Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
Ást er...
... að ajóta sumarhlíð-
unnar saman.
TM Reg U.S. Pat. Off,—«11 rtghts reserved
• 1979 Lo« Angetes Tlmes Syndtcate
Og hvaða hreyfingu aðra er um að
ræða en að opna bflskúrshurðina
og stanga úr tönnunum, má ég
spyrja?
HÖGNI HREKKVÍSI
Mannvirki i Keflavíkurflugvelli. Bréfritari er þeirrar skoðunar að tilæthinarsemi íslenskra stjórnvalda f garð
bandarfskra sé með ólfkindum.
Gjaldtaka fyrir fórnarlund
Svo virðist sem umræða um
öryggis- og varnarmál íslands sé
að færast verulega i aukana um
þessar mundir. Ber þar margt
til. Svo sem áform um uppsetn-
ingu ratsjárstöðva á Vestfjörð-
um og N-Austurlandi, ágreining-
ur íslenskra og bandarískra
stjórnvalda um vöruflutninga til
herliðsins á Keflavíkurflugvelli
og síðast en ekki sist nýlega
skoðanakönnun á viðhorfum Is-
lendinga til öryggis- og utanrík-
ismála.
Það er einkum í sambandi við
skoðanakönnunina sem mig
langar að leggja fáein orð í belg,
en mun þó einnig drepa á nokkur
önnur atriði í leiðinni.
Af meiginniðurstöðum könn-
unarinnar er ljóst að 80% ís-
lendinga eru hlynntir aðild að
NATO, 64% vilja hafa banda-
ríska varnarliðið hér á landi og
u.þ.b. % hlutar þjóðarinnar eru
hlynntir gjaldtöku af varnarlið-
inu.
Samkvæmt þessu má halda
því fram að allur þorri íslend-
inga skilji nauðsyn þess að þeir
skipi sér á bekk með með
bræðra- og vinaþjóðum sínum í
öryggismálum. En varðandi
sjálfar varnir landsins skortir
mikið á að þjóðarheildin skilji
mikilvægi að hafa hér her sem
er reiðubúinn að verja hana fyr-
ir hættulegum óvinum og fjand-
þjóðum hennar.
Það er mikil alvara á ferðum
þegar 36% þjóðarinnar virðast
ekki gera sér grein fyrir því að
hún á ægilega óvini, sem sitja
um það hverja stund að ráðast á
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til lostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
hana og sölsa hana undir sig.
(Athugið að þarna vantar aðeins
lítil 14% til þess að um helming
þjóðarinnar sé að ræða.) Það er
því morgunljóst að hér er mikið
verk óunnið. Leiðtogar þjóðar-
innar þurfa að taka sér tak og
upplýsa landsmenn um hve gíf-
urleg hætta vofir sífellt yfir.
öllu alvarlegri er þó sú niður-
staða skoðanakönnunarinnar
sem leiðir í ljós að u.þ.b. 65%
íslendinga eru þeirrar skoðunar
að bandaríski herinn eigi að
greiða gjald fyrir þá „aðstöðu"
sem honum er veittur hér í land-
inu.
Mikið hefur verið fjallað um
þennan þátt könnunarinnar og
hafa stjórnmálamenn keppst við
að lýsa furðu sinni á þessum
viðhorfum. Furðan er þó af mis-
munandi rótum runnin.
Það veldur mér aftur á móti
mikilli undrun að hvorki í skoð-
anakönnuninni né í umræðum í
kjölfar hennar hefur nokkur ein-
asti maður hreyft þeirri hug-
mynd sem óneitanlega hlýtur að
vera eina rökrétta afstaðan sem
íslendingar gætu tekið. En hún
er sú að íslendingar eiga að sjálf-
sögðu að borga fyrir það dýrmæta
öryggi sem þeim er tryggt með
dvöl bandaríska hersins hér á
landi.
