Morgunblaðið - 07.09.1984, Page 39

Morgunblaðið - 07.09.1984, Page 39
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 HVAB ER AÐ GERAST UM HELGINA? TÓNLIST Félagsstofnun: Leo Smith Bandarískl trompetleikarinn Leo Smith heldur tónleika í Félags- stofnun stúdenta viö Hringbraut á morgun kl. 17.30. Leo Smith hóf trompetnám áriö 1955 og hefur samiö mörg tónverk. í Félags- stofnun á morgun leikur hann nokkur verka sinna, auk þess sem hann ræöir um tónsmíöar sínar og jazzmálefni. MYNDUST Ásmundarsalur: , Ágústa Ágústsson Ágústa Ágústsson heldur nú sýningu í Ásmundarsal viö Freyju- götu. Sýning þessi nefnist Bréf til Þríbúðir: Helgi Vopni Helgi Jósefsson Vopni heldur nú myndlistarsýningu í Þríbúöum aö Hverfisgötu 42. Á sýningunni eru 43 myndlistarverk, þar af 12 ætluð blindu fólki. Helgi lauk námi viö Myndlista- og handíöaskólann árió 1974 og er sýningin í Þríbúöum 10. einkasýning hans. Hún er opin frá kl. 16—22 í dag og frá kl. 14—22 um helgina, en henni lýkur á ' sunnudag. Atelier 585: Ófeigur Björnsson Ófeigur Björnsson, gullsmiöur, heldur nú sýningu á verkum sínum í galleríinu Atelier 585 í Helsinki. Sýningin er önnur einkasýning Ófeigs og ber nafniö Instinkt. Ófeigur hefur einnig tekiö þátt í samsýningum og á nú m.a. verk á farandsýningunni Form Island. Á Listamiðstöðin: Italia in Islanda ITALIA in Islanda nefnist sýning, sem opnuö veröur á morgun i Lista- miöstööinni viö Lækjartorg. Á sýningunni eru grafíkverk, vatnslita- myndir, silkiþrykkmyndir og verk unnin meö upphleyptri aöferö, „re- lievografia”, eftir 13 listamenn, sem starfa í Mílanó á Ítalíu. Flest verkin á sýningunni eru eftir Giovanni Leombianchi, sem málaö hefur margar myndir hér á landi. Giovanni hefur þróaó sitt eigiö myndræna „stafróf, sem hann nefnir umhverfisstafrófiö. Eitt tákn er fyrir hvert af frumefnum jaröarinnar og er þetta tema í öllum myndum hans. Þá er og ein mynd eftir hvern hinna 12 listamanna og vinna þeir allir myndir sínar í kringum tölustafinn sjö. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22, en henni lýkur sunnudaginn 16. september. í minni sal Listamiöstöðvarinnar veröur opnuö á morgun myndleiga og sala á grafíkmyndum og teikningum. islands og eru á henni 20 pastel- myndir af íslensku landslagi, auk 14 veggspjalda, sem Ágústa hefur unniö fyrir fyrirtæki og stofnanir í Bandaríkjunum, þar sem hún er búsett. Sýning Ágústu í Ásmund- arsal stendur til mánudags og er opin frá kl. 16—22 virka daga og frá kl. 14—22 um helgar. Gallerí Borg: Karen Agnete Karen Agnete Þórarinsson, list- málari, sýnir nú olíumálverk i Gall- erí Borg viö Austurvöll. Þetta er fyrsta einkasýning Karenar hér á landi, en hún hefur tekiö þátt í mörgum samsýningum hér, t.d. meö manni sinum, Sveini Þórar- inssyni, listmálara. Verk þau, er Karen Agnete sýnir nú, eru máluö á árunum 1980—1984. sýningunni í Helsinki sýnir Ófeigur verk sem hann nefnir myndklæöi, sem er tilraun til aö samræma ým- is sjónarmiö gullsmíöalistar og myndlistar. Auk þess sýnir hann litlar veggmyndir og frjálsa skúlpt- úra. Glervinir og glerblástur Fjórir glerlistamenn halda nú sýningu í vesturgangi Kjarvals- staöa og nefnist hún „Stefnumót