en mörg önnur, enda lækka trygg- ingaiðgjöld í samræmi við afl ör- yggisgæslunnar. Hérna gerðist einu sinni svolítið skemmtilegt," sagði Haraldur og opnaði dyrnar á Smjörlíki hf. í Þverholtinu. „Ég var á vakt í hús- næði í Nýja miðbænum við Kringlumýrabraut að gegna mín- um skyldustörfum, þegar kall kom frá stjórnstöð og ég var beðinn um að fara í þetta fyrirtæki af þvi að þjófavarnabjalla hafði farið af stað. Starfsmaður fyrirtækisins var staddur í kjallara þess þegar bjallan hafði farið í gang og hann hafði orð á því að hann hefði ekki einu sinni verið kominn úr kjallar- anum og inn á skrifstofuna áður en ég var kominn inn í fyrirtækið. En það var ekkert að gerast. Þjófavarnabjallan hafði farið í gang af engu tilefni. Það er rétt að taka það fram að þessi bjalla (inn- brotakerfi) var ekki frá Securitas, sem ekki var byrjað á innflutningi tækjabúnaðar þegar hún var keypt, en eigendur Smjörlíkis hf. töldu öryggi fyrirtækisins best borgið með mannaðri gæslu frá okkur og einnig tengingu á inn- brotakerfinu í stjórnstöð okkar.“ Feilboðatíðni virðist vera nokk- uð algeng. „I Danmörku var feilboðatíðnin orðin svo há að lögreglan hafði varla annað og meira að gera en að kanna bjöllu- hringingar í fyrirtækjum," sagði Jóhann. „Borgararnir neituðu al- gerlega að greiða fyrir léleg hand- verk manna úti í bæ, sem flytja inn þjófavarnakerfi en vita sára- lítið um þau. Og peninga- og tíma- eyðsla lögreglunnar var orðin svo mikil að sett var reglugerð, sem kvað á um að þjófavarnabjöllur skyldu að mestum hluta vera tengdar við einkafyrirtæki í ör- yggisþjónustu. Hérna getur lög- reglan verið á þeytingi heilu næt- urnar á eftir þjófavarnabjðllum, sem farið hafa í gang af engu til- efni enda með eindæmum fákunn- áttan við uppsetningu þeirra." „Einkennisbúningurinn skiptir tvímælalaust máli,“ sagði Harald- ur. „Menn sem eru að brjótast inn í fyrirtæki þora ekki eins miklu ef maður er einkennisklæddur og einnig gefur búningurinn gæsl- unni formlega gildi." Öryggisvörður Securitas, sem hafði staðbundna gæslu með höndum á hafnarsvæði Hafskips og Ríkisskips þessa nótt, heitir Brynjólfur Sigurðsson. Staðbund- in gæsla er að því leytinu frá- brugðin farandgæslunni að örygg- isvörðurinn yfirgefur ekki undir nokkrum kringumstæðum það svæði, sem hann hefur til eftirlits nema tilkynna það. Brynjólfur hefur unnið hjá Securitas í um tvö ár. „Það er alltaf eitthvað að gerast hér,“ sagði Brynjólfur. „Sérstak- lega á vorin, þá sækir fólk hingað, skoðar skipin og labbar um. Það er oft mikil umferð eftir böll. Minn- isstæðasta atvikið, sem hent hefur mig héma, var þegar elskendur leituðu sér skjóls í ruslagámi, sem var hálffullur af hveiti, sem sópað hafði verið í hann. Ég heyrði eitthvað brölt í gámnum og kíkti í hann í gegnum lúgu, sem á honum var og gekk svo í burtu. Ég kom aftur að honum nokkru seinna og þá stóð parið alhvítt fyrir framan gáminn og var að strjúka af sér hveitið. Eg sagði stráknum að hann hefði vel mátt velja sér þrifalegri stað-fyrir ástarævintýr- in. Hann brosti bara. En það er ekki allt svona skemmtilegt, sem hérna gerist. Það kemur fyrir að maður þarf að fara niður á dekkin hérna með bryggjunum og tala um fyrir fólki, sem er í sjálfsmorðshugleiðingum. Það er nokkuð algengt. Svo er allt- af eitthvað af stelpum að fara upp í skipin, þau útlensku sérstak- lega,“ sagði Brynjólfur. „Vændi sé ég fyrir mér sem blíðu og peninga," hafði Jóhann sagt, „en ég veit ekkert um það hvort greiðslur koma fyrir í