Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
93
VELVAKANDI
SVARAR I SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
Stjörnurnar þrjár
og beltið bjarta
Neðan við þessi tvö stjörnumerki varð til þokuslóðinn bjarti.
Ingvar Agnarsson skrifar:
Út var mér gengið um miðnætti
(að loknum degi hinn 2. ágúst sl.).
Veður var stillt, angan lagði upp
úr jörðinni, allt líf var sofnað,
hafði tekið sér hvíld, að liðnum
löngum degi. Engin hljóð bar að
eyrum. Algjör þögn ríkti. Nóttin
breiddi dökka blæju sína yfir haf
og hauður og vafði allt friði sínum
og ró. Það var eins og náttúran öll
væri hjúpuð æðri orku, er hlæði
allar lifandi verur magnan nokk-
urri meðan þær nytu hvíldar í
svefnsins örmum.
Ég leit til lofts, ef vera mætti að
eitthvað athyglisvert bæri þar
fyrir augu, svo sem títt á sér stað.
Þunnar skýjaslæður dreifðust
jafnt um hvelfinguna alla. Þær
voru ljósgráar á að líta og því auð-
séð að þar í háloftunum naut enn
dagsbirtu nokkurrar, en á milli
þessarra örþunnu skýjamöskva
sást í ljósbláan himin, sem sýndist
svo órafjarri. Og er ég horfði bet-
ur enn, þá Ijómuðu þar geislar
einnar bjartrar stjörnu, og við
nánari athugun á stærra svæði
himins komu í ljós tvær stjörnur
aðrar. Þetta eru fyrstu stjörnurn-
ar, sem ég augum lít á þessu síð-
sumri, enda dimmviðri hamlað
himinskoðun um sinn, en einkum
þó bjartar nætur, svo sem tilheyr-
ir þessum árstíma.
Þessar þrjár stjörnur, sem ég nú
augum leit, eru því fyrstu boðber-
ar hinna stjörnubjörtu nátta, sem
í vændum eru. Og ósjálfrátt fagna
ég komu þessara fögru stjarna,
sem huldar hafa verið um sinn af
birtu ljósra nátta.
En hverjar eru þessar stjörnur,
sem fyrstar birtast nú á hveli
himins? Þær eru Deneb í stjörnu-
merkinu Svanurinn, Vega (Blá-
stjarnan) í Hörpumerki og Altair í
Arnarmerki. Þær mynda stóran
þríhyrning hátt á himni í suðvest-
urátt. Og með vaxandi næturhúmi
munu þessi fögru stjörnumerki
skýrast og fjölmargar fleiri af
björtustu stjörnum þeirra koma í
ljós, öllum skoðendum og dáend-
um þessara himinblysa til óbland-
innar gleði og ánægju.
Er ég um stund hafði virt fyrir
mér þessar þrjár himinstjörnur og
fagnað yfir því, að sjá þær enn á
ný eftir margra vikna „fjarveru",
þá tók ég eftir því, að íjós birtist
hátt á lofti í vesturátt. Það var
rétt sýnilegt í byrjun en stækkaði
brátt og færðist nær og nær í
austurátt. Þarna var á ferð ein af
flugvélum þeim, er daglega fljúga
milli Ameríku og Evrópu og leggja
leið yfir ísland.
Flugvélin skildi eftir sig gufu-
rák mikla í háloftunum, og greini-
lega var hún mjög miklu ofar
skýjaslæðunum gráleitu sem
huldu himin að nokkru leyti. Og
þessi gufuslóði flugvélarinnar var
allbjartur, svo sem á hann skini
sól. Og fíugvélin lagði leið sína
rétt neðan við stjörnuna Vega og
rétt á eftir neðan við stjörnuna
Deneb en ofan við Aitair. Og gufu-
slóðinn lengdist til austurs og
flugvélin hvarf að lokum bak við
skýin langt í austri.
En slóðinn sem hún skildi eftir
sig, lá um þveran himin enn um
stund, eins og björt brú milli
tveggja fjarlægra heima. En ofan
hennar og neðan skinu stjörnum-
ar þrjár, sem fyrr greindi, þrjár
sólir í bládjúpum geimsins, geisl-
andi eigin ljósi um óravegu ná-
lægra geimsvæða.
Heillaður horfði ég a þessa him-
insýn, stjörnurnar björtu, sjálf-
lýsandi, og gufubeltið nýmyndaða
á milli þeirra um þveran himin,
uppljómað af okkar eigin sól, þótt
gengin væri undir og almyrkt orð-
ið á jörð niðri.
Að skammri stundu liðinni
hvarf mér sýnin fagra, stjörnurn-
ar og beltið bjarta, því skýjahulan
þéttist skyndilega og byrgði alla
sýn til himins. ,
Okkur berast svo oft að höndum
óvænt atvik, er heilla og vekja
undrun í huga okkar, ef við aðeins
erum opin og getum notið hins
hverfula andartaks með furðum
þeim er það hefur að bjóða.
