Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
ÞORVALDUR SKÚLASON
Fæddur 30. aprfl 1906
Dáinn 31. ágúst 1984
Það var hlutskipti Þorvalds
Skúlasonar, sem kvaddur er í dag,
að gerast einn af brautryðjendum
íslenzkrar samtímalistar. Berjast
fyrir sannfæringu sinni með
pentskúfinn að vopni þrátt fyrir
skilningsleysi og margvíslegt mót-
læti. Hann naut þó þeirrar gæfu á
sinn hátt að vera ávallt umdeildur
og í sviðsljósinu og njóta loks mik-
illar virðingar og viðurkenningar.
Einkum síðasta árið, sem hann
lifði, er út kom forkunnarfögur
bók um list hans, er fylgt var eftir
af minnisstæðri sýningu í húsa-
kynnum Búnaðarbankans svo og
annarri í Listmunahúsinu.
Þorvaldur sóttist ekki eftir
lýðhylli með list sinni, en sigurinn
liggur ótvírætt í baráttunni, því
að án baráttu vinnst enginn sigur.
Helst á það að vera barátta upp á
líf og dauða til að brjóta sér leið
að hinu innsta í lífinu, — stig-
magnandi barátta færir mönnum
stærri sigra.
Sá, sem er í eldlínu einhvers
málefnis, má ekki hika og það er
hlutskipti brautryðjandans að
sækja á, en engu að síður að búast
til varnar. Hirða hvergi um for-
dóma og biðla aldrei til fjöldans,
beita sig aga og sjálfrýni umfram
aðra menn. Skapandi athafnir
krefjast mikilla sviptinga, mikils
sársauka og óheftrar sjálfsafneit-
unar, ef þær eiga að fá rými til
vaxtar. Hér er ekki fiskað í lá-
deyðu heldur barist við höfuð-
skepnurnar, jörð, vatn, loft og eld,
svo sem frá árdögum, er maðurinn
uppgötvaði, að hann gat hugsað og
fundið til. Síðan hefur framþróun-
in stjórnast af hugviti og kjarki
þeirra, er þorðu að leggja út í
óvissuna, sögðu stöðnuðum hug-
myndum stríð á hendur og tókust
á við ný vandamál.
Það er þetta, er gefur lífinu gildi
og er með sanni hamingja hvers
lifandi manns, glíman við að leysa
óleysanlega gátu, er aldrei mun að
fullu ganga upp, en er alltaf jafn
heillandi hinum sjáandi.
Málverkið er stöðug endurnýjun
og á sér engan aldur, er því speg-
ilmynd lífsins. Málverkið verður
aldrei fullgert frekar en heims-
myndin, og þannig orðaði það einn
af höfuðmeisturum aldarinnar:
„Hefur þú nokkurn tíma séð full-
gerða mynd? Mynd eða eitthvað
þvíumlíkt? Vei þér, ef þú segist
vera búinn með eitthvað skapandi
... Að ljúka við mynd! — l’achever
— eins og maður segir hér. Hve
heimskulega það hljómar! Að
ljúka við hlut heitir að ræna hann
sál sinni."
Að ljúka við hlut er þannig
ástand stöðnunar, en dauði er
hluti lífsins, er getur borið að
hvenær sem er, — hann er endur-
nýjun og varanlegur og fylgir því
sérhverri annarri framþróun.
Allt, sem hér hefur verið sagt,
má heimfæra á lífsferil Þorvalds
Skúlasonar, hann var aflvaki og
fulltrúi nýsköpunar í myndlistum,
þeirrar endurnýjunar, sem er
lífskvikan sjálf.
Bragi Asgeirsson
Þorvaldur Skúlason er látinn.
Með honum er genginn sá sem er
talinn hafa verið málari málar-
anna hér á landi allt frá stríðslok-
um. Víst er að áhrif hans á kyn-
slóð yngri listmálara eru ómæld.
Þorvaldur Skúlason skilur eftir
sig merkilegt ævistarf, starf
listmálara. Hann skilur eftir mik-
inn fjársjóð til framtíðarinnar þar
sem eru myndir hans, málverk
sem geyma hug og liönd eins mik-
ilvirtasta málara okkar.
Félag íslenskra myndlistar-
manna kveður látinn samherja, er
var í fylkingarbrjósti félagsmála
myndlistarmanna um árabil.
