Morgunblaðið - 07.09.1984, Síða 1

Morgunblaðið - 07.09.1984, Síða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 201. tbl. 71. árg._________________________________FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Japan: Chun í tíma- mótaheimsókn Tókýó, 6. september. AP. HIROHITO, Japanskeisari, sagði í dag í veislu, sem hann hélt til heiðurs Chun Doo-Hwan, forseta Suður-Kóreu, að hann „harmaði atburði liðinnar tíðar“ og átti þá við hernám Japana á heimsstyrjald- arárunum. Chun Doo-Hwan er fyrsti leiðtogi Kóreumanna, sem kemur í opinbera heimsókn til Japans. Þegar Chun Doo-Hwan kom til Tókýó í dag var öryggis- gæslan meiri en áður eru dæmi um við opinbera heim- sókn. Hafa enda ýmsir orðið til að mótmæla heimsókninni, bæði Japanir og Kóreumenn, sem andvígir eru stjórnar- farinu í Suður-Kóreu. í veisl- unni, sem Hirohito, keisari, hélt, kvaðst hann harma at- burði fortíðarinnar og trúa því, að þeir endurtækju sig ekki. Veik hann ekki berum orðum að hernámi Japana og meðferð þeirra á Kóreu- mönnum og hefur það vakið óánægju meðal Suður-Kóre- umanna, sem segja þetta enn eitt dæmið um, að Japanir komi sér ávallt hjá að biðjast einlæglega afsökunar. Samskipti Japana og Suð- ur-Kóreumanna komust í eðli- legt horf árið 1965 og í janúar i fyrra kom Nakasone, forsæt- isráðherra Japans, í óvænta heimsókn til Seoul. Chun Doo-Hwan, forseti, er nú að endurgjalda hana. Chun Doo-Hwan, foraeti Suður-Kóreu, kannar hér heiðursvörð hermanna við Akasaka-höllina f Tókýó. Þetta er í fyreta sinn sem kóreskur leiðtogi kemur f opinbera heimsókn til Japans og á hún að marka „nýtt upphaf' í samskiptum þjóðanna, sem lengst af hafa einkennst af yfirgangi Japan. AP Brian Mulroney, næsti forsætisráðherra Kanada: • • „Oxlum ábyrgð okkar í varnarsamstarfími“ Nikolai V. Ogarkov. Nýr yfir- maður her- afla Rússa Mowkvu, 6. september. AP. NIKOLAI V. Ogarkov, yfirmaður sov- éska heraflans, var í dag leystur frá störfum. Sagði Tass-fréttastofan, að honum hefði verið fengið nýtt starf en nefndi ekki hvert það væri. Erlendis er Ogarkov kunnastur fyrir frétta- mannafund þar sem hann réttlætti þær aðgerðir Sovétmanna að skjóta niður suður-kóreska farþegaflugvél með 269 manns innanborðs. Eftirmaður Ogarkovs sem yfir- maður sovéska heraflans og fyrsti aðstoðarvarnármálaráðherra er Sergei F. Akhromeyev, sem lengi hefur verið næstæðstur í sovéska herráðinu. Miklar vangaveltur eru um ástæðurnar fyrir þessum breyt- ingum. Benda sumir á, að í vor hafi birst viðtal við Ogarkov i Rauðu stjörnunni, blaði hersins, þar sem hann sagði, að hvorugt stórveld- anna yrði nokkurn tima fært um að toríma hinu með þvi að verða fyrra til í kjarnorkustyrjöld. Sagði hann, að kjarnorkuvopnakapphlaupið væri „tilgangslaust*4 og virtist gefa í skyn, að Sovétmenn legðu of mikla áherslu á kjarnorkuvopn en gleymdu að fylgjast með tækni- þróun annars vopnabúnaðar. Telja sumir sérfræðingar, að ágreiningur sé um stefnuna i varnarmálum og að síðustu atburð- ir sýni, að skoðanir Ogarkovs hafi orðið undir. Aðrir telja, að breyt- ingarnar boði það, að Ogarkov taki við af Ustinov sem varnarmálaráð- herra. Toronto, 6. aeplember. AP. „Það er kominn tími til að bisda enda á ráðleysislegan ruglandann í samskiptum okkar við Bandaríkja- menn og aðra bandamenn okkar,“ sagði Brian Mulroney, verðandi for- sætisráðherra Kanada, í ræðu, sem hann flutti í dag í Toronto. Kjöri hans hefur víða verið fagnað mjög og ekki síst af fulltrúum atvinnulífs- ins í Kanada, sem gera sér vonir um, að íhaldsflokknum takist að rífa þjóðina upp úr efnahagserfíðleikun- um. Engar breytingar urðu á verð- bréfamarkaðnum í kjölfar stórsig- urs thaldsflokksins enda hafði verið við honum búist þótt hann yrði meiri en nokkurn óraði fyrir. Helsta viðfangsefni stjórnar Mulroneys verður efnahagsmálin en í Kanada hefur atvinnulifið tekið seint og illa við sér eftir samdrátt síðustu ára og atvinnu- leysið festst í 11%. Mulroney hyggst endurskoða lög um erlenda fjárfestingu i landinu með það fyrir augum að laða að fyrirtæki og auka þannig atvinnuna í stað þess að hrekja þau burt eins og reyndin hefur verið. í ræðu, sem Mulroney flutti i dag í Toronto, kvaðst hann vilja gera það lýðum Ijóst, að stjórn hans yrði ekki tvistígandi í sam- skiptum sinum við Bandaríkja- menn og vestræna bandamenn eins og verið hefði með Trudeau- stjórnina. „Nú er kominn tími til, að Kanadamenn axli þá ábyrgð og þann heiður, sem því fylgir að taka þátt i vörnum vestrænna þjóða,“ sagði Mulroney en það er stefna íhaldsflokksins að auka framlög til varnarmála og fjölga i hernum. Farið að snjóa í Alpalöndum Næstum einsdæmi á þessum árstíma segja svissneskir veöurfræðingar Char, Stísb, 6. Heptember. AP. FYRSTU snjóar haustsins féllu í dag í fjallahéruðum í Sviss, Austurríki og Suður-Þýskalandi og þykir fíestum einsýnt, að sumrinu sé þar með lokið á þessum slóðum. Er það næstum einsdæmi, að veturinn skuli leggjast svona snemma að. AP Þegar fólk reis úr rekkju í bænum Lenzerheide í Sviss í gærmorgun ætlaði það ekki að trúa sínum eigin augum. Hálfsmetra þykkt snjólag huldi sumargrænan gróðurinn og göturnar ófærar allri umferð. Snjóaði í fyrrinótt í Sviss, Austurríki og Suður-Þýskalandi og höfðu snjóplógar nóg að gera við að ryðja af vegum og fjallaskörðum. í nótt féll hitastigið úr 20 gráðum á celcíus niður í frost- mark og fylgdu í kjölfarið mikl- ar rigningar víða en annars staðar snjóaði. Snjóplógar voru í dag á ferðinni i kantónunni Grisons í Suðaustur-Sviss og einnig í Arlberg og Silveretta í vesturhluta Austurrikis. í Vestur-Þýskalandi snjóaði í Svörtuskógum, en á sumum stöðum þar leysti snjóa síðasta vetrar ekki fyrr en fyrir þremur vikum. Mörg fjallaskörð eru lok- uð í þessum löndum en önnur fær bílum með keðjur. Veðurfræðingar í Sviss segja, að snjókoma snemma í septem- ber sé næstum einsdæmi, en það mun þó hafa gerst árið 1931.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.