þess- um tilfellum. Það er bara óhuggu- legt að sjá 12 og 13 ára stúlkubörn skríða upp úr skipum, sérstaklega herskipum, kannski dópuð. Það kemur alltaf fyrir við og við að okkar menn sjái þetta og auðvitað er strangra aðgerða þörf í þessu sambandi." Brynjólfur gekk með blaða- manni um höfnina, um gáma- geymslur og skemmur og sagði frá því að það væri alltaf verið að reyna að stela úr gámunum. Menn klifruðu yfir grindverkið á stigum eða upp á nærliggjandi húsþök og inn á gámasvæðið. Þeir legðu oft á sig mikið erfiði til að stela en end- uðu jafnan slikar tilraunir i mið- bæjarstöð lögreglunnar. að var farið að birta af degi þegar blaðamaður kvaddi Brynjólf. Það hafði ekkert sér- stakt gerst á þessari næturvakt, sem nú var að enda, en þó var alltaf verið að sinna fyrirbyggj- andi starfi. Vaktin hafði verið frekar róleg. Það er líka best að hafa þær þannig. „Mikilvægi öryggisgæslufyrir- tækis eins og Securitas," sagði Jó- hann, „er gífurlegt fyrir menn, sem vilja verja eigur sínar og meta þær svo mikils að þeir láta gæta þeirra. Þá tryggja menn um leið atvinnuöryggi sitt og starfs- manna sinna, sem kannski eiga allt sitt undir því að koma að vinnustað sínum í lagi um morg- uninn. Dæmi um það hvernig get- ur farið er stórbruninn í Álafossi en síðan hann var höfum við gætt fyrirtækisins. Annað dæmi er þeg- ar frystihúsið á Hellissandi brann, sem heilt byggðarlag á allt sitt undir. Ekki er hægt að skilja við svona umfjöllun án þess að fara nokkr- um orðum um stjórnstöð Securit- as. Hún er troðin afarfullkomnum tækjabúnaði. Það eru einungis fyrirtæki í samstarfi við alþjóð- lega Securitas, sem hafa yfir þess- um búnaði að ráða. Stöðin hefur sama öryggisstuðul í móttöku hverskonar öryggisboða og fást með beinni símalínu frá A til B. Eins og menn kannski vita eru slíkar línur mjög dýrar og sum- staðar illfáanlegar. Securofon- tengingin er jafn örugg en 100 ein- staklingar skipta kostnaðinum á milli sín. Þetta er því ódýrasta og öruggasta boðyfirfærsla sem völ er á. Ég ætla ekki að fara nánar út í tæknilegu hliðina á því máli hér en árétta að vanþekking markað- arins er svo rosaleg um þessi mál að nánast er hægt að selja mönnum hvað sem er. Því ættu þeir, sem ætla að fá sér tækjabún- að til ögyggisgæslu og tengja hann við öryggismiðstöð að tryggja að allur búnaðurinn sé viðurkenndur af stjórnvöldum, að seljandinn, sem ábyrgur aðili, sé einnig með opinbera uppáskrift og að yfirvöld og tryggingafélög samþykki síðan framkvæmdina. Þá keyptum við okkur aðra minni og ófullkomnari móttöku- stöð sem er sambærileg við það sem aðrir aðilar á markaðinum hérlendis bjóða. Við höfum hana líka svo viðskiptavinirnir geti val- ið sjálfir á milli alvöru öryggis og lakara öryggis. Það kemur sér líka vel fyrir alla samkeppni að geta boðið það sama og aðrir og tölu- vert meira. 1 stjórnstöð Securitas er sérstök tölva sem við notum sem upplýsingabanka. Þar geym- um við allar upplýsingar sem tengjast viðskiptavinum okkar og hvernig viðbrögð eiga að vera. Bæði birtast upplýsingar á skermi og skrifast út. Allur þessi búnaður telst til tölva og heldur sjálfstætt neyðarrafmagn honum gangandi í rafmagnsleysi. Sama gildir um öll okkar öryggiskerfi um landið. Þau hafa neyðarrafmagn og hefur því rafmagnsleysi engin áhrif á virkni gæslunnar eða stöðvarinnar. Stöð- in er virk allan sólarhringinn allt árið um kring og mönnuð sérþjálf- uðu starfsfólki," sagði Jóhann í lokin. — ai

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.