Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 2

Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 Álviðræðum haldið áfram í Amsterdam EKKI tókst að Ijúka álviðræöun- um sem hófust í Amsterdam á miðvikudag í gær eins og talið var líklegt að yrði. Samninga- nefndir Islendinga og Alusuisse hittast aftur á fundi fyrir hádegi í dag. Þegar Morgunblaðið hafði samband við dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóra, formann íslensku samninga- nefndarinnar, síðdegis í gær sagði hann að allnokkuð hefði miðað á fundunum, en þeim væri ekki lokið að sinni. Ræðst yrði við fram á kvöld og að minnsta kosti fyrri hluta dags í dag. Verði framhaldið í samræmi við það sem áður hefur verið ákveðið munu sérfræðingar að- ila vínna áfram að úrlausn hinna ýmsu þátta málsins og þeir hittast að nýju í október næstkomandi. MorgunblaAið/ Friðþjófur Helgason. Vísindamenn Orkustofnunar á Leirhnjúk um sexleytið á fyrsta degi Kröflugossins. Fremstur er Ásgrímur Guðmundsson, jarðfræðingur, fyrir aftan hann er Guðjón Guðmundsson, jarðfrsðingur, þá Benedikt Steingrímsson, eðlisfræðingur, Axel Björnsson, jarðeðlisfræðingur og loks Ingólfur Tjörvi Einarsson, starfsmaður Kröfluvirkjunar. Skjálftavirkni og landris NOKKUÐ öflugt gos var í gærkvöldi nyrst á sprungusvsðinu við Kröflu, þar sem eru svokallaðir Éthólar. í gsr byrjaði aftur að gjósa skammt fyrir norðan Rauðhól um miðbik svsðisins, en það gos hafði fjarað að mestu út um kvöldmatarleytið og var nánast ekkert hraunrennsli úr gígn- Skjáltavirkni hélt áfram og var órói á mælum. Land hafði risið með jöfnum hraða síðasta sólar- hringinn. Landrisið kom vísinda- mönnum nokkuð á óvart, því í fyrri Kröflugosum byrjaði land ekki að rísa fyrr en eftir að gosum lauk. VSI ræðir verkbann RARIK lokar fyrir tilmæli ráðherra þrátt Rafmagnsveitur ríkisins lokuðu fyrir rafmagn til nokkurra fisk- vinnslufyrirtskja í gsr þrátt fyrir til- msli iðnaðarráðherra til RARIK að ekki yrði um frekari lokanir að ræða um sinn. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gsrmorgun að skipa nefnd fulltrúa iðnaðar-, fjármála- og sjávarútvegsráðuneytisins til þess að rsða vanskil flskvinnslunnar við RARIK. Jóhann og Helgi efstir HELGI Olafsson þokaði sér að hlið Jóhanns Hjartarsonar í efsta sæti á Skákþingi íslands þegar hann sigraði Dan Hans- son í 4. umferð í gærkvöldi. Jó- hann Hjartarson gerði jafntefli við Björgvin Jónsson. Önnur úrslit urðu þau að Margeir Pétursson vann Hilmar Karlsson, Haukur Angantýsson og Karl Þorsteins gerðu jafn- tefli svo og Jón L. Arnason og Guðmundur Sigurjónsson. Skákir Sævars Bjarnasonar og Ágústar Karlssonar og Lárusar Jóhannessonar og Halldórs G. Einarssonar fóru í bið. Helgi ólafsson og Jóhann Hjartarson eru efstir og jafnir með 3 vinninga. Guðmundur Sigurjónsson er í þriðja sæti með 2lÆ vinning. Biðskákir verða telfdar klukkan 18 á morgun á Hótel Hofi. „Það var óskað eftir því við okkur að við frestuðum frekari að- gerðum þar til niðurstaða kæmi úr viðræðunum. Stjórn RARIK hefur ekki haldið fund um málið ennþá og það var lokað á nokkrum stöð- um í dag, en ég get ekki nefnt þá staði ennþá,“ sagði Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri I samtali við Morgunblaðið í gær. „Iðnaðarráðherra hefur beint þeim tilmælum til RARIK að ekki verði um frekari lokanir að ræða og ég veit ekki betur en að ekki Bók um ísland í Sovétrfkjunum: Vilja samning um „samvirkt öryggi“ NÝLEGA kom út í Sovétríkjunum bók, sem nefnist „Island, vanda- mál utanríkisstefnu“ eftir O.V. Tsérstvova. Frá þessu skýrir Arnór Hannibalsson í grein í Morgun- blaðinu í dag og segir, að í bók þessari séu engin dul dregin á þau markmið, sem Sovétstjórnin stlar að ná á íslandi. Arnór Hannibalsson segir þau þessi samkvæmt bókinni: „1. Losa um tengsl íslands við Atl- antshafsbandalagið og fá það að lokum til að segja sig úr banda- laginu. 