Morgunblaðið - 07.09.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 07.09.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 7 Lélegt f Dölunum Mbl. fékk þau tíðindi hjá Gunnari Björnssyni kokki í Þrándargili við Laxá í Dölum í gær, að slök veiði hefði verið í ánni síðustu daga og vikur. „Áin er afar vatnslítil og menn greinir á um hvort eitthvað er af fiski í ánni eða ekki. Sumir segja engann lax þar sem aðrir sjá laxa fyrir. Sjálfur veit ég um nokkuð af laxi með vissu á nokkrum stöðum í efri ánni, en hún er daufari neðar," sagði Gunnar. Þrír laxar komu á land 1 fyrradag, 6, 16 og 17 punda og munu komnir á land milli 780 og 790 laxar. Hópurinn sem lauk veiðum í gærmorgun fékk 5 laxa á tveimur dögum, en al- gengt hefur verið þetta 6 til 8 stykki per holl upp á síðkastið. Nokkrir lúsugir fiskar veiddust eftir Höfuðdagsstrauminn, en síðustu laxar hafa verið legnir. Stærst í sumar var 22 punda lax, en nokkrir 18 til 20 punda fiskar hafa einnig veiðst og framan af var meðalþunginn geysihár, en hefur minnkað síðan. Veiði lokið í Laxá í Þing. Bændur og hjálparkokkar þeirra keppat nú við að veiða klaklax í Laxá í Þing, en hann veiða þeir á flugu, en það gefur þeim trúlega meiri ánægju Iðan í Stóru Lui, einn besti veiði staöur árinnar í mörg ár. heldur en ef dregið væri á. Eitthvað hefur þeim orðið ágengt. Hins vegar lauk veiði formlega um mánaðamótin og Mbl. fékk þær upplýsingar í Veiðihúsinu að Laxamýri í gær, að veiðin á svæðum Lax- árfélagsins hefði numið um 900 löxum. Reytingsafli var síðustu dagana og nokkrir vænir náð- ust þá, þ.á m. stærsti laxinn af þeim svæðum, 22 punda fiskur sem Kristján Jónsson dró á land. Eftir því sem blm. Mbl. kemst næst, mun heildarveiði vera nálægt 1100 löxum, en það er ögn skárra en í fyrra. Nú byrjaði veiðin mun betur en þá, í fyrra sótti hún sig hins vegar ef nokkur var, nú dalaði .hún hins vegar ef nokkuð var. Veiðibækur eru einnig fyrir löndum Nes og Árnes annars vegar og fyrir löndum Núpa og Kjalar hins vegar. Á þessum svæðum veiddist betur í sumar en í fyrra. Tvær litlar... Stundum álpast áll á hjá veiðimönnum og er erfiðari glíma að handsama þann hála vatnabúa á þurru en að kippa honum upp úr heimkynnum hans. Oft eru álarnir vænir, en lítili var hann sem veiddist í Andakílsá fyrir skömmu. Hann var svo lítill, að sjónarvottar tóku í fyrstu ekki eftir því að hann væri á, undruðust fremur hve stor maðkabeitan virtist vera. Er állinn var losaður kom í ljós að hann var ekki fastur á önglinum, svo lítill var hann að það var ekki fræðilegur mögu- leiki fyrir hann að gleypa hann. En sá litli hafði ekki dáið ráðalaus, hann saug í sig feit- ann laxamaðkinn af skoska að- alskyninu, en af meira kappi en forsjá, því hann gat með engu móti ælt bitanum er honum varð ljós hættan sem á ferðum var. Svo er það sagan um veiði- manninn sem var að kasta 18 gramma Toby fyrir norðan fyrir nokkru. Eitthvað kom við spóninn og brá kappinn snar- lega við. Því næst landaði hann afætu sem var minni en spónn- inn, en hafði þó gripið hann og var föst á önglinum! Var stubbnum gefið líf. Almennur borgarfundur Freeport-klúbbsins: Skýrsla áfengismála- nefndar verður rædd Freeport-klúbburinn boöar til al- menns borgarafundar að Hótel Loft- leiöum Kristalsal, laugardaginn 8. september nk. kl. 14.45. Fundarefni er umfjöllun um áfangaskýrslu áfengismálanefnd- ar rikisstjórnarinnar, sem nýlega kom fram á sjónarsviðið og fengið hefur töluverða umfjöllun á les- endasíðum dagblaðanna. Boðið hefur verið til fundarins öllum nefndarmönnum, fulltrúum sambands veitinga- og gistihúsa, fulltrúum SÁÁ, auk alþingis- mannanna Jóns Baldvins Hanni- balssonar, Jóns Magnússonar og fulltrúa annarra stjórnmála- flokka. Tilgangur þessa fundar er að koma á stað umræðu um áfanga- skýrsluna, forsendur þeirra til- lagna sem þar koma fram, og gefa þeim öðrum, sem áhuga hafa á áfengismálum kost á að kynna sér viðhorf, með það að leiðarljósi að skoðanaskipti leiði til raunhæfrar áfengismálastefnu. (FrétUtilkynning.) Rotary á íslandi 50 ára UM ÞESSAR mundir eru 50 ár liðin frá því að fjrsti Rotary-klúbburinn var stofnaður á fslandi og verður þess minnst með kvöldfagnaði hinn 13. septemger næstkomandi. Rotary-umdæmið á íslandi gengst fyrir hófi i Átthagasal Hótel Sögu í tilefni hálfrar aldar afmælisins. Hefst það klukkan 19 fimmtudaginn 13. september, Ólafur G. Einarsson, alþingismað- ur, flytur hátíðarræðu. Afmælishófið er opið öllum Rot- ary félögum og mökum þeirra. Á Reykjavíkursvæðinu eru miðar seldir í klúbbunum en þeir sem koma annars staðar að geta keypt miða við innganginn. Fastagestir Gufubaðstolu Jónasar Halldórssonar Áríöandi fundur, sem allir hafa beöiö eftir um and- lega og líkamlega framtíöarheill okkar, veröur haldinn milli kl. 17 og 19 í dag aö Gufubaðstofunni Nessól, Austurströnd 1, Seltjarnarnesi (Nesskips- húsinu). Foringjarnir var nú er nauðsyn Nú ættu íslendingar að fjölmenna á stórleik í íslensku knattspyrnunni, þar sem íslendingar leika gegn Wal- es á Laugardalsvellinum 12. septembernk. kl. 18.15. Þessi leikur er fyrsti leikur þjóðanna í undankeppni heimsmeistarakeppninnar 1986. Þaö voru einmitt viö íslendingar sem uröum pess valdandi aö atvinnumannaliö Wales komst ekki áfram í síðustu keppni — hvaö gerist nú? Með þátttöku íslenskra áhorfenda hafa undur gerst. Þess vegna hvetjum viö alla sem vettlingi geta valdiö til aö fjölmenna á völlinn og tryggja sér miöa í forsölunni á Lækjartorgi strax í dag. /d u w iN ÍSLENSK ($ Í)KNATTSPYRNA EIMSKIP MOTEL þjónusta SKULAGÖTU 30 s»*ar 1 23 88 a 2 3388 GROHE adidas

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.