Morgunblaðið - 07.09.1984, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
Útgefandi nÞIaMb hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö.
Þorvaldur Skúla-
son kvaddur
Einu sinni ætlaði ég að
verða sjómaður, en þá
fotbrotnaði ég og varð málari,"
sagði Þorvaldur Skúlason í
samtali við Matthías Johann-
essen. Þorvaldur fæddist á
Borðeyri við Hrútafjörð og ólst
upp á Blönduósi, hann sýndi
fyrst í Reykjavík með öðrum
1927 og þá sagði Valtýr Stef-
ánsson, ritstjóri Morgunblaðs-
ins: „Sólskinsblettur sýningar-
innar er Þorvaldur Skúlason.
Hann er málari. Á því er eng-
inn vafi.“ Þegar Þorvaldur
Skúlason er kvaddur 78 ára að
aldri hefur hann unnið marga
listsigra, flutt til íslands hluta
heimsmenningarinnar og skip-
að sér í fremstu röð íslenskra
iistmálara. Orð Valtýs Stef-
ánssonar standa enn.
Við andlát sitt er Þorvaldur
Skúlason kunnastur fyrir af-
straktmyndirnar. Fyrr á árum
var hann að eigin sögn „hér
um bil natúralisti, síðan ex-
pressionisti" en 1952 varð
formbylting í listsköpun hans
— Þorvaldur sagðist eftir það
standa næst „geometrísku af-
straksjóninni", sem væri óneit-
anlega runnin af kúbismanum,
sem tveir af gáfuðustu málur-
um aldarinnar, Picasso og
Braque, sköpuðu í kringum
1910, svo að enn sé vitnað til
Þorvaldar. Lýsing á listþróun
Þorvaldar Skúlasonar er öllum
aðgengileg í glæsilegri bók um
hann sem Björn Th. Björnsson
ritar en gefin var út af Haf-
steini Guðmundssyni á síðasta
ári. Og einmitt um þessar
mundir eru verk Þorvaldar á
sýningu Septem-hópsins að
Kjarvalsstöðum.
Steinn Steinarr sagði um list
Þorvaldar, að það sem fyrst og
fremst einkenndi hana væri
hið einfalda og sterka. Þannig
var maðurinn sjálfur. Þorvald-
ur Skúlason var ekki í hópi
þeirra manna sem tranaði sér
fram, hann vann að list sinni
listarinnar vegna, sveitadreng-
ur sem kynntist listsköpun í
stórborgum evrópskrar menn-
ingar og braut nýjum stefnum
leið í menningarlífi þjóðar
sinnar. Öllum sem listum unna
er ljóst að hann var gæddur
óvenjulegri list- og formgáfu,
svo að enn sé vitnað til Steins
Steinars.
„Sumir vilja vera stórir í líf-
inu,“ sagði Þorvaldur í samtali
við Matthías Johannessen, „en
hugsa aldrei um það, hvort
þeir verða litlir 1 dauðanum.
Ég hef velt þessu mikið fyrir
mér, og stundum líður mér illa
þegar ég hugsa um það að ég
hafi selt málverk fyrir tals-
verða fúlgu. Nei, mér líður ekki
vel út af því, það get ég sagt
þér. Hvernig ætti það að vera?
Að vísu finnst mér ég hafa
unnið fyrir þessu því ég hef
aldrei beygt af, aldrei reynt að
sleppa billega, það get ég óhik-
að sagt framan í hvern sem er.
En af hverju að vera að þessu?
Til þess að sýna að maður sé
séní eða hvað? Nei, þetta er
eitthvað annað og meira. Þetta
er andstaða við vélmenning-
una. Nýja listin er bæn um
meiri anda. Við lifum á tímum
visindanna. Þau eru að vinna
bug á þjáningunni í líkama
okkar. En hvað um andann?
Vísindin geta aldrei komið í
staðinn fyrir listina... “
Því miður er það sjaldgæft
nú á dögum að listamenn um-
gangist sköpunastarf sitt af
þeirri auðmýkt, trú og festu
sem skín út úr þessu 25 ára
gamla samtaii — en Þorvaldur
Skúlason beygði aldrei af,
hann reyndi aldrei að sleppa
billega og verður því ekki lítill
í dauðanum. Fótbrotið á
Blönduósi forðum daga varð
skref hans inn í íslenska lista-
sögu.