Stjórn Félags íslenskra
myndlistarmanna
Kveðja frá Listasafni
Háskólans
Á útfarardegi Þorvalds Skúla-
sonar listmálara sendir Listasafn
Háskóla íslands þessum mikla
listamanni virðingar- og þakk-
arkveðjur sínar. Safnið hefur að
geyma heilstætt yfirlit um list
hans, allt frá fyrstu æskumyndum
og til hinna síðustu. Mun safnið
hlúa að þeim fjársjóði og auka eft-
ir föngum, svo hins mikla braut-
ryðjandaverks Þorvalds í íslenskri
listasögu þessarar aldar verði
jafnan með sóma og virðingu
gætt. Safnið þakkar listamannin-
um alla velvild hans og ljúf-
mennsku í samskiptum, um leið og
það sendir vinum hans og ættingj-
um samúðarkveðjur.
Stjórn Listasafns
Háskóla íslands
Þorvaldur kenndi mér að meta
liti og form og þroskaði mig í að
skilja framþróun myndlistar.
Hans strangi skóli hefur verið mér
ómetanlegur í 35 ár.
Lítið dæmi: „Línan er undur-
samlega lifandi og breytileg, getur
verið stöðugleikinn sjálfur, flogið
eins og fugl, stundum verið duttl-
ungafull, óróleg og hikandi. Því
næst spennt eins og bogi, einnig
þung, máttug eins og hreyfingar
hafsins, straumur fljótsins og
stundum í vígahug og fer æðandi
um flötinn til að leggja hann und-
ir sig.
Alla þessa eiginleika má nota í
einu og sama málverki. Takist það
er sköpuð simfónisk heild".
Sverrir Sigurðsson.
Það eru nú liðin nær fjörutíu ár,
síðan fundum okkar Þorvalds
Skúlasonar bar fyrst saman. Mér
er sú stund í fersku minni og álít,
að þá hafi upphafist eitt af
frjóustu tímabilum í tilveru minni
sem málari. Það var lífsfylling í
því að njóta samvista við slíkan
snilling. Hann var manna ágæt-
astur í umgengni og átti hvorki til
hroka né stórmennskulæti. Hann
var siðferðilegur postuli þeirra
sem í návist hans voru, og margur
málarinn hérlendis hefur af hon-
um lært lítillæti og umburðar-
lyndi, en báðir þessir eiginleikar
voru Þorvaldi áskapaðir. Hann gat
verið kátur og glaður, og ekki vissi
ég til, að hann erfði við samtíð
sína ýmislegt, sem á dundi um
hans daga. Þorvaldur var þó
skapstór listamaður, en hann var
ekki rætinn í garð andstæðinga
sinna í listinni. Hann var það stór
í sniðum, að það hafði enga þýð-
ingu fyrir hann, hvernig fólk tók
list hans eða hélt um hana.
Engan mann hef ég þekkt, sem
gerði jafn litlar kröfur til tilver-
unnar, hvað lífsins ytri unaðs-
semdir og þægindi snerti. En ég
hef ef til vill heldur engan þekkt,
sem gerði jafn miklar kröfur til
lífsins og hann. Hann var mis-
kunnarlaus í kröfum sínum til eig-
in verka, og þegar rennt er í hug-
anum yfir afköst og vinnubrögð
Þorvalds, en óhjákvæmilegt að
undrast yfir því, hverju hann náði
að skila um dagana. Verk hans eru
yfirleitt svo vönduð og tilkomu-
mikil, að undrum sætir. Hann var
málari af guðs náð fram í fingur-
góma, og síðustu verk hans vitna
um enn eitt blómaskeið, sem stóð
þó aðeins milli spítalalega eitt
sumar. Ég átti stund með þessum
verkum í einrúmi, rétt áður en
þessar línur eru skrifaðar. Það var
mikil upplifun, áhrifamikil stund.
Það, sem ætíð hefur einkennt verk
Þorvalds er það, hve vel honum
hefur tekizt að sameina hefð mál-
verksins nýjum aðferðum, hvernig
honum hefur tekizt að notfæra sér
klassíska undirstöðu í hverri nýrri
tjáningu. Ef ég ætti að svara því,
hvert tímabil í list Þorvaldar
Skúlasonar væri mér kærast, yrði
ég þögull. Alls staðar í verkum
hans blasir við ferskleiki og djörf-
ung, sem bundin er í gamla hefð
málverksins frá örófi alda. Það
sannast hér, sem vitringurinn
sagði, að enginn gæti skapað nýj-
ung í list án staðfastrar þekkingar
á hefðinni. Sú þekking gæfi ein
valdið til að umturna hlutunum.
Það er annars ósvinna að tala
m
„BRAUTRYÐJANDI
ÍSLENZKRAR
SAMTÍMALISTAR“
BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga gaf út í
fyrra bók um Þorvald Skúlason
listmálara eftir Björn Th. Björnsson.
