Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
83
ast. Og nokkru síðar sagði Her-
mann: „Sögulegur fróðleikur er
ekki nema lítill hluti af heildar-
merkingu þeirra kvæða Sturlu
sem enn prýða íslenskar bók-
menntir. Fyrir skáldlegt mat á
þeim skiptir það minna máli hvað
raunverulega hafi gerst heldur
hitt hvernig þeim atburðum er
lýst. Sagnfræðingar fást við af-
stöðu frásagnar til atburðar. Rit-
skýrendur reyna hins vegar að
bera eina bók saman við aðra. Vís-
indaleg rannsókn á kvæðum
Sturlu er að verulegu leyti fólgin í
því að kanna þau í ljósi allra ann-
arra kvæða á íslensku frá fyrri
öldum."
Nokkru síðar sagði Hermann
það alkunnu að Hrafnsmál Sturlu
sé stæling á Hrafnsmálum Þor-
móðar Trefilssonar, heitið hið
sama, bæði ort undir haðarlagi,
sem er erfiður og sjaldgæfur brag-
arháttur:
Söddu svartklædda
sóknar dynhróka
bragar byrgegnir
brands á Skotlandi.
Þá vék Hermann að Hrynhendu,
sem hefur sterkt ættarmót Magn-
úsardrápu Arnórs jarlaskálds,
Eiríksdrápu Markúsar Skeggja-
sonar, Hrynhendu ólafs hvíta-
skálds og Háttatals Snorra
Sturlusonar. í lok erindisins sagði
Hermann: „En þó margur snjór
hafi fallið síðan á Ólafsmessu 1284
og gærdögum hafi fjölgað að sama
skapi, þá eiga þær systur Hryn-
henda og Hákonarkviða öruggan
stað í bókmenntum okkar og eru
þó báðar nokkuð úr alfaraleið."
Gripið niður í
íslendingasögu
Að loknu erindi Hermanns
Pálssonar hélt Finnbogi Guð-
mundsson landsbókavörður erindi
er hann nefndi: Gripið niður í fs-
lendingasögu Sturlu Þórðarsonar.
Vitnaði hann fyrst til þátta Helga
Hjörvars, um konur á Sturlunga-
öld, er hann flutti á sínum tíma í
útvarp, en Þjóðvinafélagið gaf út
1967. Helgi sagði þar í inngangi
meðal annars: „Sturlunga er safn
sagna karlmanna um karlmenn,
Þó gat ekki hjá því farið að konan
gengur fram við og við á þessu
undraverða tjaldi sögunnar, sem
Sturlunga er.“
Finnbogi sýndi með mörgum
dæmum hve ofarlega konurnar
voru í huga Sturlu Þórðarsonar,
þegar í upphafi fslendingasögu
hans. Kona átti til að mynda meg-
inþátt í fyrsta misklíðarefni er frá
segir í sögunni og í átökum, sem af
því spruttu var unnið á konu
þeirri er Valgerður hét og særður
einn mesti höfðingi vestanlands,
Einar Þorgilsson svo leiddi hann
síðar til bana. Þessi mál fóru til
þings og urðu afdrifarík, þótt hér
verði ekki rakin.
Misklíðarefnin voru oft ekki
mikil. Tvö menn skildi á um Víði-
rif á Fjalli og margt var þeim til
óþykkju, segir á einum stað. Af
þessu efni urðu átök á sjálfu Al-
þingi og voru fremstu höfðingar
landsins hætt komnir.
Síðar í erindu sínu rakti Finn-
bogi nokkur dæmi hinna eilífu
hefnda, sýndi hvernig menn
stundum linntu ekki fyrr en allir
er staðið höfðu að ákveðnu vígi
höfðu verið felldir. En þó að einum
siíkum hefndarhring væri lokað,
leið ekki að löngu að önnur hring-
rás hefnda hæfist og þannig koll
af kolli.
Finnbogi lauk erindi sínu með
hinum frægu orðum Gissurar
jarls er hann mælti við Þórð And-
résson fyrir víg hans, þá er hann
bað Gissur fyrirgefa sér það er
hann hefði af gert við hann: „Það
vil ég gera þegar þú er dauður.“
Aðdáunarvert að
hætta lífi sínu
Siðamat íslendingasögu var
heiti þriðja fyrirlestursins, sem
Gunnar Karlsson flutti. 1 upphafi
lestrar setti Gunnar fram vinnu-
tilgátu um siðamat þess hóps
manna er sömdu og nutu íslend-
ingasagnanna fyrstir, höfðingar
goðaveldisins. Veidi höfðingja ein-
skorðaðist við það hversu langt
bændur þeirra, bændasynir og
vinnumenn voru tilbúnir að fylgja
þeim. Því var goðaveldinu lífs-
nauðsyn á siðamati er gerði það
aðdáunarvert að hætta lífi sínu
fyrir vopnum og skammarlegt að
flýja af hólmi. Ef bændur áttu að
hirða um að vera í þingi með goða
og greiða honum þingfararkaup,
urðu þeir að búa við hættu á
ófriði. Þetta tvennt stuðlaði að
nokkurri ófriðardýrkun, og þörfin
fyrir ófrið nærði dýrkun hetju-
skapar og áræði.
Eftir að hafa sett fram þessa
tilgátu vék Gunnar Karlsson að
íslendingasögu Sturlu Þórðarson-
ar, í leit að beinum vitnisburði um
höfundarafstöðu Sturlu. Sagði
Gunnar það ekki koma oft fyrir,
þó einstöku sinnum, að Sturla
sleppi orði um mat á gerðum
manna: „Öllu meira er þó að hafa
upp úr því sem ráða má af frásögn
hans um mat annarra manna,
stundum manna almennt." Sem
dæmi um það að Sturia felldi ekki
dóma í íslendingasögu nefndi
Gunnar frásögnina um Sauða-
fellsför Þorvaldssona úr Vatns-
firði. Frá henni er þannig sagt að
þrátt fyrir að höfundur láti ekki
falla eitt einasta orð Þorvaldsson-
um til ámæiis, fá lesendur andúð á
árásarmönnum.
Annað dæmi um þetta sama er
þegar sagt er frá því að órækja
sendi mann að nafni Maga-Björn í
fjáröflunarferð til Breiðafjarðar.
„Skömmu síðar kemur svo ein-
hvers konar dómur um þessa ferð:
„Ok lét Órækja vel yfir þeira för,
SéÓ yfír hluta ráöstefnugesta, en
tæplega 100 manns sátu ráð-
stefnuna.
en fáir lofuðu suðr þar.“ Sjálfur
hefur höfundur ekki orð um hvað
honum finnst."
Síðar í erindi sínu sagði Gunnar
að ef Sturla legði hreint mat á
gerðir manna, þá væri það helst á
misgerðir við klerka. Nefndi
Gunnar þar til þegar Oddur Þór-
arinsson lét handtaka Heinrek
Hólabiskup og halda honum
föngnum á Flugumýri. í frásögn
íslendingasögu er talað um að
„þessi illtíðindi" hafi brátt spurst
út. Fleiri dæmi svipaðs eðlis taldi
Gunnar upp. Þá benti hann á að
enginn maður fái önnur eins eftir-
mæli í íslendingasögu og Guð-
mundur biskup Arason, auk þess
sem Sturla sagði margt frá Guð-
mundi í lifandi lífi.
Fornar dyggðir
Eftir að hafa rakið nokkuð frá-
sagnir Sturlu af samskiptum Guð-
mundar biskups og skagfirskra
höfðingja, snéri Gunnar sér aftur
að hinum „fornu dyggðum",
hreysti, sæmd, hugprýði: „Sturla
tekur ailoft fram að menn hafi
varist drengilega. í lýsingu á einni
aðför höfðingja að Guðmundi
Arasyni á Hólum segir: „Þorkell
prestr Bergþórsson, er naddr var
kallaðr, varðist alldrengiliga ok
fell þar á húsum.““ Önnur frásögn
sem einnig er þessu marki brennd
er þegar Sveinn Jónsson gekk út
úr kirkju á Hólum undir hálshögg
andstæðinga biskups, þó því að-
eins að þeir limuðu hann á hönd-
um og fótum áður en þeir hyggju
hann: „Var Sveinn þá limaðr ok
söng meðan Ave Maria. Síðan
rétti hann hálsinn undir höggit,
ok var allmjök lofuð hans
hreysti."
í frásögninni af Örlygsstaða-
bardaga segir Sturla frá fram-
göngu Árna Auðunarsonar, er
gekk fram með Sighvati: „Árni
Auðunarson lézt þar við mikinn
orðstír."
Þá fór Gunnar Karlsson nokkr-
um orðum um það viðhorf að
skammarlegt sé að flýja undan
þegar óvildarmenn sækja að, en
það sést víða í íslendingasögu. Því
næst gerði Gunnar hefndina að
umtalsefni, en hún var siðferðis-
leg skylda karlmanna í hugar-
heimi Sturlungaaldamanna og
greinir Sturla frá eggjan Þuríðar
dóttur Sturlu Sighvatssonar, sem
varð til þess að Eyjólfur Þor-
steinsson fór að Gissuri á Flugu-
mýri.
