Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 15

Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 79 Yfirlýsing frá 4 út- varpsráðs- mönnum af 7 í blaðaskrifum undanfarið hef- ur þess misskilnings gætt nokkuð, að fréttatímar í hljóðvarpi hafi verið teknir upp í verkfalli BSRB vegna þrýstings frá ólöglegum út- varpsstöðvum. Af því tilefni vilja undirritaðir útvarpsráðsmenn taka eftirfarandi fram: Strax þriðjudaginn 2. okt. hafði Markús A. Einarsson samband við útvarpsstjóra vegna hins algera fréttaleysis í verkfallinu. Þann dag ræddi Eiður Guðnason einnig við formann um nauðsyn þess, að ráðið ræddi þá stöðu, sem upp væri komin. Síðar sama dag óskuðu Eiður Guðnason og Árni Björnsson eftir aukafundi í út- varpsráði af sama tilefni. Aukafundur var haldinn mið- vikudaginn 3. okt Á honum báru Markús Á. Einarsson og Eiður Guðnason fram tillögu þess efnis að óska eftir því við útvarpsstjóra, að hann beitti sér fyrir því, að heimilaðir yrðu tveir stuttir fréttatímar i hljóðvarpinu á dag. Var afgreiðslu frestað til næsta reglulegs fundar, þar eð fulltrúa Kvennalista vantaði. Sama kvöld hófust svo útvarpssendingar frá tveim ólöglegum stöðvum. Næsti fundur var haldinn f.h. föstudaginn 5. okt Var áðurnefnd tillaga þá samþykkt með 4 at- kvæðum, en 3 fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sátu hjá og skiluðu sér- stakri bókun. Eins og gert var ráð fyrir í til- lögunni vísaði útvarpsstjóri henni tafarlaust til Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins, verkfallsstjórnar BSRB og Kjaradeildunefndar. Jákvæð svör bárust brátt frá tveim hinum fyrrnefndu, og var þá hafinn undirbúningur að þvi, að fréttasendingar gætu hafist strax þá um kvöldið. Hins vegar varð bið á svari frá Kjaradeilu- nefnd og um sexleytið benti menntamálaráðherra útvarps- stjóra á, að samkvæmt hennar skilningi mættu fréttasendingar ekki hefjast, fyrr en Kjaradeilu- nefnd hefði fjallað um málið. Kjaradeilunefnd féllst á beiðni útvarpsstjóra um hádegi næsta dag með 5 atkvæðum gegn 3. Áf þessum sökum hófust fréttasend- ingar hljóðvarpsins ekki fyrr en laugardagskvöldið 6. október. 23. nóvember 1984. Árni Björnsson, Eiður Guðnason, Elínborg Stefánsdóttir, Markús Á. Einarsson. Escape from New York rtÓTTINN (HÁ Ntw YOflK Fyrsta myndbandið í „stereó“ FYRSTA myndbandið með íslenzk- um texta og „hi-fi-steríó“ er komið i markaðinn, að því er segir í frétt frá Fálkanum hf. Textinn er settur á bandið hjá Texta hf., sem hefur fengið ný og fullkomin tæki. Myndin sem hér um ræðir er bandaríska sakamálamyndin Flóttinn frá New York, leikstýrð af John Carpenter. í aðalhlutverk- um í myndinni eru Kurt Russel, Lee van Cleef, Ernst Borgnine og Donald Pleasence. NORDMENDE VIDE01985 komiö Verð: 41.980, stgr. Þráölaus fjarstýring fylgir meö í veröinu Nú einfaldast máliö fyrir þá, sem leita sér aö myndbandstæki, sem er í senn hlaöið tækninýjungum árgerðar 1985, fjarstýrt, þráölaust (engar snúrur) og samt á hagstæöu veröi ásamt traustri þjónustu ★ 1985 árgerð hlaðin tækninýjungum. ★ Quarts stýrðir beindrifnir mótorar. ★ Quarts klukka. ★ 7 daga upptökuminni. ★ Fjögurra stafa teljari. ★ Myndleitari. ★ Hraðspólun með mynd áfram. ★ Hraðspólun með mynd afturábak. ★ Kyrrmynd. ★ Myndskerpu stilling. ★ Myndminni. ★ Framhlaðið 43 cm. breitt (passar í hljómtækjaskápa). ★ Sjálfspólun til baka þegar bandið er á enda. ★ Svona mætti lengi telja. ★ Sjón er sögu ríkari. Av *<• Skipholti 19, sími 29800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.