Morgunblaðið - 07.09.1984, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
Níu menn teknir
af lífí í Kína
Peking, 6. september. AP.
NÍU MENN hafa verið teknir af IiTi í
Kína í þessum mánuði. Mennirnir
voru ákærðir fyrir fjölda ofbeldis-
verka og var aftaka þeirra þáttur í
áætlun stjórnarinnar um minnkun
glæpa í landinu.
í tilkynningu frá dómsmálaráðu-
neytinu segir að af lífi hafi verið
teknir níu „morðingjar, nauðgarar,
ræningjar, þjófar og ómenni sam-
kvæmt lögum".
Einn hinna líflátnu hafði farið
hamförum með hnífi á heimili konu
sem hafði afneitað honum. Hann
myrti þá föður hennar og systur,
rak hnífinn í móður hennar og
fleygði barni hennar á gólfið, þann-
ig að höfuðkúpa barnsins brotnaði.
Lögreglunni tókst loks að stöðva
manninn áður en hann kveikti f
húsinu.
Kínverska stjórnin hóf mikla
herferð gegn afbrotum árið 1983 og
fékk lögreglan aukin réttindi til að
refsa glæpamönnum harðlega ef til
þeirra náðist. Ekki eru til opinberar
tölur um hvað margir hafa verið
teknir af lífi eftir að áætlunin
komst í gagnið, en giskað hefur ver-
ið á um 5—10,000 manns. Stjórnin
heldur því fram að glæpum hafi
fækkað um helming síðan herferðin
hófst.
Noregur:
Lík fjallgöngumannanna
grófust undir grjóthruni
Ósló, 6. sept Fr» Per A. Borglund,
rrétlariUra Mbl.
NÚ ER Ijóst, að enginn leiðangur verð-
ur gerður út á fjallið Trango Tower í
Pakistan til að ná í lík norsku fjall-
göngumannanna tveggja, sem fórust
þar fyrir fjórum vikum, þegar grjót-
skriða lenti á þeim.
Lík mannanna fundust í fyrstu
leit, og var ætlunin að pakistönsk
herþyrla sækti þau einhvern næstu
daga. Nú hefur hins vegar orðið
geysimikið grjóthrun á þessu svæði
og lík mannanna beggja grafist þar
undir fyrir fullt og allt.
« v • -r • m ouiittinjuu nt.
Smiðurinn Jimmy Larter
Hér er Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, kominn í hlutverk húsasmiðs, en hann tók þátt í
átaki sjálfboðaliða við að gera nokkur hús í neðri-austur-hluta New York-borgar boðleg fólki til íbúðar.
Um 50 sjálfboðaliðar sköpuðu þannig ný heimili fyrir 19 fjölskyldur, allt á einum degi.
Þú svalar lestrarþörf dagsins á
Sovézkur ráðherra
_- deyr í A-Þýzkalandi
ÖKULEIKNI
ÍSLANDSMÓTíGÓÐAKSTRI.
ÚRSLITA KEPPNIFER FRA M 0*T
LAUGARDAGINN8. SEPTEMBER
AÐ HÖFÐABAKKA 9,
ÁRTÚNSHÖFÐA, KL. 13.00.
Keppt verður á tveimur OPEL CORSA -
bílum sem hlotið hafa viðurkenningu
um heim allan fyrir aksturseiginleika,
A-Berlín, 5. aeptember. AP.
LEONID Kostandov, aðstoðarfor-
sætisráðherra Sovétríkjanna, lézt í
morgun úr hjartaslagi I heimsókn
sinni til Austur-Þýzkalands, að sögn
austur-þýzku fréttastofunnar ADN.
Kostandov var 68 ára.
Kostandov átti sæti í miðstjórn
sovézka kommúnistaflokksins.
Hann var í forystu opinberrar
sendinefndar Sovétmanna á hinni
árlegu kaupstefnu, sem haldin er í
Leipzig um þessar mundir.
Hins vegar var ekki skýrt hvar
Kostandov var staddur né hverjar
kringumstæður voru er hann lézt
„skyndilega" úr „öðru hjarta-
slagi", eins og fréttastofan komst
að orði. Kostandov var á ferðalagi
um Austur-Þýzkaland et hann
lézt.
Kostandov komst í hóp hinna 10
aðstoðarforsætisráðherra Sovét-
ríkjanna 4. nóvember 1980, en þar
á undan var hann ráðherra með
málefni efnaiðnaðar á sinni könnu
í 15 ár. Helmut Kohl, kanzlari
Vestur-Þýzkalands, sagði nýverið
að von væri á Kostandov til Bonn
innan tíðar.
Eldingu laust í
Medici-höllina
Flórens, 6. neptember. AP.
HÖLL MEDICI-ættarinnar í Flór-
ens varð fyrir eldingu á miðviku-
dag, en yfirvöld segja að höllin
hafi sloppið undarlega vel frá
skemmdum.
Höllin er frá 13. öld og stend-
ur við torg í miðri Flórens. Eld-
ingu laust niður í þak hallarinn-
ar á miðvikudagsnótt, en aðeins
þakplötur eyðilögðust. Vildi yf-
irmaður listaráðuneytisins
þakka eldingavörnum sem kom-
ið hafði verið fyrir í höllinni,
fyrir að ekki fór verr.
Höllin er þekkt fyrir klukku-
turn sinn og þar eru mörg helstu
verk Michelangelos og Donatell-
os varðveitt. Á endurreisnar-
tímanum gegndi höllin einnig
hlutverki ráðhúss.
frak:
Mannfall í átökum
kúrda og stjórnarhers
Vínarborg, 6. september. AP.
Á ANNAÐ hundrað manns féllu og
um 50 særðust í sex daga hörðum
bardögum íraskra hermanna og að-
skilnaðarsinna kúrda, að sögn
talsmanns hins útlæga lýðræðis-
flokks kúrda, KDP.
Hann sagði að stjórnarherinn
hefði ráðist á sveitir kúrda í hér-
uðunum Dihok og Zakho sunnu-
daginn 26. ágúst sl. Árásinni
hefði verið hrundið en stjórnar-
herinn hefði látið til skarar
skríða að nýju 28. ágúst. Hefði
loks tekist að hrinda árás stjórn-
arhersins eftir fimm daga linnu-
lausa bardaga.
Talsmaður kúrda sagði að
stjórnarherinn hefði notað skrið-
dreka, orrustuþotur og stórskota-
vopn í aðgerðinni gegn kúrdum.
Hefðu 97 stjórnarhermenn fallið
og 48 særst. Kúrdar hefðu misst
fimm menn, einnig hefðu þrír
óbreyttir borgarar týnt lífi. í
hópi stjórnarhermanna, sem fall-
ið hefðu, væri bróðir Arshad Zeb-
ari, sem væri ráðherra án ráðu-
neytis.