Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
19
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, var framkvæmdasijóri Arnarflugs þegar Flugleiðir gerðust
hluthafar í Arnarflugi og átti hann ríkan þátt íþvíað fá Flugleiðir „inn ímyndinau. Ekki var hlutur Vilhjálms Jónssonar, forstjóra
Olíufélagsins, minni, því Olíufélagiö átti stórar kröfur á hendur Arnarflugi vegna olíuskulda, þegar Flugleiðir komu inn. Steingrímsþátt-
ur Hermannssonar hefur verið ríkulegur í sögu Arnarflugs. Hann veitti Arnarflugi leyfi til áætlunarflugs 1983 til Amsterdam,
Dússeldorf og Zurich ... að því aö talið er eftir aö Arnarflug samþykkti að kaupa meira og minna ónýtar eigur Iscargo, sem
flokksbróðir Steingríms, Kristinn Finnbogason, átti. Haukur Björnsson, stjórnarformaður Arnarflugs, er sagður af Flugleiðamönnum
tilkynna stefnumótandi ákvarðanir félagsins á stjórnarfundum. Þær segja þeir að séu teknar á öðrum vettvangi. Framkvæmdastjórar
Arnarflugs hafa verið þrír í sögu þess frá 1976. Fyrstur var Magnús Gunnarsson. Hér fara fram framkvæmdastjóraskipti öðru sinni, í
janúar 1983, þegar Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, lætur af því starfi og við tekur Agnar Friðriksson, núverandi fram-
kvæmdastjóri félagsins. Sigurður Helgason, stjórnarformaður og forstjóri Flugleiða, er sagður hafa hvað minnstar mætur á þessu
hálfgerða dótturfyrirtæki Flugleiða, Arnarflugi, af ráðamönnum Flugleiða. Hann mun þó ekki vilja sleppa höndinni alveg affélaginu,
því hann, eins og aðrir Flugleiðamenn telja að fyrirtæki andsnúin Flugleiðum, einkum SÍS, geti farið að dæla ómældum fjármunum í
rekstur Arnarflugs og gera Arnarflug þar með að skæðum keppinaut Flugleiða. Helstu ráðamenn SÍS, þeir Valur Arnþórsson,
stjórnarformaður, og Erlendur Einarsson, forstjóri, eru þó ekki taldir hafa mikinn áhuga á að hætta fjármagni SÍS í ríkum mæli í
flugrekstur Arnarflugs og því munu þeir vera sallarólegir yfir því að Flugleiðir hafi nú aukið eignarhlutdeild sína í Arnarflugi í 43,7%.
Magnús GunnarsKon Vilhjálmur Jónanon Steingrfmur Hermannsnon Kristinn Finnbogason Haukur Björnsson Siguróur Helgason Vahir Arnþórsson Krlenriur Einarsson
skyndiverkfall flugmannanna
1980. Þar segja þeir að stjórn
Flugleiða hafi óbeint fallist á að
Arnarflug yrði sett út í kuldann. I
þessum samningi gangast Flug-
leiðir inn á það að flugliðar Flug-
leiða gangi fyrir öllum störfum, og
er þessi samningur enn í fullu
gildi.
Til þess að fá ríkisábyrgðina
gengust Flugleiðir inn á að selja
starfsmönnum Arnarflugs sinn
hlut í Arnarflugi og í því tilefni
var skipuð matsnefnd sem mat
bréf þeirra á 5,3 földu nafnverði.
Starfsmannafélag Arnarflugs
mun ekki hafa ráðið við kaupin á
svo stórum hlut í Arnarflugi, og
því var farið fram á að Flugleiðir
seldu Starfsmannafélagi Arnar-
flugs 17,5% hlutabréfa í Arnar-
flugi, þannig að Flugleiðir ættu
eftir söluna 40% hlut í Arnarflugi
og urðu Flugleiðir við því.
