Morgunblaðið - 25.11.1984, Qupperneq 20
84
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
Plútó í Kóni,
hvað er nú það?
Tregur blaðamaöur gefur sig stjörnuspeki á vald
— eftir Ingva Hrafn
Jónsson
„Ég á stjörnuspekinámskeið?"
Ég leit á vin minn Guðlaug Berg-
mann með meðaumkun og áhyggj-
um yfir því að nú væri honum far-
ið að förlast. „Já, einmitt þú, mað-
ur, sem hefur helgað sig fjölmiðl-
un og byggir alla sína afkomu á
því að miðla fréttum og upplýsing-
um. Þú gætir haft ofsalegt gagn
og ánægju af því að kynnast þess-
um fræðum, þótt ekki væri nema
til að kynnast sjálfum þér betur."
Manninum var greinilega alvara.
Hann brosti þó og sagði: „Ég veit
alveg hvað þú ert að hugsa. Þú ert
að hugsa um eitthvert kellingar-
kjaftæði, spákonur og svika-
hrappa. Hefurðu gert þér grein
fyrir að þessi fræði eru mörg þús-
und ára gömul og óteljandi fjöldi
manna i öllum heimsálfum og á
ólíkum menningarsvæðum leggja
stund á stjörnuspeki." „Gulli
minn, finndu þér annað fórnar-
lamb í blaðamannastéttinni, ef ég
færi á svona námskeið yrði það
miklu fremur til að fletta ofan af
þessum skrípaleik, að taka gott og
saklaust fólk, rýna í eitthvað kort
og segja svo hókus pókus, svona
ertu.“ „Það er nákvæmlega það
sem ég er að biðja þig að gera,
farðu á námskeiðið, kynnstu þessu
og skrifaðu svo grein í Moggann
um þetta og flettu ofan af því sem
þú vilt. Það myndi passa fyrir
Plútóinn þinn I Ljóni, að skyggn-
ast hvasst á bakvið yfirborð
hluta."
„Plútóinn minn í Ljóni, amma
þín hvað? Hvað ertu eiginlega að
röfla? Plútóinn þinn í Ljóni, af
hverju ekki Mikki mús í krókó-
díl?“ Mér fannst ég hlyti að hafa
drepið þetta Plútókjaftæði í hon-
um. Plútóinn þinn i Ljóni, ha, ha.“
„Ingvi minn þú ert Ljón, eins og
alþjóð hefur þurft að horfa upp á í
sjónvarpinu í mörg, ég er búinn að
láta gera nákvæmt stjörnukort
um þig og ég sé þig algerlega í
nýju ljósi. Þú ert með tungl í
Steingeit, Merkúr, Venus og Júpí-
ter í Krabba, Mars og Plútó í Ljóni
og Satúrnus og Úranus í Tvíbura
og ert eitthvert póttþéttasta dæm-
ið um áberandi fjölmiðlamann
skv. stjörnuspekinni, ásamt vini
okkar Baldvin Jónssyni auglýs-
ingastjóra Moggans. Ég er líka bú-
inn að láta gera kort Styrmis og
Matthíasar. Nú ætla ég bara að
biðja þig að fara heim með þetta
kort þitt og lesa það í ró og næði
og hitta svo mig og Gunnlaug
Guðmundsson vin minn, sem
stjórnar Stjörnuspekimiðstöðinni
og fara yfir það, þegar þú ert til-
búinn.“
Mér var hætt að standa á sama
og hugsaði með mér að nú væri
Gulli Bergmann endanlega búinn
að spila rassinn úr buxunum. Ég
horfði á hann hlýjum augum,
klappaði góðlátlega á öxlina á
honum og sagði „Gulli minn, mér
er sönn ánægja að gera þetta fyrir
þig.“ Um leið hugsaði ég með
sjálfum mér, að nú þyrfti ég held-
ur betur að ná sambandi við ein-
hverja sem stæðu Gulla næst til
að vita hvort þessi stjörnuspeki-
della hans væri komin á hættulegt
stig. Plútóinn þinn í Ljóni. Hafiði
heyrt’ann betri?