Morgunblaðið hefur fengið leyfi út-
gefenda til að birta kafla úr bókinni
og hafa orðið fyrir valinu fyrstu þrír
kaflar bókarinnar. Myndirnar sem
birtast með greininni eru þannig
teknar úr bókinni.
Uppruni og æskumótun
Þorvaldur Skúlason fæddist á
Borðeyri við Hrútafjörð þann 30.
apríl 1906, sonur hjónanna Elínar
Theódórsdóttur og Skúla Jóns-
sonar. Skúli var upprunninn úr
Víðidal, fæddur þann 23. nóvem-
ber 1870 í Auðunarstaðakoti, son-
ur Guðrúnar Kristmundsdóttur og
Jóns Þórðarsonar bónda þar, en
ólst síðar upp á Auðólfsstöðum í
Langadal, þangað sem foreldrar
hans fluttust meðan hann var enn
á barnsaldri. Tvítugur fór Skúli í
Möðruvallaskóla og var þar tvo
skólavetur, 1890—1892, en gerðist
árið eftir afgreiðslu- og skrifstofu-
maður hjá Jóhanni Georg Möller á
Blönduósi. Möllersverzlun hafði
útibú á Hvammstanga, og veitti
Skúli því forstöðu um skeið. Árið
1904 urðu þau umskipti, að Skúli
réðst umboðsstjóri eða faktor til
Riis-verzlunar á Borðeyri, þar sem
hann kynntist Elínu Theódórs-
dóttur og kvæntist henni rúmu ári
síðar. Elín var fædd þann 24. ág-
úst árið 1886 og var hún því nær
sextán árum yngri en maður
hennar. Faðir Elínar var Theódór
Friðrik verzlunarstjóri á Borðeyri,
Ólafsson Pálssonar prófasts í
Stafholti í Borgarfirði og síðar
dómkirkjuprests í Reykjavík á ár-
unum 1854 til 1871. Það ár fékk
hann lausn frá því embætti og
veitingu fyrir Melstað í Miðfirði,
þar sem hann sat til dauðadags,
1876.
Ólafur dómkirkjuprestur var
hinn mesti velgjörðamaður ís-
lenzkra ungmenna, er hann leysti
þau af klafa gamla kverlærdóms-
ins árið 1866, en þá þýddi hann og
gaf út „Tossakverið" eða „Ólafs-
kverið" eftir C.F. Balslev, þótt
jafnvel það væri mörgum kolli
nógu erfið raun. Móðir Elínar var
Arndís Guðmundsdóttir, Vigfús-
sonar prófasts á Melstað, þannig
að báðir þessir langafar Þorvalds
Skúlasonar þjónuðu hinu virðu-
lega brauði við kirkju Arngríms
lærða. Því má kalla að ætt Þor-
valds standi traustum rótum í
Húnavatnssýslu og við Hrúta-
fjörð, og sjálfur leiddist hann til
þroska innan þess héraðs.
Fyrstu þrjú ár ævi sinnar óx
Þorvaldur upp í gamla og stóra
kaupmannshúsinu á Borðeyri, sem
byggt hafði verið eftir að Borðeyri
varð að nýju verzlunarstaður um
miðja 19. öld. Húsin stóðu þétt og
háreist á lágri eyrinni, en innan
við hana er aðdjúpt og gott lægi
skipum. Þótt landþröngt væri og
sjálfur staðurinn fámennur,
breyttist hann á lestum og í slát-
urtíð í fjölskrúðugan og mann-
margan bæ, þar sem gamlikarls-
berg og danskt kornbrennivin var
kneyfað milli forarverka, innlagna
og úttektar. Bændur sóttu verzl-
unina langleiðis að, jafnvel vestan
úr Dölum og úr uppsveitum Borg-
arfjarðar.
í ársbyrjun 1908 fæddist þeim
faktorshjónunum annar sonur,
sem skírður var eftir öfum sínum
báðum, Jón Theódór, en hann varð
síðar vinsæll og mikilhæfur lækn-
ir.
Á þessum árum var hin unga
kaupfélagahreyfing óðum að
draga verzlun landsmanna úr
höndum danskra gróssera, sem
lengst af sátu að gæðum sínum i
Kaupmannahöfn en höfðu faktora
yfir verzlunum sínum hér, og færa
hana í hendur landsmanna
sjálfra. Og það var sú bylgjan sem
bar nú Skúla Jónsson til nýrra og
meiri verka, því árið 1909 bauðst
honum staða kaupfélagsstjóra við
Kaupfélag Húnvetninga á Blöndu-
ósi, ásamt forstöðu hins nýstofn-
aða Sláturfélags Austur-Húnvetn-
inga. Um haustið það ár taka þau
hjón upp heimili sitt og flytjast til
Blönduóss. Verið var að byggja
myndarlegt verzlunarhús kaupfé-
lagsins, sem átti jafnframt að
vera íbúðarhús kaupfélagsstjór-
ans, enda leið ekki á löngu áður en
þau hjón gætu flutzt með syni sína
tvo inn í þessi nýju og rúmgóðu
húsakynni.
