Morgunblaðið - 07.09.1984, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
Tölyumennt;
Tímaritaflokkur fyrir
aðra en þá sem eru
sérfróðir um tölvur
TÖLVUMENNT nefnsist nýtt tíma-
rit um tölvur sem nýkomið er á
markaðinn. FyrirUekið Tölvumennt
sf. er útgefandi tímaritsins, en fyrir-
Uekið keypti þýðingarrétt að ritun-
um af breska fyrirUekinu Orbis
Publishing.
Eigendur Tölvumenntar sf. eru
Þorsteinn Thorlacius og Guð-
mundur Sigmundsson og í samtali
við blaðamann Mbl. sagði Þor-
steinn að ritið væri alls ekki sér-
fræðirit og væri efni þess miðað
við að aðrir en sérfróðir menn um
tölvur læsu það.
Fyrsta tölublaðið er nýkomið út,
en alls koma út 24 blöð með viku
millibili. Blaðið er 28 bls. að stærð
og eru allar blaðsíður þess lit-
prentaðar. Fyrsta tölublaðið er í
raun 1. og 2. tölublað og því tvöfalt
að stærð.
í ritinu er meðal annars að
finna greinar um tölvur, forritun,
hugbúnað og helstu nýjungar
varðandi tölvur, og ennfremur
-^ýmiskonar grunnatriði sem tengj-
ast tölvum og notkun á þeim.
Brian Watkins ráðgjafi Orbis
Publishing í Bretlandi, er staddur
hér á landi um þessar mundir, en
Orbis Publishing gefur út nærri 30
blöð og tímarit, sem mörg hver
eru seld hér á landi. Sagði hann að
þetta rit hefði þegar verið gefið út
í flestum enskumælandi löndum
við góðar undirtektir. Hann sagði
að Island væri fyrsta landið sem
keypti þýðingarétt á ritinu, en nú
hefðu fleiri lönd keypt sams konar
rétt.
Þorsteinn Thorlacius sagðist
halda að þetta væri í fyrsta sinn
sem hér á landi væri keyptur þýð-
ingaréttur á efni, eins og Tölvu-
mennt, en til þess að þýða ritin
hefðu tveir ritstjórar verið ráðnir,
Ingvar ólafsson og Jakob Hálf-
dánarson, sem báðir væru sérfróð-
ir í málefnum sem varða tölvur.
Þorsteinn Thorlacius sagði að
Tölvumennt væri nokkurs konar
tímaritaflokkur, hvert blað væri i
framhaldi af öðru og því væri mik-
ilvægt að lesendur fylgdust með
frá upphafi. Hann gat þess einnig
að breska fyrirtækið Orbis Publ-
ishing hefði gefið út tímaritaflokk
í framhaldi af þessum, fyrir þá
sem lengra væru komnir og ef þau
rit, sem nú verða gefin út, fengju
jákvæðar undirtektir, væri ekkert
því til fyrirstöðu að gefa fram-
haldsflokkinn út í íslenskri þýð-
ingu.
Verð Tímaritsins er 95 krónur í
lausasölu en áskrift að 24 blöðum
kostar 1.490 krónur. Ritið er fá-
anlegt í bókaverslunum.
Morgunbladid/ Júlíus.
Brian Watkins riðgjafi Orbis Publishing í Bretlandi og Þorsteinn Thorlacius
annar eiganda Tölvumenntar sf., sem keypt hefur þýðingaréttinn á „Tölvu-
mennt“.
Morgunblaðift/Olafur.
Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson í hlutverkum sínum við glæsilega Volgu-bifreið. í baksýn er Sandgræðslu-
vélin Páll Sveinsson en hún er mikið notuð í myndinni í gervi Flugfélagsvélarinnar Gljifaxa.
Egilsstaðir:
Hvítir mávar eiga að létta
lundina í skammdeginu
Fylgst með kvikmyndatöku á Egilsstaðaflugvelli
Kgilsttöðum, 4. september.
ÞAÐ VAR ekki laust við að sumum
Héraðsbúum brygði nokkuð í brún i
sunnudag þegar flugvél af gerðinni
Douglas DC3, merkt Flugfélagi ís-
lands í bak og fyrir, lenti i Egils-
staðaflugvelli. Við ninari eftir-
grennslan reyndist þó vera hér i
ferð iburðarfíugvél Landgræðslunn-
ar Páll Sveinsson, til að gegna löngu
liðnu hlutverki — þ.e.a.s hlutverki
farþegaflugvélar — en að þessu
sinni í kvikmynd þeirra Stuðmanna
— „Hvítir mávar“ — sem nú er
kvikmynduð hér ura slóðir.