2. Stofna „kjarnorku- vopnalaust svæði“ á Norðurlönd- um með aðild Islands og ábyrgð Sovétríkjanna á „kjarnorku- vopnaleysinu". 3. Þrýsta íslandi síðan til að semja við Sovétríkin (Varsjárbandalagið) um svokall- að „samvirkt öryggi“ („kollektív- naja bésópasnost“). Arnór Hannibalsson segir, að höfundur bókarinnar leggi mikla áherslu á, að hlutverk verslun- arviðskipta Sovétríkjanna við hin smærri ríki Evrópu sé að gera þau „pólitískt óháðari áhrifameiri vestrænum banda- mönnum“. Grein Arnórs Hanni- balssonar er á miðopnu Morgun- blaðsins í dag. FRAMKV ÆMDANTJÓRN Vinnu- veitendasambands íslands samþykkti á fundi í gsr að boða til fundar sam- bandsstjórnar VSÍ á mánudag til þess að rsða stöðuna í samningamálum og taka afstöðu til verkbannsheimildar til framkvsmdastjórnarinnar vegna boðaðra verkfalla. Fyrsta boðaða verkfallið kemur til framkvsmda á mánudag ef ekki nsst samkomulag milli útgefenda og Félags bókagerð- armanna fyrir þann tfma. „Vinnuveitendur eru í vörn en ekki sókn. VSÍ mun afla sér verk- bannsheimilda vegna boðaðra verk- falla, en ég ítreka að engin ákvörð- un hefur verið tekin um að beita verkbanni. Ákvarðanir þar að lút- andi verða teknar þegar og ef til boðaðra verkfalla kemur. Við erum aðeins að fara fram á verkbanns- heimild," sagði Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri VSf í gærkvöldi. Verkalýðsfélög á Selfossi, Hellu, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjar- klaustri hafa boðað verkfall frá 15. og 17. september í sláturhúsum Sláturfélags Suðurlands. í gær var fundur hjá ríkissáttasemjara með fulltrúum í Félagi bókagerðar- manna og útgefanda. Fundurinn stóð í tæpar tvær klukkustundir. Ekkert nýtt kom fram og hefur næsti fundur verið boðaður klukkan 14 á morgun. Forsætisráöherra á fundi í gærkvöldi: Skilyrði að bann við verðtryggingu launa verði áfram verði gripið til lokana meðan verið er að ganga frá þessum málum,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra við Mbl. uppúr há- degi í gær, að afstöðnum ríkis- stjórnarfundi. „Það var samþykkt strax í vor að opinber fyrirtæki tækju þátt í skuldbreytingunni, sem nú loksins er verið að ganga í af fullum krafti. Það var ákveðið að lokun- um RARIK til fiskvinnslunnar yrði að fresta þar til skuldbreyt- ing fiskvinnslunnar yrði lokið," sagði sjávarútvegsráðherra. „ÉG TEL skilyröi að framlengt verði bann á næsta ári við verðtryggingu launa,“ sagði forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, m.a. á al- mennum borgarafundi í Átthagasal Hótel Sögu í gærkvöldi. Þar gerði hann grein fyrir nýjum verkefnalista ríkisstjórnarinnar. Hvert sæti var skipað í salnum og meðal gesta var Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra. Formaður Framsóknarflokksins gerði í upphafi ræðu sinnar grein fyrir stöðu þjóðmála og þeim for- sendum, sem stjórnarflokkarnir settu fyrir nýjum verkefnalista. Sagöi hann að svigrúm til launa- hækkana væri mjög lítið á næsta ári, en kvaðst ekki gefa þá tölu upp opinberlega fyrr en á morgun, föstudag. Hann kvað stjórn pen- inga- og fjármála hafa brugðist og að nú yrði að taka þau mál mjög föstum tökum. Varðandi niðurfell- ingu tekjuskatts upplýsti Stein- grímur að mörkin yrðu sett við 300 þúsund króna árstekjur einstakl- ings. Forsætisráðherra sagði að til umræðu væri að auka gjaldeyris- frelsi og samfara takmörkun ríkis- ábyrgða væri rætt um að heimila einkaaðilum að taka erlend lán á eigin ábyrgð án ríkisábyrgða. Nokk- urrar vantrúar gætti í máli ráð- herrans um áorðnar vaxtabreyt- ingar sem orðið hafa að undan- förnu. um Ashkenazy á ensku og