Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
frá Reykjavík, vel kunnugur öllu
því sem var að gerast í íslenzkri
myndlist, en hann var auk þess
eldri og mun reyndari en ég. —
Næstu vikurnar eftir komu hans
tók Blönduós á sig nýjan svip i
mínum augum, mér varð ljóst af
myndum Snorra að staðurinn átti
sér liti, sem ég í fávisku minni
hafði ekki komið auga á. —
Blönduós og málaralistin birtust
mér nú í nýrri sýn.“
Snorri var enn á Blönduósi
framan af næsta sumri, 1924, og
máluðu þeir félagar enn saman,
enda mátti oft heita að afgreiðsl-
an í apótekinu væri ekki beint stíl-
uð upp á neinar bráðapestir í
mannfólkinu, hvað svo sem af-
greiðslunni í Kaupfélaginu leið.
Til eruvatnslitablokkir Þorvalds
frá báðum þessum sumrum, oftast
i pappírsstærðinni 18x26 sm. Þar
fer raunar ekki mikið fyrir pláss-
inu sjálfu, húsum eða götum, held-
ur eru myndirnar af landslaginu í
kring og oft frammi við sjó. Þótt
ekki yrðu ráöin af þeim nein list-
ræn fyrirheit, sýna þær þó glögg-
lega tvennt: mikinn og vakandi
áhuga og þann næmleika, að of-
gera ekki efninu með neinu óhófi
lita, svo sem oft vill brenna við hjá
lítt skóluðum ungmennum.
Ekki hélzt Þorvaldi á vini sínum
nema fram á mitt sumar, því fyrst
í júlí bregður kúnstnerinn SAN
undir sig betri fætinum og snarar
sér hvorki lengra né skemmra en
til sjálfrar Kóngsins Kaupmanna-
hafnar. Erindið mun raunar hafa
verið til skoðunar og lækninga á
augnsjúkdómi, en samt teiknar
hann nokkuð eftir gifsstyttum í
Statens Museum for Kunst, en
einnig niðri við höfn og um skeið í
trjágörðum Hróarskeldu. Af því
sem hann hefur skrifað í teikni-
og minnisblokkir sínar er þó að
sjá sem hann hafi litið á sig sem
flottan og upprennandi heims-
borgara fremur en auðmjúkan
þjón Appellesar: Hann gengur um
í fínum, skraddarasaumuöum föt-
um og hallar sér út af með enska
avísa.
Um haustið fer Þorvaldur enn
suður til Reykjavíkur. Theódór
bróðir hans var í Menntaskólan-
um, og deildu þeir herbergi saman
um veturinn. í manntali Reykja-
víkur 1. des. 1924 eru þeir bræður
skráðir í húsi Margrétar Jónsdótt-
ur við Bergstaðastræti 52 og eru
báðir skrifaðir námsmenn, en þó
enn með lögheimili á Blönduósi.
Eitthvað mun Þorvaldur hafa
byrjað að undirbúa sig undir inn-
tökupróf í Menntaskólann, en í
stað sveigðist allt í þá átt sem
verða vildi. Því það er þennan vet-
ur á Bergstaðastrætinu sem Þor-
valdur tekur að leita sér tilsagnar
Ásgríms Jónssonar.
Þótt Ásgrímur liti til með ýms-
um ungum mönnum, tók hann þá
ekki í læri, heldur setti þeim fyrir
verkefni, einkum samstillingar, og
leyfði þeim siðan að koma til sín
með árangurinn, eða að hann liti
til þeirra. Slík tilsögn Ásgríms og
ljúfmannleg gagnrýni hans hefur
að sjálfsögðu verið mikilsverð, en
hitt er þó ekki síður, að vera í
snertingu við slikan mann, sem
hafði heils hugar helgað sig
myndlistinni og sýnt með verki
sínu að slíkt var bæði lífvænt
manni og stórfenglegt tillag í list-
snauðu landi.
Á þessum árum var háttur Ás-
gríms sá, að ferðast um landið að
sumrinu en vinna úr eftirtekjunni
að vetrinum. Þetta hitti vel í lið
hvað Þorvald snerti, því næstu
sumur var hann enn nyrðra, bæði
hjá Kaupfélaginu og í vegavinnu,
þar sem þeir voru saman, hann og
Jónas S. Jakobsson, sem síðar
varð skóla- og herbergisfélagi
hans í Osló.