Leyfisveiting til Iscargo
hleypir illu blóði
í bæði félögin
Það virðist hafa komið báðum
flugfélögunum, Arnarflugi og
Flugleiðum jafnmikið í opna
skjöldu, að Steingrímur Her-
mannsson, þáverandi samgöngu-
ráðherra skyldi veita Iscargo leyfi
til þess að hefja áætlunarflug til
Amsterdam 1981, en Flugleiðir
höfðu þegar leyfi til þess að fljúga
þangað áætlunarflug. Einn Flug-
leiðamanna hefur eftirfarandi um
leyfisveitingu Steingríms að segja:
„Það var náttúrlega fyrir neðan
allar hellur að Steingrímur skyldi
veita Kristni Finnbogasyni,
flokksbróður sínum og vini, þetta
leyfi, þar sem Iscargo var engan
veginn í stakk búið til þess að ann-
ast slíkt flug, auk þess sem Flug-
leiðir höfðu þá þegar leyfi fyrir
áætlunarflugi til Amsterdam,
enda átti eftir að koma á daginn,
að þessi aðstoð Steingríms við
Kristinn átti ekki eftir að duga, til
þess að forða Iscargo frá gjald-
þroti."
„Steingrímur veitti Iscargo leyfi
til þess að fljúga áætlunarflug til
Amsterdam, gjörsamlega upp úr
þurru. Þetta var auðvitað yfir-
gengileg framkoma, þar sem Is-
cargo hafði ekkert bolmagn til
þess að standa í slíkum flug-
rekstri. Ekki hæft starfsfólk, ekki
flugmenn og ekki vélako3t,“ segja
Arnarflugsmenn um þessa leyfis-
veitingu.
Haustið 1981 sótti Arnarflug
svo um leyfi til þess að fljúga
áætlanaflug til Frankfurt, Ham-
borgar, Parísar og Zúrich. Kom
þessi umsókn strax í kjölfar þess
að nýr meirihluti hafði myndast
hjá Arnarflugi, þar sem starfs-
menn Arnarflugs áttu 23%, ýmsir
hluthafar 21% og SÍS-félögin
16%. Vorið 1982 veitti Steingrím-
ur Arnarflugi síðan leyfi til áætl-
anaflugs til Dússeldorf, Zúrich og
Amsterdam. Áður hafði sam-
gönguráðherra leitað umsagnár
flugráðs um þessa umsókn Arnar-
flugs, og var niðurstaða ráðsins að
þrír flugráðsmenn mæltu gegn
leyfisveitingu, einn sat hjá og einn
var meðmæltur leyfisveitingu, en
þó ekki til Hamborgar. Um vetur-
inn hafði mikið leynimakk staðið
yfir, á milli fulltrúa samgöngu-
ráðuneytisins og Arnarflugs, og
telja heimildarmenn blaðsins að
þar hafi í einhverri mynd verið
samið um „verð“ það sem Arnar-
flug yrði að greiða fyrir leyfi til
áætlanaflugs þar sem samgöngu-
ráðherra hafi verið ákveðinn í að
Arnarflug fengi ekkert leyfi, nema
það tæki að sér að kaupa eignir
þrotabús Iscargo, til þess að
bjarga Kristni Finnbogasyni.
Varð það úr að Arnarflug keypti
skúradrasl á Reykjavíkurflugvelli
í eigu Iscargo og Electru-flugvél
félagsins jafnframt, en hún mun
vera einn meginorsakavaldurinn
fyrir miklum taprekstri Arnar-
flugs á sl. ári. Var Iscargopakkinn
keyptur fyrir 29 milljónir króna,
og telja kunnugir að þar hafi Arn-
arflug greitt 10 til 12 milljónum
króna of mikið.
Arnarflug hóf áætlanaflug til
Amsterdam, Dússeldorf og Zúrich
sumarið 1982 og Flugleiðir héldu
áfram flugi sínu á Amsterdam,
Frankfurt og Dússeldorf. Stein-
grímur Hermannsson, samgöngu-
ráðherra tilkynnti Flugleiðum
bréflega á miðju sumri 1982, nán-
ar tiltekið þann 14. júlí að ráðu-
neytið ákveði einhliða hvernig
millilandafluginu skuli háttað frá
1. október 1982, og sviptir Flug-
leiðir þar með flugleyfi til Dússel-
dorf og Amsterdam frá sama
tíma. Þessi ákvörðun samgöngu-
ráðherra olli gífurlegri reiði innan
Flugleiða og halda Flugleiðamenn
því fram að hún hafi stórskaðað
hagsmuni félagsins í Evrópu,
einkum í Þýskalandi og Hollandi.
