Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
Níu gos á níu árum
Yfirlit yfir eldgos á Kröflusvæðinu frá 1975
NÚ STENDUR yfír níunda gosiö á Kröfíusvæöinu á níu ára tímabili.
Fyrsta gosið hófst þann 20. desember 1975 í Leirhnjúki og stóö aðeins í
nokkrar klukkustundir. Um klukkan 10 að morgni fannst snörp jarö-
skjálftahrina og hófst gosið sjálft um klukkan 11.30 á um 500—600
metra sprungu. Meginhluti hraunsins rann fyrstu 10 mínúturnar og varð
hraunmagnið í gosinu um 400 þúsund rúmmetrar.
Þessir pollar voru svo hugfangnir af tölvuspilunum sem m.a. eru seld á
stórútsölumarkaðinum, að þeir litu ekki einu sinni upp þegar Ijósmyndarinn
smellti af þeim mynd. Mbl./Emilfa.
Stórútsala að Fosshálsi
Næsta gos hófst aðfaranótt 28.
apríl 1977. Þá byrjaði hraungos í
2,2 kílómetra fjarlægð norður af
Leirhnjúki. Aðalhraunstraumur-
inn rann til norðurs i áttina að
Gjástykki og var hann 300 metra
langur. Fyrst varð vart jarðhrær-
inga klukkan rúmlega 13.00 mið-
vikudaginn 27 apríl og hófst jarð-
sig á Kröflu- og Leirhnjúkssvæð-
inu um svipað leyti. Þegar leið á
daginn fjölgaði jarðskjálftakipp-
um. Daginn eftir var gufugos á
þremur stöðum á 300 metra
breiðri sprungu. Þetta gos er talið
minnsta gos á Islandi og runnu
aðeins um 10 þúsund rúmmetrar
af hrauni.
Klukkan 6 fimmtudaginn 8.
september sama ár hófst gos í
eldstöðvum um þrjá kilómetra
norður af Leirhnjúki. Stöðugur
órói hafði komið fram á jarð-
skjálftamælum á svæðinu frá því
kl. 15.50 þennan sama dag. Eldur-
inn kom upp úr jörðu á um eins
kílómetra langri sprungu og fljót-
lega tók þunnfljótandi hraun-
straumur að renna til norðurs og
norðvesturs. Þegar leið á kvöldið
minnkaði virkni á svæðinu og
skjálftarnir færðust suður eftir
sprungunni í átt að Bjarnarflagi,
þar sem skyndilega gaus upp
70—80 metra gossúla úr borholu í
nánd við gufuaflsstöðina i Bjarn-
arflagi. í fyrstu var talið að orðið
hefði annað gos, en við nánari
skoðun kom þó (ljós, að sprenging
hafði orðið i gasi er hafði safnast
fyrir i holunni og stóð eldurinn
aöeins i stutta stund. Gosið var
mest um kl. 21.30 en fór að réna
strax um kl. 22.00. Um klukkan 2
um nóttina var tilkynnt að gosinu
væri að mestu leyti lokið.
Nú varð nokkurt hlé á eldgosum
á þessu svæði, en næsta gos hófst
norður af Kröflu kl. 3 sunnudag-
inn 16. mars 1980. Gossprungan
náði allt frá Leirhnjúki og norður
í syðsta hluta Gjástykkis. Gosið
stóð stutt yfír, eða i um það bil
þrjár klukkustundir, en gosvirkni
var i 6—8 klukkustundir. Um 3—4
milljónir rúmmetra af hrauni
komu upp á yfirborð jarðar í þessu
gosi. Hraungos varð á tveimur
stöðum á liðlega eins kílómetra
langri gigsprungu á hvorum stað,
en um tveir kílómetrar voru á
milli hinna virku eldstöðva. Sjá-
anleg lengd gossprungunnar var
um 30 km.
10. júlí hófst gos enn á ný. Gaus
þá á sprungu sem náði frá
Sandhnjúki i suðri til norðurs i
mitt Gjástykki, eða á 5—6 kíló-
metra löngum kafla. Gosið hófst
þannig að gigasprungur við
Hrútafjöll i Gjástykki rifnuðu um
kl. 1 um daginn og gusu kröftugu
hraungosi á þriggja km langri
sprungu. Hraunsúlurnar náðu allt
að 60—70 metra hæð. Um tíma
streymdi hraunið ofan i stóra
sprungu og hvarf aftur niður í
jörðina og myndaðist fallegur
foss. Var gosið af þessum sökum
talið með fallegustu gosum, ef
hægt er að komast svo að orði.
