Morgunblaðið - 19.08.1984, Síða 22
78
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
ADROmNSWffl
"5> Myndir frá heimsþingi Lútherska
heimssambandsins í Búdapest.
Fyrirmynd Jesú —
eftirbreytni okkar
„Sannlega, sannlega segi ég
yður: sá sem trúir á mig, mun
einnig gjöra þau verk, sem ég
gjöri; og hann mun gjöra enn
meiri verk en þessi. Því að ég
fer til föðurins, og hvað sem
þér biðjið um í mínu nafni, það
mun ég gjöra, til þess að faðir-
inn verði vegsamlegur í synin-
um ... Ef þér elskið mig, þá
munuð þér halda boðorð mín.“
(Jóhannes 14:12-13,15.)
Þessi ritningartexti talar
um verk Jesú og verk þeirra
allra sem trúa á hann, kirkju
allra aida. Jesús er fyrirmynd-
in, kirkjan, hinir skírðu og
trúuðu, eftirbreytendurnir.
Fyrirmynd Jesú liggur
nokkuð Ijós fyrir í heilagri
ritningu, Jesús gekk um og
predikaði, huggaði, miskunn-
aði og læknaði. Hann tók
menn í sátt og: „Þótt hann
væri Guð, þá krafðist hann
ekki að halda rétti sínum sem
Guð, heldur lagði til hliðar
mátt sinn og dýrð, varð maður
og gekk um sem þjónn." (Fil-
ippíbréf 2:5—7, Lifandi orð.)
Allt til þess að vinna menn
til sáttar við Guð og kunngera
að leið mannsins til Guðs væri
greið.
En hvað á þá maðurinn, þú
og ég, að gera, og láta vera að
gera? Halda öll ákvæði fjall-
ræðunnar? Halda boðorð Guðs
í öllu (Matteus 5—7)? Verða
góður, þ.e. betri maður? Verða
prestur? Trúa?
FjaJlræðan
Við þurfum ekki að lesa
lengi í fjallræðunni til að sjá
að enginn maður getur þjálfað
sig í að halda öll ákvæði henn-
ar allan lífsferilinn. Við getum
e.t.v. forðast að brjóta aug-
ljósu boðin og jafnvel sum sem
varða hugsun okkar, en alltaf
skal eitthvert þeirra verða
brotið, enda maðurinn breysk-
ur. Ef við ætluðum því að
þóknast Guði og sættast við
hann á þann hátt, getum við
allt eins sleppt því, slík tilraun
er dæmd til að mistakast.
En samt er fjallræðan ekkl í
ritningunni „til að svekkja
hvern þann sem vill leita
Guðs“ hún er takmark hvers
þess sem vill fylgja Guði,
nokkurs kona stjórnarskrá eða
leiðsögn fyrirmyndarlífs. Hún
er þarna til að sýna manninum
að jafnvel það besta sem mað-
urinn hefur fram að færa eitt
sér dugir ekki til að réttlæta
hann fyrir Guði svo að hann
verði tekinn í sátt.
Hinn betri maður
Fyrirmyndin sem fjallræðan
er, hlýtur að gera menn að
betri mönnum, hvort sem þeir
eru trúaðir eða ekki. Að
minnsta kosti í samskiptum
við annað fólk. Hún er að
þessu leyti almenn á sama hátt
og önnur löggjöf og stefnir til
mennskara mannlífs. Fyrir
þann mann sem reynir að haga
lífi sínu eftir henni hlýtur hún
að tákna nýjan lífsmáta, óeig-
ingjarnan. Fyrir hinn trúaða
er hún verkefni sem tekur alla
Heilræði
Vera mátt góður ef vilt þar til skunda,
vanti þig ei Guðs styrk þar til að stunda.
En ef þú þann veg þenkir;
„Seinna, seinna, seinna, seinna,
sett hef ég mér nýjan lifnað að byrja,“
líf þitt stutt og ljót afdrif, hver mun spyrja?