Greinarhöfundur Ingvi Hrafn Jóns-
Gulli brosti er hann kvaddi mig
og sagði: „Áður en þú ferð langar
mig að segja þér í örfáum setning-
um hvað mér finnst um stjörnu-
spekina. Ég tel að hún varpi ljósi á
eiginleika okkar, kosti og galla,
geri okkur kleift að nýta orku
okkar á betri hátt, jafnframt því
að auka sjálfsþekkingu og þekk-
ingu á öðru fólki. Stjörnuspekin er
hluti af þeirri vakningu, sem verið
hefur á Vesturlöndum undanfarið,
vakningu einstaklingsins til með-
vitundar um það, að hann getur
unnið með sjálfan þig og þroska
sinn, ekki einungis með bættu
mataræði, aukinni útiveru og lík-
amsrækt, heldur einnig með
sjálfskoðun og sálrænni uppbygg-
ingu. Ég hef sjálfur með höndum
umfangsmikinn atvinnurekstur,
innflutning iðnaðarframleiðslu og
smásölu og hef fjölda manns í
vinnu og þarf að eiga viðskipti við
fjölda manns. Ég segi þér hræsn-
islaust, að frá því að ég kynnist
stjörnuspekinni hef ég lært ótrú-
lega mikið að þekkja sjálfan mig
og þá sem standa mér næstir í lífi
starfi og leik og mér finnst með
líða betur en nokkru sinni fyrr. Ég
veit líka að þessi þekking hefur
komið mér stórlega að gagni við
rekstur fyrirtækisins. Og farðu nú
heim og haltu áfram að velta því
fyrir þér hvort ég sé orðinn
spinnegal."
Þessi ræða hans gerði það að
verkum að ég fór upp á skifstofu
til mín, setti fætur upp á borð og
opnaði brúna umslagið, sem hann
hafði afhent mér. Plútó í Ljóni
amma þín hvað?
Ingvi Hrafn Jónsson, fæddur 27.
júlí 1942, klukkan 08.00 í Reykja-
vík, stóð á titilblaðinu, hvernig í
ósköpunum gat maðurinn hafa
fundið út fæðingartímann? Hann
hefur náttúrulega séð það í stjörn-
unum ha, ha, ha, ha. En áfram las
ég. Pláneturnar eru orkustöðvar
og má líkja þeim við líffæri líkam-
ans og kalla þær líffæri orkulík-
amans (þetta hlýtur þá að falla
undir iðnaðarráðuneytið ha, ha).
Þær dreifast síðan á stjörnu-
merkin tólf og mótast starfsemi
þeirra af eðli merkjanna. Stjörnu-
merkin eru síðan samsett úr ólík-
um þáttum. Við tölum um líforku-,
efnisorku-, hugmynda- og félags-
orku-, og tilfinningaorkumerki.
Um úthverf, innhverf, frumkvæð,
stöðug og breytileg stjörnumerki.
Allt virtist þetta nú hálfgerð al-
gerbra en best að sjá hvað spek-
ingurinn hafði um Ljónið í Plútó
að segja.
„Þú ert með sól, Mars og Plútó í
Ljóni.“ Ekki gat Plútó ræfillinn
fengið að vera í friði í ljóninu, það
þurfti að troða sólinni og Mars
með. „Þessi staða táknar að I
grundvallaratriðum ert þú skap-
andi hugsjónamaður, með út-
hverfa og gerandi athafnaorku. Þú
ert stoltur og sjálfstæður og vilt
ekki láta umhverfið segja þér fyrir
verkum ...“ Það sem á eftir fylgdi
fannst mér verða ansi persónulegt
að ýmsu leyti, og sumt gerði það
hreinlega að verkum, að ég varð
steinhissa. Þessi hraðlestur sem
átti að verða í gegnum einhver fá-
nýt plögg, dróst nú æ meira á
langinn. Eg hugsaði upphátt, bölv.
kjaftæði ég er ekkert svona, eða
hvernig gat hann vitað þetta og
allt þar í milli. f hvert skipti sem
ég ætlaði að ýta þessu frá mér og
fara að vinna, varð eitthvað til
þess að ég þreif blöðin aftur og
hélt áfram að lesa og velta þessu
fyrir mér. Það var komið undir
kvöldmat áður en ég vissi af,
niðursokkin í stjörnuspekilegar
athuganir, sem einhvern tíma
hefðu þótt fréttir til næstu bæja
og þykja sjálfsagt enn.