íslensku VÆNTANLEG ER á markaðinn bók frá bókaútgáfunni Vöku um Vladimir Ashkenazy. Bókin ber nafnið Ashkenazy — austantjalds Vladimir Ashkenazy. Samkomulagið markar tímamót“ 99 — segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjan verkefnalista ríkisstjórnarinnar „Ég tel að þetta samkomulag marki tímamót. Með því er lagður grundvöllur að eflingu atvinnulífs og mjög róttækum breytingum á fjármagnskerflnu. Það verður dregið úr miðstjórnarvaldi, arð- semiskröfur verða auknar og upp- bygging atvinnulífs mun hafa for- gang, fram yflr aðra þætti í hag- kerflnu," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, er blaðamaður Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi í tilefni þess að hann og formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, gengu frá nýjum verkefnalista ríkis- stjórnarinnar síðdegis. Þorsteinn var spurður, hvort athugasemdir þingflokka þeirra, sem Mbl. hefur skýrt frá, hefðu haft áhrif til breytinga á verk- efnalistann. Hann svaraði: „Þessar viðræður okkar Stein- gríms í gærkvöldi og í dag leiddu til þess að hnikað var til orða- lagi, en hvergi er um neinar efn- islegar grundvallarbreytingar að ræða.“ Þá var formaður Sjálfstæðis- flokksins spurður í ljósi nýrra frétta um stöðu fiskvinnslufyr- irtækja, hvort hinn nýi verk- efnalisti gerði ráð fyrir lagfær- ingum á stöðu sjávarútvegs. Hann svaraði: „Á meðan sam- komulagið hefur ekki verið birt er óhægt um vik að tilgreina ein- staka efnisþætti, en þó er óhætt að geta þess, að ætlunin er að endurgreiða uppsafnaðan sölu- skatt til sjávarútvegsins, sem mun bæta rekstrarstöðuna nokkuð.“ Formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson, sagði ennfremur um verkefnalistann í heild: „I honum eru mjög mikil- vægar breytingar á ýmsum svið- um, eins og í bankamálum, stjórnsýslu og landbúnaðarmál- um. Ég er sannfærður um það, að auðnist okkur að viðhalda því verðbólgujafnvægi sem náðst hefur og þjóðin eyðileggur ekki þann árangur er hægt á grund- velli þessa samkomulags að hefja þá sókn til bættra lífs- kjara, sem við höfum lengi stefnt að. Ef við höldum rétt á málum á að vera hægt að leggja grundvöll að þeirri atvinnuupp- byggingu, sem tryggt gæti mönnum raunveruleg verðmæti á bak við launahækkanir þegar fram í sækir og árangurinn er kominn í Ijós.“ og vestan, og kemur hún út á sama tíma í London hjá (öllins-útgáf- unni. Bókina skráði Jasper Parrott sem hefur starfað lengi með Ashk- enazy, og hafa þeir unnið að bók- inni í þrjú ár. Bókin er byggð upp á viðtölum og fjallað er um feril hans. Morgunblaðið hafði samband við Ólaf Ragnarsson hjá Vöku af þessu tilefni. ólafur sagði að Ashkenazy fjallaði um líf sitt og reynslu sína af stjórnvöldum í Sovétríkjunum og leyninlögregl- unni þar, KGB. Ekki síst þegar hann flutti þaðan ásamt konu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur, og syni þeirra Stefáni. Ashkenazy lýsir í bókinni afstöðu sinni til tónlistar, stjórnmála og samferðamanna, og ræðir um dvöl sína á íslandi og afskipti sín af íslensku menningarlífi. Ashk- enazy gerir samanburð á lífi fólks á Vesturlöndum og land- anna austan járntjalds, og leggur mikla áherslu á að Vesturlanda- búar geri sér ekki grein fyrir því hvers virði frelsið er. Bókina þýddi Guðni Kolbeins- son, en hún er um 240 síður og með talsvert mörgum myndum bæði frá íslandi og erlendis frá. Þorvaldur Skúla- son, listmálari, jarðsunginn í dag ÚTFÖR Þorvalds Skúlasonar, listmálara, verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Séra Þórir Stephensen jarð- syngur. Dómkórinn, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, organ- leikara, syngur og Hlíf Si’gurðar- dóttir leikur á fiðlu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.