En ef þú þann veg þenkir:
„Loksins, loksins, loksins, loksins,
líf mitt vil ég með Guðs hjálp bæta,“
lengur munt lifa og æ lukku mæta.
ævi, og er hluti eftirfylgdar og
eftirbreytni eftir Jesú Kristi,
hluti boðorða hans, sem menn
lifa eftir af því að þeir meta
Jesú einhvers. Þetta verkefni
heitir helgun, maðurinn helg-
ast, ekki af því að hann reynir
svo mikið sjálfur heldur vegna
þess að Guð veitir honum
styrk til þess. Hvatningin
„Verið eftirbreytendur Krists“
er í senn fyrirheiti um hjálp
Guðs samkvæmt þeim orðum
sem grein þessi byrjar á.
Kirkjan stuðlar að þessu
leyti að því að menn verði
betri, með því að hún predikar
fagnaðarerindið, biður fyrir
öllum mönnum, og leitast sjálf
við að vinna verk Drottins
okkar.
Prestur
Jesús gekk um sem þjónn,
höfundur Hebreabréfsins kall-
ar hann æðstaprest, sem stöð-
ugt ber fram fyrirbænir fyrir
fólki sínu. Á sama hátt eru
hinir trúuðu kallaðir sam-
kvæmt orðum ritningar til
þjónustustarfa. Martein Lúth-
er talaði um almennan prest-
dóm hinna trúuðu, að allir inn-
tu af hendi kærleiksþjónustu
hvar sem þeir væru staddir, í
líkingu við þjónustu Jesú.
Þessi sannindi koma meðal
annars fram í orðum Jesú í
niðurlagi Matteusarguðspjalls
þar sem hann sendir læri-
sveina sína út um allan heim
og heitir þeim nærveru sinni.
Til hvers? Til að skíra alla
menn og kenna þeim að virða
Guð.
Þessi almenna prestþjón-
usta leysir þó ekki hina sér-
hæfðari prestþjónustu af
hólmi, en hún er þjónusta sem
heyrir skipulegri kirkju, þjón-
usta til þeirra er skírðir eru.
Að trúa
Allt starf kirkjunnar bygg-
ist á trú. Án trúar er ekki
hægt að meðtaka þann kraft,
þá fyrirgefningu eða þá leið-
sögn sem eftirfylgdin krefst.
Hvernig ættum við annars að
biðja fyrir þurfandi fólki ef við
tryðum ekki að Guð svaraði
bænum og sinnti þörfum
okkar? Hvernig ættum við að
segja öðrum frá því að Guð
hefur tekið alla í sátt ef við
tryðum því ekki sjálf?
Trúin er það afl sem horfir á
starf það sem óunnið er og seg-
ir við Guð: „Ég get ekki
sjálf(ur). En þú getur,“ og tek-
ur til starfa í krafti þeim sem
Guð gefur.
Það er og trúin sem horfir
yfir mistök sem gert hafa ver-
ið, horfir yfir syndir sem
framdar hafa verið, horfir yfir
líf sem sóað var og segir „mis-
kunnaðu mér“. í raun er þetta
eina bænin sem maðurinn get-
ur beðið þegar ailt kemur til
aJIs;
I i Ll h m Íj
Ungverskir kórar sungu af mikilli fágun f helgistundum kvölds og
morgna.
Lúthersk kirkja er ekki ævinlega hátíðleg.
í kjallaranum var sýning á bókum og myndum.
Miskunnarbæn
Faðir og son á hæstum hæðum,
himna smiður, til jarðar niðri
hneig þú þitt, inn helgi Drottinn,
heyranda miskunnar eyra.
Miskunna mér, mætust viska,
miskunna mér, aldin besta,
miskunna mér, stjórna’ og stýri,
miskunna mér, Jesús dýri.
Allra kærsti Drottinn dýri,
dómarinn mætur af visku sætri,
sýn mér náð nú, lífsins lampi,
ljós ilmandi allra landa.
(Úr íslenskum miAaldakvæðum.)