Morgunblaðið - 07.09.1984, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 07.09.1984, Qupperneq 51
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 51 Þórhallur Einarssort frá Kirkjubóli Minning Við fylgdumst síðan að frá 10 ára bekk í Miðbæjarskólanum, vorum í síðasta hópnum, sem lauk inntökuprófi í Menntaskólann að loknu fullnaðarprófi, sátum í sama bekk í 7 ár og vorum heima- gangar hvor hjá öðrum um margra ára skeið. Leiðir skildu fyrst að nokkru, er við settumst hvor í sína lærdómsdeildina i 4. bekk og einnig meðan Pétur lauk námi sínu í verkfræði í Kaup- mannahöfn. Þráðurinn slitnaði þó aldrei fyrr en r.ú, endaþótt við höfum unnið æfistarf okkar hvor í sínum landshluta. Samfundir urðu að vísu furðu strjálir, liggur mér við að segja. Síðast hittumst við og töluðumst við á Vindheimamel- um í Skagafirði sumarið 1982. Samt var það svo, að mér fannst alltaf einsog við hefðum sést í gær. Ég votta Hrafnhildi og börnun- um og vinum hans og vandamönn- um samúð mína og lýk þessum kveðjuorðum með orðum Péturs sjálfs um skólaárin í afmælisbréfi til mín frá 1982: „Minningin um þetta tímabil æfinnar og það fólk, sem þá var næst manni fer „inn á minni“, eins og sagt er nú á tölvu- öld.“ Veri minn gamli vin sæll. Lingur Skammt er milli lifs og dauða. í daglegu amstri eru þessi sannindi að jafnaði víðs fjarri hugum manna. En þær stundir koma að þessi vísdómur altekur hugann og gnæfir öllu ofar. Og þannig varð með okkur samstarfsmenn Péturs Jökuls Pálmasonar er við spurðum sviplegt andlát hans fyrsta daga þessa mánaðar. Með honum er genginn langt um aldur fram dyggur samstarfsmaður, athugull stjórnandi og glöggur verkfræð- ingur. Pétur Jökull var fæddur í Reykjavík 10. janúar 1933 og var því 51 árs er hann lést. Foreldrar hans voru Pálmi Hannesson rekt- or Menntaskólans í Reykjavík og kona hans Ragnhildur Skúladóttir Thoroddsen. Pétur var næstelstur fjögurra barna þeirra hjóna. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1953. Hann lauk fyrri hluta prófi í verk- fræði frá Háskóla íslands vorið 1956 og lokaprófi í byggingarverk- fræði frá Verkfræðiháskólanum í Kaupmannahöfn sumarið 1959. Strax að námi loknu réðst Pétur til frænda síns Sigurðar Thor- oddsen verkfræðings. Hann var einn af stofnendum sameignarfé- lagsins Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sf. árið 1962. Þegar verkfræðistofan setti á laggirnar fyrsta útibúið sitt utan Reykjavík- ur árið 1964, útibúið á Akureyri, tók Pétur við forstöðu þess og gegndi því starfi til æviloka. Starfsvettvangur hans að námi loknu hefur þannig verið hjá sama fyrirtækinu, ef frá eru taldir nokkir mánuðir á árunum 1959—1961 er hann starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur við eftirlit með smíði Stein- grímsstöðvar við Sog. Æviágrip segir sögu en sýnir ekki mynd. Og mynd af einstakl- ingi er mjög háð athugandanum. Sú mynd, sem hér verður reynt að draga upp af Pétri Jökli Pálma- syni verður að skoðast í því ljósi. Þeir eiginleikar hans sem horfa við meðeigendum að verkfræði- stofunni eru meðal annars skap- festa, dugnaður og áreiðanleiki. Pétur rækti starf sitt sem deildar- stjóri Akureyrarútibús Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen af skyldurækni og trúmennsku. Hann var hreinskiptinn og vandur að virðingu sinni. Tengsl útibús við höfuðstöðvar voru ætíð með ágætum, og útibúið dafnaði svo undir handleiðslu hans að það er nú ámóta stórt í sniðum og höfuð- stöðvarnar voru, þegar útibúið var sett á stofn. Hann lagði ríkt á við samstarfsmenn sína á Akureyri að þeir temdu sér sjálfstæð vinnu- brögð. Hann var ráðhollur þegar til hans var leitað. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast hverju sinni. En hann lagði það á vald einstakra starfsmanna að leysa þau verkefni sem þeim voru fengin i hendur og hafa frum- kvæði að því að afla þeirrar þekk- ingar sem nauðsynleg var hverju sinni. Pétur var ósérhlífinn maður og sparaði hvorki tíma né fyrir- höfn til að sá rekstur sem honum var trúað fyrir væri til fyrirmynd- ar. Hann var góður húsbóndi sinna undirmanna en jafnframt dyggur ráðsmaður sinna samherja um rekstur verkfræðistofunnar á Akureyri. En myndin er fjölbreyttari. Pét- ur var félagslyndur maður og vinafastur. Hann var kátur og hress í vinahópi og gott að eiga hann þar að. Hann var líka góður heim aö sækja. Hann átti sín áhugamál langt út fyrir verkfræð- ina — útivist, náttúruskoðun, fé- lagsmál svo eitthvað sé nefnt. En þeim málum verða engin skil gerð hér. Starfsfólk Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. sér á bak góðum samstarfsmanni, félaga og vini með söknuði. En söknuðurinn verður sárari annars staðar. Ást- vinur er horfinn úr hópi fjöl- skyldu. Undir slíkum kringum- stæðum finnur maður til smæðar orðanna „Ég votta þér samúð". En þó verða þau að nægja hér sem kveðja til eiginkonu Péturs og barna. Hrafnhildur Ester Pét- ursdóttir og börnin Jón Rafn, Pálmi Ragnar, Katrín ólína, Ragnhildur Ólafía og Dagbjörg Helga bera nú um sinn þungan harm, og þeim sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við eigum eitt sameiginlegt, minning- una um góðan dreng. Kveðja frá starfsfólki Verk- fræðistofu Sigurðar Thor- oddsen hf. Pétur Pálmason er látinn. Fregnin um lát hans kom sem reiðarslag yfir okkur. Það eru að- eins nokkrar vikur síðan við eydd- um saman fjórum dögum í Skaga- firði ásamt fjölskyldum okkar og tugum annarra ættmenna Hrafn- hildar eiginkonu Péturs. Við það tækifæri var Pétur eins og honum var lagið, stoð og stytta hópsins, skipuleggjandinn, glaðværi mað- urinn og miðdepill hljóðfæraslátt- ar og söngs. Minningin um þessa daga er svo fersk í huganum, að það er erfitt að trúa þeirri hörmu- legu staðreynd að Pétur Pálmason sé allur. Örlögin spyrja ekki um slíkt. Ég dvaldi hjá þeim hjónum Pétri og Hrafnhildi minn fyrsta vetur í Menntaskólanum á Ákur- eyri. Það var mér um margt lær- dómsríkt að kynnast Pétri. Ég kom ungur frá litlu þorpi vestur á fjörðum í stóran bæ, höfuðborg norðurlands. Við slíka breytingu fyrir ungan mann var mikils virði að kynnast hugarfari og hegðan manns sem Péturs Pálmasonar. Ég man vel hvernig hann talaði við mig um hegðunarvandamál mín rétt að loknum athugasemdum föðursyst- ur minnar Hrafnhildar. Orðin hans höfðu áhrif vegna þunga, en um leið vegna skilnings á hegðun unga mannsins. Einmitt þessi hæfileiki Péturs hefur svo berlega komið í ljós gagnvart börnunum hans fimm. Hann hefur verið þeirra einlægi vinur umfram að vera góður faðir. Hann hefur tekið virkan þátt í áhugamálum þeirra og