Vissulega geri ég mér grein
fyrir því að aldrei yrði hægt að
meta þessa vernd til raunvirðis,
hvað þá að greiða hana að fullu,
en þó mætti vera unnt að gera
það að einhverju marki. Hag-
fræðingar nútímans eru sífellt
að auka verksvið sitt og hafa á
síðustu árum sýnt fram á það
með reikniaðferðum sínum að
hægt er að verðleggja alla þætti
tilveru okkar. Þeim yrði þess
vegna engin skotaskuld úr því að
verðleggja þá vernd og það ör-
yggi sem bandaríski herinn læt-
ur okkur í té.
í framhaldi af þessu sakar
ekki að minna á að bandarísk
stjórnvöld verða að takamarka
fjárveitingar til félagslegrar
þjónustu vegna hinna gífurlegu
fjármuna sem þau þurfa að
verja til her- og varnarmála
(sbr. umræðuþátti í sjónvarpinu
um daginn með hinum heims-
kunna vísindamanni og nóbels-
verðlaunahafa Milton Fried-
man). Ég vil því benda þeim Is-
lendingum á sem hvað hæst gala
um félagslegt óréttlæti í Banda-
ríkjunum, að einhverja sök gæt-
um við átt á því.
Já, tilætlunarsemi íslendinga í
garð bandarísku þjóðarinnar er
bæði ósiðleg og hryggileg.
Við ætlumst ekki aðeins til að
Bandaríkjamönnum að þeir séu
tilbúnir að fórna lífi sínu landi
okkar og þjóð til varnar, heldur
viljum við líka að þeir borgi
okkur fyrir það.
Þegar bandarísk hernaðaryf-
irvöld hyggjast efla varnir
landsins og treysta hervarnar-
kerfi vestrænna þjóða með upp-
setningu ratsjárstöðva víðsvegar
um landið, þá heimta íslend-
ingar að stöðvarnar þjóni um
leið íslenskri flug- og skipaum-
ferð og taki þátt í landhelgis-
gæslu. Utanríkisráðherrann
okkar hefur meðal annars látið
hafa eftir sér á prenti að sé út-
búnaður stöðvanna ekki þannig
að þér gæti fullnægt þessu þá
verði bara að auka við og efla
tækjabúnað þeirra. En það var
ekki unnt að sjá á ummælum
þessa góða manns að hann teldi
þá eðlilegt að íslendingar tækju
á sig þann aukakostnað.
Og hvað gerist þegar banda-
rískt skipafélag tekur að sér (NB
samkvæmt bandarískum lögum)
vöruflutninga til bandaríska
hersins? Jú — Islendingar rísa
upp á afturfæturna með hávær
mótmæli og heimta að fá að sitja
áfram að þeim ágóða sem flutn-
ingarnir gefa af sér.
Það sem út yfir tekur þó er að
þegar sú ýtni sem þarna kemur
fram ber ekki tilætlaðan árang-
ur, fer að örla á allskyns hótun-
um í garð Bandaríkjamanna.
Þær raddir gerast nú æ há-
værari sem krefjast þess að
bandarísku hermennirnir greiði
hér skatta og skyldur, tolla o.þ.b.
til jafns við íslendinga. Meðal
annars landbúnaðarforystan,
sem auðvitað er í stökustu vand-
ræðum með offramleiðslu sína,
krefst þess að nú allt í einu verði
farið að framfylgja löngu úrelt-
um lögum sem kveða á um að
varnarliðið skuli éta íslenskt. Og
þetta fær hljómgrunn. Eins og
það séu ekki þegar nægilegar
kvaðir sem herliðið á Miðnes-
heiði hefur tekið á sig, að berjast
við óvinaher íslensku þjóðarinn-
ar þegar þar að kemur, þó því sé
ekki gert skylt að berjast dag-
lega á diskum sínum við beina-
stóra ólseiga, fitulöðrandi ket-
bita af íslenskum sauðum.
Á hvaða siðferðisstigi er þjóð
sem svona hugsar? Er heimtu-
frekju okkar engin takmörk
sett? Það getur ekki verið að fólk
með þankagang af þessu tagi
trúi því í raun og veru að banda-
ríski herinn sé hér íslendingum
til varnar.
I.H.