Ljón og Hrútur
Ég var hálfviðutan er ég kom
heim í matinn, en gat ekki varist
því, er synir mínir tveir, eins og
fimm ára komu þjótandi í fangið á
mér, að velta fyrir mér hvar
þeirra staður í stjörnunum væri
og hvenrig þeirra kort litu út. Eig-
inkona mín, sem er hrútur og því í
eldmerki eins og ég, brosti strlðn-
islega, er ég sagði henni frá kort-
inu og bauð henni skrifin til af-
lestrar. Hún sagði að fátt myndi
koma sér á óvart um ljónið eftir
að hafa umborið það í 10 ára sam-
búð. Ég svaraði um hæl, að ég
hefði örugglega aldrei gifst henni
ef mér hefði verið sagt frá því að
hún væri hrútur og þarna hefði ég
skýringu á hversvegna mér hefði
stundum fundist hún hrútleiðin-
leg, sérstaklega að morgni dags.
Hún svaraði því til að ljón ættu
ekki að kasta seinum úr glerhúsi,
er fjallað væri um skaplyndi að
morgni dags. Og sjá! Þarna vorum
við allt í einu komin í hár saman
út af einhverri stjörnusjjeki, sem
hvorugt þekkti höfuð né sporð á.
Fundurinn með þeim Gunnlaugi
stjörnuspekingi og Guðlaugi
Bergmann endaði með því að þeir
gjörsigruðu mig. Það var sama
hvað ég maldaði í móinn eða kall-
aði kjaftæði, þeir höfðu einhver
rök á móti og allt í einu sagt ég
frammi fyrir tveimur mönnum,
sem þóttust og jafnvel virtust
þekkja mig í botn. Ég játa hins
vegar að mér var alls ekkert óljúft
að fallast á að sækja námskeiðið
hjá Gunnlaugi því sannast sagna
hafði ég rekið mig á ansi margt
sem gat eða gat ekki flokkast und-
ir furðulegar tilviljanir.
Þriðjudagurinn 9. október rann
upp fyrr en varði og það eina sem
ég sagði við konuna er ég laumað-
ist út rétt fyrir sjónvarpsfréttir,
sem ekki urðu vegna verkfalls, að
ég þyrfti á fund. Hún er orðin svo
vön þessu fundastússi mínu, að
hún er löngu hætt að spyrja sé
henni ekki sagt.
Gunnlaugur tók brosmildur á
móti okkur í stjórnarherbergi
Flugleiða á Hótel Loftleiðum og
sagði okkur að hann hefði verið
búinn að búa þannig um hnútana,
að við yrðum 12 á námskeiðinu,
eða tólf lærisveinar, eins og segir
frá í annarri sögu, en þá hefði eitt
Ljón ruðst inn í hópinn og því
væru lærisveinarnir þrettán og
hann sá fjórtándi. Það yrði síðan
að koma í ljós hvort þetta hefði
einhverjar afdrifaríkar afleið-
ingar fyrir mannkynssöguna.
Þrettándi lærisveinninn reyndist
vera Eggert Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri, sem kannski er
frægastur fyrir að hafa verið einn
af fjórmenningunum, sem upp-
haflega stofnuðu Hljóma. Hann
yfirgaf hins vegar bandið áður en
það varð verulega heimsfrægt.
Það átti síðar eftir að koma í ljós,
að hann hafði verð f Hljómum, er
þeir léku á balli i Iþöku, haustið
1964, sem undirritaður stóð fyrir,
sem formaður sjöttabekkjarráðs
Menntaskólans í Reykjavík. Sann-
aðist þá enn einu sinni hið forn-
kveðna. „Er ekki heimurinn lítill,
eða þannig sko?“
Við fengum það aldrei upplýst
hjá Gunnlaugi, hvort hann hefði
reynt að velja okkur þannig að við
værum úr öllum merkjum. Alla
vega kom í ljos, að aðeins sporð-
drekann vantaði, en auðvitað voru
Ljónin þrjú. Auk okkar Eggerts,
Jóhanna Eyþórsdóttir, húsmóiðir
og fóstrunemi, Fríða Björnsdóttir,
Svanur Sigurgíslason og Jóhanna Eyþórsdóttir.