Haustið 1925 flyzt Elfn móðir
hans til Reykjavíkur, og heldur
hún um veturinn heimili fyrir
börn sín þrjú sem þá voru komin
suður, Theódór, Þorvald og Guð-
rúnu. Þau búa við Þingholtsstræti
28, í svokallaðri Hússtjórn. Vetur
þennan gekk Ásgrímur til Þor-
valds með jöfnu bili að líta á
myndir hans, og sé að líkindum til
getiö, hlaut hann hjá meistaran-
um milda, örvandi, en þó all kröfu-
þunga dóma. Þegar á leið, og eink-
um vorið og haustið næsta, skrapp
Þorvaldur með Ásgrími í málara-
túra út fyrir bæinn, suður fyrir
Hafnarfjörð og upp að Kolviðar-
hóli, og má þá kalla að innsigli
ætlunarverksins væri endanlega á
hann þrýst.
Listvinafélagið
sýning í Bárubúð
Þótt Reykjavík þessara ára væri
ekki listauðugur bær, glaðnaði
samt öðru hverju til í þeim efnum.
Páskasýningar Ásgríms voru stór-
viðburður hverju sinni, en þessi
árin voru það austfjarðamyndirn-
ar 1925, Snæfell, Lagarfljót og
Hjaltastaðablá, Borgarfjarðar-
málverk 1926, en síðan Víðiker,
Tröllaháls og Botnssúlur, allt
túlkað af tignarlegri sýn og hvað
eina sem ný opinberun lands-
mönnum. Listvinafélagið hélt og
árlegar sýningar, en það hafði ver-
ið stofnað 1916, og hafði nú komið
sér upp sýningarhúsi á Skóla-
vörðuholti, er nefnt var Listvina-
hús. Sýningar þess þóttu að vfsu
ekki valmetið einbert, en þær voru
í sjávarþorpi 1942.
Á sýningu Nfnn Tryggvadóttur f Bogasalnum 1967: Þorvaldur Skúlason,
Nína Tryggvadéttir, Kristján Davíösson, Svanhildur Björnsdóttir, Margrét
Jónsdóttir og Þórbergur Þórðarson.
bréfa f Listvinahúsinu og sú
ákvörðun tekin að selja húsið, og í
janúar 1929 er það auglýst til sölu,
— eina listsýningarhúsið í höfuð-
staö landsins. Það var síðan selt
fyrir jafnvirði fasteignamats, sem
var þó að flestra dómi langt undir
raunvirði. Húsið var selt á kr.
12.000.-, en málverk Skovgárds
kostaði 16!
Sýningarsumarið 1927 dveljast
þeir enn saman á Blöndósi, Þor-
valdur og Snorri, og áttu þar frjó-
samt sálufélag. Sýn Snorra á hina
sérkennilegu myndauðgi þorpsins
— sem hefur þó ekki af dauðlegum
verið talið til fegurstu staða — og
all þroskuð viðhorf Þorvalds til
Ásgrfmur mun hafa leiðbeint hon-
um eitthvað. Bera myndirnar þess
nokkurn vott — og fleiri áhrifa
veður vart. — Sumstaðar hefur
honum tekizt að sveipa landslagið
í þennan lofthjúp og lýsandi,
döggkennda blæ, er einkennir
myndir Ásgríms og islenzka nátt-
úru. Þorvaldur sér ótrúlega vel liti
og er glöggur á efnisval. Og hon-
um tekst aö mála af meiri djfírf-
ung en títt er um gætna og vel
hugsandi listamenn á hans reki“.
(Leturbr. hér) Þótt svo skrýtilega
sé til orða tekið, leynir sér ekki
það álit Sigurðar, að hér sé stefnt
til all djarfrar nýlundu. þar sem
hann talar um önnur áhrif en Ás-
mikilsverður vettvangur upprenn-
andi listamanna sem ekki höfðu
enn bolmagn til eigin sýningar-
halds. Auk nýliða — og oft ígripa-
málara — mátti þar nær árlega
sjá verk Brynjólfs Þórðarsonar,
Eggerts M. Laxdals, Júlfönu
Sveinsdóttur, Kristínar Jónsdótt-
ur, Nínu Sæmundsson, Guðmund-
ar Einarssonar, auk hinna eldri,
Þórarins, Jóns, Ásgríms, Kjarvals
og Muggs. Sum árin voru sýningar
félagsins æði vel sóttar, svo sem
árið 1921, en þá komu 1848
greiðslugestir á sýninguna, og var
Reykjavík þó ekki nema rúmlega
17 þúsund manna bær. Einnig
gekkst félagið fyrir erindaflutn-
ingi og bókaútgáfu um listir, og
eitt árið, 1925, efndi það til mikill-
ar sýningar danskrar listar, 158
verka, og áttu þar hlut að ýmsir
jöfrar danskrar samtímalistar,
svo sem Niels Skovgárd (sem átti
dýrasta verkið á sýningunni,
Trata, sem kostaði 16 þúsund
krónur) og J.F. Willumsen, sem
Þorvaldi Skúlasyni varð hvað
starsýnast á. Og enn gerðust
óvæntari hlutir, svo sem sýning sú
sem Finnur Jónsson efndi til f
salnum hjá Rosenberg haustið
1925 á kúbiskum „komposition-
um“, þá nýkominn heim úr
„Sturm“-hópnum þýzka.
