Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
27
Skúlptúrar aftir Steinunni Þórarinedóttur. Sýning hennar var í lok júní.
Knútur Bruun raaðir vió Þorvald Skúlaaon, listmálara, um fyrirkomulag
á sýningu hans í Listmunahúsinu.
Hjónin Louisa Matthíasdóttir og Leland Bell aó hengja upp myndir
Louisu á Kjarvalsstóóum, on Listmunahúsió átti aóild aó þeirri sýn-
ingu.
Jóhanna K. Yngvadóttir á sýningu sinni í Listmunahúsinu í maí.
verk, sem mér finnst mikið varið i en
ári síðar finnst mér ekkert variö (
þau. Og svo öfugt og þaö er ég
ennþá hræddari við."
— Er einhver hópur manna hér á
landi, þá á ég við leikmenn, sem
fylgist vel með því, sem er að gerast
á myndlistarsviðinu og hefur þekk-
ingu til að meta list aö verðleikum?
„Jú hann er til og fer stækkandi.
Fleira yngra fólk er llka fariö að hafa
áhuga á þessum hlutum. Það er
mjög skemmtilegt."
— Kaupir þetta fólk myndlist
kerfisbundiö, ef svo má að orði kom-
ast?
„Það er mjög lítið um þaö. Þeir,
sem eiga peninga kaupa einkum
myndir eftir gömlu meistarana, eins
og Jón Stefánsson, Kjarval og As-
grlm, en það eru færri, sem kaupa
verk eftir yngra fólkiö. “
— Er þá sala á nútlmaverkum
dræm?
„Fremur, þvl þeir sem hafa áhuga
á þessari tegund listar hafa ekki eins
mikla peninga milli handanna. En þá
sem hafa meiri fjárráö brestur þvl
miöur oft kjark til þess að kaupa
verk þeirra listamanna, sem ekki
hafa hlotið fulla viðurkenningu. En
þess ber að gæta að margir af yngri
listamönnunum eiga sér ákveöinn,
mismunandi þröngan hóp að-
dáenda, vina og velunnara, sem
kaupa oft af vanmætti myndir af
þeim.“
— Fá þeir ekki oft verkin á lægra
verði fyrir bragðið?
„Jú en þeir hjálpa um leið, sem
ekki má vanmeta."
— Er gott að fjárfesta I myndlist?
Hann hlær við þessari spurningu
en svarar svo dræmt:
„Já, það held ég, ef rétt er á mál-
um haldið. En ég veit ekki hvort hún
er besta fjárfestingin, sem völ er á.
Fólk þarf aö hafa gott nef fyrir því
•hvað á eftir að standast þann harða
dóm, sem tlminn er, svo að einhver
fjárhagslegur ávinningur verði af
söfnuninni."
— Nú hefur maður heyrt að verð
á Islenskri myndlist sé oft fáránlega
hátt. Hvernig er verðið ákveöið?
„Verðið er ákveðið I samráði við
listamanninn og hann hefur alltaf
slðasta orðið I þeim efnum. I mlnum
rekstri hefur listamaðurinn slöasta
orðið um alla hluti, nema ég ákveð
auövitaö hvort hann sýnir hjá mér
eöa ekki. Hvort hann málar pólitlsk-
ar eða ópólitlskar myndir, litlar eða
stórar „abstrakt“ eða „flgúratlvt",
dýrt eða ódýrt, það er hans mál.
En vissulega hef ég áhrif á verð-
lagninguna, vegna þess aö hún
skiptir máli varðandi það hvort gall-
erlið fái einhverjar tekjur og ekki síst
vegna þess að það er nauðsynlegt
fyrir listamanninn að selja. “
Knútur útskýrir, hvernig hagsmun-
ir listamannsins og gallerlsins fara
saman.
„Það er svo, að listamaðurinn
tekur gallerliö á leigu, þaö er raun-
verulega hann, sem selur myndirnar.
Við veitum honum aftur ákveðna
þjónustu við uþphengingu og prent-
un á skrám, vöktum sýninguna og
önnumst uppgjör fyrir listamanninn.
Fró tamsýningunni Leir og Ifn ( aprfl sl. en þótt í henni tóku 11
myndlistarkonur.
Sýningargestir ó sýningu Þorvaldar Skúlasonar (febrúarmónuói.
En listamaöurinn þarf ekki að
greiöa gallerlnu I beinhörðum pen-
ingum, þó hann selji ekki, þvi ég tek
listaverk upp I leiguna. Kemur þetta
I veg fyrir að hann komi með fjár-
hagslegt tap út úr sýningunni."
— Svo við vlkjum aftur að verð-
lagningunni?
„Hún er viðkvæmt mál, þvl lista-
maðurinn má ekki verðleggja verkin
of lágt en heldur ekki of hátt. Þetta
er stundum eins og llnudans, þvl það
getur munað tveim til þrem þúsund-
um á hverri mynd hvort myndir á
sýningu seljist.
Sumum finnst ég halda verðlagi
fremur niðri,“ segir hann og bætir
við:
„Ég get þvl aö nokkru leyti verið
sammála þessari gagnrýni á verö-
lagningu, en þá á ég aðeins við
myndir, sem ekki eru I allt of háum
gæðaflokki. Verk eftir góða lista-
menn eru oft allt of lágt verðlögð."
— Hvernig má það vera?
„Ef við oröum þetta mjög viö-
skiptalega þá er þaö vegna vöntunar
á gæöamati þeirra, sem kaupa lista-
verk. Þessa vöntun má svo meðal
annars rekja til skorts á myndlistar-
legu uppeldi I skólum. Mér finnst
rlkisfjölmiðlarnir þá á ég einkum við
um sjónvarpið, sem er myndrænn
miðill, ekki sinna myndlist sem
skyldi. Þeir létu gera kvikmynd um
Asgrlm Jónsson, sem var gott fram-
tak, en það þyrfti að gera meira af
sllku.“
— Ég hef fregnað að þú sért að
láta gera heimildarmynd um málar-
ann Louisu Matthlasdóttur?