kennaraháskólanemi var fulltrúi
Hrútsins, Gulli stjörnuspekingur
sjálfur fulltrúi Nautsins, Gústaf
Agnarsson, fyrrum lyftingameist-
ari og nú vaxtaræktarfrömuður
var Tvíburinn, Guðmundur Jó-
hannsson, vélstjóri í Sanitas var
Krabbinn og Edda B. Jónsdóttir,
eiginkona hans, læknaritari á
Landspítalanum, var Steingeitin,
Sigfús Arnþórsson, píanóleikari á
pöbbum var Meyjan, Svanur Sig-
urgíslason, verkamaður hjá
Reykjavíkurborg var Vog, Anna
Haraldsdóttir var Bogmaður, Ei-
ríkur Einarsson líka, en Vatnsber-
inn hét Kolbrún Hilmarsdóttir og
Fiskurinn kom syndandi síðastur
sem Gunnar I. Pálsson, fæddur
Gaflari, allra manna ljúfastur
með bros á vör.
Kitlandi hlátur
Það var ferlega gaman að virða
fyrir sér liðið og velta fyrir sér,
hvað þessi og hinn væri að gera
þarna. Sérstaka athygli vöktu
sómahjónin, Guðmundur og Edda,
sem áttu eftir að vekja oft með
okkur hinum kitlandi hlátur. Það
skipti örugglega mjög miklu máli
að öll þessi merki hristust ótrú-
lega fljótt saman og þessi fimm
kvöld, sem við áttum saman liðu
svo fljótt, að þegar upp var staðið
pantaði hópurinn sem einn maður
framhaldsnámskeið eftir áramót.
Fyrstu tveir tímarnir fóru í
undirstöðuatriði stjörnuspekinnar
og tókst Gulla sérlega vel upp að
gera öll þessi framandi merki,
plánetur, hús og afstöður, að lif-
andi dæmum, þannig að fyrr en
varði, virtist lausnin á algebrunni
blasa við. Andinn sem sveif yfir
vötnum var léttur og mönnum var
óspart velt upp úr meintum kost-
um og göllum. Það kom fljótt í ljós
að sumir höfðu grúskað í þessum
fræðum áður, en flest okkar voru
þó algerir byrjendur. Gulli brýndi
fyrir okkur í upphafi, að hafa ætíð
hugfast að stjörnuspeki reyndi
ekki að gefa okkur endanleg svör
við spurningum, heldur viðmiðan-
ir, sem við gætum sjálf unnið út
frá. Við værum að fjalla um per-
sónuleikastjömuspeki, en sú teg-
und stjörnuspekinnar fengist við
að útskýra og hugleiða helstu
þætti persónuleika manna. Síðar
færum við út í túlkunarfræðina og
hvernig við notuðum stjörnuspeki
í daglegu lífi.
Sjálfsþekking
Ég spurði í fyrsta tíma hver til-
gangurinn væri með því að leggja
stund á stjörnuspeki. Gulli svar-
aði: „Það fyrsta sem kemur upp í
hugann er sú ástæða að við viljum
kynnast sjálfum okkar betur. Að
við teljum að stjörnuspeki geti
veitt sjálfsþekkingu. Við teljum
yfirleitt að sjálfsþekking geti leitt
til betra lífs. Ef við þekkjum veik-
leika okkar öðlumst við fljótlega
vitneskju um það hvernig við eig-
um að yfirvinna þá. Ef við þekkj-
um hæfileika okkar og möguleika
eru einnig meiri líkur á að við
finnum þeim viðunandi farveg. En
stjörnuspeki eykur einnig skilning
okkar á öðrum. Einn tilgangur
stjörnuspekinnar er því sá að nota
stjömuspeki til að sjá fólk í nýju
ljósi og skilja það betur. Þessi
aukni skilningur eykur umburð-
arlyndi okkar til mikils muna og
bætir samskipti við aðra. Mér
finnst sjálfum, að stjörnuspeki
hvetji einstaklinginn til að byggja
heilsteyptan persónuleika með því
að opna með honum umræðuna
um hvernig við beitum lifsorku
okkar tilfinningum og starfsorku."
Sólin og hin
hugtökin
En hvað eru þá þessi grunn-
hugtök, pláneturnar og merkin?
Margir sem ekki eru vel kunnir
stjörnuspeki halda að maðurinn
eigi sér einungis eitt stjörnu-
merki, en þegar talað er um að
einhver sé Hrútur eða Ljón, er í