glervina“. Þaö eru íslendingarnir Sören Larsen og Sigrún Ó. Ein- arsdóttir og Danirnir Tchai Munch og Finn Lynggaard, en dönsku glerlistamennirnir reka saman glerverkstæöi í Ebeltoft á Jótlandi. Listamennirnir munu blása gler fyrir opnum dyrum í glerverkstæö- inu í Bergvík á Kjalarnesi á sunnu- dag, 9. september, kl. 13.30—17, en sýningunni lýkur 16. septem- ber. Þrastarlundur: Árni frá Selfossi j veitingaskálanum Þrastarlundi viö Sog stendur nú yfir sýning á verkum Árna Guömundssonar frá Selfossi. Á sýningunni, sem er 2. einkasýning Árna, eru vatnslita- og olíumyndir. Sýningin stendur til 16. september. Listmunahúsið: Karl Kvaran Karl Kvaran, listmálari, heldur nú sýningu í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2. Á sýningunni, sem er fyrsta einkasýning Karls frá 1979, eru tuttugu olíumálverk. Hún er opin virka daga, nema mánu- daga, frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Sýningunni lýkur á sunnudag. Kjarvalsstaðir: Septem ’84 í vestursal Kjarvalsstaöa stend- ur nú yfir sýning Septem-hópsins svonefnda, en þaö eru Valtýr Pét- ursson, Kristján Davíösson, Jó- hannes Jóhannesson, Guðmunda Andrésdóttir og Þorvaldur Skúla- son, sem öll sýna málverk. Guö- mundur Benediktsson, mynd- höggvari, er sérstakur gestur sýn- ingarinnar. Septem-hópurinn hefur undanfarin 12 ár haldiö sýningar á Kjarvalsstööum aö hausti til. Ásgrímssafn: Sumarsýning Árleg sumarsýning Ásgríms- safns viö Bergstaöastræti stendur til 15. september. Á sýningunni eru olíu-og vatnslitamyndir, m.a. nokk- ur stór málverk frá Húsafelli og olíumálverk frá Vestmannaeyjum frá árinu 1903, en þaö er eitt af elstu verkum safnsins. Sýningin er opin á sunnudögum, þriöjudögum og fimmtudögum frá kl. 13.30—16. Listasafn Einars Jónssonar: Sýning í safna- húsi og högg- myndagarði Listasafn Einars Jónssonar hef- ur nú veriö opnaö eftir endurbæt- ur. Safnahúsiö er opiö daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13.30—16 og höggmyndagaröur- inn, sem í eru 24 eirafsteypur af verkum listamannsins, er opinn frá kl. 10—18. Kjarvalsstaðir: Árni, Daöi, Kristján og Tumi Listamennirnir Árni Ingólfsson, Daöi Guöbjörnsson, Kristján Steingrimur og Tumi Magnússon opna á morgun sýningu í Kjarv- alssal. Á sýningunni eru myndverk af ýmsu tagi, olíumálverk, skúlpt- úrar og grafík. Norræna húsið: Hjálmar Þorsteinsson HJÁLMAR Þorsteinsson opnar á morgun málverkasýningu í Norræna húsinu. Á sýningunni, sem er sjöunda einkasýning Hjálmars, eru oliumálverk og vatnslitamyndir, málaöar í Danmörku og á Krít. Sýning Hjálmars hefst á morgun kl. 14 og veröur opin daglega frá kl. 14—22. Hún stendur til 23. september. Gallerí Langbrók: Ragna Ingimundar- dóttir RAGNA Ingimundardóttir opnar á morgun keramiksýningu í Gallerí Langbrók. Ragna lauk prófi frá keramikdeild Myndlista- og handíöa- skóla islands árió 1981 og stundaöi framhaldsnám vió Gerrit Rietveld Academi í Hollandi árin 1982—1984. Sýning Rögnu í Gallerí Langbrók er fyrsta einkasýning hennar, en hún hefur áöur tekiö þátt í samsýn- ingum. Sýningin er opin frá kl. 12—18 virka daga og frá kl. 14—18 um helgar. Hún stendur til 23. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.