Árið 1909 var Blönduós orðinn
allstórt pláss, íbúar nær 270, og
vegna brúarinnar á Blöndu dróg-
ust þangað mikil viðskipti sem áð-
ur höfðu leitað til kaupstaðar í
Höfða. Auk kaupfélagsins voru
verzlanir hvorki fleiri né færri en
fimm, hin gamla og gróna verzlun
Höepfners frá dögum selstöðu-
kaupmanna, Möllersverzlun og
þrjár nýlegar kaupmannaverzlan-
ir, Magnúsar Stefánssonar frá
Flögu, Þorsteins Bjarnasonar frá
Illugastöðum og Péturs Péturs-
sonar frá Gunnsteinsstöðum í
Langadal. í raun var plássið þó
löngum mannfleira en íbúatalan
sagði til um, því nærsveitamenn
hlupu þangað í eyrarvinnu og slát-
urstörf til þess að drýgja rýrar
tekjur sínar. En aðstaða öll var
með ólíkindum erfið. Þrátt fyrir
bryggju, var höfn engin að kalla,
og síbreytilegur ós Blöndu hið
mesta háskahlið, enda hafði þar
Þorvaldur Skúlason.
árið áður orðið mikill mannskaði
við heimróður úr strandferða-
skipi. Aðeins eitt lítið sláturhús
var á staðnum, og mestallt fé því
enn skorið við trog; fláningsmenn
lágu á hnjánum á blóðvellinum, og
þegar haustvætur gengu, óð allt í
djúpri gorarfor, menn og skepnur.
Gegn þessum aldagömlu verkhátt-
um reis nú kaupfélagið og slátur-
félagið nýja, svo það var til mik-
illa átaka sem Skúli Jónsson var
þangað kvaddur.
Þótt lífið í plássinu snerist að
sjálfsögðu um þetta daglega erfiði,
undir tifandi klukku ársins, póst-
ferðum, komum strandferðaskipa,
vorlestum, sláturtíð og jólaönn,
rifaði þó fyrir birtublettum nýrrar
menningar. Á heimili Þorvalds
var iðkuð talsverð tónlist, og for-
eldrar hans áttu eftirprentanir,
listaverk og jafnvel bækur um er-
lenda myndlist. Teikniárátta
drengsins var því ekki talin til
óeðlis eða hyskni, svo sem títt var,
enda vissi móðir hans vel til þess
að Theódór faðir hennar var tal-
inn vel drátthagur í skóla, og þótti
þessi hneigð því nokkur kynfylgja.
Uppgangur plássins olli því að
embættismenn, sem áður höfðu
setið sem bændahöfðingjar á
stórbúum í Vatnsdal og Þingi,
drógust nú að þessari nýju seg-
ulmiðju héraðsins. Með þeim
myndaðist örlítill broddur af
borgaralegu sniði: Ari Arnalds
sýslumaður settist þar að 1914, en
eftir hann Bogi Brynjólfsson 1918,
báðir skólaðir Hafnarmenn og
áttu málverk, innlend eftir Þórar-
in og Ásgrím, og ýmsar erlendar
myndir. I bernsku- og æskumótun
Þorvalds Skúlasonar er því ýmis-
legt að finna, þótt í smáu sé, sem
stutt gat hneigð hans til lista.
Sumarið 1915 veiktist Skúli
Jónsson og lést þann 25. septem-
ber um haustið. Pétur Theódórs,
móðurbróðir Þorvalds, hafði gegnt
kaupfélagsstörfunum í veikindum
Skúla, og tók hann að fullu við
stjórn þess við andlát hans. Hafði
hann stjórn kaupfélagsina á
Blönduósi síðan með höndum allar
götur til ársins 1943. Á Blönduósi
höfðu þeim hjónum fæðzt þrjár
dætur, Arndís, Guðrún og Bryn-
hildur, svo Elín stóð nú uppi ekkja
með fimm börn og Þorvald elztan,
9 ára gamlan. En hún átti að góðu
skjóli að hverfa hjá Pétri bróður
sínum, sem hélt heimilinu saman
og reyndist börnum hennar hinn
bezti fóstri.
Messadrengur
gerist málari
Á þeim árum var ekki látið gróa
um unga drengi hér á landi, og
mt