Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 26
82
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
í tilefni 700. ártíöar
Sturlu Þóröarsonar, lögmanns
og sagnaritara
Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, setur Sturlustefnu.
í TILEFNI 700. artíða
Sturlu Þórðarsonar
sagnaritara og lögmann:
gekkst Stofnun Árnt
Magnússonar fyrir Sturlu
stefnu dagana 28. og 29
júlí á Hátíðarsal Háskóla
íslands. Flutt voru ellefu
erindi um Sturlu og verk
hans. Sturla Þórðarson, er
á efa einn merkasti sagna-
ritari íslendinga. Auk þess
að rita íslendingasögu,
skráði Sturla sögu Hákon-
ar konungs og Magnúsar
lagabætis og átti þátt í
samningu Járnsíðu. Þá
hefur þess einnig verið
getið til að Sturla hafí rit-
að Eyrbyggju og drög að
Grettlu.
Einnig eru uppi hug-
myndir að Sturla sé höf-
undur Laxdælu og Matthías
Johannessen hefur leitt að
því líkur að Sturla hafi rit-
að Njálu. Jónas Krist-
jánsson telur hins vegar
sennilegra að Sturla hafí
ritað Eyrbyggju og að
hans mati hefur sami mað-
ur ekki skrifað bæði Eyr-
byggju og Njálu. Sagðist
Jónas helst vilja eigna
Sturlu Eyrbyggju, af öðr-
um íslendingasögum.
Að sögn Jónasar Krist-
jánssonar er elsta gerð
Landnámu, sem er til,
kölluð Sturlubók og er
næsta víst að Sturla hafí
ritað hana. „Hann hefur
tekið eldri gerð Land-
námu, skrifað hana upp og
aukið um í efni.“ Að öll-
um líkindum skrifaði
Sturla svokallaða Kristni-
sögu, um kristniboð Þor-
valdar víðförla og Þang-
brands. Sturla hefur notað
eldri heimildir sem fíestar
eru glataðar auk munn-
mælasagna. Jónas benti á
að Sturia hafi ritað íslend-
ingasögu til að fylla í það
sem ekki hafði áður verið
skráð. Þannig hefur
Sturia ætlað sér að skrá
samfellda sögu, frá upp-
hafi byggðar og fram á
hans dag - Íáíarids* ögu.
Sturla Þórðarson (1214—1284),
var sonur Þórðar Sturlusonar og
var um hríð settur yfir hið forna
ríki Sturlunga vestanlands af
Gissuri jarli, en var sviptur því af
Hallvarði gullskó, sendimanni
konungs 1261. í stað Sturlu var
settur tengdasonur Sturlu Sig-
hvatssonar, Hrafn Oddsson af ætt
Seldæla. Sturla Þórðarson átti
síðar þátt í aðför að Hrafni ásamt
syni sínum Snorra, sem rann út í
sandinn. Vegna þessa þurfti
Sturla að fara utan á fund kon-
ungs til að leita griða, en Hrafn
Oddsson var umboðsmaður kon-
ungs í Borgarfirði og því aðförin
talin drottinssvik. Um utanför
Sturlu verður fjallað síðar.
íslendingasaga er meginstofn
Sturlungasögu, sem er bálkur
sagna eftir ýmsa höfunda. Guð-
brandur Vigfússon leiddi að því
rök að Þórður Narfason, lögmaður
á Skarði á Skarðsströnd, hafi tek-
ið Sturlungu saman um 1300. Sög-
ur Sturlungu er sumar teknar í
heilu lagi, en aðrar fleygaðar öðr-
um sögum.
Sturlungasaga er ekki til í
frumgerð Þórðar Narfasonar, en
hefur varðveist á skinni í Króks-
fjarðarbók, frá miðri 14. öld og í
Reykjafjarðarbók frá þvi um 1400.
Einnig er Sturlunga til í pappírs-
handritum, sem unnin eru upp úr
Króksfjarðarbók og Reykjafjarð-
arbók og er þeim stundum biandað
saman.
Hannes Pétursson, skáld segir
um Sturlungu í uppflettiritinu
Bókmenntir er Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
gaf út 1972: „Sturlunga er megin-
heimild um síðasta aldarskeið ís-
lenzka þjóðveldisins, hnignun þess»
og upplausn, um baráttu helztu
höfðingjaætta, kirkju og Noregs-
Itl ..LiU'.' 'Ut vJUi4u >1iXúir.
lands. Miklu minna segir frá þjóð-
inni sjálfri, störfum hennar og
högum. Efnismagnið er geysimik-
ið, en svo til einskorðað við ytri
þætti, og verður því hið röklega,
innra samhengi atburðafléttunnar
alloft utanveltu. Frásögnin er
hröð og knöpp, með skýrum veru-
leikablæ, en ekki hlutlaus, þótt
hún beri ýmis merki hlutlægni;
reyndar er misjafnlega komið um
einstakar sögur í því efni. Mjög
víða er brugðið upp snilldarlega
gerðum svipmyndum af mönnum,
atvikum og viðburðum."