Þetta var mesta hraungos sem
komið hafði á Kröflusvæðinu sið-
an í desember 1975. Um kvöldið
hafði gosið rénað mjög en hraun-
áin fossaði að mestu leyti ofan í
nokkurra metra breiða og 200
metra langa gjá við Hrútafjöll.
Þessu gosi lauk 18. júlí.
Þriðja og síðasta gosið á Kröflu-
svæðinu á árinu 1980 hófst 18.
október. Þá varð vart við ört jarð-
sig um klukkan átta um kvöldið.
Gosið sjálft hófst um klukkan 10 á
um 7 km langri sprungu sem náði
frá Leirhnjúki og rétt norður fyrir
Sandmúla, sem er austur af Jóns-
tindi, hæsta tindi Gæsafjalla.
Gosið náði hámarki rétt eftir mið-
nætti og stóð þá gosmökkur i um
15 þúsund feta hæð. Um morgun-
inn, milli kl. 3 og 5, sljákkaði veru-
lega í gosinu og lagðist það alveg
niður nema á tæplega kílómetra
langri sprungu. Þann 22. október
gaus enn úr þremur gigum og
hraunrennsli var nokkurt. Töldu
jarðvísindamenn að nýja hraunið
hafi náð yfir 9—10 ferkílómetra
svæði. Gosinu lauk laust fyrir
miðnætti fimmtudaginn 23. októ-
ber og á föstudagskvöldið var
landris byrjað á nýjan leik á
Kröflusvæðinu.
Ekki leið langur tími þar til gos
hófst að nýju á Kröflusvæðinu.
Það var um hádegisbilið þann 30.
janúar 1981 að eldgos hófst i Ét-
hólaborgum i Gjástykki. Landsig
hófst á Mývatnssvæðinu upp úr
klukkan 7 um morguninn og um
klukkan 7.30 jókst órói á skjálfta-
mælum og skömmu síðar var
augljóst að kvikuhlaup var hafíð
til norðurs. Mestur var óróinn um
klukkan 9 og upp úr hádegi urðu
jarðskjálftar sem bentu til að yfir-
borð jarðar væri farið að rifna.
Gosið hófst upp úr klukkan 14 og
hættu þá jarðskjálftarnir. Hraun-
ið rann hratt yfir eins og i fyrri
gosum og mikill mökkur steig i
allt að 13 þúsund feta hæð. Mikill
kraftur var í gosinu fyrstu
klukkustundirnar. Þá gaus á um
tveggja kilómetra sprungu og gló-
andi hraunleðjan þeyttist í um 100
metra hæð. Fljótlega dró úr gos-
inu en mikið magn af hrauni kom
upp á yfirborð jarðar i nokkra
daga.
Þegar gosið hófst, sem nú stend-
ur yfir, hafði ekki gosið á á
Kröflusvæðinu síðan 18. nóvember
1981. Þá gaus í um eins kílómetra
fjarlægð norðan Leirhnjúks, en
siðan opnaðist sprunga bæði til
norðurs og suðurs í átt að Leir-
hnjúki. Fyrst i stað var gosið mjög
kraftmikið og gaus á um átta kiló-
metra langri sprungu. Hraunið
rann aðallega til vesturs og náði
hluti þess tilGæsafjalla. Fljótlega
sama dag dró mjög úr gosinu og
minnkaði hraunstraumur mikið.
Alls komu upp um 18 ferkilómetr-
ar af hrauni í gosinu, en þvi var að
mestu lokið 24. nóvember.
UM SÍÐUSTU mánaðarmót var
opnaóur stórútsölumarkaður aö Foss-
hálsi 27 og er það verslunin Karna-
bær sem hefur veg og vanda af mark-
aðinum. Er hér um sama stótútsölu-
markað að ræða og haldinn hefur ver-
ið á Bfldshöfða undanfarin ár. Auk
Karnahæjar eru nokkur fyrirtæki með
sölubása á útsölumarkaðinum og má
þar nefna Hljómbæ hf., Hummel,
Steinar hf., Skóverslun Axels Ólafs-
sonar, Belgjagerðina hf., Blómaval,
Nýja kökuhúsið auk ýmissa heild-
salna.