í maí 1927 gerist það svo f sögu
Þorvalds sjálfs, að hann tekur
þátt í sjöundu almennu sýningu
Listvinafélagsins og kemur þar í
fyrsta sinn fram opinberlega með
myndir sínar. Sýningin var dóm-
nefndarlaus það sinnið, en Þor-
valdur hafði skilið allmargar
myndir eftir hjá Ásgrfmi áður en
hann fór sjálfur norður f land, og
valdi Ásgrímur þær úr sem á sýn-
inguna fóru. Ein myndanna var af
móður hans (en hún týndist síðar
utanlands), önnur var af konu við
sauma, en hin þriðja samstilling,
af svipuðu tagi og hér er prentuð.
Jafnvel þeir sem töldu þessa
sýningu Listvinafélagsins „fs-
lenzkum listamönnum til hábor-
innar háðungar", leyndu ekki að-
dáun sinni á myndum Þorvalds, né
hinum tveim ungu samherjum
hans, þeim Snorra Arinbjarnar og
Gunnlaugi óskari Scheving, en
þeir eru, segir Alþýðublaðið, und-
anteking þeirra sem „mála lands-
Stormur 1971.
lög endalaust — og sjá ekkert með
innri sjónum“. „Sólskinsblettur
sýningarinnar er Þorvaldur
Skúlason," segir Valtýr Stefáns-
son í Morgunblaðinu 15. maí;
„Hann er málari. Á því er enginn
vafi.“
f verkum þeirra þremenn-
inganna var enda nýtt aö sjá:
menn við flatningsborð, kona við
sauma, þorpsgata og bátar í naust.
Og ekki aðeins að myndefni til,
hedur var úrvinnsla þess orðin
mun huglægari en menn áttu al-
mennt að venjast. Ef til vill hefur
þessi vaxtarbroddur leitt til nokk-
urrar hræðslu hinna eldri og
ihaldsamari valdsmanna félags-
ins, þvf hinn 29. maí birtist til-
kynning í Morgunblaðinu, þar sem
sagði að stjórn Listvinafélagsins
sæi sér ekki fært að halda árssýn-
ingum sínurn áfram fyrst um sinn.
í nóvember árið eftir er svo hald-
inn fundur með eigendum hluta-
ýmissa myndrænna vandamála
við þeim til gagnkvæmrar upp-
byggingar. Þorvaldur bar enda þá
uppskeru með sér suður og jók svo
við um haustið, að þann 16. febrú-
ar 1928 gat hann opnað fyrstu
einkasýningu sfna, uppi á loftinu i
Bárubúð við Vonarstræti. Þann
dag auglýsir hann sýninguna á
forsíðu Morgunblaðsins.
Valtýr Stefansson hafði ekkert
dignað f hrifningu sinni af honum
frá árinu áður og hvetur nú „bæj-
arbúa, sem ánægju hafa af mál-
aralist, að gefa þessum unga og
óvanalega efnilega málara gaurn".
Daginn eftir fylgir síðan í blaðinu
umdómur um sýninguna eftir Sig-
urð Guðmundsson arkitekt, þar
sem hann segir það „fljótséð, að
óvenjulega efnilegur listamaður er
á ferðinni. Maðurinn kvað vera
um tvítugsaldur og hafa notið
mjög lítillar tilsagnar í listinni.
gríms, er ekki um að villast, þegar
á myndir þessa árs er litið, að hin
einfalda og formsterka mótun
Jóns Stefánssonar segir þar orðið
verulega til sín.
Atfylgismenn Þorvalds gerðu
ekki endasleppt við hann, þvf
þetta ár veitir Alþingi tveimur ís-
lenzkum málurum opinberan
styrk, Jóhannesi Kjarval 1.000
krónur — og Þorvaldi Skúlasyni
500! Naut hann þar ekki sízt al-
þingismanns heimabyggðar sinn-
ar, Jóns Jónssonar frá Stóradal,
sem vildi ekki að skagfirðingar
sætu öllu lengur yfir hlut hún-
vetninga um frægðarmenn í fögr-
um listum! Þegar þessi tilstyrkur
bættist við all tekjudrjúgt síldar-
sumar á Svalbarðseyri, var engra
boða lengur að bíða, og um haustið
1928 sigla þeir Þorvaldur og
Snorri utan, með Listaháskólann í
Osló að marki.