Vísa vikunnar
Álagningarlausa bensín-
ið í Botnsskála vinsælt
„OHufélögin ekki reiðubúin til þeas að taka upp raunverulega
samkeppni," segir Pétur í Botnsskála
■ nett kefer verið ritaii 1.
vertar aeit áfraan ulL it
oáaeð, betar eeiet vei, þvi
■t þvi nem Pétnr Oinwon,
letneMkáln ( HvnlfMi, npp
. MbL ( gcr þá btffta þá
þéMBd Iftrar, neaiþýMra*
Par þar ta í pw Uta* Utf-
þéaaad krtawa. Álagaiag
aarar á Htraaa, ea eiaa of
íbr verið flrá átar byrjaði
ag báf afðaa að neija það með þeim
bætti naaafeUt 1. jálf ni Pétar sagði (
gaer að þðtt kaaa befði tapað þeasam
113 þéaaad krtaam á þeaaa. M>
befta viðntiptla á tfðram avitam
aakiat tíl maaa við þeaaa tilraaa
haaa.
„Ég Ift svo á að þetta efnabóta-
kapphlaup oliufélaganna aé (
rauninni staðfesting á þvl að þau
eru ekki reiðubúin til þesa að taka
upp raunverulega samkeppni um
▼erð og þjónustu," sagði Pétur 1
aamtali við blaðið ( gwr, og hann
bætti við: „Félögin eru með þessar
upphrópanir um efnabwta sina
einungis til þess að slá ryki i augu
neytenda, og til þess að fá þá til að
horfa framhjá þeirri staðreynd að
þau hvorki vilja né wtla að fara út
í raunverulega samkeppni “
Aðspurður um undirtektir við-
skiptavinanna, sem geta fengið
litrann af benslni 70 aurum ódýr-
ari í Botnsskála en annars staðar,
sagði Pétur „Undirtektir hafa
veríð mjðg góðar, enda hafa selat
162 þúsundir Ktra af benaíni á
Pétur í Botni, bónusþrotni
bílana fær til sín.
Á þá dælir, ekkert þó mælir,
á hann glöðust sólin skín.
Hákur.
SIGGA V/öGA % ‘í/LVtRAU
'■i.iH-i.i.a
FÆRÐÞU
14% VEXTI
UMFRAM
VERÐBÓLGU?
Við bjóðum nú:
1. 14% vexti umfram verðtryggingu
á verðtryggðum veðskuldabréfum
sem þýðir tvöföldun höfuðstóls á
rúmlega 5 árum.
Aukþessbjóðum við:
2. 75% vexti umfram verðtryggingu
á spariskírteinum ríkissjóðs.
3. 50-70% ávöxtunááriá
óverðtryggðum veðskuldabréfum.
Sölugengi verðbréfa 20. ágúst 1984
SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi miðai vli 7,5% vexti umlnm ysritr. pr. 100 kr.
1. FLOKKUR 2. FLOKKUR
Útg. Sölugengi pr. 100kr. 7,5%vextirgildatil Sölugengi pr. 100kr. 7,5% vextirgildatil
1970 1971 15.684 15.09.1985 D
1972 14.205 25.01.1986 11.428 15.09.1986
1973 8.512 15.09.1987 8.119 25.01.1988
1974 5.236 15.09.1988 ~
1975 4.285 10.01.1985 3.178 25.01.1985
1976 2.887 10.03.1985 2.388 25.01.1985
1977 2.0822’ 25.03.1985 1.798 10.09.1984
1978 1.41231 25.03.1985 1.148 10.09.1984
1979 966 25.02.1985 744 15.09.1984
1980 652 15.04.1985 498 25.10.1985
1981 424 25.01.1986 310 15.10.1986
1982 302 01.03.1985 221 01.10.1985
1983 169 01.03.1986 107 01.11.1986
1984 105 01.02.1987
1) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NYKR. 5. febrúar 17.415,64
2) Innlausnarverð Seðlabankans pr. 100 NÝKR. 25. mars 1984 2.122,16
3) Innlausnarverft Seftlabankans pr. 100 NÝKR. 25. mars 1984 1.438,89
VEÐSKULDABREF
VERÐTRYGGÐ
ÓVERÐTRYGGÐ
Með 2 gjalddögum á ári
Með 1 gjalddaga á ári
Láns-
tími
ár:
Sölu-
gengi
Vextir
Avöxtun
umfram
verðtr.
Sóiugenoi
18%
ársvextir
20%
ársvextir
Sðájgenoi
HLV21
18%
árevextir
20%
árevextir
HLV21
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
93,44
89,52
87,39
84,42
81,70
79,19
76,87
74,74
72,76
70,94
14%
14%
14%
14%
14%
14%
14%
14%
14%
14%
85
74
65
58
51
86
76
67
60
53
86
77
68"
61
55
79
68
59
52
45
80
70
61
54
48
81
71
62
55
49
Dæml: Óverötryggt vedskuldabréf með 2 gjaid-
dögum á ári tii 3ja ára aö nafnverði kr. 1000 feng-
ist keypt á 1000 x ,67 = 6700 kr.
2) hæstu leyfilegu vextir.
Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega
Sj
jul? 3H.
KAUPMNG HF
- Husi Verziunarinnar, simi 686988