Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
17
Edvard
Grieg
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Leikkonan Birte Störup Rafn
og píanóleikarinn Einar Steen-
Nökleberg stóðu fyrir mjög sér-
stæðri uppákomu í Norræna
húsinu nú í vikunni. Plutt var
tónlist eftir Edvard Grieg og les-
ið úr bréfum hans. t sendibréf-
um Griegs koma fram ýmis
viöhorf tónskáldsins til tónlistar
á þessum tíma og einnig eru til-
greind ýmis áhrif bæði af sam-
ferðafólki og umhverfi. Grieg fer
ungur til náms og er hann dvelur
í Kaupmannahöfn er hann sam-
vistum við Nordraak, sem hafði
mikil áhrif á Grieg og viðhorf
hans til tónlistar. Birte Störup
Rafn las úr bréfum Griegs án
allra leikaratilburða og var á
stundum eins og áheyrendur
hefðu hver og einn átt tilskrifin,
rétt eins og Grieg væri náinn
vinur, sem hann í raun er, hverj-
um sem kann að meta góða tón-
list. Um þjóðlegheit Griegs hafa
margir fjallað og eru menn ekki
samrnála hvort gildi meira,
tónstíll og hrynjandi norskra
þjóðlaga eða alþjóðlegur lær-
dómur, sem vissulega ber uppi
mikið af tónlist hans. Umræða
um slíkt er í raun óþörf, því það,
Edvard Grieg
hvaðan lindarvatnið kemur, er
hulið sjónum manna, en það er
tærleikinn sem skiptir máli. All-
ir listamenn og reyndar allar
hugmyndir eiga sér einhverja
frummótandi fyrirmynd og
frumleikinn oftast ekki meira en
ný sýn yfir gamalt efni. Þessi
skilningur manna á því að allt
megi rekja til einhvers uppruna
kemur hvað ljósast fram í leit-
inni að uppruna mannsins og
hvenær hann muni hafa byrjað
að hugsa. Einar Steen-Nökle-
berg lék nokkur verk eftir Grieg
og síðast g-moll ballöðuna, sem
er tilbrigðaverk yfir norskt þjóð-
lag. Steen-Nökleberg hefur tölu-
verða tækni en leikur allt of
sterklega og vantaði að hann léki
með ýmis blæbrigði þau sem
Grieg ilmar af. í g-moll ballöð-
unni sýndi einleikarinn tölu-
verða leikni, einkum framan af,
en missti svo tökin á þessu erfiða
tónverki.
Birte Stönip Rafn Frederic f hopin
Chopin í tali og tónum
Birte Störup Rafn hefur
ásamt ýmsum píanóleikurum
staðið fyrir „upplestrartónleik-
um“, þar sem lesið hefur verið úr
bréfum nokkurra merkra tón-
skálda og af þeim upplýsingum
sem lesa má í efnisskrá, hefur
hún flutt efni um Grieg, Chopin,
Tsjaíkofsky og Carl Nielsen og
fengið til liðs við sig píanóleik-
ara eins og Einar Steen-Nökle-
berg, Semion Balschem og Elisa-
beth Westenholz. Textinn er
unninn af Anne Rames Thorsen.
Tónlist og texti mynda ekki
sögulega heild og aðeins textun-
um skipað í tímaröð. Það eru
ólíkir menn og heimar hjá
sveitamanninum Grieg og
heimsmanninum Chopin. Hjá
Chopin er það stríð, ástir, veik-
indi og þungbær dauðinn. Allt
þetta kom vel fram í nærfærnum
lestri Birte Störup Rafn og á
köflum í leik Einar Steen-
Nökleberg, sem er þó allt of
harðhentur. Leikur hans er skýr,
en túlkunin nokkuð einhæf eða
blátt áfram. Á köflum vantaði
alla „póesíu*1 og sérkennilegt
„eintal" tónskáldsins, eins og
best má heyra í mazúrkunum,
völsunum og prelúdíunum, sem
án skilnings á þessari sérstæðu
„samræðulist" Chopins geta
hrapað niður í það að vera að-
eins fingraæfingar og tæknisýn-
ingagripir. Aðalverkiö á tónleik-
unum var sónatan með sorgar-
marsinum, sú númer tvö. Það er
eins og Einar Steen-Nökleberg
hafi fyrst og fremst ætlað að
sýna hversu hratt má leika og er
það útaf fyrir sig skemmtilegt,
ef menn ráða meistaralega vel
við hraðann, en annars marklaus
óþarfi. í skersóinu náði píanó-
leikarinn ekki að leika sér með
hraðann og í sorgarmarsinum
var of sterkt leikið, leikið hátt
upp fyrir þunga sorgina og milli-
kaflinn, sem er eins og blfðsár
minning, varð aðeins falleg lag-
lína. Það vantaði sem sé skáld-
skapinn i leik Einar Steen-
Nökleberg og þá hafa menn
gleymt erindi sinu við Chopin.
Jón Ásgeirsson
1
vorumarkaðurinn hl.
ÞEIRBERANAFN
MEÐRENTU
, VAXTAKOSTIR
UTVEGSBANKANS
Frá og með 1. september 1984 verða vextir
Útvegsbanka íslands sem hér segir :
innlán
Vaxtii Ars-
rriu ÓVOXtUD
Spaiis j óðsbœkur 17,0% 17,0%
Sparirelkntngar: a) með 3 mán. uppsögn 20,0% 21,0%
b) með 6 mán. uppsögn 23,0% 24,3%
c) með 12 mán. uppsögn 24,5% 26,0%
Vuxtii
alls
Verðtryggðii reikningar: a) með 3 mán. bindingu 3.0%
b) með 6 mán. bindingu 6,0%
Vaxtir Ált-
alls áröxtua \
Plúslánareikningar: a) Spamaður 3-5 mán. 20,0% 21,0%
b) Sparnaður 6 mán. eða lengur 23,0% 24,3%
•
Vextii Áis-
aUt áröxtua
Spariskirteini 6 mán. binding 24,5% 26,0%
Vextii
aUs
Tókkareikningar 12,0%
.vC. ■'
Vmxtii ÁIS-
rrJlft áröxtua
Innlendir gjaldeyrisreikningar: a) innstœður i Bandaríkjadollurum 9,5% 9,5%
b) innstœður í sterlingspundum 9,5% 9.5%
c) innstœður í vestur þýskum mörkum 4.0% 4,0%
d) innstœður í dönskum krónum 9,5% 9,5%
ÚTLÁN
Voxtii
aUs
Almennir víxlar (íorvextir) 22.0%
Viðskiptavixlar (íorvextir) 23,0%
Yíirdráttarlán 26,0%
Endurseljanleg lán: a) íyrir framl. á innlendan markað 18,0%
b)lániSDR 10.25%
Almenn skuldabról 25.0%
Viðskiptaskuldabróf Veiðtiyggð útlán: 28,0%
a) allt að 2 V2 ár 8,0%
b) minnst ár 9.0%
ÚTVEGSBANKINN
EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA