Morgunblaðið - 25.11.1984, Qupperneq 16
80
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
0| > TTC |
EINAR JOHANNESSON
Þeir sem venja komur sínar á leikvöllinn við Freyjugötu kannast kannski við
að hafa lent á klarínettutónleikum þar. Hljóðfæraleikarinn situr þó ekki í rólu.
Hann sést hvergi, heldur smjúga tónarnir út um harðlokaða glugga í nálægu
timburhúsi. Það er annað en söngvararnir, sem galopna gluggana, áður en
æfingar hefjast. Og þeir sem eru alfróðir um náungann og tónlistina, eða
fastagestir á Freyjugöturóló, vita að þar býr Einar Jóhannesson klarínettuleik-
ari.
Tónlistin kom inn í líf Einars í formi fiðlu, en þeim tveimur var ekki skapað
nema að skilja. Þá kom klarínettið og allt gekk upp. Þetta gerðist á stuttbuxna-
aldrinum. Svona til hliðar við klarínettið kláraði Einar stúdentspróf snarlega og
fór til London til að kynnast hljóðfærinu sínu enn betur. Eftir tíu ár í London
við nám og störf, reyndar einn vetur í Belfast í hljómsveit þar, kom Einar aftur
heim.
Eins oggóður Islendingur kemur Einar víða við. Hann spilar í Sinfóníu-
hljómsveitinni, í tslenzku óperunni, kennir svolítið og kemur auk þess fram hér
og þar. Ekki má gleyma skemmtilegum og svolítið óvenjulegum útvarpsþáttum
um tónlist og tónlistarmenn hér um árið, sem hann sá um ásamt Karólínu
Eiríksdóttur tónskáldi.
Einar segir um h'Ijóðfæri sitt að það sé dýnamískt. Það sama má segja um
hann sjálfan, það er músik í röddinni og svipmiklar hendurnar eru óspart
notaðar til að undirstrika orðin. — Skyldi ögunin, sem felst í því að læra á
hljóðfæri, líka ná að aga hugsun og mál...
Að finna
hamingjuna í
hversdagslegu
hlutunum
ithöfundar segj-
ast flestir skrifa
af innri þörf. Af
hverju spila
hljóðfæraleikar-
ar, af hverju
spilar þú?
EJ: Líkast til
bara af gömlum vana. En þetta er
líka vinna og kannski ekki verri
leið til að sjá fyrir sér og sínum en
hver önnur. Nú orðið er hljóðfær-
aleikur nokkuð örugg atvinnugr-
ein hér á íslandi. Það er mikil
samkeppni erlendis en ekki svo
mjög hér, enn, þó það sé kannski
aðeins farið að þrengjast um. En
vissulega hlýtur þetta að vera
þörf, því það heldur enginn áfram
í svona löngu og ströngu námi
nema að hann hafi mikinn áhuga
sem krakki eða unglingur. Það er
það mikill agi sem felst í hljóðfær-
anáminu. Á móti hlýtur að vera
mikil ást á viðfangsefninu. En það
er ekki þar með sagt að það komi
ekki leiði og þreyta hjá öllum. Það
getur sannarlega gerzt. Þá er gott
að staldra við og skoða hug sinn,
er ánægjan horfin, er álagið of
mikið, er hægt að breyta til, prófa
önnur tjáningarform, eða stoppa
hreinlega um stundarsakir og gera
eitthvað allt annað — fara á skak
Hvert viltu helzt leita eftir verk-
efnum? Áttu uppáhaldsverk, -höf-
unda eða -tímabil?