skólagöngu enda er fjölskyldan hans ein sú samheldnasta sem ég hef kynnst. Það hryggir mig mjög að Pétur fékk ekki fleiri lífdaga. Eg er Pétri þakklátur fyrir það sem hann kenndi mér. Elsku frænka, fyrir mína hönd og fjölskyldu pabba votta ég þér og börnunum innilegustu samúð. Pétur Rafnsson Erfitt er að sætta sig við þá bitru staðreynd, að Pétur bróðir, kletturinn trausti í norðri, sé fall- inn og lifi aðeins í stóru safni hughrifa, sem mótast hafa með mér frá frumbernsku. Þannig er maðurinn raunar í annara augum, brot hughrifa og minninga, nema þau augnablik ein, er leiðir skerast. Við dauðan verður engu framar breytt, ekkert leiðrétt né endur- skoðað. Myndin sem lifir er endanleg, dauðfryst. Sú mynd, sem Pétur bróðir, skil- ur eftir í mínum huga, er mynd um góðan dreng, litillátan, ljúfan, kátan, traustan og ráðvandan. Fáir hygg ég að kynnst hafi Pétri náið utan fjölskyldu hans og þröngs hóps vina og starfsfélaga. f slíkum hópi naut hann sín jafnan best, var hrókur alls fagn- aðar, glettinn og spaugsamur. Pétur var ekki maður fjölmenn- is, en rækti þá raun með sóma, ef þess þurfti, eins og allt annað er honum var falið. Enga byggði hann sér bauta- steina í eigin nafni. Slík eru forlög flestra. Verk hans má þó víða sjá í nafni Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen, þess fyrirtækis, sem hann réðst til að loknu verkfræðinámi árið 1959. Helgaði hann því félagi alla sína starfsorku til dauðadags af slíkri ósérhlífni að einstakt má telja. Trúi ég, að aðrir rekji þá sögu. Pétur var gæfumaður. Gæfa hans var ekki síst í því fólgin að leiðir hans og Hrafnhild- ar Pétursdóttur, eftirlifandi konu hans, lágu saman. Börn þeirra eru: Jón Rafn 22 ára, Pálmi Ragnar 20 ára. Katrín Ólína 17 ára, Ragnhildur ólafía 15 ára og Dagbjört Helga 9 ára. Þau eru öll við nám og hin mannvænlegustu. Þau eru bautasteinar Péturs og stærsta framlag hans til framtíð- ar. Pétur hafði að minni hyggju efasemdir um líf að loknu þessu. Vona ég að hans dýpsta þrá hafi nú ræst. Hvert sem leið míns kæra bróð- ur liggur, megi gæfan fylgja hon- um, nú sem fyrr. Skúli „Er þegar öflgir ungir falla sem sígi í ægi sól á dagmálum.“ Svo kvað Bjarni í söknuði sínum og eitthvað þessu líkt kom í hug- ann þegar okkur barst fregnin um að Pétur Jökull Pálmason hefði orðið bráðkvaddur hinn 1. sept- ember sl. Það tekur vissulega tíma að átta sig á þeirri staðreynd að hann hafi verið kvaddur til starfa á öðrum vettvangi, því hvort sem litið var til Péturs sem hins dáða heimilis- föðurs, eða hins ötula uppbyggj- anda sívaxandi fyrirtækis, bar fyrir augu hinn styrka stofn, sem aðrir litu til, þegar leiðsagnar var þörf. Þeir eru margir, er Pétur þekktu, sem hinn yfirvegaða og trausta verkfræðing, enda ófá verkefnin, bæði stór og smá, sem hann ásamt starfsmönnum verk- fræðistofunnar leystu af hendi. Þeir, er áttu þess kost að koma á hið fagra heimili, er hann ásamt Hrafnhildi konu sinni, höfðu búið sér og fimm börnum sínum, varð fljótt ljós hin einstæða samheldni er þar ríkti, þar sem saman fór fáguð framkoma og einlæg gleði. Hver heimsókn til þeirra varð jafnan minnisstæð og um leið lærdómsrík, því hvar er betra að vera en þar, spm víðsýni og víðtæk þekking markar hverja umræðu, en rík tónlistargáfa stýrir gleði- stund. Hæst