Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
23
För Discovery eyðir
ótrú á geimferjum
(^imvÍHÍndaMtöðinni, Houston,
6. september. AP.
Jómfrúrferð geimferjunnar Dis-
covery hefur ordið til þess að eyða
þeirri óvissu sem ríkti um hvort
geimferjurnar v*ru heppilegar til að
koma gervihnöttum á braut, að sögn
forstöðumanna geimvísindaáætlun-
ar Bandaríkjamanna.
Mistök í fyrri ferðum hafa orðið
til að draga úr tiltrú manna á
ágæti geimferjunnar, en forvígis-
menn NASA halda því fram nú að
í ferð Discovery hafi í ljós komið
að engin ráð séu betri.
I jómfrúrferð Discovery var
þremur gervihnöttum komið á
braut um jörðu og gekk sú fram-
Norska ríkið sýkn-
að af bótakröf-
um útvegsmanna
Kröfðust hárra bóta vegna sfldveiðibanna
Osló, 6. september. Frá fréttaríUra Morgun-
bbteins, Jan Erik Uuré.
NORSKA ríkið var sýknað af
skaðabótakröfum að fjárhæð nær
3 millj. n.kr., sem fjórir sfldarút-
vegsmenn í Norður-Þrændalögum
höfðu borið fram. Var engin af
kröfum sóknaraðilanna tekin til
greina en þeim gert að greiða n.kr.
73.000 í málskostnað.
Mál þetta var fyrir dómi í
sumar eftir margra ára undir-
búning. Tilefni þess voru reglu-
gerðir og veiðibönn, sem sett
höfðu verið á síðasta áratug.
Kröfðust sóknaraðilarnir skaða-
bóta vegna mikils tekjumissis af
þessum sökum og vegna þess, að
ekki hefði verið gætt réttra að-
ferða við meðferð málsins af
hálfu stjórnvalda.
í dóminum er það hins vegar
tekið fram, að yfirstjórn sjávar-
útvegsins hafi tekið ákvarðanir
sínar á löglegan hátt, en hún
byggði þær á þeim upplýsingum,
sem fyrir hendi voru um síldar-
stofninn. Reynslan hefði líka
orðið sú, að síldarstofninn hefði
Uppþot á
Indlandi
Delhí, 5. seplember. AP.
UPPÞOT blossuðu að nýju í borg-
inni Hyderabad í suðurhluta Ind-
lands í dag, og fylgdu þeim spell-
virki og gripdeildir, að sögn lögregl-
unnar í ríkinu Andhra Pradesh, hinu
fjölmennasta á Indlandi, þar sem 54
milljónir manna búa.
Lögreglan handtók 62 manns
fyrir aðild að uppþotunum í morg-
un og hermenn skárust í leikinn
til að stilla til friðar. Hafa fjórir
borgarar a.m.k. týnt lífi í uppþot-
um frá því á mánudag, en þá
blossuðu upp illdeilur eftir árás
múhameðstrúarmanna á bænahús
hindúa í eldri borgarhlutanum i
Hyderabad. Alls hafa 250 manns
verið settir á bak við lás og slá.
Yfirvöld framlengdu útgöngu-
bann þar til á fimmtudag í öllum
hverfum borgarinnar þar sem til
átaka múhameðstrúarmanna og
hindúa hefur komið. í morgun var
kveikt í fjórum verzlunum, lög-
reglubifreið og pósthúsi.
Jafnframt þessu tilkynntu ind-
versk yfirvöld að ekki yrði látið
undan kröfum síkha um að her-
menn yfirgefi gullna musterið i
Amritsar. Binnig yrði komið f veg
fyrir að síkhar næðu musterinu úr
höndum hersins, eins og sikhar
hafa hótað.
Indira Gandhi sagði i dag að
hryðjuverkamenn úr röðum sikha,
sem náðst hefðu í Punjab að und-
anförnu, hefðu játað að hafa þegið
aðstoð Pakistana, m.a. fengið þar
þjálfun i hryðjuverkum og skæru-
hernaði. Kvaðst Gandhi myndu
taka málið upp við stjórnvöld i
Pakistan.
hrunið saman þrátt fyrir veiði-
bönn.
Nú er stofninn hins vegar í ör-
um vexti og gera menn sér vonir
um góða sildveiði síðar á þessum
áratug.
kvæmd snurðulaust með öllu.
Jafnframt voru gerðar umfangs-
miklar tilraunir með afarstóra
sólarrafhlöðu.
Jafnframt var með í förinni
iðntæknir sem framleiddi nýtt lyf
og mun framleiðsla þess hafi tek-
ist vel, þótt enn hvíli leynd yfir
hvers eðlis lyfið sé.
Hermt er að forráðamenn
tryggingafélaga andi nú léttar þar
sem svo vel tókst að koma gervi-
hnöttunum á braut, þar sem
tryggingarupphæð hnattanna,
sem mistókst að koma á braut fyrr
á árinu var um tvöhundruð millj-
ónir dollara. Þykir áhættan við að
koma hnöttum á braut úr geim-
ferju nú minni eftir för Discovery.
Jesse W. Moore aðstoðarfram-
kvæmdastjóri NASA sagði í dag
að ferð Discovery væri „söguleg",
þar sem geimferðaáætlunin væri
nú aftur komin i réttan farveg.
Moore sagði að næsta ferð geim-
ferjunnar yrði farin í október og
síðan færu þær mánaðarlega í
loftið út næsta ár.
Afganistan:
Harðir bardagar
í mörgum héruðum
Delbí, 5. aeptember. AP.
STJÓRNIN í Kabúl skýrði fri því í
kvöld að haróir bardagar ættu sér
stað við afgönsku frelsissveitirnar í
nokkrum héruðum landsins.
Sagði f frásögn útvarps stjórn-
arinnar að ótilgreindur fjöldi
skæruliða hefði fallið í átökum við
stjórnarhermenn í héruðunum
Parwan, Kunar, Paktya, Farah og
Jauzjan.
Vestrænir diplómatar hafa síð-
ustu daga sagt að hundruð manna
hefðu týnt lífi í bardögum, sem
blossað hafi að undanförnu. Út-
varpið minntist ekki á mannfall i
röðum stjórnarhermanna í frétt
sinni.
Útvarpið sagði að lagt hefði ver-
ið hald á mikið magn vopna, sum
þeirra með útlendum framleiðslu-
merkjum, í bardögunum. Frels-
issveitirnar eru sagðar hafa á sínu
valdi nær öll dreyfbýlissvæði
landsins, næstum fimm árum eftir
að sovézki herinn réðst inn í Afg-
anistan.
FLUOfflDE: Alit
sérfræóinganna
Kggurfyrk
Fluoride Plus Signal 2 er
framleitt í samræmi við eina
blönduna sem sérfræðinga-
hópurinn, sem minnst er
á hér við hliðina, rannsakaði.
j henni er þó 40% meira af
flúorupplausn.
Sérfræðingar í tannvernd og
tannsjúkdómum hafa fengið verk-
efni fyrir Alþjóðlegu heilbrigðismála-
stofnunina (WHO). Þeir hafa stað-
fest að vissar tannkremsblöndur
draga úr tannskemmdum. (Sjá:
Bulletin of World Health Organis-
ation, 60 (4): 633-6381982).
XP SIG 55