Segja þeir Flugleiðamenn að
svona leyfissviptingar heyri al-
gjörum undantekningum til, og
ástæður slíks séu yfirleitt stór-
kostleg afglöp eða vanræksla í
starfi.
Eftir að raunveruleg samkeppni
félaganna hófst, fór að bera meir
á kala á milli félaganna. Arnar-
flugsmenn segja að Flugleiðir hafi
lagt steina í götu sína, m.a. með
rándýrri viðhaldsþjónustu. Flug-
leiðamenn segja Árnarflugsmenn
hafa valið að fara eigin leiðir, án
samráðs við Flugleiðir, sem þó eigi
40% hlut í Arnarflugi. Segja
Flugleiðamenn að Arnarflug taki
stefnumótandi ákvarðanir hvað
varðar reksturinn á bak við tjöld-
in, og síðan séu ákvarðanirnar
kynntar á stjórnarfundum, sem
þeir segja einnig vera afskaplega
strjála, að ekki sé meira sagt. Þá
benda Flugleiðamenn á að þrátt
fyrir samkeppni þá sem nú sé á
flugleiðum til Evrópu, hafi spá
Arnarflugsmanna um aukningu á
ferðamannastraum hingað til
lands ekki ræst. Með öðrum orð-
um: Þeir halda því fram að flug-
kakan hafi ekki stækkað — heldur
að sama stærð af köku skiptist nú
í tvennt, í stað þess að hafa áður
lent hjá einum aðila. Nefna Flug-
leiðamenn tölur máli sínu til
stuðnings. Þeir segja að fram til 1.
ágúst sl. hafi Hollendingar sem
sóttu ísland heim verið 64 fleiri,
en á sama tíma í fyrra, Þjóðverjar
hafi verið 500 fleiri og Svisslend-
ingar hafi verið 200 fleiri, miðað
við sama tíma í fyrra. Þetta sé svo
lítil aukning að hún sé vart mark-
tæk.
Arnarflug með hagnað 1981
en tap 1982 og 1983
Arnarflug var rekið með tapi
1982 og 1983. Sl. ár var tapið mik-
ið, eða samtals 54,4 milljónir
króna. Vógu þar hvað þyngst fjár-
hagsgjöld Electru-flugvélarinnar,
sem seld var fyrir réttu ári, en þau
gerðu meira en vega hagnaðinn af
erlendum verkefnum félagsins
upp. Fjárhagsleg staða fyrirtækis-
ins í árslok í fyrra var því neikvæð
um 43 milljónir króna, en það var
einmitt þá sem Flugleiðir ákváðu
að afskrifa sinn hlut í Arnarflugi.
Stjórn Arnarflugs samþykkti
síðan á fundi sínum í júní í sumar
að leggja til við aðalfund að hluta-
fé félagsins væri aukið með útboði
nýs hlutafjár, að upphæð 40 millj-
ónir króna, og var sú tillaga sam-
þykkt á aðalfundinum.
Það er í kjölfar þeirrar ákvörð-
unar sem gamall ágreiningur fé-
laganna kemur upp á yfirborðið á
nýjan leik. Nú er útlit fyrir að
Flugleiðir munu frá deginum í
dag, eiga 43,7% hlut í Arnarflugi,
starfsmenn Arnarflugs um 27%,
SÍS-fyrirtækin um 17% og aðrir
um 11%. Nákvæmar tölur liggja
væntanlega fyrir eftir daginn í
dag. Flugleiðir hafa sem sagt
ákveðið að auka við eignarhlut
sinn í Arnarflugi, og mun sú
ákvörðun hafa mætt misjöfnum
undirtektum hjá öðrum hluthöf-
um í Arnarflugi, eftir því sem
blm. kemst næst. Einn Arnar-
flugsmaður sagði um þessa ákvörð-
un Flugleiða: „Flugleiðir vissu
sem var, að það voru aðrir aðilar
tilbúnir til þess í sumar að kaupa
þeirra hlut í Arnarflugi, öll 40%.