ber þó í okkar huga hversu mikill vinur og félagi hann var börnunum sinum, og þátttak- andi í leik þeirra og starfi, því hef- ur það veitt þeim hjónum mikla gleði að fylgjast með námi og þroska barna sinna, sem í svo rík- um mæli bera þeirra mannkostum vitni. Með þessum kveðjuorðum vilj- um við, sem nutum fjölskyldu- tengsla við Pétur, votta minningu hans virðingu okkar, og af heilum huga þakka samfylgdina. Elsku Hrafnhildur, Jón Rafn, Pálmi, Katrín, Ragnhildur og Dagbjört, við biðjum guð um huggun og styrk ykkur til handa, og að þið megið ávallt finna ná- lægð hans. Systurnar Þórhallur fæddist að Hvann- stóði í Borgarfirði eystri. Foreldr- ar hans voru Einar Einarsson, sonur Einars ólafssonar pósts, sem allir kannast við. Móðir hans var Salín Jónsdóttir frá Kolls- staðagerði. Þórhallur var aðeins 3ja ára þegar hann missti föður sinn. Fluttist þá Salín að Mýrum í Skriðdal ásamt þrem börnum sín- um, Jóni, Kristínu og Þórhalli. Jónína, kona Stefáns á Mýrum, var föðursystir Þórhalls og átti hann þar heima til 16 ára aldurs. Álla tíð kallaði hann Stefán á Mýrum pabba, hann ólst upp með eldri sonum Stefáns og var á svip- uðum aldri og þeir og var alla tíð kært með þeim meðan líf entist og voru þeir eins og bræður. Vorið 1922 hófu þau búskap á Múlastekk Kristín, systir Þór- halls, og Sigbjörn Árna Björns- sonar og flutti Þórhallur með þeim þangað og taldi sig eiga heima þar þótt hann dveldi á ýms- um bæjum í Skriðdal um lengri eða skemmri tíma. Sumarið 1930 brá Þórhallur á það ráð að fara vestur um haf til Kanada. Hann seldi því kindurnar og hrossið. Mig grunar að hann hafi fengið heldur lítið fyrir það, en hann fékk nóg í fargjaldið vest- ur og fór á þjóðhátíðina á Þing- völlum og komst þar i samband við Vestur-íslendinga sem komu á hátíðina. Hann sagði mér að hann hefði verið búinn að hugsa til vest- urfarar fyrr og gripið tækifærið þegar hann vissi af fólki að vestan á Þingvallahátíðinni. Hann var 7 ár í Kanada og sá þar margt og lærði, sér í lagi lagði hann sig eftir að læra enska tungu. Þegar hann kom aftur heim átti hann 50 dollara í vasanum og var reynslunni ríkari. Þórhallur eign- aðust marga vini vestanhafs sem hann hélt ævilangt tryggð við. Mér er kunnugt um að margir Vestur-íslendingar heimsóttu hann þegar þeir komu til íslands. Þórhallur staðfesti fljótt ráð sitt þegar hann kom heim. Þá var í Geitdal ung heimasæta, Agnes Árnadóttir, dóttir Árna Jónssonar og Jónínu Björnsdóttur frá Vaði af hinni kunnu Viðfjarð- arætt. Þau settust að á Vaði 1940 og gengu í það heilaga 24. október 1941. Þau voru á Vaði í 3 ár, eða til vorsins 1943, þá voru þau búin að eignast tvö fyrstu börnin. Vorið 1943 tóku þau á leigu Hreiðarsstaði í Fellum og bjuggu þar í 4 ár og voru þá börnin orðin 5 og búnaðist þeim þar vel að því er séð varð. Allir sem til þekkja vita hvað Agnes er dugleg og mikil búkona og Þórhallur mesta snyrti- menni í allri umgengni og natinn við skepnur. Vissulega hefur þetta verið erfitt, það vita allir sem fengust við búskap á þeim tíma. Vorið 1947 fluttu þau í Þingmúla í Skriðdal og bjuggu þar í 13 ár. Óll árin sem þau voru í Þingmúla vor- um við nágrannar þeirra og var það með ágætum. Myndaðist strax vinátta milli heimilanna og hefur hún haldist síðan. 