Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 17 Edvard Grieg Tónlist Jón Ásgeirsson Leikkonan Birte Störup Rafn og píanóleikarinn Einar Steen- Nökleberg stóðu fyrir mjög sér- stæðri uppákomu í Norræna húsinu nú í vikunni. Plutt var tónlist eftir Edvard Grieg og les- ið úr bréfum hans. t sendibréf- um Griegs koma fram ýmis viöhorf tónskáldsins til tónlistar á þessum tíma og einnig eru til- greind ýmis áhrif bæði af sam- ferðafólki og umhverfi. Grieg fer ungur til náms og er hann dvelur í Kaupmannahöfn er hann sam- vistum við Nordraak, sem hafði mikil áhrif á Grieg og viðhorf hans til tónlistar. Birte Störup Rafn las úr bréfum Griegs án allra leikaratilburða og var á stundum eins og áheyrendur hefðu hver og einn átt tilskrifin, rétt eins og Grieg væri náinn vinur, sem hann í raun er, hverj- um sem kann að meta góða tón- list. Um þjóðlegheit Griegs hafa margir fjallað og eru menn ekki samrnála hvort gildi meira, tónstíll og hrynjandi norskra þjóðlaga eða alþjóðlegur lær- dómur, sem vissulega ber uppi mikið af tónlist hans. Umræða um slíkt er í raun óþörf, því það, Edvard Grieg hvaðan lindarvatnið kemur, er hulið sjónum manna, en það er tærleikinn sem skiptir máli. All- ir listamenn og reyndar allar hugmyndir eiga sér einhverja frummótandi fyrirmynd og frumleikinn oftast ekki meira en ný sýn yfir gamalt efni. Þessi skilningur manna á því að allt megi rekja til einhvers uppruna kemur hvað ljósast fram í leit- inni að uppruna mannsins og hvenær hann muni hafa byrjað að hugsa. Einar Steen-Nökle- berg lék nokkur verk eftir Grieg og síðast g-moll ballöðuna, sem er tilbrigðaverk yfir norskt þjóð- lag. Steen-Nökleberg hefur tölu- verða tækni en leikur allt of sterklega og vantaði að hann léki með ýmis blæbrigði þau sem Grieg ilmar af. í g-moll ballöð- unni sýndi einleikarinn tölu- verða leikni, einkum framan af, en missti svo tökin á þessu erfiða tónverki. Birte Stönip Rafn Frederic f hopin Chopin í tali og tónum Birte Störup Rafn hefur ásamt ýmsum píanóleikurum staðið fyrir „upplestrartónleik- um“, þar sem lesið hefur verið úr bréfum nokkurra merkra tón- skálda og af þeim upplýsingum sem lesa má í efnisskrá, hefur hún flutt efni um Grieg, Chopin, Tsjaíkofsky og Carl Nielsen og fengið til liðs við sig píanóleik- ara eins og Einar Steen-Nökle- berg, Semion Balschem og Elisa- beth Westenholz. Textinn er unninn af Anne Rames Thorsen. Tónlist og texti mynda ekki sögulega heild og aðeins textun- um skipað í tímaröð. Það eru ólíkir menn og heimar hjá sveitamanninum Grieg og heimsmanninum Chopin. Hjá Chopin er það stríð, ástir, veik- indi og þungbær dauðinn. Allt þetta kom vel fram í nærfærnum lestri Birte Störup Rafn og á köflum í leik Einar Steen- Nökleberg, sem er þó allt of harðhentur. Leikur hans er skýr, en túlkunin nokkuð einhæf eða blátt áfram. Á köflum vantaði alla „póesíu*1 og sérkennilegt „eintal" tónskáldsins, eins og best má heyra í mazúrkunum, völsunum og prelúdíunum, sem án skilnings á þessari sérstæðu „samræðulist" Chopins geta hrapað niður í það að vera að- eins fingraæfingar og tæknisýn- ingagripir. Aðalverkiö á tónleik- unum var sónatan með sorgar- marsinum, sú númer tvö. Það er eins og Einar Steen-Nökleberg hafi fyrst og fremst ætlað að sýna hversu hratt má leika og er það útaf fyrir sig skemmtilegt, ef menn ráða meistaralega vel við hraðann, en annars marklaus óþarfi. í skersóinu náði píanó- leikarinn ekki að leika sér með hraðann og í sorgarmarsinum var of sterkt leikið, leikið hátt upp fyrir þunga sorgina og milli- kaflinn, sem er eins og blfðsár minning, varð aðeins falleg lag- lína. Það vantaði sem sé skáld- skapinn i leik Einar Steen- Nökleberg og þá hafa menn gleymt erindi sinu við Chopin. Jón Ásgeirsson 1 vorumarkaðurinn hl. ÞEIRBERANAFN MEÐRENTU , VAXTAKOSTIR UTVEGSBANKANS Frá og með 1. september 1984 verða vextir Útvegsbanka íslands sem hér segir : innlán Vaxtii Ars- rriu ÓVOXtUD Spaiis j óðsbœkur 17,0% 17,0% Sparirelkntngar: a) með 3 mán. uppsögn 20,0% 21,0% b) með 6 mán. uppsögn 23,0% 24,3% c) með 12 mán. uppsögn 24,5% 26,0% Vuxtii alls Verðtryggðii reikningar: a) með 3 mán. bindingu 3.0% b) með 6 mán. bindingu 6,0% Vaxtir Ált- alls áröxtua \ Plúslánareikningar: a) Spamaður 3-5 mán. 20,0% 21,0% b) Sparnaður 6 mán. eða lengur 23,0% 24,3% • Vextii Áis- aUt áröxtua Spariskirteini 6 mán. binding 24,5% 26,0% Vextii aUs Tókkareikningar 12,0% .vC. ■' Vmxtii ÁIS- rrJlft áröxtua Innlendir gjaldeyrisreikningar: a) innstœður i Bandaríkjadollurum 9,5% 9,5% b) innstœður í sterlingspundum 9,5% 9.5% c) innstœður í vestur þýskum mörkum 4.0% 4,0% d) innstœður í dönskum krónum 9,5% 9,5% ÚTLÁN Voxtii aUs Almennir víxlar (íorvextir) 22.0% Viðskiptavixlar (íorvextir) 23,0% Yíirdráttarlán 26,0% Endurseljanleg lán: a) íyrir framl. á innlendan markað 18,0% b)lániSDR 10.25% Almenn skuldabról 25.0% Viðskiptaskuldabróf Veiðtiyggð útlán: 28,0% a) allt að 2 V2 ár 8,0% b) minnst ár 9.0% ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.