í erindi sínu tók Gunnar fram
að þó „hin hörðu gildi hetjuskapar
og karlmennsku hafi verið vel
þekkt og viðurkennd" á ritunar-
tíma íslendingasögu, séu þau þar
engan veginn einráð. Færði hann
rök að þessu áliti sínu, en þau
verða ekki rakin hér. En að lokum
sagði Gunnar: „Ég þykist nú hafa
sýnt fram á að íslendingasaga
beri í sér spennu milli tvenns kon-
ar siðferðisviðhorfa. Hún er skrif-
uð í samféiagi og um samfélag
sem dýrkar ófrið. En um leið er
hún andóf gegn ófriðardýrkun,
kannski magnaðasta ádeila á ófrið
sem við eigum í bókmenntum
okkar, þó að við eigum líka Gerplu
Halldórs Laxness ... “
Sturla Sighvatsson
Næsta fyrirlestur hélt prófessor
Marlene Ciklamini og nefndi hún
erindi sitt, „Sturla Sighvatsson’s
Chieftancy. A Moral Probe“.
í upphafi lestrar sagði Marlene
Ciklamini að hún hefði átt erfið-
ara með að skilja Sturlu og at-
hafnir hans, en aðra, sem greint er
frá í íslendingasögu.
Eftir að hafa rakið nokkuð með
dæmum það sem Sturla Þórðarson
segir frá nafna sínum og frænda
Sighvatssyni og greint frá kristi-
legum áhrifum í frásögnum,
komst Marlene Ciklamini, að
þeirri niðurstöðu að Sturla Sig-
hvatsson hafi reynt að líkja eftir
helgum mönnum. Vitnaði hún í
frásögn íslendingasögu um Ör-
lygsstaðabardaga, þar sem Sturla
Sighvatsson segir að hann muni
þyrma lífi frænda sinna ef hann
hefði vald á lífi þeirra.
Þessi skoðun er þvert á það sem
áður hefur verið haldið fram, en
almennt hefur verið talað um úr-
ræðaleysi og uppgjöf Sturlu á Ör-
lygsstöðum er hann bað Hjalta
biskupsson sjálfum sér griða.
Alfræði Sturlu
Þórðarsonar
Stefán Karlsson handritafræð-
ingur, nefndi erindi sitt „Alfræði
Sturlu Þórðarsonar", en orðið al-
fræði notar Stefán um ritgerðir og
smágreinar, töflur og teikningar
sem innihalda fróðleik um sögu,
tímatal, stærðfræði, steinafræði,
landafræði, stjörnufræði o.s.frv. í
byrjun benti Stefán á að alfræði-
bækur hafa verið rithöfundum
hentug og oft bráðnauðsynleg
gögn, og án alfræða hefði Sturla
Þórðarson ekki skrifað þau rit
sem eftir hann liggja á þann veg
sem þau eru.
í fyrirlestri sínum nefndi Stef-
án nokkur alfræðirit sem varð-
veist hafa, töluvert í miðalda-
handritum íslenskum og í yngri
uppskriftum glataðra handrita.
Stærsta safnið er í Alfræðum ís-
lenskum, sem Kálund gaf út.
Membrana Reseniana 6 alfræðirit,
sem varðveist hefur í uppskriftum
og sumt verið prentað, er kennt
við Peder Hansen Resen sem gaf
það Háskólasafninu í Kaup-
mannahöfn trúlega á árunum
1685—88, og er númer 6 í skrá sem
Árni Magnússon gerði um íslensk-
ar og norskar skinnbækur í safni
Resens. Til hægðarauka nefndi
Stefán handritið oft Resensbók.
Hér verður ekki rakin sá hluti er-
indis Stefáns er fjallaði um efni
Resensbókar, þó fróðlegt sé.
Síðar í erindi sínu vitnaði Stef-
án í doktorsritgerð Jóns Jóhann-
essonar 1941, en þar segir Jón að
Resensannáll sé „vafalaust eftir
einhvern Sturlunga, e.t.v. Sturlu
sjálfan". Jón rökstuddi þessa til-
gátu sína ekki nánar. Hins vegar
benti Stefán á að „rithandarskipt-
in — og flokkaskiptin í ættartölu
SJÁ NÆSTU SÍÐU