„Það er rétt. Tökum er þegar lok-
ið og myndin verður klippt með
haustinu. Þaö er Lárus Ýmir Öskars-
son sem stjórnar upptöku."
— A hvaða mið hyggstu róa
með myndina?
„Hugmyndin er sú, að athuga
hvort menntamálaráðuneytið vilji
kaupa eintök af myndinni, sem
mætti þá nota til kennslu I skólum.
Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi,
að selja hana einhverri bandarlskri
sjónvarpsstöð, þvl Louisa er orðin
mjög þekkt I Bandaríkjunum."
— Nú varst þú meö annan fótinn
I New York meðan á töku myndar-
innar stóð, hvernig leist þér á mynd-
listarllfið þar?
„Þarna er ótrúlega mikið um að
vera og samkeppnin hörð. Ég kynnt-
ist þó þvl sjónarmiöi, að ef þú ert aö
gera vel, þá eru allir glaðir yfir þvl og
finnst gaman að þekkja þig. Þetta
vantar hér.“
Það er ekki laust viö hæöni I
röddinni, en hún breytist og aftur
kemur þessi ákefö I hana, þegar
hann segir svo:
„Ég sýndi þama nokkrum sinnum
“slides“-myndir af verkum ungra, Is-
lenskra listamanna og var þá oft
mjög stoltur, þvl hér er að gerast
margt merkilegt I myndlist.“
— Telur þú að Islenskir listamenn
eigi aðgang að þessum markaði?
„Það held ég, ef rétt er á málum
haldið. En hann er náttúrlega allt
öðruvlsi uþpbyggður en hér. Fyrir
vestan eigna gallerlin sér venjulega
listamennina meðan þeir eru korn-
ungir, þau sjá þeim ef til vill farboröa
I mörg ár og ef maðurinn verður
frægur fá galleríin mikinn hagnað en
iistamaðurinn er þrælbundinn.
Þar gilda llka allt önnur sjónarmið.
Þar er spurningin um að komast inn
I réttar kllkur, taka þátt I “réttum"
samkvæmum, umgangast “rétt“ fólk
o.s.frv."
— Þarf myndlistarfólk að vera I
góðum samböndum, til að komast
hér áfram?
„Það held ég ekki. Ég gæti trúaö
að það hafi verið meira um sllkt fyrir
tuttugu til þrjátlu árum."
— Afhverju?
„Þá voru sýningarsalirnir I landinu
færri og listamennirnir skipulögðu
sýningarnar sjálfir. Þeir mynduðu
ákveðna hópa og voru held ég ákaf-
lega (haldssamir á þaö hverjir komu
inn I þessa hópa, þeir urðu þvl oft
lokaðir."
— En nú fá allir umfjöllun.
„Já, það er gallinn við þetta. „Frí-
stundamálaranum" og þeim sem
stundar list slna af fullri alvöru er stillt
upp samhliða. Hvort tveggja á auð-
vitað rétt á sér, það þarf bara að
gera greinarmun þarna á .“
— Hvernig er það, halda lista-
mennirnir sig oft við sömu gallerlin,
þegar þeir hyggja á sýningu?
„Sumir, en þetta viröist þó vera
að breytast. Nú eru komin miklu fleiri
gallerl en áður. Þetta finnst mér
gott.“
— Þú ert þá ekkert hræddur við
samkeppnina?
„Nei, því ég hugsa sem svo, að
meðan mitt gallerl er vel og heiðar-
lega rekið gagnvart listinni og lista-
mönnum stenst það samkeppni, en
ef ekki fellur það og þá á það bara
að falla."
— Nú er töluvert I húfi þegar ver-
ið er að velja á sýningar, hvað lætur
þú ráða vali þínu?
„Oft læt ég bara tilfinninguna
ráða, það þykir mér skemmtilegast.
Ég rek Listmunahúsið einn og ef ég
geri mistök þarf ég ekki að standa
neinum reikningsskil nema sjálfum
mér.“
— Hefur persónleiki listamanns-
ins aldrei áhrif á þetta mat?
„Ég er farinn að læra að láta sllkt
ekki lita mln sjónarmið. Ég las eitt
sinn, mig minnir I „Berlingi", grein
eftir þekktan safnaforstöðumann þar
sem hann sagði frá sýningu, sem
hann setti upp með málurunum Kok-
oschka og Chagall. Þessi forstöðu-
maður átti I ógurlegum erfiðleikum
með Chagall. Hann hagaöi sér eins
og prlmadonna, reif niður verk eftir
Kokoschka og vildi fá besta plássið
sjálfur. Þetta skapaði illindi. En I lok
greinarinnar sagði þessi maður:
„Þegar allt var loks tilbúið, tjöldin
dregin frá og þessi fallega sýning
hafði veriö opnuð, þá gleymdi ég
öllum illindum.
Þetta hefur gerst hjá mér líka, allt
hefur gengið á afturfótunum, en
þetta er eins og I leihúsi, klukkan tvö
á opnunardaginn veröur allt aö vera
tilbúiö.
Kvöldið áður en sýningin er opnuð
er ég gjarnan aleinn hérna niðri og
virði fyrir mér sýninguna. Þetta er
mitt “kikk“."
— Þú talar mikið um hve þetta
og hitt sé skemmtiiegt I starfinu, er
svona gaman að reka gallerí?
„Já, óskaplega!"
VidtaltiHildur Einarsdóttir