Taka myndarinnar hófst á Eg-
ilsstaðaflugvelli í gær og lýkur
kvikmyndatöku þar væntanlega i
dag. Síðan verður myndað í Hall-
ormasstaðaskógi — en alla næstu
viku mun unnið að gerð myndar-
innar á Seyðisfirði — og verður
útimyndun þá lokið.
Að sögn aðstoðarleikstjóra,
Stuðmannsins Valgeirs Guðjóns-
sonar, fer innimyndun fram í
Reykjavík og er þegar hafin. Taldi
hann að myndin yrði tilbúin til
frumsýningar upp úr áramótum.
Valgeir vildi sem minnst tala um
söguþráð myndarinnar — en sagði
að hún ætti að létta lund landans í
skammdeginu. Áætlaðan fram-
leiðslukostnað myndarinnar taldi
hann liggja nærri andvirði
tveggja vænna einbýlishúsa á góð-
um stað í Reykjavík.
Sagan sem myndin fjallar um
gerist á árunum kringum 1960 og
var dágóður floti bifreiða frá þess-
um tíma á Egilsstaðaflugvelli í
dag. M.a. gaf þar að líta gljáfægða
Volgu-bifreið — og mun hún vera
sótt í Borgarnes. Að sögn er þetta
bifreið sýslufulltrúa nokkurs í
myndinni. Við upptöku í dag ók
Egill ólafsson bifreið þessari og
má því ætla að hann leiki téðan
sýslufulltrúa. Sýslufulltrúinn ók i
kapp við tímann í veg fyrir flug-
vélina, Gláfaxa, með farþega í aft-
ursæti (Ragnhildi Gísladóttur) og
eiginkonuna sér við hlið (Tinnu
Gunnlaugsdóttur).
Höfundar handrits eru þeir Val-
geir Guðjónsson, Egill ólafsson og
Jakob Magnússon. Leikstjóri er
Jakob Magnússon og Egill Eð-
varðsson er upptökustjóri.
— ólafur.
Náttúruverndarráð:
í
Elliheimilið Enterprise
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Hiskólabíó: Geimstríð II — Reiði
Khans — Star Trek II — The
Wrath of Khan. ★'A.
Bandarísk. Árgerð 1982.
Handrit: Jack B. Sowards.
Leikstjóri: Nicholas Meyer.
Aðalhlutverk: William Shatner,
Ricardo Montalban, Leonard
Nimoy, DeForest, Kelley, James
Doohan.
„Geimurinn, síðasta landnám-
ið. Hér er sagt frá ferðum
stjörnufarsins Enterprise. Fimm
ára leiðangri þess er ætlað að
kanna ókunna heima, leita að
nýju lífi og nýjum menningar-
svæðum, — að dirfast lengra en
nokkur maður hefur áður farið."
Með þessu kjaftæði hóf í sept-
ember 1966 fyrrnefnt geimskip
sig til flugs í amerísku sjónvarpi
og hefur verið að væflast um
geiminn síðan, hinn seinni ár í
kvikmyndahúsum. Mynd Há-
skólabiós nú endar á þessu sömu
orðum. Sjónvarpssyrpan Star
Trek náði feikilegum vinsældum
víða um heim og þótti á margan
hátt til fyrirmyndar í fremur
greindarlegum vísindaskáld-
skap. Ég sá nokkra af þessum
þáttum og verð að játa að ég
kom ekki auga á púðrið í þeim;
áhöfnin á Enterprise var ekki
fólk með slíka vaxtarbrodda að
William Shatner sem Kirk aðmír-
áll ætti að fara að leggja sig.
það héldi athyglinni til lengdar
og hugmyndaflug höfundarins,
Gene Roddenberry, ekki mikið
víðfeðmara en sem nam blikk-
andi mælaborðum og útsölu-
speki á við þá sem vitnað var til
hér í upphafi. Star Trek fékk á
endanum hægt andlát í sjón-
varpinu. En þegar Stjörnustríð
hratt af stað endalausum geim-
ferðaskáldskap í vestrænni
kvikmyndagerð kom gamla Star
Trek-gengið saman að nýju og
dustaði rykið af Enterprise. Út-
koman varð Star Trek — The
Movie, alveg steingeld leikfanga-
mynd sem samt rakaði inn fé.
