Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 36
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
A OKkur fannst M&rc*. swo
hei tt her ínni, vöráLir. "
... að nota bæði sama
hengirúmið.
TM Reo U.S. Pat. Otl -all rights reserved
©19B4 Los Angclcs Timcs Syndicatc
Þetta er það nýjasta fyrir blessaða
fuglana, fuglabað.
Við erum þá sammála um að setja
beri sjtúklinginn í einangrun, ekki
rétt?
HÖGNI HREKKVÍSI
Frá bindindismóti í Galtalæk.
iji t\ i
/ / f i # j
ji | 1
Bindindismótið
til fyrirmyndar
Borghildur og Eðvarð skrifa:
Kæri Velvakandi.
Við hjónin, ásamt dóttur okkar,
fórum á bindindismótið í Galta-
læk um verslunarmannahelgina
og viljum lýsa ánægju okkar með
þá ferð. Þarna voru samankomin
fjögur þúsund manns, aðallega
foreldrar með börn sín og ungl-
inga og ekki merkjanlegt nokkurt
kynslóðabil. Okkur fannst full
ástæða til að vekja athygli á þessu
bindindismótum í Galtalæk um
verslunarmannahelgar, vegna
þess að aðstandendur þessara
móta hefur tekist, það sem við
höldum að sé mjög óvenjulegt hér
á landi, að halda mót með fleiri
þúsund manns, án ölvunar!
Við erum í raun og veru undr-
andi á því að sjá ekki feitletraðar
fyrirsagnir í blöðum um að þetta
hafi tekist í Galtalæk í fjölda ára.
Við höfum orðið vitni að því sl.
tvær verslunarmannahelgar. í
okkar augum er þetta stórfrétt. Við
höfum eflaust flest, sem fullorðin
eru, orðið vitni að mikilli ölvun á
ýmsum útisamkomum og er þar
17. júní ekki undanskilinn, sjálfur
þjóðhátíðardagur íslands. Við
urðum t.d. ekki vör við að lögregla
þyrfti að hafa afskipti af einum
einasta manni. Er það ekki verð-
ugt íhugunarefni hvernig aðstand-
endum þessara móta í Galtalæk
hefur tekist þetta og forvitnilegt
að fræðast nánar um þeirra starf?
Okkur skilst að margar fjöl-
skyldur komi með börnin sín á
þennan stað ár eftir ár, sem leiðir
af sér að börnin eignast vini innan
þessa hóps og fá því áhuga á því
að koma aftur. Þannig heldur
þetta áfram að rúlla, sum þessara
barna eru síðan komin með fjöl-
skyldur og mæta með sinn barna-
hóp á bindindismótið. Þannig hef-
ur stöðugur kjarni fólks myndast
þar um verslunarmannahelgar.
Öll vinnan við mótshaldið, bæði
undirbúningur og vinna við mótið
sjálft, er unnin af sjálfboðaliðum
og mestmegnis af sama fólkinu ár
eftir ár. Aðgangseyrir í ár var kr.
sex hundruð fyrir fullorðna og
ekkert fyrir börn yngri en tólf ára,
það er að segja almennt helmingi
lægri en á öðrum útihátíðum um
verslunarmannahelgina. Allur
ágóði af bindindismótinu í Galta-
læk rennur til uppbyggingu stað-
arins og er þegar komin þar ágæt-
is hreinlætisaðstaða og myndar-
legur veitingaskáli. Umhverfi í
Galtalæk er mjög unaðslegt.
Trjágróður er þar talsverður og
veitir hann mikið skjól. Þessar
tvær síðustu verslunarmanna-
helgar náðum við í hvort skipti,
einum degi í steikjandi sól og hita.
Ráðamenn Galtalækjarsvæðisins
hafa einnig sýnt þá framsýni að
leigja svæðið til þeirra sem vilja
stuðla að samkomum án áfengis.
Skemmtiatriðin á mótinu voru
mjög góð t.d. var barnadansleikur
bæði laugardag og sunnudag og
var sérstaklega ánægjulegt að
fylgjast með því hvernig ólafi
Gauki og hljómsveit hans tókst að
ná gífurlegri stemningu hjá börn-
um á öllum aldri, eins og hann
orðaði það sjálfur í sinni kynn-
ingu. A kvöldin var dansað á
tveimur stöðum með hljómsveit og
diskóteki. Á sunnudegi var
skemmtidagskrá bæði að degi til
og um kvöldið. Mjög tilkomumikil
flugeldasýning og varðeldur var á
laugardagskvöldið við hinar bestu
aðstæður. Sem sagt góð og ódýr
skemmtun í fallegu umhverfi.
Takk fyrir okkur.
Þessir hringdu . .
Verðlagning frjáls
á Smjörva?
Guðrún hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
„Mér leikur mikil forvitni á að
vita hvers vegna verðlagning á
smjörva er svo mismunandi í
verslunum borgarinnar sem
raun ber vitni?
I sumum verslunum kostar
Smjörvi rúmar sextíu krónur, í
öðrum kostar hann sjötíu krónur
og í enn öðrum kostar hann allt
upp í sjötíu og sex krónur.
Þessi verðmismunur er afar
undarlegur, sérstaklega þegar
venjan hefur verið sú hingað til,
að mjólkurvörur eru seldar á
föstu verði í öllum verslunum
landsins. Á þetta að skiljast sem
svo að verðlagning sé frjáls á
smjörva?
Höfundur fundinn
Dora Líndal hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja:
„í Velvakanda sl. miðvikudag,
spyr kona að nafni Margrét
Arnadóttir eftir höfundinum að
kvæðabálki einum og birtir í því
sambandi fyrsta erindið sem var
þó ekki alveg rétt. Svo vill til að
ég veit um höfund kvæðisins sem
heitir „Kveðja" og eins hef ég
allar vísurnar en þær eru alls
tólf.
Höfundurinn heitir Jón Sig-
urðsson frá Haukagili í Borgar-
firði. Kvæðið er ort til Margrét-
ar konu Ólafs á Sámstöðum.
Fyrsta vísna byrjar rétt
svona:
Þér kveðju hlýt ég senda,
þú kvaddir ekki mig,
en kveðjan þín er lítils virði
út af fyrir sig.
En hitt mér dylst nú eigi,
að fánýt ást þín er
og einskis verð sú blíða,
er sýna vannst þú mér.
Dúett í
sérflokki
Árni Sigurðsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
„Mig langar til að vekja at-
hygli manna á tveimur íslensk-
um tónlistarmönnum sem að
mínu mati eru í algjörum sér-
flokki hérlendis.
Þeir kalla sig „Dúettinn" og
heyrði ég þá leika á Gauk á
stöng fyrir skömmu. Annar leik-
ur á orgel en hinn á ásláttar-
hljóðfæri og syngur. Tónlistin
sem þeir flytja er ákaflega þægi-
leg og tel ég hana vera tilvalda
bartónlist, ef svo má að orði
komast.
Ég hef verið að hringja niður á
Gauk á stöng og grennslast fyrir
um það hvenær þeir félagar eigi
að spila næst, en svo virðist sem
engin dagskrá liggi fyrir hjá
þeim. Þætti mér nú ákaflega
vænt um ef „Dúettinn" eða ein-
hver annar gæti gefið mér upp-
lýsingar um hvar og hvenær þeir
félagarnir verða næst á ferðinni.
Með fyrirfram þökk.“