Því þurfti félagið einfaldlega að
gera það upp við sig, hvort það
ætlaði að sleppa öllum ítökum sín-
um hjá okkur, eða hvort það vildi
halda sínum hlut. Það hafa ýmsir
hjá Arnarflugi skilið að Flugleiðir
vildu halda sínum 40%, og sú
ákvörðun þeirra hefur ekki mætt
megnri andstöðu. Það vakna aftur
grunsemdir ýmissa nú, í kjölfar
þess að Flugleiðir ákváðu að not-
færa sér forkaupsrétt að bréfum
sem eftir voru, og auka þar með
eignarhlut sinn í 43,7%. Það er
augljóst að sú ákvörðun er tilkom-
in til þess að auka.ítök í félaginu,
til þess að auka áhrif og völd, og
hugsanlega að stefna að meiri-
hlutaeign í Arnarflugi. Við teljum
að slíkt væri sama og dauðadómur
yfir Arnarflugi."
„Tímaskekkja Flugleiða
að auka hlut sinn frá
því sem verið hefur“
Annar talsmaður Arnarflugs er
ómyrkur í máli varðandi aukinn
hlut Flugleiða í Arnarflugi og seg-
ir: „Það er algjör tímaskekkja
Flugleiða að vera að auka hlut
sinn í Arnarflugi frá því sem verið
hefur. Það er tímaskekkja gagn-
vart stjórnvöldum, starfsmönnum
og almenningi í landinu. Flug-
leiðamenn verða að horfast í augu
við þá staðreynd að Arnarflug er
til, og verður ekki drepið niður.“
Flugleiðamenn gangast við því
óopinberlega, að þessi ákvörðun
þeirra sé auðvitað fyrst og fremst
tekin með það fyrir augum að
Flugleiðir ætli sér að auka áhrif
sín og völd innan Arnarflugs: „Það
er auðvitað gagnsætt, að við erum
ekki að gera neitt annað, en kaupa
okkur aukin áhrif og völd innan
fyrirtækisins," sagði einn tals-
maður Flugleiða, en hann vill ekk-
ert um það segja hvort Flugleiðir
séu að undirbúa meirihlutaeign
sína í Arnarflugi á nýjan leik.
Aðrir Flugleiðamenn benda á að
það hafi ekki verið fýsilegur kost-
ur fyrir Flugleiðir að bakka með
öllu út úr Arnarflugi nú, og horfa
síðan upp á það, að SÍS dældi
ótakmörkuðu fjármagni í Arnar-
flug. Segja þeir að slíkt gæti haft
afar óheppileg áhrif á Flugleiðir,
einkum meðan Framsókn sé í rík-
isstjórn. Arnarflugsmenn segja
þetta aftur vera hreinan fyrir-
slátt, þar sem SÍS hafi í gegnum
árin haft næg tækifæri til þess að
dæla fjármagni inn í fyrirtækið,
hefði vilji fyrir slíku verið fyrir
hendi á annað borð, hvað þeir
segja augljóslega ekki hafa verið.
Framundan samstarf og sam-
keppni á skynsamlegum
grundvelli, eða enn meiri
sundrung og óeining?
Segja má að Arnarflug standi
nú á tímamótum. Mikið nýtt fjár-
magn er komið inn í fyrirtækið,
með þeirri endurfjármögnun sem
ákveðin var í sumar. Erfiður fjár-
hagsbaggi, eins og Iscargopakkinn
er að baki, og næg verkefni virðast
framundan. Nú mun á það reyna á
næstunni, hvort félaginu tekst að
rífa upp reksturinn þannig að þeir
rekstrarþættir sem hafa verið
byrði á félaginu, innanlandsflugið
og millilandaflugið fari að standa
undir sér, eða jafnvel skila hagn-
aði. Forráðamenn Arnarflugs
virðast bjartsýnir á að það muni
takast, og í sama streng hafa sum-
ir viðmælendur blaðsins úr röðum
Flugleiðamanna tekið, þannig að
segja má að á næstunni fái Arnar-
flug tækifæri til þess að sanna til-
verurétt sinn sem raunverulegt
áætlunarflugfélag. Verður fróð-
legt að fylgjast með, hvernig fé-
laginu tekst til í því efni, jafn-
framt því sem fróðlegt verður að
sjá hvort stjórnendur félaganna
tveggja eiga eftir að sýna þann
þroska að taka upp samkeppni og
samvinnu á skynsamlegum grund-
velli og leggja af hnútukast og róg
hvor í annars garð. Til þess að svo
megi verða, þarf að koma til við-
horfsbreyting hjá stjórnendum og
starfsmönnum beggja fyrirtækj-
anna.