Samið
um loðnu
Utanríkisráðherrar Dan-
merkur, Noregs og íslands
urðu sammála um skynsam-
legustu leiðina til að binda
endi á deiluna vegna loðnu-
veiða við Jan Mayen þegar þeir
ákváðu að hafnar yrðu viðræð-
ur um skiptingu heildaraflans.
í því efni er staða íslands góð,
þar sem Norðmenn hafa viður-
kennt úrslitavald okkar við
ákvörðun á leyfilegum heildar-
afla og samþykkt 85% hlut
okkar í þeim afla.
Mestu skiptir nú að ná sem
bestu sambandi við Grænlend-
inga í loðnumálinu. Það verður
framvegis undir þeim komið
en ekki kerfiskörlum Evrópu-
bandalagsins í Brússel hvernig
stjórn fiskveiða í grænlenskri
lögsögu skuli háttað. Gott
tækifæri til að ræða þessi mál
við Grænlendinga gefst þegar
Jonathan Motzfeldt, formaður
landsstjórnar þeirra, kemur til
íslands undir lok þessa mánað-
ar.
Friðarbarátta og friðarhorfur:
Markmið Sovétstjórn-
arinnar á íslandi
— eftir Arnór
Hannibalsson
Sjónarmið Sovétríkjanna
Svo vill til um þessar mundir, að
mjög vel er fylgzt með íslandi í sov-
ézkum fjölmiðlum. Varla lýkur
nokkur maður svo upp munni um
utanríkis- og öryggismál íslands, að
frá því sé ekki skýrt í sovézkum
blöðum, og það ekki af verri sort-
inni, heldur í tilkynningablöðum
fyrir hugsanir Hinna Æðstu. Hvað
kemur til?
Svarið er þetta: Sovétstjórnin lít-
ur á ísland sem veikan hlekk í Atl-
antshafsbandalaginu. Hún telur það
raunhæfan möguleika að ná á ís-
landi sigri, sem bætti upp ófarirnar
í Evrópu í lok árs 1983. Um þetta
má fræðast í nýútkominni sovétbók:
ísland, vandamál utanríkisstefnu,
eftir O.V. Tsérstvova. í bók þessari
er engin dul dregin á þau markmið,
sem Sovétstjórnin hyggst ná á ís-
landi. Þau eru: 1. Losa um tengsl
íslands við Atlantshafsbandalagið
og fá það að lokum til að segja sig
úr bandalaginu 2. Stofna „kjarn-
orkuvopnalaust svæði" á Norður-
löndum með aðild íslands og ábyrgð
Sovétríkjanna á „kjarnorkuvopna-
leysinu". 3. Þrýsta Islandi síðan til
að semja við Sovétríkin (Varsjár-
bandalagið) um svokallað „samvirkt
öryggi“ („kollektívnaja bésopasn-
ost“).
Bókarhöfundur (og þar með
opinberir aðilar) telur að með stofn-
un „vinstri stjórnar" á íslandi 1971
hafi hlutleysingjar og svokallaðir
„hernámsandstæðingar" fengið var-
anleg áhrif á stefnumótun íslend-
inga (þótt lítillega hafi slegið i
baksegl 1974—’78). fslendingar fá
hól fyrir að hafa átt „verulegan
þátt“ í að undirbúa Helsinki-
ráðstefnuna 1975. Á ráðstefnunum i
Belgrad og Madrid virðast fulltrúar
íslendinga hafa látið sér nægja al-
mennt tal um „slökun“, sovétmönn-
um til mikillar ánægju, en lítt tekið
undir það sjónarmið, að friður án
mannréttinda sé ekki friður. Af
þessu tilefni eru prentuð ummæli
Ólafs Jóhannessonar, tekin upp úr
Prövdu. Ákvörðun vinstri stjórnar
um uppsögn varnarsamnings og
brottflutning herliðs er síðan tengd
stuðningi fslands við „slökun", og af
því er svo dregin sú ályktun, að far-
ið sé að losna um fsland innan Atl-
antshafsbandalagsins. f munni sov-
étmanna er „slökun" helzta vopnið
til að efla sundrungu í Atlantshafs-
bandalaginu, og því telja þeir að
þau ríki sem vilja „slökun" og starfa
í „andanum frá Helsinki" séu í raun
upp á kant við Atlantshafsbanda-
lagið. Höfundur lýsir því yfir, að
vinsamleg afstaða Sovétríkjanna til
fslands í þorskastriðum hafi verið
þáttur í „slökun", til aö toga fsland
frá samstarfi við vestrænar þjóðir.