A markaðinum kennir ýmissa
grasa og ber fyrst að nefna fatnað á
fólk á öllum aldri frá versluninni
Karnabæ. Þá eru seldar á markað-
„DIRTY Harry í leiftursókn," nefn-
ist kvikmynd sem Austurbæjarbíó
sýnir nú. Hún fjallar um Harry
Callahan, gamalreyndan lögreglu-
mann i San Fransiskó og er hann
leikinn af Clint Eastwood. Lög-
reglumaður þessi er svo harður í
horn að taka, að bófaforingi einn
fær hjartaáfall og deyr, þegar Ha-
inum álnavörur, pottablóm, ritföng,
snyrtivörur, skófatnaður, safelgæti,
barnaföt, hljómplötur og alls kyns
raftækjavörur. Allur varningurinn
er seldur á mun lægra verði en á
venjulegum útsölum og að sögn
Birnu Eyjólfsdóttur frá Karnabæ
eru nýjar vörur teknar upp úr köss-
um daglega.
Islensk matvæli verða með vöru-
kynningar og Eiríkur Fjalar kemur
af og til í heimsókn á meðan að á
stórútsölumarkaðinum stendur. ís-
lensku skrykkdansararnir „City
breakers" sýna skrykklistir alla
daga og Nýja kökuhúsið býður upp
á ný brauð og kökur. Að sögn Birnu
er ráðgert að hafa stórútsölumark-
aðinn opinn út septembermánuð.
rry hefur í hótunum við hann. Aðrir
bófar ætla sér að hefna foringjans
og er Dirty Harry því sendur burt
úr bænum. En ekki er allt búið
enn...
Aðalhlutverk eru í höndum Clint
Eastwood, eins og áður sagði,
Söndru Locke, Par Hingle og Brad-
ford Dillman.
Austurbæjarbíó:
*
Ovandaði Harry á ferðinni
Skákþing íslands, 3ja umferð:
Tímahrak og afleikir
Skák
Bragi Kristjánsson
I fyrrakvöld var 3. umferð
tefld á Skákþingi íslands, í
landsliðsflokki. Teflt er á Hótel
Hofí við Rauðarárstíg í Reykja-
vík, og standa skákirnar frá kl.
18—23 á virkum dögum, en um
helgar kl. 14—19. Aðstaða er
góð, jafnt fyrir keppendur sem
áhorfendur, enda hafa margir
lagt leið sína á Hótel Hof til að
fylgjast með spennandi keppni.
3. umferð:
Guðmundur — Helgi 'k — 'k
Jón L. — Björgvin frestað
Dan — Lárus 1—0
Halldór G. — Sævar biðskák
Ágúst — Hilmar 0—1
Margeir — Haukur biðskák
Karl — Jóhann 0—1
Staðan eftir 3 umferðir: 1. Jó-
hann, 2'k v., 2. Halldór G., 2 v.,
og biðskák, 3.-5. Guðmundur,
Helgi og Dan, 2 v., 6. Jón L., 1 'k
v. og frestaða skák, 7. Hilmar
1 'k v., 8.—11. Haukur, Margeir,
Sævar og Björgvin 1 v., og Hauk-
ur, Margeir og Sævar eiga bið-
skák, en Björgvin frestaða skák,
12. Karl, ‘k v., 13.—14. Lárus og
Ágúst, 0 v.
Guðmundur og Helgi tefldu
rólega byrjun i fáa leiki áður en
jafntefli var samið. Gagnkvæm
virðing stórmeistarans og
stórmeistaraefnisins réði ferð-
inni.
Jón L. fékk skák sinni við
Björgvin frestað vegna próflest-
urs. Dan og Lárus tefldu bar-
áttuskák. Staðan var vandasöm
og báðir keppendur eyddu mikl-
um tíma. Lárus vann skiptamun,
og keppendur lentu í timahraki.
Eftirfarandi staða kom upp eftir
33. leik Dans, sem hafði hvítt:
Lárus lék 33. - a5??
Nauðsynlegt var að leika 33.