1960 fluttust þau að Kirkjubóli í Norðfirði, og tóku þá heldur betur til hendi, byggðu 26 kúa fjós af fullkomnustu gerð og fjárhús fyrir 200 kindur með velgengum kja.ll- ara. Þessi dugnaður var rómaður um allar sveitir. Það mun hafa verið blómaskeið ævi þeirra fyrstu árin á Kirkjubóli. Jónína tengdamóðir Þórhalls var alla tíð hjá þeim frá þvi þau hófu búskap til dauðadags, hún var mjög þörf á heimilinu, sér- staklega með tilliti til barnanna og umsjár með þeim. Jónína and- aðist 1968 áttatiu ára að aldri. Þórhallur og Agnes eignuðust 10 börn og eru 9 þeirra á lífi. Allt myndarfólk, búsett víðsvegar um landið, koma sér vel fyrir, öll gift nema Þórhildur, hún er heima og líkur stúdentsprófi í vor við Menntaskólann á Egilsstöðum. Börn Þórhalls og Agnesar talin í aldursröð: Árni Björgvin fæddur 1942, Amalía f. 1943, Stefán Einar f. 1944, Jónína Ingibjörg f. 1945, Kristín Salín f. 1946, Sveinn f. 1950, Herdís f. 1954, Þórarinn f. 1956, Lárus Þorsteinn f. 1959 og Þórhildur f. 1965. Sveinn Þórhallsson fór i nám til Danmerkur og gerðu foreldrar hans sér miklar vonir um hann á námsbrautinni. En hann andaðist þar úti áður en námi lauk 4. des- ember 1974. Friður sé með honum. Nú eru barnabðrn Þórhalls orð- in 19. Þórhallur var hvers manns hugljúfi og allir sem kynntust honum fundu hlýjuna og góðvild- ina í fari hans. Hann var æðrulaus og mátti ekki vamm sitt vita. Hann lagði gott til allra góðra mála og sá ætíð björtu hliðarnar á tilverunni og betri hliðina á mannfólkinu. Iiann vildi öllum gott gera og engan mann hefi ég þekkt greiðviknari. Það var hans yndi að geta gert öðrum eitthvað til þægðar. Þórhallur og Agnes brugðu búi á Kirkjubóli 1974 og fluttu þá til Kópavogs, en undu ekki þar nema tvö ár. Þau þráðu að komast í nágrenni við heimahagana og fluttu til Egilsstaða. Keyptu hús- eignina Selás 4 og hafa búið þar síðan. Þórhallur var heilsulítill síðustu árin. Hann var með hjartasjúk- dóm og þurfti að nota meðul við honum. Én ekki kvartaði hann og alltaf var hann hress og glaður þegar maður leit inn til hans og viðmótið ætíð hið sama. Þórhallur var búinn að vera 5 daga á sjúkrahúsinu á Egilsstöð- um þegar hann andaðist og fram úr rúminu fór hann og hjálpaði sér sjálfur fram á síðasta dag. Ég kom til hans nokkrum klukku- stundum áður en hann dó og sat hjá honum stundarkorn og allt var eðlilegt í fari hans. Hann sagði mér að hann ætti að fara heim um helgina. Þetta var á fimmtudegi. Hann sagði að búið væri að sprauta sig mikið til að ná vatni úr lungunum á sér. Um leið og ég * kvaddi hann fannst mér höndin á honum óvenju heit og hafði orð á því við hann hvort hann væri með hita, hann kvað svo ekki vera en lungun á sér væru orðin ónýt. Þórhildur dóttir hans var hjá hon- um þegar ég fór. Mér er tjáð að andlát hans hafi verið líkast því þegar kertaljós brennur upp, heyrðist hvorki stuna né hósti. Hann var einmitt búinn að óska sér þess að hann mætti fá slíkan dauðdaga. Útförin fór fram frá Egilsstaða- kirkju að viðstöddu fjölmenni. Jarðsett var í Egilsstaðakirkju- garði. Ég þakka Þórhalli fyrir sam- fylgdina á lífsleiðinni. Guð blessi hann um tima og ei- lífð. Við hjónin og fjölskylda okkar vottum Agnesi og fjölskyldu hennar dýpstu samúð. Einar Pétursson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.