Fáist fsland til að rjúfa keðjuna og
sundra samstarfi Vesturlanda, yrði
eftirleikurinn auðveldari gegn „öðr-
um smáríkjum Evrópu", eins og það
er orðað, og er þá fyrst og fremst átt
við Noreg og Danmörku, en síðan
hin smærri ríki á meginlandinu. Því
er fsland afar mikilvægt i augum
sovétmanna, og því fylgjast þeir
vandlega með hverju orði sem fram
af munni „hernámsandstæðing-
anna“ og „friðarvinanna" gengur, í
þeirri trú og trausti að finna þar
staðfestingu á ósk sinni og von.
Af þessu leiðir og það, að sovét-
menn styðja og styrkja þátttöku fs-
lands í svokölluðu „norrænu sam-
starfi", því að í því ríkir „andinn frá
Helsinki". Einkum finnst sovét-
mönnum gott til þess að vita, að
íslendingar hnýti sig — og helzt
römmum rembihnútum — aftan í
skottið á Svíum, því að það gæti, ef
guð og lukkan er með, ýtt íslandi i
átt til hlutleysis og frá samvinnu
við önnur vestræn ríki.
„Stærsta skrefið og
draumamarkið yröi að ís-
land yröi hluti af „kjarn-
orkuvopnalausum Norö-
urlöndum“ sem Sovétrík-
in tækju ábyrgð á (og
e.t.v. fleiri stjórveldi, en
þaö skiptir ekki máli).
Með því væri ísland
komið a.m.k. hálfa leið-
ina út úr Atlantshafs-
bandalaginu og loka-
markið í sjónmáli.“
Stærsta skrefið og draumamarkið
yrði að fsland yrði hluti af „kjarn-
orkuvopnalausum Norðurlöndum"
sem Sovétríkin tækju ábyrgð á (og
e.t.v. fleiri stórveldi, en það skiptir
ekki máli). Með því væri fsland
komið a.m.k. hálfa leiðina út úr
Atlantshafsbandalaginu og lokam-
arkið í sjónmáli. fsland gæti þannig
orðið til að sundra samstöðu At-
lantshafsþjóðanna og mótað
„utanríkisstefnu óháða Atlants-
hafsbandalaginu".
Höfundur leggur mikla áherzlu á
það, að hlutverk verzlunarviðskipta
Sovétríkjanna við hin smærri ríki
Evrópu sé að gera þau „pólitískt
óháðari áhrifameiri vestrænum
bandamönnum". Þessi tengsl eru
mikilvæg vegna þess að þau eru
opinber stefna íslenzka ríkisins, en
ekki bara brölt smáhópa „framfara-
sinna".
Höfundur fullyrðir (bls. 146) að
fsland hafi tekið þá stefnu „að þróa
almenn-evrópska samvinnu og að
stofna kerfi samvirks öryggis í Evr-
ópu“ utan allra bandalaga.
„Samvirkt öryggi“
Hvað er „samvirkt öryggi"?
Það er nánast sú staða, sem
Varsjárbandalagsríkin eru f. Ef fs-
land aðhylltist „samvirkt öryggi",
skuldbyndi það sig til að sætta sig
við hvaðeina, sem Sovétrfkin aðhaf-
ast, tæki með þögninni (eða kannski
velþóknun) mannréttindaleysi,
styrjöldum, fangelsunum og blóð-
böðum og héti sovétstjórninni því,
að hafa engin hugmyndaleg eða
pólitísk áhrif innan Sovétrfkjanna.