— Had8, en i tímahrakinu
gleymir Lárus gamalli og góðri
reglu, að stöðva beri frípeð eins
fljótt og hægt er.
34. d6! -
Dan grípur tækifærið fegins
hendi.
34. — Dxdfi, 35. Dh4 — a4
með 34. d6 opnaði hvítur leið
biskupsins á c4 að peðinu á f7, og
þess vegna strandar 35. — Hh8 á
36. Hxf7+.
36. DH6+ — Kg8, 37. Hhl og Lár-
us gafst upp. Tímahrakið hefur
enn einu sinni orðið honum dýrt.
Bolvíkingurinn Halldór Grét-
ar hafði forystu fyrir þessa um-
ferð með tvo vinninga. Ef til vill
hefur það haft slæm áhrif á tafl-
mennsku hans, þvi hann fékk
snemma erfiða stöðu gegn Sæv-
ari. Eftir uppskipti kom upp
endatafí, sem var mjög hagstætt
fyrir Sævar. Skákin fór í bið í
eftirfarandi stöðu. Halldór, sem
hefur hvítt, lék biðleik:
Ágúst fórnaði peði í byrjun-
inni gegn Hilmari, en fékk lítið
spil fyrir. Hilmar átti þó ekki
hægt um vik með að notfæra sér
peðið, og svo kom, að tilraunir
hans kostuðu peðið, sem hann
hafði yfir. Ágúst fékk þá góða
stöðu, en hann er algjörlega
heillum horfinn í þessu móti, lék
af sér manni og mátti gefast
upp.
Margeir náði fljótt þægilegu
tafli gegn Hauki, og haföi öruggt
frumkvæði. Haukur skipti upp í
endatafl, en hafði mjög óvirka
stöðu eftir það. Skákin fór í bið í
eftirfarandi stöðu. Varla þarf að
taka fram, að hvítur, Margeir,
lék biðleik i stöðunni:
Aðalskákin í umferðinni var
mikil baráttuskák Karls og Jó-
hanns. Skákin varð snemma
vandasöm og keppendur þurftu
mikinn tima til að átta sig á
gangi mála. Þegar leiknir höfðu
verið um það bil 26—7 leikir átti
hvor keppandi eftir 4—5 mínút-
ur til að ná 40 leikja markinu.
Hófst þá mikil hraðskák og tafl-
ið varð mjög flókið. Jóhann fórn-
aði skiptamun, og kom við það
tveim peðum í hættulega stöðu
nálægt kóngi Karls. Vörnin var
erfið fyrir Karl og hann tapaði
peði. Segja má, að enginn í
skáksalnum hafi haft hugmynd
um, hvernig staðan var, eða hve
margir leikir höfðu verið leiknir
enda léku báðir illa af sér. Eftir-
farandi staða kom upp. Karl hef-
ur hvítt, Jóhann svart og á leik:
Jóhann lék De4 — g2+ og Karl
svaraði De2xg2, og klukka Jó-
hanns féll. Ljóst var, að svarta
staðan var léttunnin eftir — e3 =
e2+ og sama er hvort hvítur leik-
ur Khl, sem svarað er með e2 —
elD+, eða Dg2 — f2, sem svarað
er á sama hátt. En stóra spurn-
ingin var, hvort Jóhann hefði
náð að leika 40 leiki, áður en
klukkan féll. Þegar i ljós kom, að
Dg2+ var 46. leikur Jóhanns rétti
Karl fram höndina til merkis um
uppgjöf. Sannarlega spennandi
skák.
Segja má að tímahrak og af-
leikir hafi einkennt þessa um-
ferð, en þannig fer oft í harðri
keppni kappsfullra skákmanna.
I kvöld verða tefldar biðskák-
ir, en 5. umferð verður tefld á
morgun, laugardag, en þá tefía:
Halldór G. — Helgi, Dan — Jón
L., Guðmundur — Björgvin, Ág-
úst — Lárus, Margeir — Sævar,
Karl — Hilmar, Jóhann —
Haukur. í 6. umferð á sunnudag
tefla: Helgi — Ágúst, Jón L. —
Halldór G., Guðmundur — Dan,
Lárus — Margeir, Sævar —
Karl, Hilmar — Jóhann, Björg-
vin — Haukur.