Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 39
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 HVAB ER AÐ GERAST UM HELGINA? TÓNLIST Félagsstofnun: Leo Smith Bandarískl trompetleikarinn Leo Smith heldur tónleika í Félags- stofnun stúdenta viö Hringbraut á morgun kl. 17.30. Leo Smith hóf trompetnám áriö 1955 og hefur samiö mörg tónverk. í Félags- stofnun á morgun leikur hann nokkur verka sinna, auk þess sem hann ræöir um tónsmíöar sínar og jazzmálefni. MYNDUST Ásmundarsalur: , Ágústa Ágústsson Ágústa Ágústsson heldur nú sýningu í Ásmundarsal viö Freyju- götu. Sýning þessi nefnist Bréf til Þríbúðir: Helgi Vopni Helgi Jósefsson Vopni heldur nú myndlistarsýningu í Þríbúöum aö Hverfisgötu 42. Á sýningunni eru 43 myndlistarverk, þar af 12 ætluð blindu fólki. Helgi lauk námi viö Myndlista- og handíöaskólann árió 1974 og er sýningin í Þríbúöum 10. einkasýning hans. Hún er opin frá kl. 16—22 í dag og frá kl. 14—22 um helgina, en henni lýkur á ' sunnudag. Atelier 585: Ófeigur Björnsson Ófeigur Björnsson, gullsmiöur, heldur nú sýningu á verkum sínum í galleríinu Atelier 585 í Helsinki. Sýningin er önnur einkasýning Ófeigs og ber nafniö Instinkt. Ófeigur hefur einnig tekiö þátt í samsýningum og á nú m.a. verk á farandsýningunni Form Island. Á Listamiðstöðin: Italia in Islanda ITALIA in Islanda nefnist sýning, sem opnuö veröur á morgun i Lista- miöstööinni viö Lækjartorg. Á sýningunni eru grafíkverk, vatnslita- myndir, silkiþrykkmyndir og verk unnin meö upphleyptri aöferö, „re- lievografia”, eftir 13 listamenn, sem starfa í Mílanó á Ítalíu. Flest verkin á sýningunni eru eftir Giovanni Leombianchi, sem málaö hefur margar myndir hér á landi. Giovanni hefur þróaó sitt eigiö myndræna „stafróf, sem hann nefnir umhverfisstafrófiö. Eitt tákn er fyrir hvert af frumefnum jaröarinnar og er þetta tema í öllum myndum hans. Þá er og ein mynd eftir hvern hinna 12 listamanna og vinna þeir allir myndir sínar í kringum tölustafinn sjö. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22, en henni lýkur sunnudaginn 16. september. í minni sal Listamiöstöðvarinnar veröur opnuö á morgun myndleiga og sala á grafíkmyndum og teikningum. islands og eru á henni 20 pastel- myndir af íslensku landslagi, auk 14 veggspjalda, sem Ágústa hefur unniö fyrir fyrirtæki og stofnanir í Bandaríkjunum, þar sem hún er búsett. Sýning Ágústu í Ásmund- arsal stendur til mánudags og er opin frá kl. 16—22 virka daga og frá kl. 14—22 um helgar. Gallerí Borg: Karen Agnete Karen Agnete Þórarinsson, list- málari, sýnir nú olíumálverk i Gall- erí Borg viö Austurvöll. Þetta er fyrsta einkasýning Karenar hér á landi, en hún hefur tekiö þátt í mörgum samsýningum hér, t.d. meö manni sinum, Sveini Þórar- inssyni, listmálara. Verk þau, er Karen Agnete sýnir nú, eru máluö á árunum 1980—1984. sýningunni í Helsinki sýnir Ófeigur verk sem hann nefnir myndklæöi, sem er tilraun til aö samræma ým- is sjónarmiö gullsmíöalistar og myndlistar. Auk þess sýnir hann litlar veggmyndir og frjálsa skúlpt- úra. Glervinir og glerblástur Fjórir glerlistamenn halda nú sýningu í vesturgangi Kjarvals- staöa og nefnist hún „Stefnumót glervina“. Þaö