EJ: Hvað mitt hljóðfæri snertir
þá er það tiltölulega ungt miðað
við önnur blásturshljóðfæri, t.d.
flautu, óbó og fagott. Þar af leið-
andi vantar alveg heilt tímabil í
okkar litteratúr, það er barokk-
tímabilið, sem ég sakna mikið. Það
var Mozart sem kom klarínettinu
á blað svo um munaði og skrifaði
fyrir það músík, sem horfir meira
fram á við en aftur, músík sem
vísar til 19. aldarinnar og róman-
tíska tímabilsins. Þá voru mögu-
leikar hljóðfærisins vel nýttir,
möguleikar á mikilli tilfinninga-
legri breidd, og það er kannski sú
músík sem höfðar mest til mín.
Þar reynir á allan litaskalann, en
einkum á dökka, heita liti. Síðan
komu antí-rómantlkerarnir, neo-
klassíkerarnir, eða hvað við eigum
að kalla þá, Stravinsky, Bartók,
Hindemith, og þeir sáu í klarínett-
inu þessa köldu, hreinu marmara-
áferð, og það er líka stórkostlegt
að láta hljóðfærið túlka þá hlið.
Það hefur verið skrifað mikið fyrir
klarínettið á 20. öld. Hljóðfærið
býður upp á talsvert mikla mögu-
leika, hefur mikið tónsvið, mikla
dýnamik. Dugar líklega nokkuð
vel til að ná andstæðunum og öfg-
unum, sem er víða að finna í sam-
tímanum.
Hvernig þreifarðu þig áfram með
túlkun? Eftir hverju leitarðu?
EJ: Ég held ég geri það nú mjög
óvísindalega, fari að langmestu
leyti bara eftir tilfinningu. Ég hef
að visu dálítið gaman af að hlusta
á túlkanir, sem heyrzt hafa í
seinni tíð á verkum frá klassíska
timabilinu og barokktómabilinu,
þar sem hefur verið kannað mjög
vísindalega hvernig hljóðfærin
voru áður fyrr, hvernig var staðið
að flutningi og hvernig túlkun var.
Það er oft mjög hvetjandi að
heyra. En hins vegar finnst mér
það stundum einhvern veginn
missa marks. Þá er farið utan að
hlutunum og oft gleymist bara það
sem skiptir mestu máli, sem sagt,
að þetta var skrifað af sprelllif-
andi tónskáldum með bullandi,
músíkalska tilfinningu. Ég held að
músikölsk tilfinning sé alltaf sú
sama, þetta er svona úniversal til-
finning og maður á að treysta
þessari tilfinningu til að komast
inn i músíkina, þennan dularfulla
heim og flytja svo mál sitt af sam-
hengi. Þetta verður ekki gert eftir
teoríum. Það er erfitt að koma
orðum að þessu. Það eru svo marg-
ar kenningar uppi um hvernig
leika skuli t.d. Beethoven, Mozart
og eldri höfunda. Það má kannski
segja að á 19. öld hafi stundum
verið farið ansi frjálslega með
hlutina, eftir þvi sem maður hefur
lesið um. í óperum t.d. var farið að
skreyta svo mikið og bæta við frá
hendi flytjandans að það markaði
varla fyrir tónskáldinu lengur,
eins og sagan segir að Rossini,
minnir mig, hafi eitt sinn upp-
götvað, þegar aðalprímadonnan
hans söng fyrir hann eina ariuna
hans og lagði sig vitaskuld alla
fram. Tónskáldið hrósaði henni
mjög fyrir frammistöðuna en
spurði svo hver höfundurinn væri.
Á gömlum upptökum með frægum
hljómsveitarstjórum má heyra að
þeir leyfðu sér miklu meira í túlk-
un en nokkur þorir nú. Þessi
fræðilega aðferð nú er kannski
andsvar við þessu.
En þetta er fyrst og fremst lif-
andi tónlist. Ég reyni a.m.k. að
týna mér ekki í metóðum eða
kenningum og stílbrigðum.
í framhaldi af því sem þú sagðir
áðan um að nú væri gjarnan reynt að
nálgast tónlist á fræðilegan hátt.
Hvernig kemurðu þá samtímanum
og sjálfum þér heim og saman í túlk-
un?