Star Trek II er að vísu skömm-
inni skárri en sú fyrsta. Þar
veldur mestu að Nicholas Meyer
leikstjóri spennir myndmálið
betur en Robert gamli í Wise í
Star Trek I, og þó fyrst og
fremst það að Ricardo Montal-
ban er skrambi djöfullegur sem
illmennið Khan með útlit grá-
hærðs gæruhippa en skrokkinn
af Skúla óskarssyni. Söguþráð-
urinn, um stríð Khans gegn Kirk
aðmírál á Enterprise, er eymdin
uppmáluð, og áhöfn stjörnufars-
ins að niðurlotum komin af elli
eftir átján ára útivist. Leikar-
arnir eru tindátar, sem reynt er
að lappa upp á með mikilli förð-
un og reyrðum geimafarabún-
ingum. Hasarinn gengur út á
blossa og neistaflug úr litríkum
mælaborðum og leikurinn felst í
því að svitna og kipra augun og
labba inn og út um rennihurðir
leikmyndarinnar.
Star Trek er þannig furðu
náttúrulaust tafl með teikni-
myndafígúrur. Og enn skröltir
Enterprise-skrjóðurinn um
geiminn: Ef einhver óttast við
lok Star Trek II að doktor Spock,
geimkanínan sem Leonard
Nimoy leikur og mun vera hvað
vinsælasta persónan, sé horfinn
veg allrar veraldar, þá lát eigi
hugfallast. Star Trek III — Leit-
in að Spock, gengur nú ljósum
logum á tjöldum bíóanna vestan-
hafs og víðar.
Lög verði sett um
notkun og endur-
notkun umbúða
Á undanförnum árum hafa bæði
Náttúruverndarráð og Náttúru-
verndarþing fjallað um mengunar-
hættu frá vöruumbúðum af ýmsu
tagi, einkum þó þeim umbúðum,
sem aðeins eru notaðar einu sinni.
Þannig hafa þessi mál borið á góma
á öllum Náttúruverndarþingum frá
árinu 1975, en það ár og árið 1981
voru þau allmikið rædd. Árið
1975—1976 aflaði Náttúruverndar-
ráð sér ýmissa gagna um lög og regl-
ur um endurnotkun umbúða á Norð-
urlöndum, en þar hefur verið reynt
að draga úr notkun einnota umbúða.
í skýrslu um störf Náttúru-
verndarráðs 1981—1984, sem lögð
var fyrir Náttúrurverndarþing sl.
vor, er skýrt frá samþykkt Nátt-
úruverndarráðs um mengun nátt-
úrunnar af umbúðum og úrgangi
en lokaorð hennar eru þessi: „Að
lokum telur Náttúruverndarráð
löngu orðið timabært að setja lög
og/eða reglugerð um innflutning,
notkun og endurnotkun umbúða af
ýmsu tagi.“
í frétt frá Náttúruverndarráði
segir: „Þar sem notkun einnota
umbúða hefur enn aukist síðan
þessi samþykkt var gerð, og nú
nýlega er farið að auglýsa sér-
staklega hagræði þess að kaupa ís-
lenska gosdrykki í einnota umbúð-
um, þá fjallaði Náttúruverndarráð
um þessi mál á ný á fundum sín-
um 14. og 15. ágúst sl. Þar kom
fram að full ástæða væri til að
staldra við og athuga nánar hve
mikinn kostnað þessi síaukna
notkun einnota umbúða hefði í för
með sér fyrir þá sem sjá um hirð-
ingu sorps og úrgans, bæði í bæj-
um, til sveitar og á ferðamanna-
stöðum. Þá væri ekki síður ástæða
til að menn gerðu sér betur grein
fyrir því hér á landi, að auðævi
jarðar eru ekki óþrjótandi, og því
nauðsynlegt að endurnýta sem
mest af þeim margvíslegu efnum,
sem notuð eru til hinna ýmsu
þarfa í nútíma þjóðfélagi, svo sem
í áhöld, verkfæri dagblöð og um-
búðir, en þetta er gert í síauknum
mæli í nágrannalöndum okkar.
Ekki má þó gleyma því að endur-
notkun pappírs er nú nýlega hafin
hér á landi og er það vel þó enn
séum við langt á eftir nágranna-
löndum okkar. Fyrrnefndur fund-
ur Náttúruverndarráðs taldi að
mikilvægt skref til að bæta hér
um, væri setning laga og/eða
reglugerðar um innflutning, notk-
un og endurnotkun umbúða hér á
landi. ítrekar ráðið því fyrri sam-
þykkt og leyfir sér að beina henni
til ríkisstjórnar og Alþingis."