íslendingasaga Sturlu Þórðar-
sonar, er ekki til í frumgerð frekar
en aðrar sögur Sturlungu, en er
tekin þar upp lítið breytt. Sagan
hefst 1183, og á tímabilinu 1200 til
1242 er íslendingasaga nákvæm-
ust og þá eins konar þjóðarsaga.
Eins og áður segir gekkst Stofn-
un Árna Magnússonar fyrir
Sturlustefnu í tilefni 700. ártíðar
Sturlu Þórðarsonar. Það var Her-
mann Pálsson prófessor sem átti
hugmyndina að stefnunni, en und-
irbúningur og framkvæmd var í
höndum Jónasar Kristjánssonar.
Kveðskapur Sturlu
Fyrsta erindi ráðstefnunnar
flutti Hermann Pálsson prófessor
í Edinborg og fjallaði um kveð-
skap Sturlu. I upphafi erindisins
sagði Hermann Pálsson: „Þegar
svo langt er um liðið frá fardægri
skálds, að moldir þess hafa legið í
jörðu um sjö alda bil, eru menn
yfirieitt löngu hættir að undra sig
á því hvers vegna kveðskapur hins
dauðiega manns fór ekki i gröfina
með honum. Um þau kvæði Sturlu
Þórðarsonar sem enn eru ofan
is af þeirri ástæðu að hann gerði
þau svo vel úr garði, heldur er það
annað sem veldur miklu um:
Sturla tryggði kveðskap sínum
maklegan og öruggan stað í þeim
fróðleik sem hann setti saman í
óbundnu máli.“
Þá vék Hermann Pálsson að
utanför Sturlu 1263, gegn eigin
vilja, eftir aðförina að Hrafni
Oddssyni. Þar komst hann brátt í
vinfengi við Magnús konung og
Ingilborgu konu hans, en Hákon
var þá í Orkneyjum. I fyrstu var
Sturlu tekið kuldalega, en eftir að
Magnús hafði hlýtt á tröllkonu-
sögu er Sturla flutti skipti kon-
ungur um skap. Síðar flutti Sturla
kvæði er hann orti um Hákon kon-
ung og um það kvæði sagði Magn-
ús: „Það ætla ég, að þú kveðir bet-
ur en páfinn."
Þeim kvæðum Sturlu Þórðar-
sonar, sem enn eru varðveitt má
skipta í tvennt, eftir því hvort þau
fjalla um Norðmenn eða íslend-
inga. íslensku kvæðin eru tvö.
Annað heitir Þverárvísur, en það
er nú glatað með öllu, að undan-
skildum einum vísuhelmingi í
Þorgils sögu skarða. Kvæðið fjall-
aði um bardaga Þorgils skarða og
Þorvarðar Þórarinssonar við Eyj-
ólf ofsa, sem háður var á Þverár-
eyrum í Eyjafirði hinn 19. júlí
1255. Hitt er Þorgilsdrápa, erfi-
kvæði um Þorgils skarða, er féll
frá 22. jánúar 1258. Af Þorgils-
drápu eru varðveittar þrjár vísur.
Þótt ýmislegt hafi glatast er
töluvert til af kvæðum og kvæða-
brotum um norsk efni. í fyrsta
lagi er Hrynhenda um Hákon kon-
ung og eru 21 erindi og vísufjórð-
ungi betur varðveitt. Þá er Hákon-
arkviða, sem Sturla orti áður en
hann ritaði sögu Hákonar og eru
42 vísur varðveittar. Þriðja kvæð-
ið, einnig um Hákon konung heitir
Hrafnsmál og eru 20 erindi til.
Hrafnsmál fjallar um herför kon-
ungs til Skotlands og Suðureyja
árið 1263. Fjórða kvæði Sturlu um
Hákon er Hákonarflokkur, en af
honum eru 11 vísur varðveittar.
Að lokum hefur Sturla ort 12
vísna flokk og síðan drápu um
Birgi jarl af Svíþjóð, en af þeim
kveðskap er nú hvorki til tangur
né tetur.
Heimildagildi
í erindi sínu sagði Hermann
Pálsson, það aidrei nógsamlega
brýnt fyrir sagnfræðingum að
kveðskapur Sturlu hefur mikið
heimildagildi. Allur lýtur hann að
atburðum, en hafi Sturla ort ein-
hverja lýrikk þá hefur hún glat-