eru íslendingarnir Sören Larsen og Sigrún Ó. Ein- arsdóttir og Danirnir Tchai Munch og Finn Lynggaard, en dönsku glerlistamennirnir reka saman glerverkstæöi í Ebeltoft á Jótlandi. Listamennirnir munu blása gler fyrir opnum dyrum í glerverkstæö- inu í Bergvík á Kjalarnesi á sunnu- dag, 9. september, kl. 13.30—17, en sýningunni lýkur 16. septem- ber. Þrastarlundur: Árni frá Selfossi j veitingaskálanum Þrastarlundi viö Sog stendur nú yfir sýning á verkum Árna Guömundssonar frá Selfossi. Á sýningunni, sem er 2. einkasýning Árna, eru vatnslita- og olíumyndir. Sýningin stendur til 16. september. Listmunahúsið: Karl Kvaran Karl Kvaran, listmálari, heldur nú sýningu í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2. Á sýningunni, sem er fyrsta einkasýning Karls frá 1979, eru tuttugu olíumálverk. Hún er opin virka daga, nema mánu- daga, frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Sýningunni lýkur á sunnudag. Kjarvalsstaðir: Septem ’84 í vestursal Kjarvalsstaöa stend- ur nú yfir sýning Septem-hópsins svonefnda, en þaö eru Valtýr Pét- ursson, Kristján Davíösson, Jó- hannes Jóhannesson, Guðmunda Andrésdóttir og Þorvaldur Skúla- son, sem öll sýna málverk. Guö- mundur Benediktsson, mynd- höggvari, er sérstakur gestur sýn- ingarinnar. Septem-hópurinn hefur undanfarin 12 ár haldiö sýningar á Kjarvalsstööum aö hausti til. Ásgrímssafn: Sumarsýning Árleg sumarsýning Ásgríms- safns viö Bergstaöastræti stendur til 15. september. Á sýningunni eru olíu-og vatnslitamyndir, m.a. nokk- ur stór málverk frá Húsafelli og olíumálverk frá Vestmannaeyjum frá árinu 1903, en þaö er eitt af elstu verkum safnsins. Sýningin er opin á sunnudögum, þriöjudögum og fimmtudögum frá kl. 13.30—16. Listasafn Einars Jónssonar: Sýning í safna- húsi og högg- myndagarði Listasafn Einars Jónssonar hef- ur nú veriö opnaö eftir endurbæt- ur. Safnahúsiö er opiö daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13.30—16 og höggmyndagaröur- inn, sem í eru 24 eirafsteypur af verkum listamannsins, er opinn frá kl. 10—18. Kjarvalsstaðir: Árni, Daöi, Kristján og Tumi Listamennirnir Árni Ingólfsson, Daöi Guöbjörnsson, Kristján Steingrimur og Tumi Magnússon opna á morgun sýningu í Kjarv- alssal. Á sýningunni eru myndverk af ýmsu tagi, olíumálverk, skúlpt- úrar og grafík. Norræna húsið: Hjálmar Þorsteinsson HJÁLMAR Þorsteinsson opnar á morgun málverkasýningu í Norræna húsinu. Á sýningunni, sem er sjöunda einkasýning Hjálmars, eru oliumálverk og vatnslitamyndir, málaöar í Danmörku og á Krít. Sýning Hjálmars hefst á morgun kl. 14 og veröur opin daglega frá kl. 14—22. Hún stendur til 23. september. Gallerí Langbrók: Ragna Ingimundar- dóttir RAGNA Ingimundardóttir opnar á morgun keramiksýningu í Gallerí Langbrók. Ragna lauk prófi frá keramikdeild Myndlista- og handíöa- skóla islands árió 1981 og stundaöi framhaldsnám vió Gerrit Rietveld Academi í Hollandi árin 1982—1984. Sýning Rögnu í Gallerí Langbrók er fyrsta einkasýning hennar, en hún hefur áöur tekiö þátt í samsýn- ingum. Sýningin er opin frá kl. 12—18 virka daga og frá kl. 14—18 um helgar. Hún stendur til 23. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.