En það má reka verzlun við Sovét-
ríkin. (Án þess þrffast þau ekki.) Og
það er ekki skylda, að viðkomandi
land verði sovétíserað. Það má þola
þar einkaframtak í einhverjum
mæli. Með þessu móti verður „frið-
ur“. Tilgangurinn er að þagga niður
f hverjum þeim, sem telur sig frjáls-
an mann og þar með hafa heimild
t.d. til að gagnrýna kúgunarkerfi
Sovétríkjanna. Það er því sjálf til-
vist frjálsra manna utan Sovétríkj-
anna sem ógnar þeim. Þvf er það
lokamark „friðarbaráttunnar" að
ráða niðurlögum þeirra.
Bezt skýrist hugtakið „samvirkt
öryggi" með því að vísa í ummæli
sovétleiðtoganna sjálfra. V.M.
Mólótoff, sem um árabil var dygg
málpípa Stalíns, bar þessa stefnu
fram á fjórveldaráðstefnunni í Ber-
lín 1954. Hann segir þar m.a. í ræðu,
að hugmynd þessi sé ekki ný. Hún
sé frá því fyrir stríð. Það er rétt.
Hún er útfærsla á grundvallar-
stefnu Sovétríkjanna í utanríkis-
málum.
Mólótoff lagði til, að stofnað yrði
allsherjar öryggiskerfi Evrópuþjóða
frá Úral að Átlantshafi. Aðildarrík-
in áttu að vera „friðelskandi og lýð-
ræðisleg", þ.e. styðja og styrkja yf-
irdrottnan Sovétríkjanna í Austur-
Evrópu og láta ekkert þangað ber-
ast sem gæti ýtt undir óhlýðni við
valdið. Móótoff var meira að segja
reiðubúinn til að sameina Þýzka-
land, ef það yrði fyrst gert „hlut-
laust", síðan lýðræðislegt og frið-
elskandi" og loks bundið við þessa
utanríkisstefnu. { Þýzkalandi yrðu
öll samtök bönnuð sem væru and-
stæð „lýðræði og friðarvarðveizlu"
(þ.e. óþæg Sovétstjórninni). Það var
einmitt eitt fyrsta verk Ulbrichts,
eftir að hann fór að taka til hend-
inni, að splundra og eyða öllum
samtökum sem Flokkurinn hafði
ekki undirtökin í, m.a. samtökum
andnazista. Þýzkalandi yrði bannað
að hafa her, en mátti hafa lögreglu
og landamæralið. öll varnarsam-
vinna Þýzkalands við Vesturveldin
skyldi vera bönnuð og hverskonar
pólitík sem beindist gegn Banda-
mönnum (en Sovétríkin voru ein
þeirra). Þá skyldi „samvirkt öryggi"
framkvæmt þannig, að aðildarríki
þess skyldu hafa rétt til ihlutunar
(einnig hernaðaríhlutunar) ef
eitthvað það gerðist í aðildarrikjun-
um, sem krefðist „samvirks átaks"
til friðargæzlu.
Vesturveldin afþökkuðu boð
Mólótoffs á Berlínarráðstefnunni
1954. Árið eftir stofnuðu Sovétrikin
Varsjárbandalagið. Því var og er
ætlað að framkvæma „samvirkt ör-
yggi“ á landsvæði aðildaríkjanna.
Og ekki var vanþörf á því. Árið áður
en Mólótoff þrumaði yfir hausamót-
um utanríkisráðherra Vesturveld-
anna í Berlin, var uppreisn i austur-
hluta þeirrar sömu borgar. Árið
1956 fóru Sovétrikin með styrjöld á
hendur Ungverjum fyrir að hafa
lýst yfir hlutleysi og úrsögn úr
Varsjárbandalaginu. Hið sovézka
sjónarmið er að hlutleysi sé fagnað-
arefni ef það er skref i áttina að
„samvirku öryggi". Þannig talaði og
Mólótoff í rauninni um að gera hið
sameinaða Þýzkaland hlutlaust
(neutralísera það) sem fyrsta
áfanga, en það táknaði að rífa það
úr tengslum við Engilsaxa og
Frakka. Eftir að „samvirku öryggi"
er náð, er hlutleysi dauðasynd. Þá
voru og hugmyndir tékkneska
Samningar undirritaðir um olíuviðskipti milli Islands og Sovétrfkjanna.