EJ: Það er alltaf eitthvað í sam-
tímanum sem kemur fram eða
bergmálar i túlkun. Ég held að góð
tónverk, góð tónlist, þoli talsvert
meiri sveigjanleika í túlkun held-
ur en er viðurkennt eða haldið á
lofti nú. Kannski er við hljómplöt-
ur að sakast, ég veit það ekki. Þær
eru að vissu leyti takmörkun. Allt
á að seljast, það er mikið lagt upp
úr að ekki séu teknar áhættur,
ekki farið of frjálslega með. Vita-
skuld er það svo að þegar maður
leikur tónverk, þá er það virðingin
fyrir því sem tónskáldið hefur
skapað í verki sínu, sem er höfuð-
atriði, en líka að þetta verk lifnar
oft ekki fyrr en maður er búinn að
koma svolitlu af sínum persónu-
leika í verkið. Þetta finnst mörg-
um voðalegur hlutur að heyra.
Flytjandinn eigi að víkja algjör-
lega úr vegi og hvergi koma nærri,
bara vara einhver prúður miðill.
En mér finnst það dálítið óraun-
hæft. Frægur, franskur ljóða-
söngvari og kennari, Pierre Bern-
ach, sem vann mikið með Poulenc,
sagði einhvern tíma að flytjendur
ættu ekki að vera hræddir að
túlka það sem þeim fyndist per-
sónulega, ekki vera hræddir að
setja sinn persónuleika í ljóðin eða
tónverkið. Svo er það náttúrlega
komið undir smekk og hæfni hvers
og eins hvernig til tekst. Það spila
hvort eð er allir nákvæmlega eins
og þeir eru, það þýðir ekkert að
loka augunum fyrir þeirri stað-
reynd. Og öll mikil upplifun í líf-
inu, sterk ást eða sorg, skilar sér i
túlkun manns á einn eða annan
hátt.
Tónskáld, sem skrifa fyrir mig
verða að taka því að túlkunin
verður alltaf persónuleg, þvi ég
hef þessa afstöðu. Það er kannski '
bara frústreraða tónskáldið i mér,
sem er að rasa út ...
Hvernig er með áhrif stjórnenda.
Þegar þú spilar undir stjórn ein-
hvers. Skiptir hann sér af túlkun-
inni, hefur hann eitthvað að segja?
EJ: Góður og skilningsrikur
stjórnandi skiptir sér ekki af túlk-
un einleikara, hann er eins og
næmur undirleikari, styðjur
mjúklega við bakið á manni. Ann-
ars er búið að tala svo mikið um
hlutverk stjórnenda yfirleitt,
þetta nánast mystiska innsæi, sem
þeir verða að hafa. Eitt er víst að
kröfur sem eru gerðar til stjórn-
enda eru geysi miklar. Það er ekki
nóg að hafa fint og gott slag. Það
er eitthvað allt annað, sem á end-
anum sker úr um hvort stjórnandi
er góður eða ekki. Vissulega eru
hljómsveitarmenn alltaf fegnir
skýru og finu slagi. Það getur ver-
ið erfitt þegar stjórnandi, sem er
mikill túlkandi af guðs náð hefur
óljóst slag. En það er hægt að læra
á það og venjast þvi. Við getum
tekið sem dæmi Otto Klemperer,
sem ég sá oft og heyrði í London
hér á arunum. Þetta voru ekki slög
í venjulegum skilningi, stundum
kom alls ekki neitt, en hljómsveit-
in gjörþekkti manninn, stóð sam-
an og lék eins og einn maður.
En stjórnandi hefur alveg ótrú-
lega mikið að segja. Það er svo
gaman, en gerist ekki mjög oft,
þegar stjórnandi kemur upp á
pallinn og hann býr til músik i
gegnum okkur í hljómsveitinni.
Hann hefur þennan augnkontakt,